Þjóðviljinn - 10.07.1970, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.07.1970, Blaðsíða 1
Fœrri og fœrri fara i bió Snýst þróunin við aftur eða mun kvikmyndahúsum lokað? Síðustu árin hefur sífelltdreg- Fyrsta fluffvélin lent — aðrar stærri konia á eftir. (Ljosm. I»jodv. A.K.). □ Hvassviðri og nokkur taugastrekkingur rík'fi á Keflavíkurflugvelli um tvöleytið í gær er sovézk flugvél frá Aeroflot lenti þar, fyrsta vélin í þeirri loftflutningalest sem Sovétmenn vilja senda til nauðstaddra í Perú með hjúkrunargögn Og lækna. Benedikt Þórarinsson yfirlögregluþjónn og Árni Johnsen blaðamaó- ur deila um það í bróderni hvaðan eigi að mynda vélina. Zætséf flugstjóri: við vonum að allt gangi fljótt og vel. Svartur riddari, bandarísk or- ustuþota. skaut sér niður rétt á eftir geslinum. Það er ekíki á hverjum degi að sovézkar flugvélar gista Nató- flugvöllinn hér og var því nt>kk- ur spenna á vellinum, bílaurniferð þó nökikur, og íslenzkir lögreglu- þjónar og bandarískir herlög- reglumenn höfðu sig allmikið í frammi um að bægja forvitnum frá vélinni eftir að hún var lent. Kom til nokkurra árekstra lög- reglumanna við myndatökumenn sjónvarps og Morgunblaðs. f kjölfar sovézku vélarinnar sett- ust tveir ,,svartir riddarar" bandarískar herþotur, sem munu hafa farið til móts við sjaldséðan fugl, vonandi í þeim anda að allur sé varinn góður í verndar- miálum. Forvitnir áhugamenn um filug- vélar hafa lfklega orðið fyrir vonbrigðum, því hér var ekki um risastóra flutningavél að ræða, heldur AN-12 vél, sem er all miklu minni en þær vélar sem síðar eiga að koma, t>g flytur hún í þassari ferð um 20 smálestir af vamingi. Spjall við flugstjórann. f anddyri fiugstöðvarinnar náðum við tali við Zætséf fflug- stjóra, rosknum manni og engu líiclegra en að hann hafi marga hildi háð. Hann sagði, að þessi vél hefði því sérstaka hlutverki að gegna að fara fyrir hinum sem síðar kæmu, lenda í Kefla- vfk, í Gander, á Kúbu, í Venezú- ela og Perú, til að kanna lend- ingaraðstæður og semja við flug- umferðarstjómir á hverjum stað um það, við hve mörgum risa- skrúfulþotum af gerðinni ANT (eða AN-22) þeir gætu tekið á degi hverjum Sjálfir komum við hingað beint frá Moskvu. — Hve margar verða þessar vélar? — Ætli þær verði ekki um sextíu. Ég veit ekki enn hve ört þær munu- koma, það fer eftir því hvernig um sem.st, en auð- vitað viljum við ljúka þessu alf sem fyrst, koma hjálpinni sem fyrst til þeirra sem á henni þurfa að halda. Bf ailt gengur vel ættu íyrstu stóru flugvólarn- ar að fara hér um eftir 2—3 daga. — Hvað verður flutt? — Lyf, hjúkrunartæki hvei‘s konar — hér er eiginlega um að ræða fuiibúinn spítala sem Sovétríkin senda til Perú ásamit læknum. Mjög góðum læknum, veit ég, sérfræðingum frá ýms- um meiriháttar sjúkrahúsum okkar. — Hvað starfið þið venjulega á þessari vél? — Við erum mest í flutningum fyrir ýmis konar fyrirtækj sem em að rísa í norður- t>g austur- héruðuim (landsins, ekki sízt í sam- bandi við hina miklu olíurfundi við norðausturströndina, Verk- efnin eru yfrið nóg. — Hvað geta ANT-vélarnar borið mikið? — Það fer mifcið eftir því, hvað þær em með mifcið af eldsneyti, ætli þær verði ekki með um hundrað tonn af varn- ingi. — Eruð þið fjölmennir nú? — Áhöfnin er sex manns, en við enum fleiri nú vegna þess sérstaka hlutverks sem við höf- um. Við verðum hér í tvær stundir; ég held að allt bendi til þess að hér sé við ágæta menn að eiga og megi fljótlega leysa allan vanda. — áb. 10% afsláttur gei- inn frá útsvarsstiga Skattskráin í Vestmannaeyjum var lögð fram fyrir skömmu. Við álagningu útsvara var gef- inn 10°/o afsláttur frá útsvars- stiganum. títsvör voru lögð á 1631 einstakling og 68 félög en lekjuskatt greiða 1353 einstak- ling og 69 félög. Einstaklingar greiða samtals kr. 28.999.095 í tekjusikatt, 2.930.998 í eignasikatt, 50.732.400 í útsvör og 2.318.300 í aðstöðu- gjöld. Félögin greiða hins vegar kr. 5.234.731 í tefcjuskatt, 1.114.624 í eignaskatt, 7.288.700 í útsvör t>g 14.219.600 í aðstöðugjöld. Hæstu útsvör einstaklinga greiða: Arnoddur Gunnlaugsson, útgerðarmaður, kr. 374.400, Emil Andersen, útgerðarmaður, kr. 369.200, Jþn Hjaltason, hæsta- réttarlögmaður, kr. 262.400, og Sveinn Hjörleifsson, . útgerðar- maður, kr. 233.700. Framhald á 7. síðu. Vegir tepptust vegna snjókomu fyrir norðan Mikill kuldi var um Iand allt í fyrrinótt og í gær, eink- kum þó norðanlands. Snjóaði þar á hálendi og í uppsveit- um svo að vegir tepptust og var þriggja stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í íyrrinótt. Á Hveravöllum var um froslmark og 1 stigs hiti í Jökulheimum, en víðast á Norðurlandi var 2j,a til 3ja stig,3 hiti. Heitast á landinu var á Kirkjubæjarklaustri 12 stig, en í Reýkjavík var 8 stiiga hiti. Búizt er við að í da-g hlýni aftur í veðiri. Þetta er óvenj umikill kuidi á þessum árstíma, saigði Páli Bergþórsson veðurfræðingur, en ekkert einsdæmi og má búast við því hvaða sumair- ménuð sem er að komi norð- anhret. Allavega er þetta nokkuð sem við þurfum alltaf að vera viðbúin. Á Grímsstöðum meeld'ist 5 mm úrkoma og svarar það til að þar hafj verið 5 cm þykkt snjólag. Á Jökiuldalsheiði mynduðust skaflar á veginum, svo ilifært varð litlum bilum, en veghefill ruddi leiðina þar í gær. Alveg ófært varð bil- um á Hellisheiðí milli Vopna- fjarðar og Héraðssands. Á Vopnaf j arðarhedði snjóaði einnig mikið, og var flutn- ingaioíil að brjótast þessa leið í 9 kist. í fyrrinó'tt, en venju- leg.a er þetta um 1 klst. aksf- ur. Fyrsta sovézka flugvélin í Keflavík í gær Sjúkrahús og læknar verða flutt loftleiðis til Perú ið úr aðsókn að islenzkum kvikmyndahúsum og sýning- um á viku að meðaltali jafn- framt fækkað og er tilkomu sjónvarpsins kennt um þessa þróun, bæði í greinargerð ný- útkominna Ilagtíðinda með skýrslu um starfsemi kvik- myndahúsanna 1967 og 1968 og af kvikmyndahúsaeigend- um. ýt Kemur fram í skýrslu Hag- tíðinda, að t.d. árið 1968 hafi hver landsmaður að meðaltali farið 9,6 sinnum í bió, en 1966 var talan 12,5 sinnum, og að því er foi'maður Félags kvikmyndahúsacigenda í Rvík, Friðfinnur Ólafsson sagði blaðinu, hefur sama þróun haldið áfram og enn dregið úr aðsókninni 1969-70. Virðast þó íslenzkir bíóeigend- ur mega tiltölulega vel við una miðað við kollega sína á Norðurlöndum, því að þólt aðsóknin sé dræm hér á landi er hún enn síðri þar; þannig fór hver Dani að meðaltali 5,5 sinnum í bíó árið 1968, hver Finni 2,4 sinnum, Norðmaður 4 sinnum og Svíi 4,2 sinnum. SkýrsJan í Haigitíðinduim er byggð á Uipplýsinguim frá 11 kvik- myndabúsuim í Reykjavík, Kópar vogi og Hafnarfirði og 14 kvdk- myndahúsuim ■ í öðrum kaupstöð- um iandsins og á Selfossd- og kemiur þar fram, að heildartala sýningangesta í þessum kvik- royndaihúsum viar 1.779.777 árið 1968 og sé gert ráð fyrir tölu sýningairglesta í kauptúnuim og d'rei'fibýli i siamia hlutfalli við kaupstaðina og Selfioss og hún var 1966, verður heiddartala sýn- ingargesta í fcívikmyndahúsuim um allt land 1.953 mdljón, en var 2,456 milj. árið 1966. Sýningarfjöldi kvikmyndahúsa á Reykjavíkursvæðinu, kaupstöð- unum og Selfossd varð árið 1968 13.316 á móti 13.808 sýningum 1967 og sýningargestum fækkaði um tæplega 162 þúsund miðað við árdð áður. Sætainýting kvik- Framhald á 7. síðu. Helgi Þorkels- son lézt í gær Helgi Þorkelsson klæðskeri andaðist í fyrradag á 84. aldnrs- ári. Hann var fæddur hér í Reykjavík og ól allan . sinn aidur hér. Helgi var í stjórn stéttarfé- lags kiæðskera. Félagsins Skjald- borigiar, frá stofnun félagsins árið 1916 og formaður féla'gsins frá 1923 til ársins 1967. Hann sat flest þing Alþýði ísamb andsinc á þessu tímaibiii. Helgd. var oftsánn- is á framboð'slistum Sósíalista- flokksins hér í Reykjiaivík. Á yngri árum sínum starlfaði Helgi mikið í íþróttahreyfingunni og var fólagí í ÍR. 4 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.