Þjóðviljinn - 03.07.1970, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.07.1970, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 3. júlí 1970. JYTTE LYNGBIRK Tveir dagar r 1 nóvember (Ástarsaga) Móðir hennar hafði spurt hvemig allt hefði gengið, þegar þær sátu saman við morgunverð- arborðið. Hún spurði með ró- legri röddu, rétt eins og þær væru að tala um eitthvað oíur hversdagslegt. Og hún hafði svarað á sama hátt, sagði henni undan og of- an af kvöldinu sem lauk með því að hann ók af stað og yrði Jcominn til Sviss í nótt eða snernma í fyrramálið. — Og ætlar hann að búa hjá pnóður sinni? sagði móðirin dá- lítið hikandi, meðan hún hellti teinu í bollann og hélt varlega um ketillokið. — Það verður — gaman fyrir þau bæði. Gaman, já. En móðirin hafði ekki átt við það. Hún hafði átt við að það yrði undarlegt, ef til viU fáránlegt að sjást án þess að þekkjast, vegna þess að liðin voru fimmtán ár síðan þau hofðu síðast verið saman. En það var svo margt sem hlaut að vera undarlegt fyrir Carsten, að minnsta kosti öðru HARGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Sími 42240. Hárgreiðsla — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68. vísi en í hennar augum. Móðir hans hafði farið til Sviss þegar hann var lítill drengur, faðir hans átti heima einhvers staðar úti á Jótlandi á lítilli hjáledgu alveg út við vesturströndina og var mjög trúaður og hafðd eklki áhuga á honum. — Og hins vegar voru foreldrar hennar, sem þótti vænt hvoru um annað, og höifðu einlægt vemdað hana og eldri systur hennar, hö'fðu hjálpað þeim á ajllan þann hátt sem þeim var unnt. Svona einfalt var það ekki fyrir hann. Allt þetta bjó undir rödd móð- urinnar, þegar hún sagði rólega, næstum blíðlega að þetta yrði gaman fyrir Carsten og móður hans. I þessu lá enginn dómur, móð- ir hennar var mjög umburðar- lynd gagnvart öðru fólki. Og henni féll vel við Carsten, þótti Hklega vænt um hann. Bæði hún og faðir hennar höfðu fagnað honum þegar hann kom. Þeim hafði liðið vel saman, ödlum fjór- um. Síðasta árslfjórðunginn hafði það iðulega komið fyrir að hann hafði gist hjá þeim um nóttina, ef orðið var áliðið. Foreldrar hennar höfðu vitað að þau elsk- uðu 'hvort annað bg sváfu hvort hjá öðru, og hún mundi að stundum hafði móðir hennar breitt sængina yfir þau bæði og slölkkt ljósið í loftinu áður en hún fór út. Og stundum á sunnudags- mjorgnum hafði faðirinn komið upp með matarbakka handa þeim og settist stundarkom í stólinn hjá borðinu og spjallaði við þau meðan grammófónplatan með karlakómum sem söng „1 austri ris sólin“ lét hótt niðri í stafunni. Það var faðir hennar sem hafði látið hana á fóninn, þannig vakti hann þau iðulega á sunnudagsmorgnum, eða þegar einhver átti alfmæli og þau urðu að fara snemma á fætur af ein- hverjum ástæðum. Þau höfðu verið ósíköp indæl við þau, pabbi hennar og mamma. Og eins hafði það verið með Vibeku systur hennar og Leif manndnn hennar. Foreldr- arnir vildu gera fyrir þau allt sem þau framast rpáttu. Þau vildu líka hjálpa hennj. núna, en það var eltkert sem þau gátu gert, Og þess vegna talaði móðir hennar svo varfæmislega um það sem gerzt hafði í gærkvöldi og reyndi að gera henni það sem bærilegast með þvi að fara sem fyrst að tala um eitthvað annað. Því að við því var ekkert að gera, að Carsten var fadnn og kæmi ekki aftur í kvöld eða á morgun eða nokkum annan dag. — O — Kringum Hamborg fór að birta og hann ók að kaífistafu hjá gatnamótum, þar sem hraðbraut- in var með átta eða tíu akreinar, sem þegar vom að fyllast af bíl- um, mestmegnds stóru vöruibílun- um, sem hann hafði ekið fram- hjá um nóttina, en lfka einka- bílum. Kaffistofan var enn tóm, gólfið var rakt eftir þvottinn og kona í slopp var að taka stólana niður af borðunum. Hann settist við gluggann og horfði út í sallinn sem var hár undir loft og alveg hljóður, nema hvað stólfætur voru dregnir eftir gólfinu. Efitir hávaðann í bílnum var gott að sitja hreyfingarlaus og hjorfa á kyrrstæða hluti og heyra ekki í vindinuim og bílvélinni eða hin hljóðin sem sungu enn í höfði hans. Skömmu seinna sat hann með kaffið fyrir framan sig og harða brauðsnúða með seigri skorpu sem sagarblaðið á hnífnum vann varla á. Smjörið var í litlum, votum kúlum á liflum diski og hann fann að hann var svangur og hlakkaði til að borða brauðið og smjörið bg sultuna sem var í lítilli krukku með gljáandi loki. Loftið var úr tré og meðfram veggjunum var mikið af grænum plöntum og lífca í gluggakörm- unum; þetta var vistlegur og notalegur salur. Honum leið vel þama, hann hallaði sér aftur á bak í stólmum og fannst hann vera heima. Þessi salur stóð ekki í neinu sambandi við þetta framandi, næstum ógnandi land, sem hon- um hafði fumdizt leynast í myrkrinu. I rauninni var ekkert óeðlilegra að hann væri hér en heima. Það var ekkert ógnvekj- andi við kæliborðið með öli og gosdiykkjaflöskum eða brauð- diskana í sýningarborðinu. Óreglulegt loftið með þykkum bjálkunum og Ijósir og bjartir litimir á veggjunum umkringdu hann og hann fylltist ró yfir því að vera hagvanur í nútím- anum, fannst hann vera í tengsl- um við þetta látlausa herbergi sem var við tíu akreina hrað- braut einhvers staðar í Evrópu og líktist einhverju í honum sjálfum. Og í þessari ró var eins og honum yrði það fyrst ljóst, að hið fáránlega var í þann veginn að gerast og hann myndi hitta móður sína í kvöld eða á morg- un. Hingað til hafði þetta verið eins og fjarlægur möguleiki, byggður á hinum ótrúlega sikiin- aði þeirra Elísabetar, niðurbæld- ur og í sfougga af þeim skilnaði, næstum staðhæfing sem hann gat naumast trúað á ef hann reyndi að gera sér hana í hugar- lund. Móðir hans. Otjaskað hugtak, sett saman úr undarlegum and- stæðuim, úr gagnrýnis’lausri ást fimm ára snáða, fyrirlitningu fimmtán ára pilts og ráðþrota umburðarlyndis hins tvítuga. Þetta flókna hugtak, sem að ytra útldti var ung kona, næstum ung stúlka sem stóð brosandi upp við hvítan húsgafl á einu myndinni sem hann hafði séð af henni, átti að verða að veruleika eftir fáeinar stundir og hann óttaðist þennan fund. Hann hafði í rauninni aldrei haldið að hann myndi fara á fund hennar, og það var ein af þessum tilviljun- um í atburðarásinni sem ollu skilnaði og brottför, að þetta átti nú að verða alvara þrátt fyrir aMt. Hún hafði skrifað honum þeg- ar hann var átján ára og boðið honum að heimsækja sig. Fram að þeim 'tíma hafðr'faðirinn -ekki óskað þess að hún hefði eamband við hann, það hafði hann skilið af því bréfi og á eftir því komu önnur bréf sem hann svaraði ekki heldur, vegna þess að hann vissi ebki hvað hann var henni og vissi því ekfci heldur hvemig hann átti að svara bréfum henn- ar. Móðir hans. En maður eign- ast ekki alit í einu móður þegar hann var átján ára. Hann hafði bægt þessu frá sér, hafði komizt af án móður þangað til og óskaði ekki eftir breytingu á því. Þetta var rétt eftir að hann var fluttur til Kaupmannahafnar og var búinn að hitta Elísabetu. Það var öhentugur tími til að eignast móður. Hann hatfði ekki þörf fyrir hana, þegar hann var nýbúinn að losa sig úr viðjum hins þunglamalega ófrelsis heima og vildi ekki verða bundinn af neinu öðru, sem einnig einkennd- ist af fortíð og óskurn um gleymsiku eða skilning. Hann vildi vera firjáls með Elísabetu. Og hann var ekki viss um að hann gæti gleymt eða skilið það, sem hafði eitt sinn komið móðurinni til að yfirgefa föðurinn og hann. Hann bægði því frá sér, það var of flókið og öfugsnúið. Og hann var sjálfur glaður þá. Að hitta móður sína. Hvað er eiginlega móðir? Öskýr myndin alf ungu stúlkunni, sem hún hafði eitt sinn verið, gaf honum ekkert svar við þvi. Hann gait ekki þekkt sjálfan sig í svip hennar. Voru þá einhver leynd tengsl á milli þeirra, sem gerðu það að verkum að þau ættu að vera hvort öðru meira virði en ein- hverjar tvær persónur sem hafa aldrei átt neitt sameiginlegt? Hann átti bágt með að trúa því, og eiginlega fannsit honum það dálítið hlálegt eða óheiðarlegt að hann skyldi nú vera að fara á fund hennar, vegna þess að hægt var að nota það sem átyllu fyrir aðskilnaðinum frá Elísabetu. Móðir hans gat ekki skuldað honum neitt, þegar þau voru hvort öðru einskis virði. Hún hafði einu sinni fætt bann í þennan heim, en það var hugtak, sem hann gat ekld sett í neitt samiband við það sem hann vair nú, né heldur það sem hún var. Hann hafði séð kvikmynd af fæðingu. Þesisi líffræðilega rás, sem var Ijót eða falleg effitir þeim skilnin.gi sem hver og einn lagði í hana, stóð ekki í neinu sam- bandi við hann sjálfan þesisa stundina, þegar hann beið eftir því að fá að borga. Hann gat ekki fundið sjálfan sig 1 þessu blóði og gljádökku hóri og vot- um, glansandi útlimum og út- þöndu skauti sem rýmdi fyrir þessari litlu mannveru, sem minnti jrneira á dýr. Hann hafði eitt sinn Ifiæðzt af konu sem var móðir hans. Hann vissi það, en það var honum fjarlægt, rétt eins og vitundin um það að hann myndi eitt sinn deyja. Það hafði engin áhrif á líf hans. Hún hafði borið hann undir brjósli, satt var það. En kjarninn í honum sjálfum hafði þó einlægt verið þetta óskýran- lega, sjálfstæða líf sem hann var sjáilfur ábyrgur fyrir. Þau voru ekki bundin hvort öðru, það hefði þurft að koma eftir á, af einhverju öðru en þessari fæð- ingu, sem var aðeins tákn þess að lífið átti erindi við þau bæði. En eftir á hafði ekki kornið neitt annað, að minnsta kosti hafði það rofnað Of fljótt og á þann hátt að það verkaði aftur fyrir sig og braut niður það sem hafði ef til vill orðið til á milli þeirra þessi fimm fyrstu ár sem þau höfðu verið saman. 0 carmen með carmen . M&MV::> V_// Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. búð'in og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. Frá Raznoexport, U.S.S.R. A D A MarsTrading Companyhf AogBgæðaflokkar Laugaveg 103 3 sfmi 1 73 73 Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 —■ til kl. 22 e.h. BRIDGESTONE HINIR VIÐURKENNDU JAPÖNSKU HJÓLBARÐAR FÁST HJÁ OKKUR HJÓLBARÐAVIÐáERÐiR Opið alla.daga.-frá kl. 8—22, einnig um helgar GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L. Laugavegi 71 — sími 20141. Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVELAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.