Þjóðviljinn - 02.10.1970, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.10.1970, Blaðsíða 1
Föstudagur 2. október 1970 — 35. árgangur— 223. tölublað. RÍKISSTJÓRhm FYmSKIP[ ÁLBRÆÐSLUNNI AÐ SETJA ÞEGAR / STAÐ UPP HREINSITÆKI I VERKSMIÐJUNNI Skozka óperan r ■ f ■ ■ synir i Þjoð- leikhúsinu f fyrrakvöld koan 50 manna flokkur frá Skozk'j óperunni hingað til lands og sýnir hann tvær óperur eftir Benjamín Britten í Þj óðleikhú sinu. Eru það ópesrurnar Alibert Herring, sem fiokkurinn sýndi í gaerkvöld við ágærtar und- irtektir áheyrenda og mun sýna aftur n.k. sunnudags- kvöld. og The Turn of the Screw, sem flokkurinn mun sýna í kvöld og annað kvöld. Verða sýningar óperufloktosins því alls 4 að tölrj. Myndina hér að neðan tók ljósmyndiairi Þjóðviljans í gærdiag. Hreinsitœki augljós nauðsyn segir Ingólfur DaviSsson grasafrœSingur um eitrun frá álbrœSslunni: □ Ingólfur Davíðsson grasafræðingur lætur svo ummælt í álitsgerð, er Tíminn birti í gær, að garðagróður í Hafnarfirði og grennd hafi spillzt vegna mengunar frá álverksmiðjunni. Hann segir ennfremur, að „flúormengun gæti og hæglega borizt til Reykjavíkur frá Straums- vík“. Ingólfur Davíðsson er einn þtirra ís- lenzkra vísindamanna sem hvað bezt hefur kynnzt íslenzkri náttúru og gróðurfari og fer álit hans gjörsamlega í berhögg við álit for- stöðumanns Rannsóknarstofnunar iðnaðarins, sem þrásinnis hefur gert mjög lítið úr meng- unarhættunni frá álbræðslunni. • Áfllt Ingólfs kemor fyllilega heim við fyrri skrif Þjöövilj- ans um þetta efni. Fyrir xúm- om tveimur mánuðum var m.a. fjallað um þetta mál hér í blaðinu og þess krafizt að nið- urstöður rannsóknar sem iran- in hefur verið á mienguninni frá álverksmiðjunni verði birt- ar. Ekki liéfur Pétur Sigur- jónsson enn orðið við þessari kiröfu, og er hún þAd enn ft- rekuð hér í beinu framihaldi af álitsigerð Ingólfs. Álit Ingólfs Davíðssonar • Tíminn birti í gær greinar- gerð um athuganir Ingólfs á flúormenguninni í Straums- víik: „Síðari hluta ágúst fórund- irritaður nokkrar ferðir til Hafnarfjarðar að skoða garða. Trjágróður var óvenjuvesæll að sjá, einkum reyniviðarteg- undir, en einnig birki, víðir, heggur, hlynur og jafnvel ribsrunnar. Laufið var víða með þornaða, sérkennilega rauðbrúna jaðra. TJngir hegg- sprotar voru sumstaðar van- skapaðir, dökkir og kring- vafðir í endann. Hlynblöð hvít- rákótt. Börkur á nokkrum reynitrjám skorpinn og ó- venjudökkur. Toppar víða Inirrir og visnir, einkum á stórum reynitrjám og sömu- Ieiðis greinar ofantil á trján- um. Trén laufguðust seint í vor og sum felldu laufið í Rætt um náttúruvernd í borgarstjórn í gær: Forráðamenn álversins hafa farið ýt fyrir þau takmörk sem má líða © Við berum ábyrgð á því að hafa leyft í mesta þéttbýli landsins álbræðslu til skaða fyrir gróður og dýralíf. Það ætti að vera óumdcilanlegt að gera ber þær kröfur til ál- bræðslunnar að öllum tiltæk- um ráðum sé bcitt til að draga úr mengunarhættunni. Það hefur komið fram að víðast crlendis eru sérstök hreinsitæki i'itbúin við ál- bræðslur, cn forráðamcnn ál- bræðslunnar hér veigra sér við að setja þennan útbúnað í gagn af kostnaðarástæðum. Það eru takmörk fyrir því hvað gróðahyggjan gctur leyft sér. Forráðamenn álversins hafa farið yfir þau takmörk. — Eitthvað á þessa leið fórust Sigurjóni Péturs- syni orð á borgarstjórnar- fundi í gær, er hann ræddi um náttúruvernd í Rvík. Á fundinuim var á daigskrá tíl- laiga borgiarréðs á þtessa leið: „Jafnfraimt samlþyklkir borgarráð að beina þeim tiknælum til m enntaimálaráöu n eytisins, að það hlutist til um, að lögum uimi náttúruvernd verði breytt á þann veg að í náttúruverndar- nefnd eigi sæti 3 — 7 menn eftir ákvörðun htutaðeigaindi sýsílunefndar (í Reykjaivfk borg- arstjórnar).“ Þessi saimþykkt borgarráðs er tillkomin í saim- bandi við saimiþykkt um nétt- únuverndamefnd Reykjavíkur, sem samlþykkt var á borgar- stjórnairfundinum í gær ásamt nefndri tillögu borgarráðs, I hinni niýjú saomiþykkt uim, náttúruverndarneifnd Reyk-jaivík- ur segir svo uim hilutverk nefnd- arinnair: „Verkefnd náttúruverndar- nafndair er að vinna að því, að framfylgit verði i Reykjavík lög- um um náttúruvernd. Hún skal auk þess vinna að alhliða um- hverfisvemd, er í því sé fólgin ■að spioma gegn óþaría röskun á náttúrufari borgarlandsins, varð- veizílu sérstæðra náttúrufyrir- brigða., svo sem gróðri, dýralífi og jarðmyndiunum svo og stuðla að snyrtilegri umgengni og þá í samvinnu við fegmmarnefnd. Þá er það hllutverk nefndarinn- ar að vinna að vömum gegn hversfconar menguin". Sigurjón Pétursson lýsti í ræðu sinni samiþykki við tilílög- u,na um saimiþykikt fyrir nátt- úruverndarnefnd, en vók síðan að þessum málum aJmennt. Verður nánar greint frá þessu máli hér í blaðinu síðar, en þirt- ur hér kafli úr ræðu Sigurjóns um mengumina, en áður ervitn- að til þess kafla i ræðunni. Sig- urjón sagði m.a,.: „Hinn þáttur fyrirhugaðs nátt- úruverndairstarfe þ.e. að siporna gegn hverskonar mengun er kannski enn þýöinganmeiri en -jmihverfisvemdunin þótt hvort- tveggja sé að sjálfsögðu bad samtvinnað að ekki verði ámilli skilið — mengunarvandamálið er aiþjóðlegt vandamál og menn eru æ betur að átta sig á því að verði ekfci af alefli spomað gegn frekari mengun vatns og andrúmslofts, stefnir í algjört ó- efni, jafnvel tortímdngu lífs á jörðinni að áliti vaxaindd hóps sérflriæðinga. Við ísiendinigar höfum til skamms tíma litið á vandaméJl mengunar, sem eitthvað okkur fjarlægt. Við búuim í stóru lítt bygigðu iandii, langt frá þétt- býlissvæðuim jaröarinnar og höf- um því talið ckkur ólhulta. Það er ekki fyrr en nú á síðustu ár- um að flestuim varð ljóst að einangrun okkar sikóp enga trygigingu gegn mengunarvanda- málinu. Nú þegar er mengun hafsins orðin svo mdkil að lífi þar er talin stafa hæitta af. Og öilum er okkur Ijóst hvaðaþýð- ingu slikt getur haft fýrir þjóð sem bygigir áflkomu sína að Framhald á 3. síðu. byrjun júlí, þótt þau virtust Iaufguð að eðlilegum hætti í fyrstu. Ég skoðaði laufið og fann elíki ncinar skemmdir af völd- um sveppa og til frekari full- vissu sendi ég nokkur sýnis- horn utan til rannsóknar og fundust þar heldur ekki svepp- ir í laufinu, en allt benti til þess að um einhverskonar sviðnun væji að ræða, helzt loftborna. Samkvæmt efna- greiningu reyndust sýnishom- trjálaufsins úr Hafnarfirði menguð flúor. Við sumarbú- stað, rétt hjá Straumsvík, reyndist flúormcngunin miklu meirí bæði í laúfi og grasi. Bendir það til hvaðan hún er komin í hafnfirzku garðana. Lítur ekki vel út með trjá- rækt Hafnfirðinga, ef slíku fer fram til lengdar. Flúor- mengun gæti hæglega borizt til Reykjavíkur frá Straums- vík, þó mistur þaðan leggi eðlilega oftar og meir yfir Hafnarfjörð. Hreinsitæki í verksmiðjunni virðast augljós nauðsyn. — Ingólfur Daviðsson". Þannig er álit Ingólife Davíðs- sonar og er það borið undir Pétur Sigurjónsson forstjóra Rannsóknarstofnunar iðnaðar- ins, en hann á einnig sæti í þeirri nefnd, sem' á að ramnr saka mengun frá álbræðsl- unni, Fullyrðir hann, að menff- unin frá álveiksmiðjrmni sé „óveruleg o@ að fllúormengun- in sé ekki meiri en svo að gróðri ætti ekki að stafa Framhald á 3. síðu. Rætt við Ólaf Björnsson, alþingismann, um prófkjör Sjálfstæðisflokksins: A/ — en enginn veit sína ævina fyrr en öll er" Daginn sem úrslit voru kunngjörð í prófkjöri Sjálf- st.æði sflokksins átti Þjóðvilj- inn tal við Birgi Kjarian al- þingismann og laigðr fyrdr hann nokkrar spurningar um niðurstöður prófkjörsins. Ólafur Björnsson Blaðið reyndi þá einnig að niá tali af Ólafi Björnssyni alþingismianni vegna úrslita prófkjörsdns, en hann var þá utanbæjar og það var ekki fyrr en í gær afl blaðamaður Þjóðviljans gat átt tal við hann um úrslitin, Blaðamað- ur sipyr Ólaf fyrsl um próf- kjör og bann svarar: — Ég er hlynntur þeirri grundvallairhugmynd að kanna stuðning við frambjóð- endur áður en gengflð er end- anlega frá framboðum. En á þessu eiru mikljr giallar. Hér er kosið til þings og sveitar- stjórna eftir listum ekki eft- ir einstiaklingum. í prófkjör- unum — sem eru eftir ame- rísfcri fyrirmynd — er kosið um einstaklinga og þó að raðað sé á listann eftir at- kvæðamagni einstaklingia í prófkjöri er ekki vist að list- inn gefi eðlilegasita mynd af flokkn.um eða þvá framboði siern flokksmenn almennt vilja senda fram. Til dæmis um þetta má nefna niðurstöð- ur prófkjörs Sjálfstæðis- flokksiins fyrir borgairsitjó'miar- kosningamar i vor. Á þeim Hsta, sem prófkjörið sýndi, var enigin kona í efstu sæt- unum. Þetta töldu menn ó- tækt og þessu var breytt sem kunnugt er. — Hvað segið þér um nið- urstöður prófkjörs Sjálfstæð- ismianna á dögunum? — Um sjálfan mig vil ég segja: Á því er einföld skýr- ing vegna hvers ég fékk ekki betri útk'Omu. f upphafi bar- áttunnair hrinigdu til min nokkrir vinir mínir og bentu mér á að aðrir þátttakendur í prófkjörinu hefðu í hyggju að opna kosmngaskrifstofur, balda fundi og gefa út blöð. Þessir sömu vinir mínir buðu mér húsnæði fé og starfs- krafta til þess að ég gæti tekið þátt í baráttunni á sama grundvelli og aðrir. Ég neitaðj því, því að áróður af þessu tagi er andst.æður hug- myndum mínum um lýðræði; þeir sem hafa fjárráðin eru sterkari en aðrjr. Ég tel það betra að tapa leik' en að bedta óheiðarlegum aðferðum. Lýð- ræði skil ég þanniig að höfu’ðin ei'gi að telja — ekki krónumar. — Verðið þér á framboðs- lista Sjálisitæðisflokksins? — Ég tel ólíklegt að ég taki eftir þetta kjörtim'abil þátt í stjámmálum á vett- vangi Sjálfstæðisflokiksins. Ég bef ekki aðra möguleika í huga nú — en enigin veit sínia ævima fyaa- en öil er. — sv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.