Þjóðviljinn - 05.06.1970, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.06.1970, Blaðsíða 1
Kosningaskemmtun G-list- ans verðu-r haldin í Sigtúni í kvöld og hefst kl. 20.30. Sigurjón Pétursson borgar- fulltrúi flytur ávarp og Ási í Bæ kemur fólki í gott skap. — Síðan verður stig- inn dans fram eftir nóttu. Allt stuðningsfólk Alþýðu- bandalagsins er velko'mið meðan húsrúm leyfir. Sigurjón Pétursson Samningarnir strand í gær Föstudagur 5. júní 1970 — 35. árgangur — 123. tölublað. □ Enn leið einn dagur í gær án þess að nokkuð gerð- ist á samningafundi sem stóð í rúma tvo tíma. At- vinnurekendur hafa ekkert fært sig til og verkfallið breiðist óðfluga yfir iandið. Reiknimeistarar ríkisstjórn- arinnar hafa í annað sinn blandað sér 1 samningana og enn valdið töfum. Vinnu- brögð atvinnurekenda og reiknimeistaranna í þessu verkfalli eru orðin hneyksl- 42 verklýðsfélög með 14 þús félagsmenn eru nú í verkfalli - Fleiri félög munu hef'ia verkföll nœsfu daga, ef ekki verSur samiS □ 43 verkalýðsfélög um land allt eru nú í vcrkfalli, þar af 11 í Reykjavík, og fleiri hafa boðað verkfall á næstunni. □ Um 14 þúsund félagsmenn eru í þessum fé- lögum sem þegar eru komin í verkfall, þar af um 9 þúsund í Reykjavík. Verkíall er nú h.iá eftirtöld- um félögum: ItEYKJAVIK: Verkamannafélagið Dagsbrún. Verkakvennaíélagið Framsókn. Trésmiðafelag Reykjavíkur. Félag járniðnaðarmanna. Sveinafélag húsgagnasmiða. Múrarafélag Reykjavikur. Sveinaíélag skipasmiða. Félag bifvélavirkja. Félag blikksmiða. Félag bifreiðasmiða. Mjólkurfræðingafélag ísiands. UTAN REYKJAVÍKIJK: Verkalýðsfélagið Eining, Akureyri. Bílstjórafélag Akureyrar. Sveinafélag járniðnaðarmanna, Akureyri. Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði. Fraimihald á 3- síðú. Kosinn borgarstjórí minnihluta R- víkinga — á borgarstjórnarfundinum í gær □ Á fyrsta borgarstjórnarfundinum eftir kosningar, sem haldinn var í gær, var Geir Hallgrímsson kosinn borgar- stjóri með 8 atkvæðum borgarfulltrúa sem hafa að baki sér innan við helming reykvískra kjósenda. Borgarfull- trúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn gagnrýndu þessa skipan mála á borgarstjórnarfundinum í gœr. Þegar gengið var til kosninga borgarstjóra til fjögurra ára kvaddi sér hljóðs Steinunn Finn- bogadóttir sem flutti t« tiilögu að borgarstjóraemibættið sikyldi auglýst laust tiil uimsóknar og umsóknarfrestur ætti að vera hálfur mánuður. Þá kvaddi sér hljóðs Kristján Benediktsson o-g gei'ði grein fyrir bókun borgar- fulHrúa Alþýðubandailagsdns og Fraimsóknarflokksins á þessa leið: „Við undirritaðir borgarfuilltnj- ar teljum eðlilegt, að sú reglla verði tekin upp að a-uglýsa starf borgarstjóra líkt og störf ann- skemmtun G-listans arra embættismanna hjé borg- inni. Úrslit nýafstaðinna kosninga urðu hins vegar á þann veg, að S.iálfstæðisflokiknuim tókst að ■halida meirihluita sánuim í borg- arstjóminni. Fyrir kosningar lýsti flokkur- inn því yfir, að áfcveðinn maður yrði borgarstjóri alilt þetta kjör- tímabii, ef' flotokurinn héldi meirihlutanum. Þar sem fullt.níar Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórninni télja sig vafálaust bundna af þessari yfirflýsingu, álítuim við tilgangs- Framlhaild á 3- síðu. anlegri en oftast áður og er þá langt til jafnað. □ Fundur var boðaður með samninganefndum fé- laganna um fimmleytið í gærdag og urðu saminga- nefndamenn að bíða í tvo tíma án þess að nokkuð heyrðist úr herbúðum at- vinnurekendá. Lauk svo í gær að enginn fundur hefur verið boðaður á nýjan leik og hefur stirfni atvinnurek- enda og hringlandaháttur reiknimeistaranna siglt sa’mn- ingunum í strand. □ Með því að tefja samn- inga um lágmarkskröfur verkafólks eru stjórnarvöld með atvinnurekendasamtök- unum að vinna níðingsverk á launafólki í krafti þeiimar pólitísku stöðu sem ríkis- stjórin hefur enn. Enda þótt nú séu aðeins liðnir fáeinir dagar frá því að talið var upp úr k'jörkössunum er ekki langt í alþingiskosningar sem verða að vori og þá gefst launamönhum tækifæri til þess að refsa fyrir níð- ingsvehkin sem nú er verið að vinna á þúsundum launa- fólks um allt land. Gylfi stóð einn uppi í árásuni „nýkrata”, en hefur Bjarna til aó skýla sér á bak við. ú ■ ■ ' ' ' ( 69. Vietnam- fundur í gær PARÍS 4/6 — 69. samningafund- urinn urr* Vietnam var haldinn í dag, og var harla árangurslitill. Sendinefnd Norður-Vietnaim lýsti því yfir á fundinum, að um gagnlegar samningaviðræður yrðd ektoi að ræða, meðan Nibcon Bandairíkjaforseti leitaðist við að vinna hemaðarsigur í Indokina. Philip Habibileiötogi sendinefndar Bandarítojamanna sagði hins vég- ar, að fulltrúai- Norður-Vietnaim og Þjóðfrelsisfyikingarinnar hefðu ekki viljað svara tilboðum Nix- ons um friðsam'lega lausn Viet- naiinsmálsins. Hörð gagnrýni á stjórnarsamstarfið á fundi Alþýðuflokksfélagsins. „Það er heimska að ræða um að slíta stjórnarsamstarfi", sagði Gylfi sem stóð einn uppi á fundinum ★ I fyrrakvöld var haldinn fundur í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur þar sem um 20 ræðumenn gengu í skrokk á Gylfa Þ. Gíslasyni formanni flokksins. Var í lundarlok sam- þykkt ályktun þar sem lýst er yl'ir stuðningi við verkalýðsfélög- in og í ályktuninni er óskað eftir því, aö ráðherrar Alþýðuflokksins beiti sér fyrir þvi „að þegar í stað vcrði samið við verkalýðs- félögin svo unnt verði að aflétta verklalli því er nú stendur“. ★ Þá taldi fundurinn að kosn- ingaúrslitin hcfðu sýnt að Al- þýðuflokkurinn hafi ekki „gætt nægilega vel hagsmuna launlicga að iiiHlanförnu. Teilur fundurinn að nú sé nauðsyn stefnubreyting- ar hjá Alþýðuflokknum, og ráð- herrar flokksins verði að taka upp róttækari stcfnu í atvinnu- málum og kjaramálum“. I sam- ræmi við þetta álit fundarins var þess óskað að miöstjórn flokks- ins tæki afstöðuna til ríkisstjórn- arinnar nú þegar til athugunar. Mun verða haldinn miðstjórnar- fundur strax í næstu viku til þess að fjalla um viöhorfin að kosn- ingunuiii lokniim. Greinilegt er að floiktos-menn í Alþýðuflokknum télja stjórnar- samstarfið hat'a orðið flokknum að fótakefli í þessum kosningum. Er fonnaður flokks'ins almennt álit- inn bera höfuðábyrgð á stjórnar- samvinnunni og hægii stefnu rík- isstjórnarinnar Fjöldamargir Al- þýðuflokksmenn reyna nú að finna útveg úr þeim ógöngum sem flokkurinn er í og er þá fyrsit fyrir að finna nýjan for- mann. Hefur mönnuni fátt komið til hugar í þeim efnum. Benedikt Gröndal vai-aformaður Alþýðu- flokksins sat þegjandi undir um- ræðunum á fundinum í fyrra- kvöld, hafa ýmsir Alþýðuflokks- menn hallazt að því að hann eigi að gera að formanni, aðrir benda hins vegar á að enginn eða lítill munur sé á foi-manninum og varaformanninum. Þá hefur ein- hverjum dottið það í hug í ör- væntingu sinni að rétt sé að gera Emil Jónsson að förmanni á ný frá næ.sta flokksþingi. En ekkert er ljóst í þessum málum enn sem komið er og verða vafa- laust miklar sviftingar innan Al- þýðuflokksins eftir kosningaúr- slitin. Stóð einn Gylfi Þ. Gíslason stóð svo til alveg einn á Alþýðuflokksfund- inum. Þegar hann vildi fella nið- ur sctningu í framangreindi-i ályktun um að flokkurinn hefði ekki gætt nægilega hagsimuna launþega var því hafnað með öll- um atkvæðum fundarmanna gegn fjóí'um. Alþýðublaðiið segir itar- lega frá fundinum i gær, en það kemur ekki fram hverju Gylfi vildi breyta í samþykktinni og blaðið skammast sín greinilega fyrir formann sinn. Frh. á 3. s. Næsta DAS rís í Hafnarfirði Nær fullvíst er að næsla Dval- arheiniili aldraðra sjómanna verði byggt á veguni Sjómanna- dagsráðs á lóö sem bæjarráð Hafnarfjarðar hefur boðið fram vestast í Hafnarfirði rétt hjá Skerseyri og Baia. Pétur Sigurðsson form. Sjó- mannadagsráðs skýrði frá því á fundi með blaðamönnuim i gær, að stjórn ráðsins væri fyrfr sitt leyti samiþykk því að tatoa þessu höfðinglega boði Hafnarfjarðar- bæjar, en það verður endanliega ákveðið á fundi ráðsins. Verður væntanlega strax byrjað að skipu'Ieggja og teikna byggingar þarna á svæðinu og -stefnt að því að hægt verði að byrja á framv kvæmdum innan tveggja ára. Þá stoýrði Pétur einnig frá þvi | að næstu daga verdi byrjað á lotoaframtovæmdum á Hraínistu- lóðinni, en þar vestast í lóðdnni verða byggð eitt eða tvö hús með hjónaíbúðuim, með 18 fbúðuin hvort, en gert er ráð fyrir fjór- um slíkuni húsum ailils.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.