Þjóðviljinn - 15.10.1969, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.10.1969, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 15. október 1969 — 34. árgangur — 225. tölublað. Samþykkf á sjómannaráSsfefnu um helgina: Bátasamningum sagt upp fyrír áramótin Q Um helgina var haldin sjómannaráðstefna hér í Reykjavík á vegum Sjómannasambands íslands og þar samþykkt að skora á öll félög innan sam- bandsins að segja upp hátakjarasamningum við samtök útgerðarmanna — þannig að þeir verði úr gildi um næstu áramót. □ í fréttatilkynningu er Þjóðviljanum bars^t í gær frá Sjómannasambandi íslands segir, að mættir hafi verið fulltrúar frá sjómannafélögum úr flest- um landshlutum á ráðstefnunni — hafi hún verið vel sótt miðað við árstíma og miklar annir félaga. Málgagn iðnrekenda um EFTA-málið: Vandamálin heima- fyrír eru Hóknarí — en samningaviðræðurnar út á við B Eins og margoft hefur komið fram eru ýmsir iðnrékend- ur ákaflega gagnrýnir á fyrirhugaða aðild Islands að Frí- verzlunarbandalagi Evrópu — EFTA. í nýútkomnu hefti af málgagni Félags íslenzkra iðnrekenda er meðal annars rætt um þetta mál og lögð áherzla á að vinna beri að marg- víslegum atriðum hér heima fyrir áður en aðild er ákveðin. Eins og kunnugt er mun ríkis- stjórnin ætla að keyra lands- merin inn í EFTAáþví alþingi, Frá Laxárnefnd ★ Eins og lesendum Þjóðviljans er kunnugt hef- ur fyrirhuguð Gljúfurvers- virkjun Laxár í Þingeyjar- sýslu valdið miklum deil- um og telja ýmsir héraðs- búar, að hún muni hafa í för með sér óbætanlegt tjón. ★ 26. júní 1964 skipaði orkumálastjóri nefnd er í áttu sæti þrír sérfræðing- ar, þeir Sigurjón Rist for- stöðumaður vatnamælinga, Haukur Tómasson jarðfræð- ingur og Sigurður Thorodd- sen verkfræðingur, og skyldi ncfndin „kanna, hvort og áð hve miklu leyti fullvirkjun Laxár í Suður- Þingeyjarsýslu við Brúar kynni að valda spjöllum á ánni og nánasta umhverfi hennar og jafnvel fjárhags- legu tjóni. ★ Heildarniðurstaða nefnd- arinnar er sú, að í sumum tilvikum muni hinar ráð- gerðu virkjunarfram- kvæmdir valda beinu tjóni, en það tjón sé fyllilega réttlætanlegt, þegar litið er til þess hagnaðar, sem framkvæmdirnar muni skila og þeirrar nauðsynj- ar að sjá stórum lands- hluta fyrir ómissandi orku. ★ Nánar er sagt frá nið- U'rstöðum nefndiarinnar í frétt á baksíðu. sem nú hefur komið saman. Fjöl- margir aðilár í öllum flokkum hafa lýst sig andviga aðild að Fríverzlunarbandalaginu. En rík- isstjórnin virðist ekki ætla að hlusta á aðfinnslur þeirra. Málgagn Félags íslenzkra iðn- rekenda skrifar forustugrein um EFTA-viðræðurnar í síðasta hefti íslenzks iðnaðar. Segir m. a. í forustugreininni: „Það virð- ist með öðrum orðum ijóst, að samningaviðræður um aðild ís- lands að EFTA eru að komast á lokastig. Með væntanlegu sam- komulagi við EFTA-ráðið er und- irbúningi málsins þó hvergi hærri lokið af íslands hálfu. Eftir er að vinna að margvísleg- um vandamálum, sem við verður að etja hér heima fyrir. Það gengur vart nokkur þess dulinn, að þau verkefni eru öllu flókn- ari og vandasamari en hinar eiginlegu samningaviðræður út á við“. Þarna senda iðnrekendur frá sér tímabæra viðvörun, sem Þjóðviljinn telur nauðsynlegt að vekja athygli iesenda sinna á. Talinn höfuð- kúpubrotinn eft- ir ákeyrslu Það slys varð á Hlíðarvegi um fimimileytið í gær, að fjögurra ára drengur varð fyrir bíl og slasaðist mikið, var óttazt að hann hefði höfuðkúpubrotnað, en meiðsli hans vora þó ekki fiullrannsökuð í gærkvöld. Taildi ökumiaður bílsins, að drengurinn hefði skyndiilega hlaiupið fyrir hann. Svo segir í samþykkt frá ráð- stefnunni: „Ráðstefnan telur, að með hlið- sjón af því sem gert var af hálfu Alþingis á s.l. ári með lögunum um ráðstafanir í sjávarútvegi vegna gengislækkunar íslenzkrar krónu, l>egar raunverulega var gengið á hlut sjómanna og tek- in af þeim 27—37% af samnings- bundnum hlut, verði ekki hjá því komiizt að segja upp gild- ai.di kjarasamniniguim og skorar ráðstefnan því á öll þau ,félög, sem aðilar eru að bátakjarasamn- ingum við samtök útgerðar- manna, að segja þeim samning- um upp, miðað við að þeir verði úr gildi um n.k. áramót. Jafnfrarrit skorar ráðstefnan. á hið háa Alþingi að endurskoða nú þegar framangreind lög með auknar kjarabætur til sjómanna fyrir augum, þar sem fyrix at- beina laganna og góð aílabrögð á yfirstandandi ‘ ári, hljóti af- koma útgerðarinnar að hafa batnað svo, að haegt væri að lag- færa lögin sjómönnum í hag. Ráðstefnan telur, að viðbrögð og afstaða sjómannafélaganna til aðgerða um áramót muni mjög mikið mótast af því hvernig Al- þingi tekur áskorun þessiari, en telur hinsvegar nauðsynlegt að kölluð verði satnan ráðstefna að nýju í desember n.k. til þess þá, að taka afstöðu miðað við ástand mála. Þá telur ráðstefnan nauðsyn- Framihald á 3. síðu „Hættið þessu viðbjóðslega striði' Enn bankastjóra- skipti við Landsbanka ísiands EINS OG KUNNUGT ER hafa að undanförnu orðið miklar mannabreytingar í æðstu stjórn Landsbankans, og nýlega voru ráðnir í senn tveir bankastjór- ar. í dag verða enn banka- stjóraskipti við bankanri; Svan- björn Frímannsson tekur aftur við fyrri störfum sínum en Hel'gi Bergs hverfur frá bank- anum. SNEMMA Á ÞESSU ÁRI fékk Sigtryggur Klemenzson Seðla- bankastjóri veikindi, og var þá ákveðið að Svanbjörn Fri- mannss. gegndi störfum Seðla- bankastjóra á meðan. Við það losnaði um skeið bankastjóra- staða í Landsbankanum, og urðu um hana mjög sérkenni- leg átök bæði innan Fram- sóknarflokksins og milli þess *lokks og stjórnarflokkanna Blönduðust margir í málið og . hlutust af því margvísleg sár- indi sem engan veginn munu gróin enn. Málalokin urðu þó þau að Helgi Bergs var ráðinn í starfið. í dag tekur Sigtrygg- ur hins vegar við embætti sínu í Seðlabankanum, Svanbjörn flytur í Landsbankann og Helgi hverfur á braut. HELGI BERGS var sem kunn- ugt er einn af framkvæmda- stjórum Sambands íslenzkra samvinnufélaga. þar til hann tók við starfi Landsbanka- Stjóra, Sú deild sem hann veitti íorstöðu hjá SÍS mun hins vegar hafa verið lögð niður síðan. og er Þjóðviljanum ekki kunnugt hvaða störf Helgi Bergs tekur sér nú fyrir hend- ur. Stúlka varð fyrir skellinöðru Snemma í gænmorgun vard 16 ára stúlka fyrir bifhjóli á mót- uma Hallarmúla og Ánmúlia. Koim piitur á hjólinu austur eftirÁr- múia, en á gatnamótunum gen-gu tvær stúlkur skáhallt yfir götuna og varð önnur fyrir hjólinu. Hún var flutt á Slysavarðstofuna, en ekki talin alvarleiga slösuð. Um gervöll Bandaríkin: Hundruð þásundu mátmæln styrjöldinni í Vietnam í dag WASHINGTON 14/10 — Þrátt fyrir tilraunir Nix- ons forseta og ráðherra hans á elleftu s-tundu til þess að draga úr mótmælunum gegn Vietnam- stríðinu sem fyrirhuguð eru á morgun, miðviku- dag, um gervöll Bandaríkin, með því að lofa öllu fögru um friðarvilja Bandaríkjastjórnar, er talið víst að aðgerðirnar á morgun verði þær mestu og víðtækustu af þessu tagi sem nokkru sinni hafa átt sér stað í Bandaríkjunum. Það hefur sérstaMega skiotið Nixon og ráðherrum háns skeillí í bringu að nú fer því fjarri að mótmælin séu takmörkuð við einhverja ákveöna þjóðfélags- hópa og þá einkum róttæka æsikuimenn og memntamenn, eins og reyndin hefur oftast verdð áð- ur. Fólk úr öllum stéttum, hóp- um og flokkum þjóðfédagsins mun, taka þátt í mótmælunum, einnig úr þeim hópum kjósenda sem Nixon hefur tailið örugga fylgisimienn sípa. Einnig Repúblikanar Meðal þeirra, sem mœlt hafa með mótmælaaðgerðunum og hvatt almenning til þátttöku í þeim ■ eru líka jimsir þingmenn og aðrir forustumenn Repúbli- kana, þ'. á. m. fonmaður fiokks- ins, eða öllu heldur fi-amkvæmda- nefndar hans, Rogers C. B- Mor- ton'. Margir Repúblikanar eru einnig meðal þeirra 64 þingmanna sem lýst hafa stuðnirigi sínuim v>ð mótmælin og kröfuna umað Bandaríkin hætti hernaði sin- um í Vietnam. Tonkin-samþykktin aftur- kölluð? Tveir af öldungadeildarmönn- um Repubiikana, Jacob Jaivits og eiairborne Bell, lögðu í dag fram á þingi tillögu urn að hin svokailaða Tonkin-samiþykkt deildarinnar frá 1964 skuli aftur- kölluð, en sambvæmt henni fékk forsetinn vald til þess ad ákveða það sjálfur hvort Bandarí'kin beittu herliðd sínu í Suðaustur- Asíu. Jafnfraimt leggja þeir til aö allir bandarískir henmennsem. berjast á vígvellinum verði kvaddir heim ekki síðar en i árslok næsta ár. Tekid fyrir fjárveitingar? Þessi tillaga er lögð fraitn skömimu eftár að enn ednn aí öldungadeildarmönnum Repúblik- kana, Charles Goodell ffá New York, bar fram frumvarp til iaga um að lokað yrði fyrir allar fjárveitingar til þess ad standa straum af íhlutun Bandaríirjanna 1 Vietnam eftir ársiok 1970. Báð- ar þessar tillögur finá öldunga- deildarmönnum Republikana giefa góða hugmynd um hina siívax- andi andúð Baindarakijamanna á Vietnamstríðinu, hivaða fflokki sem þeir fylgja að málum, og um síaukið vantraust aimenn- ings é Nixon og efasemdir um einlægam friðarvilja hans- Javits öldungadeildármadur sagði í dag að stund sannledkans væri runnin upp fyrir Saigon- stjórninni. Herforingjamdr í Saig- Frambald á 3. síðu. fbúðarhús stór- skemmist í eldi Mikið tjón varð á húsinu Há- túni 7 í Keflavík í gær er eldur kom upp í því og brann geymsla og svcfnherbergi auk þess sem miklar skemmdir urðu á öðrum hluta hússins af reyk og vatni. Eldurinn kom upp um sexleyt- ið í gærkivöld í þvottaherbergi og geymisiu við hlið siveifnherbergis hússins, sem er einbýlishús. Náði eldurinn að breiðast út í her- bergið áður en slökkviliðið réði niðurlögum hans. Eldsupptök voru ókunn í gærkvöld, en tai- ið ólfklegt að þau væru af raf- magni eða kyndingu. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.