Þjóðviljinn - 26.07.1970, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.07.1970, Blaðsíða 1
Gísli Halldórsson virðist hafa Albert alveg í vasa sínum lifli W breiðu spj ótin í vdðskiptam þeiripa f élaga utan borgar- stjómarinnar og Sjáifstæðis- flokksins. íxwí % . “. ítalir flykkjast nú frá Libýu Vegagerð við Norræna húsið Þeir sem átt hafa leið að Norræna húsinu undanfarna daga hafa veitt því athygli, að mikið umrót hefur verið þar í kring. Stafar það af því, að verið er að endur- bæta veginn að húsinu, en hann hefur verið hálfgert svað í bleytutíð, enda kannski von því þarna er jú mýri undir, Vatnsmýrin. En úr þessu verður sem sagt bætt fyrir haustið. Er myndin tek- in si. föstudag af þessum framkvæmdum. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). TRIPOLI 25/7 —- Hundruðum sarnan hafa ítalir lagt leið sína frá Libýu eftir að stjómarvöld- in þar ti'lkynntu. að edgnir ít- alskra aðila yrðu teknar eignar- námi. Er búizt við að flestir þeirra 19 þúsund Itala, sem búið hafa í Libýu, muni halda þaðan brott á næstu mánuðum. AB í Kópavogi Alþýðubandalagið í Kópa- vogi gengst fyrir sinni ár- iegu sumarferð hinn 15. ágúst inn á Hveravelli. — Nánar auglýst síðar. Allir starfsmenn álverk- smiijunnar í læknisskoðun — er verksmiðjan hefur starfað í tvö ár □ Það er skyida lækna að láta mig vita um öll veik- indatilfelli sem læknar í Hafnarfirði kunna að verða varir við, — tilfélii sem kunna að stafa frá aðstæðum í álverksmiðjunni í Straums- vík, siagði Grímur Jónsson héraðslæknir í Hafnarfirði er biaðamaður ræddi við hann í fyrradag. Læknamiðstöð rís nú á Egilsstöðum E.gilsstöðum 24/7. I dag hófust fraimkvæmdir við ’ggingu læknamiðstöðvar á Eg- sstöðum með því að Helgi Gísla- m á Helgafelli, formaður sjúkra- jsnefndar, tók fyrstu skóflu- un.guna, en að því loknu hófst irðýtuvinna. I fyrsta áfanga ;rður byggingin gerð fokiheld. Þetta er fyrsta læknamiðstoðin á Isilandi sem byggð er sam- kvæmt breytingu þeirri á lækna- skipunarlögunum, sem samþykkt var á Aliþingi 22. apríl 1969. A. m.k. 2 læknishéruð miunu standa að læknamiðstöðinni, þ.e. Austur- Egilsstaðaihérað, Norður-Egils- staðahérað og væntanlega Bakka- gerðdsihérað (Borgairfjörðiur eystri) Framhaild á 9. siíðu. Grímur sagði aðspurður, að hann heifði ekki rannsakað starfsfólk álverksmiðjunnar sér- staklega. Hins vegar hefði hann athugað marga starfsmenn ál- verksmiðjunnar sem heimilis- læknir. Kvaðst hann ekki hatfa orðið var við nein tilfelli, sem kynnu að stafa frá umhverfinu á vinnustaðnum. Þó sagði hann að einu sinni hefði hann sent mann í sérstaka rannsókn vegna þess að grunsemdir hefðu verið um að hann bæri sjúkdóm sem atvinnukringumstæður yllu. Var maðurinn rannsakaður nákvæm- lega á Landspítalanum, sagði Grímur, en ekkert kom í Ijós við þá rannsókn, sem benti til þess að um atvinnusjúkdóm væri að ræða. Grímur sagði að eftir tveggja ára samfellda starfrækslu ál- verkismiðjunnar myndi fara fram allsiherjar læknisskoðun á öllum starfsmönnum álbræðslunnar. Þessi læknisskoðun vrði fram- kvæmd að frumkvæði álverik- smiðjustjórnarinnar. Börn og unglingar í Hafnar- firði fara nú óðum að leita berja í Hafnarfjarðarhrauninu. Því spurði blaðamaður Þjóðviljans Grím hvort hann teldi hættu- laust að tína ber í nágnemni verksmiðjunnar. Sagðj Grimur að þetta mál- væri í höndum stjórnsldpaðrar nefndar og ætti hún að segja til um ef mengun- in í grennd verksmiðjunnar væri háskaleg. Væri sér ekki kunn- ugt um neinar slíkar tilkynning- ar frá nefndinni enn. L'oks ; var héraðslæknirinn spurður um afskipti hans af máielfnum bamaheimilisins í Glaumbæ, en þar var ákveðið að leggja niður starfrækslu bamaheimilis einkum vegna ná- lægðar við verksmiðjuna. Kvaðst Grímur hafa verið mótfallinn því að reka barnaheimili svo að segja undir verksmiðjuveggnum og vonandi verður það regla í framtíðinni, sagði héraðslækn- irinn að lokum. Frétt Þjóðviljans staðfest: Ritstjéra NLFÞ sagt upp og nýr ráðinn I vetur var greint frá því hér í Þjóðviljanum að Ólafi Hanni- balssyni hefði verið sagt upp ritstjórastörfum við málgagn hannibalista „Nýtt land, frjálsa þjóð“' — frá og með áramótum. Hins vegar hefði þeim hanni- balistum gengið svo illa að fá mann til þess að gangast undir það ok að ritstýra blaðinu að Ólafur hefði fengið að hanga þar áfram fram eftir vetri. Var þó mjög mikil óánægja með rit- stjórn hans og ólýðræðisleg vinnuibrögð — til dæmis í EFTA- málinu — innan aðstandenda- hóps blaðsins Þegar Þjóðviljinn hafði birt þessa frétt var henni óðara hafnað í blaði hannibal- ista, Þessi neitun blaðsins var aðeins aumlegt yfirklór — upp- sögnin vofði yfir ÖlaJfi t>g frétt Þjóðviljans var í öllum atriðum rétt. Nú hefur hún líka verið staðfest. Fyrir nokkru tók nýr ritstjóri við litla blaðinu með langa nafninu og Ólafur hvarf frá því. Var þó látið heita svo að ráðning hins nýja ritstjóra væri aðeins til bráðabirgða. Gísli Menn innan íþróttahreyf- ingiairinnar hafa að vonum velt því fytrir sér hvemig sambúðin gangi með þeim Al- bert Guðmundssyni og Gísla Halldórssyni innan borgar- málaflokks Sjálfstæðisflokks- ins. Hafa ýmis aitvik gerzt að undanförnu — einkum í sam- bandj við íþróttahátíðina, sem gefa tilefni til spuminga. Þegar stjórn íþróttasam- bands íslands minntist 50 ára afmælis sins var ákveðið að heiðra ýmsa í þ róttafrömuði með gullmerki ÍSÍ. Þá voru meðal annarra heiðraðir for- menn allra sérsambandanna innan ÍSÍ nema Knarbtspymu- sambands íslands. Formaður þess er eins og kunnuigt er Albert Guðmundsson. Hins vegar var varaformaðurinn heiðraður með gullmerkinu! ÍSÍ hélt sérstakan afmælis- hátiðarfund og þar komu auð- vitað allir helztu forustu- menn íþróttasamtakanna — nema formaður Knattspymu- sambands íslands, Albert Guðmundsson borgariuHtrúi í Reykjavík! Og þegar íþróttahátíðinni lauk birtist í Morgunblaðinu stutt klausa um Benedikt Waage fyrrum forseta ÍSÍ. Þessi k'lausa var eftir Albert Guðmundsson, þar sem hann minnti á merkilegt framlag Benedikts til íþróttamála — um leið og hann gagnrýndi að Benedikts skyldi ekki minnzt sérstaklega í sam- bandi við íþróttahátíðina. Var þetta augljóslega sneið til for- seta íþróttasaimbamds ísJands, Gísla Halldórssonar! Þannig er sambúð þessara mianna innan íþróttasamtak- anna — en þegar kemur í pólitíkina, inm í borgarstjórn, fallast þeir óvinir í faðma. Þannig gerðist það á fyrsfa fundi borgarstjórnar eftir kosningar að Alfreð Þorsteins- son og Sigurjón Pétursson fluttu í sameiningu tillöigu um endurskoðun á leigu fyrir íþróittiamiannvirki. Var í þessu sambandi minnt á bágan fj ár- hag íþróttafélaganna, sem einmitt Albert hefur gert mjög að umtalsefni á opin- berum vebtvangi áður en hann kom í borgarstjórn, vel að merkja. Þegar þessi tillaga var borin undir atkvæði i borgarstjórninni hlaut hún ekiki atkvæði né annars kon- ar stuðning Alberts Guð- mundssonar Hann beygði sig gjörsamlega undir Gisia Hall- dórsson í þessu máli og tók þátt í því að visa þessaæi ein- földu en sijálfsögðu tillögu frn borgairstjórn. Þannig er karl- mennska Alberts í borgarmál- unum, þó að mjög tíðkist hin Aibert Sunnudagur 26. júlí 1970 — 35. árgangur — 166. tölublað. Eiturloft yfír Tokíó TOKIÓ 25/7 — Borgaryfir- völdin í Tokíó hvöttu í gser, föstudag, borgarbúa til að halda sig sem mest inn- an dyra vegna miköllar mengunar í andrúmslofti. Mældist loftmengunin of- an við hættumörk í milj- ónaborginni annan daginn i röd. Sl. ménudag samþykktu heilbrigðisyfirvöldin í To- kíó að senda út aðvaranir til íbúanna, ef óhreinindin í andrúmstóftinu færu fram úr ákveðnu marki Undan- farin dægur hefur fjöldi borgarbúa lagzt í rúmið vegna loftmengunarinnar. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.