Þjóðviljinn - 28.07.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.07.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 28. júli 1970. Útgefandi: Framkv.stjóri: Ritstjórar: Fréttaritstjóri: Ritstj.f ulltrúi: Augiýsingastj.: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Eiður Bergmann. Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson SigurSur Guðr.v.<«ds»on Sigurður V. Friðþjófsson Svavar Gestsson. Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðust 19. Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasðluverð kr. 10.00. ABvörun vegna kosntnga J>að er ekki langt síðan kosningabaráttu lauk vegna bæjarstjórnarkosninganna, sums s’tað- ar verður raunar að endurtaka þá kosningabar- áttu vegna galla við framkvæmd kosninganna. En hríðinni hefur vart slotað þegar ný kosningalota hefst, því einhvern tíma á næstunni verða alþing- iskosningar. Að almennum reglum ættu þær að vera að vori, en ýmsir telja að fráfall Bjarna Bene- diktssonar muni hafa áhrif á kosningatíimann, þannig að kosningum verði ef til vill flýtt og að þær verði jafnvel síðari hluta október í haust. Fari svo verður það vafalaust ljóst innan ekki langs tíma. J^n það er ekki minnzt á kosningar hér til þess að gera baráttumál þeirra að umræðuefni heldur til þess að koma á framfæri nauðsynlegri viðvör- un. Eins og öllum er kunnugt af langri og leiðin- legri reynslu er ýmislegt gert til þess að fá kjós- endur til þess að gefa flokkum atkvæði og í þeim tilraunum er iðulega farið út fyrir eðlileg mörk. Valdaflokkar í þjóðfélagskerfinu nota sér aðstöðu sína þar til þess að hygla einstökum aðiluim í von um atkvæði; stjórnkerfið er gert að kosningavél í þágu valdaflokkanna og mætti nefna þar um ýmis dæmi. Hér verður þó látið nægja að nefna eitt sem kom til umræðu á alþingi 1 vetur: 18. apríl 1967 samþykkti stjóm Fiskveiðasjóðs — sem er skipuð fimm bankastjórum samkvæmt lagabreyt- ingu núverandi stjómarfiokka — að hætta að geng- istryggja lán sjóðsins. Benti Lúðvík Jósepsson á 1 þei/m umræðum sem fram fóru um þetta mál á alþingi, að mörgum myndi þykja undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að fimm bankastjórar skyldu á þessum tíma telja gengi ísl. krónu svo öruggt að rétt væri að fella niður gengistryggingu af lánun- um. í forustu fyrir bankastjórunum fimm var sjálfur Seðlabankastjórinn! Með þessum vinnu- brögðum var sjóðsstjórnin að mismuna þeim mönnum sem fengu lán úr sjóðnum á tímabilinu frá 1961 til 1967, þegar lánin voru gengistryggð, og þeim sem síðar fengu lán. Er augljóst að hér er á ferðinni eitt fjölmargra dæma um tilraunir valdaaðila til þess að misnota aðstöðu sína í rík- iskerfinu til þess að tryggja sér áframhaldandi völd. gn litla dætmið sem hér hefur verið nefnt er að- eins eitt af ótalmörgum. Þess vegna er nauð- synlegt að hafa sérstaklega gott auga með fjár- málaaðgerðum stjómarvalda á næstu mánuðum. Þjóðviljinn hvetur allan almenning til þess að fylgjast með hvers konar spillingareinkennum af þessu tagi. Vitað er að valdamenn svífast einskis til þess að tryggja áframhaldandi aðstöðu sína í valdakerfinu og á næstu mánuðum hefst barátta þeirra um bitana. Það þarf miskunnarlausa gagn- rýni og vökult almenningsálit til þess að hindra misnotkun. — sv. Islandsmótið 1. deild: ÍA — ÍBV 4-1 ÍA nú orðið efst í 7. deild eftir sigurinn yfir Vestmannaeyingum sl. laugardag Skagamenn hafa nú tekið forustuna í 1. deild eftir sig- urinn yfir ÍBV sl. laugardag og hlotið 10 stig. Haldi liðið áfram að leika eins og það hefur gert í síðustu leikjum sínum, verður þessi forusta trauðlia tekin af þeivn aft- ur, því ekkert 1. deildarliðið hefur á að skipa framlínu á borð við íA-framlínuna,. sem hefur skorað 11 mörk í 3 síðustu leik’jum sínum. Eins og markatalan 4:1 gefúr til kynna var um algera yfir- burði Skagamanna að ræða í leiknu™ ?egn IBV ef undan er i ; tyWar 15 fyrstu mínútum- ar í síðari hálfleik. Þessar 15 mínutur náði IBV frumkvæð- inu í leiknum, en missti það afbur til Skagamanna og svo þung var sókn ÍA, það sem eftir var leiksins, að sigurinn hefði allt ems getað orðið stærri. Það var Guðjón Guðmunds- son, sem skoraði fyrsta markið þegar um það bil 7 mínútur voru liðnar af leik. Teitur Þórðarson komst upp að enda- mörkum og gaf þar fyrir mark- ið til Guðjóns, sem skoraði alls óverjandi fyrir Pál Pálmason i ÍBV-markinu. Aðeins 15 mínút- um síðar skoruðu Skagamenn aftur og var Matthías þar að verki. Hann lék upp vinstri kantinn og skaut síðan af löngu færi og böltinn hafnaði í blá- hominu 2:0 Á 35. mín. komst Sævar Tryggvason inn í sendingu nulli Einars Guðleifesonar mark- varðar og Þrastar Stefánssonar og náði að skjóta af vítateigs- línu, áður en Einar var kom- inn í markið aftur. Staðan 2:1. Vestmannaeyingar voru greini- lega ákveðnir í að jafna strax á fyrstu mínútum síðari hálf- ^ leiks og náðu þá mjög gdðum tökum á leiknum, en ÍA vömin með þá Jón Gunnlaugsson og Þröst Stefánsson sem beztu menn var föst fyrir og fékk hrundið öllum sóknarlotum IBV. Þessi ágæti leikkafli IBV varði ekki nema 15 mínútur og eftir^ það var um algera einstefnu að Vestmanneyjamarkinu að ræða. Á 20. mínútu lék Teitur Þórðarson upp kantinn og alveg upp að markinu, en í stað þess að senda bóitann fyrir markið skaut hann sjálfur úr þröngri stööu og skoraði 3:1 fyrir 1A. Þetta mark má skrifa á reikn- ing Páls markvarðar, því stað- an sem Teitur skoraði úr var það þröng, að Páll hefði átt að geta varizt skotinu. Síðasta markið skoraði Matthías eftir mjög góða samvinnu við Eyleif og yfirburða sigur 4:1 orðinn staðreynd. ★ Eftir heldur slaka byrjun í þessu Islandsmóti hefur ÍA lið- ið heldur betur tekið sig á og hefur það nú skorað 11 mörk gegn 4 í síðustu 3 leikjunum og eru mörg ár síðan liðið hefur verið svona gott. I þessum leik var enginn véikur hlekkur í liðinu Og erfitt að gera upp á milli leikmanna. Sá sem einna mesta athygli hefur vakið í liðinu í síðustu leikjum þess er Jón Gunnlaugson mdðvörður, sem náð hefur ótrúlega góðum tökium á stöðunni á stuttum tíma. Hjá ÍBV var Sævar Tryggva- son sá er bezt barðist og sá eini, sem eitthvað ógnar með leik sínum. Vömin var fremur þung í þessum leik og réði -ít- ið viö lA-framlinuna. Páll Pálmason stóð fyrir sínu í maridnu, nema hvað hann hefði átt að vérja markið sem Teitur skoraði en hin mörkin réð hann alls ekki við. B.H/S.dór. Breiðablik er enn taplaust í 2. deild Hefur skorað 18 mörk gegn 2 Brciðablik í Kópavogi hefur örugga forystu f 2. deild Is- iandsmótsins með 11 stig eftir 6 leiki og hefur engum leik tapað en gert eitt jafntefli. MarkatrJan 18:2 talar skýrustu máli um yfirburði liðsins í dcildinni. Síðast lók Breiöablik við Sel- foss sem er í óðru sæti í deild- inni og hafði ekki tapað leik er þessi tvö lið mættust s. 1. föstu- dag, en Breiðaþlik vann yfir- burðasigur 5:0. Um helgina léku Isfirðingar og Völsunyur og sigruðu þeir fyrrtöldu með 3:0, en fyrr í vikunni lékú Þróttur og FH og urðu þau óvæntu úrslit að FH vann með 2:1. Staðan í 2. deild er nú þannig: Breiðablik Selfoss Þróttur ÍBl Ármann FH Haukar Völsungur 18: 2 15:12 19:10 8: 3 11:11 6:16 4:12 7:22 11 9 8 6 6 4 3 1 Staðan í 1. deild IA 7 4 2 1 14:8 10 KR 7 3 3 1 8:3 9 Fram 6 4 0 2 10:8 8 IBK 6 3 12 10:7 7 IBV 5 2 0 3 7:12 4 Víkingur 7 2 0 5 8:14 4 lBA 4 112 7:7 3 Valur 6 114 5:10 3 Nýtt heimsmet Á brezku samveldisieikjunum, sem fraim fóru í Edinborg á Skotlandi í saðustu viku, setti sveit Ástralíumianna nýttheiims- met á föstudaginn var í 4x200 metra boðsundi. Tfmi svedtar- innar var 7.50,7 mín. Eidra metið, 7.51,3 mín., áttu Banda- ríkjaimenn, en það met var sett á sunaarleikjunum í Tokíó 1964. íslandsmótið 1. deild: ÍBK — Valur 2-0 Þunglega horfir fyrir Val eftir tapið gegn Keflavik Það verður ekki annað sagt, en að þunglega horfi fyrir Vals-liðinu í 1. deild eftir 2:0 tap gegn Keflvíkingum s. 1. iaugardag, þvi liðið hefur nú Ieikið 6 leiki og aðeins blotið 3 stig. Valur á að visu 8 Ieiki eftir, en í þeim verður liðinu iíka að ganga betur en hingað til ef ekki á illa að fara. Kefl- víkingar halda áfram í topp baráttunni eftir þennan sigur og eru komnir með 7 stig næst á eftir Fram. Leikurinn milli Vals og ÍBK, sem fram fór í Keflavík, var fremur tilþrifalítill og hafa Islenzka landsliiið sigraðí í Færeyjum fslenzka landsliðið i hand- knattleik Iék tvo leiki í Fær- eyjum um helgina og sigraði > báðum þessum landsleikjum. Fyrri leikurinn, á laugardag, var á útivelli og sigraði fs- lenzka landsliðið með 29 mork- um gegn 14, í hálfleik var stað- an 11:6. Ólafur Jónsson skoraði flest mörk íslenzka liðsins, 9 mörk, en Geir Hallsteinsson skoraði 7 mörk. Á sunnudaginn var leikið innanhúss og var þetta fyrsti kappleikur í nýju íþróttaihúsi í Þórshöfn. Islenzka liðið sigr- aði með 32 mörkum gegn 16. Færeyska landsliðið í hand- knattleik lék hér í Reykjavík á Iþróttahátíðinni í sumar og vann íslenzka landsliðið þá með 29:11 og var þetta fyrsti lands- leikur Færinga í handknattleik innanhúss, Með hinu nýja íþróttahúsi í Þórshöfn fá Fær- eyingar nú i fyrsta sinn aðstöðu til að leika handknattleik inni, og má því búast við fram- förum hjá þeirti í handknattleik á næstunni. bæði liðin oft leikið betur en að þessu sinni. Keiflvíkingar fengu óskabyrjun, er Friðrik Ragnarsson skoraði fyrra mark þeirra á fyrstu mínútum Ieiks- ins. Steinar Jöhannsson elti að því er flestum sýndist von- lítinn bolta út að endamörfcum, en náði honum og gaf fyrir markið til Friðriks, sem lék á Þorstein Friðþjófsson og skor- aði með skoti í bláhomið. Keflvíkingar lögðu, eins og í fyrri leikjum sínum, áherzlu á vörnina en sendu svo lang- sendingar fram völlinn >g treysta á sína fljótu framherja. <3> Fyrir bragðið gefa þeir eftir miðjuna og henni réðu Vals- menn og tengiliðirnir Jóhannes Eðvaldsson, bezti maður Vals- liðsins í þessum leik, og Alex- ander Guðmundsson, réðu miðj- unni og reyndu eftir megni að byggja upp leik Valsmanna og áttu þeir sízt minna f leiknum, en gekk illa að finna leiðina í markið. Síðara mark IBK skoraði Birgir Einarsson með skalla, eftir fyrirgjöf frá Jóni Ólafi, sem kom inná um miðjan síð- ari hálfleik, og breytti sókn ÍBK mikið til hins betra. Ann- ars vöru heimamenn óánægðir með iBK-liðið í þessum leik og finnst mönnum alltof lítill sam- leikur hjá liðinu, en langsend- ingar of mikið notaðar Aftur á móti er liðið kraftmikið og leikmennirnir flestir mjög fljót- ir. Eins og áður segir, er Vals- liðið nú komið í nokkra fall- hættu og er því hvert stigið úr þessu mjög dýrmætt. Jóhannes Eðvaldsson var bezti maður liðsins í þessum leik og við hann geta Vals-menn bundið miklar vonir, því Jóhannes er mjög ungur leikmaður. Þá koan Alexander ágætlega frá ledkn- uim, en það sem mest vantar i liðið er bitmeiri framlína, en eftir að Reynir Jónsson hætti að leika með liðinu datt allur skarpleiki úr framlínunni. Dómari var Rafn Hjaltalín og var alltof smámunasamur þvi leikurinn var auðdæmdur og engin ástæða , til upptínslU. — M.H./S.dór. <í>- Hafnarfjörðar Blaðdreifing Þjóðviljann vantar blaðbera í suðurbæ. ÞJÓÐVILJINN sími 50-352. úr og skartgripir .. KOINELIUS JONSSON skólavordustig P

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.