Þjóðviljinn - 20.10.1970, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.10.1970, Blaðsíða 7
1 Þitíðjudiagjur 20. októlber 1870 — WÓÐVTLJINN — SÍÐA J Ragnar Arnalds: Eftir kosningar HVAÐ A AÐ VERÐA UM OLBOGABARNIÐ? Ragnar Arnalds. Eins og kiunnuigt er, hafa sér- íslenzkar aðstaeðuir leditt til þess, að á íslandi er meira um opinberan atvinnurekstiur en í flestum nálæigum lömdum. En þar sem ríkisvaldiQ hetfur lengstum verið í höndum hægriaflannia, hefur niðurstað- an orðið sú í sumum þesis- aira félagsleigu fyrirtækja, að þeim er stjómað í hjáverkum af einkaigróðamönnum, sem daglegia eru önnum kaínir við eigið brask. iÞess háttar menn haf a sj aldnast hug á að hag- nýta þá möguJeika til stkipu- legrar uppbyggingár, sem opin- ber rekstUir býður upp á, og útkoman vdlil þá oft veröa sú, að reksturinn fær bæði að kenna á helztu ágöillum ríkis- reksturs og venstu ókostum einkareksturs. Eitt furðulegasta dæmið af þessu tagi er forysta Sveins Benediktssonar fyrir stjóm Síldarverksmiðja ríkisins. I>etta er einn auðugasti og um- svifamesiti atvinnurekandi landsins og meðal annars stjómairmaður og sneðeigandi í a.m.k. 20-3Ó einkafyrirtækj- um. I>essi maður er árum sam- an látinn vera aðalfyrirsvars- maður Síldarverksmiðjanna í hjáverkum, þótt engum dyljist, að býsna oft hlýtur að vera skiammt á milli hagsmuna fjár- málamannsins Sveins Bene- diktssonar og f járhagsiegra hagsmuna hins opinbera fyriir- tækis, sem han-n veitir forystu. En nóg um það. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa mokiað inn meir; auði fyr- ir rík} og þjóð en nokkurt ann- að fyrirtæki á fslandi. f stríðs- lok, þegiar verksmiðjumar höfðu framleitt skepnufóður úr síldinni í hálfan annan áratug. samþykíkti Alþingi að setja á stofn verksmiðju í Siglufirði til að bafa forysitu um fullvinnslu síldar til manneldis. Átti hún sltS vaxa upp í skjóli og undir forræði hins volduga ríki'S- hræðsluhrings, S. R., og verða eins konar tilrauna- og for- ystuverksmiðja í nýrxi og stór- lega mikilvægri iðngrein. Sinnuleysi stjómvalda varð þess þó valdandi, að ekki var hafizt handia um byggingu verksmiðjunnar fyrr en rúm- um áratuig sáðar. Barátta Sveins Ben. Að sjálfsögðu var alls ekki svo fráleitt að ætla Síldarverk- smiðjunum að veita hinum unga niðursuðuiðnaði styrk og skjól í uppvextinum. En þetta fór á annan veg. Þrátt fyrir viðurkennd gæði framleiðsl- unnair dafnaði verksmiðjan seint og illa; lengi var hún ekki starfrækt nema nokkrar vikur á ári hverju og aldrei hefur neitt verulegt átak ver- ið gert í markaðsmálum. Verk- smiðjan varð sannkallað oln- bogabarn hjá meiri hluta stjórnar S.R. og galt þess iJlilega að lenda í fóstri hjá Svedni Benedikitssyni. Virðist Sveinn á síðari árum hiafa æ minnt áhuga á því að leggja niður síld en þeim mun medri hug á að leggja verksmiðjuna niður. Reksitur verkismdðjunnar hefði vafalaust dáið út fyrir mörg- um áirum, ef ekki hefði tiekizt fyrir frumikvæði annarra að- ila að gera íastan samning við Sovétríkin um sölu á veiru- legu magni af niðurlagðri síld. Undianfarin ár hefur þó á hverju ári dregizt von úr viiti, að keypt væri hráefni til verk- smiðjunnar, líkt og tregðazt væri við í lengstu lög. í fyrrahaust fékkst aðeins óhentugt hráefni af þessum sökum, og varð það verksmdðj- unni dýrkeypt. Nú í hauat hef- ur slagurinn staðið um það, hvort yfirleitt yrði keypt nokk- urt hráefni og hvort verksmiðj- unni yrði þá endanlega lokað. Hefur Sveinn Benediktsson barizt hart gegp hráefniskaup- um og vafalaust haft um það samráð við einhverjia ráða- menn iðnaðarmála. í>ó gerðust þau merkistíðindi nú nýlega, að samþykkt var í stjórn S.R. eftir tiUögú Jóhanns G. Möll- ers og Þórodds heitins Guð- mundssonar að mæla með kaup- um á tíu þúsund tunnum salt- síldar. Varð Sveinn viðskila við meirihlutann og greiddi einn atkvæði á móti. Þar með er þó ekki öli sagan sogð. Kaupin geta ekki oröið að veruleika, nema fyrirgreiðsia og samþykki Jóhanns Haf- s'teins, forsætis- og iðnaðar- ráðherra komi til. Vart varður öðru trúað en að forsætjsráð- herra gefi verkismiðjunni líf, enda vill svo vel til, að kosn- ingar eru rétt á næsta leiti. En hvað verður um olnboga- bam S.R. efttr kosningar? Verður verksmiðjian þá lögð niðux eða byggð upp sem fior- ystufyrirtæki 'til rannsókna og tilrauna, ejns og til var ætl- azt og við Alþýðubandalags- menn höfum árum saman hiamrað á? Raddir heyrast um, að rétt- ast sé að mynda hlutafélag um reksturinn. Ekki ea- gott að átta sig á, hvaðia tilgangi það mun þjóna eða hvað af því leiddi. Fyrirtækið er gersamlega fjár- vana og lítið fé að fá í Siglu- firði til naiuðsynlegrar upp- bygigingar. Ef tilgángurinn er sá að kasta verksmdðjunni út á guð og gadddnn til þess að losa ríkisvaldið undian skyldium sínum og ábyrgð, veitður af- staða Sveins Ben. að teljast ó- líkt hreinlegri. Hitt er svo annað mál, að núverandi skipu- laigsform verksmiðjunnar er ó- tækt. Verksmiðjan þarf að komast undir sérstaka stjóm, eins og við Alþýðuibandialags- menn höfum margoft gert til- lögur um á Alþingi og víðar; heimamenn, fuMitrúar þess fólks. sem mestra hagsmuna hefur að gæta við rekstur verksmiðjunnar, eiga aS hafa stjóm hennar með höndum á- samt sérfróðum fulltxúum rík- isvaldsins. Rétt er að minna á, að hér er ekki um að ræða neitt einkamál Siglfirðinga. Við ís- lendingar erum langt, langt á eftír nálægum þjóðum á þessu mikilvæga iðnaðarsviði, enda höfum við hjaikkað í sama far- inu áratugum saman. Siglu- fj arðarverksmiðj an er vísir að þess háttar stóriðju í matvæla- iðnaði, sem koma skal og rík- isvaldið verður að hafa íor- ystu um. Vaníar ekki hráefni? Stundum heyrist spurt: Er nokkurt hráefni að fá? Er ekki. hæpið að byggja upp vexk- smiðjur ef síldin er búin a’ð yfirgefa miðin í kringum land- ið? >að er rétt, að sdldveiði landsmianna er nú aðeins ör- lítið brot af þvi, sem áður var. En minna má á, að fleiri sjáv- arafurðir henta til niðursuðu og annarrar fullvinnslu en si'ld, t.d. ufsi, þoirskalifur, hum'ar, kræklingur og lúða. í ö’ðru lagi má bemda á, að jiafnvel á síldarleysisárum eins og 1968 og 1969 var söltuð hér síld, er hefði nægt sem hrá- efni til að fullvinna 13-20 sinn- um meira magn en gert var. Allar íslenzkar verksmiðjur í niðursuðu og niðurlagnángu hefðu haft miklu meira en nóg hráefnd, þótt unnið hefði varið á vöktum allan sólarbringinn, en að sjálfsögðu hefði orðið að banna útflutning á saltsíld. Loks er það spumingin um markaðinn. Úrtölumenn á borð við Svein Benediktsson eru búnir að klifia á því í hálf- an annan áratug, að markaðir séu engir fyrir hendi. Lengi höfðu menn fáitt til andsvara gegn þessiarj fullyröingu nema það eitt, að um væri að ræða algerlega órannsakað mál. En nú er það ekki lengur. Eins og kunnuigt vairð af fréfctum. í fyrravetur hafa sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna gert víðtæka miarkaðskönnun og komizt að þeiriri niðurslöðu, ., að á 3-5 árum mætti vmna upp 900 miljón króna markað í Bandari'kjunum og fjórum ríkjum Vestur-Evrópu. Þó er 1 ljóst, að þetta er aðeins hluti af þeim möguleikum, sem fyr- ir hendi eru á erlendum mark- aði. bæði hvað snertir fram- leiðsluvörur og markaðssvæði. Varmahlíð, 15. ofct. 1970. Ragnar Arnalds. Frá vinnslusölum niðurlagningarverksmiðjunnar á Siglufirði. En hvað um markaðinn? Guðmundur Böðvarsson: HeyþurrkunaraðferS Benedikts Gíslasonar Þær tilraunir sem Benedikt Gíslason frá Hofteigi hefur gert og látjð gera á undanfö'm- um árum með þurrkun heys, eru kunnar allri bændastétt landsins, eða ættu að minnsita kostí að vera. Þó mætti ætla, etftdr því h/vað lítið brautar- gengi bændur hafa veitt bon- um að málum, að þeir væru tómlátir _ um þessar tilraunir og garðú sér ekki ljóst hvað hér er í efni. Svo er þó ekki. Ég sem þessar línur skrif.a veit vel að þeir hlusta með athygli eftir hverju því sem um þær er sagt og lesa þær fáorðu fréttir sem af þeim fara. En þeir eru. sem löngum fyrr, duilir um sinn hug, og í öðru lagi hafa þedr sína forsvars- og trúmaðarmenn í stórum hóp- um: landbúnaðarráðherra og ráðuneyti, Búnaðarfélaig ís- lands, Stéttarsamband bænda, búnaðarfélög hreppanna, rækt- uniareambönd, búnaðarráðu- nauita í stóirum hópum, búnaðarskólia, kalnefnd, harð- ærisnefnd og þannig enda- laust. Engin furða þó þeim finnjst það frumhlaupi líkast að geisast til aðgerða fram úr þessari fylkingu, engin furða þó þeir telji sínum málum full- borgið í höndum þessa fjöl- menna og frí'ða hóps. Nú má það vera hverjum bónda ljóst, og er það líkia, að uppfinnin.g og tilraunir Bene- dikts snerta þann púnkt sem vair og ©r undirstaða alls land- búnaðar á þessari norðlæigu eyju. sjálfa fóðuröflunina til framfærslu þeim húsdýrum sem gefa skulu af sér mjóLk, kjöt, hiúðir og ull, þau hrá- efni sem fjölmargar vörur eru síðan unnar úr. Það væri því ekki að ástæðulausu þó þeir hugsuðu sem svo að frá þesis- um aðilum fyrrnefndum, sem sjá skulu um þeirra hiaig og gæta alls þess er þedm má til heilla horfia, kærni ákveðinn stuðningur við hverj a þá til- raun sem gerð er í því auigna- miði að létta Og tryggja þeirra atvdnnureksibur. En hvemig standa málin? AUt að því eins skammarlega og verða má, því sá stuðningur sem Benedikt Gísliason befur fengið firá forsvairsmönnum bændastéttarinnar er tæpast meiri en sá steinn sem koma má fyrir í krepptum hnefa. Einhverjar tilraunir til mála- mynda voru gerðar á Hvann- eyri, og þaðan helzt að hejnra að þetta sé ekki umitalsvert. Þegar svo Benedikt hieldur á- fram með tilraunir sínar í Hveragerði i sumar, og ekki verður dulið að þær þegar á fruimstigi gef,a mjöig svo athygl- isverðan og jákvæðan áranigur. þá er því tekið með hangandi baus og hendur í vösum, eins og einhverju sem bezt sé að reyna að þegja af sér. Síðan brennur þurrkhús hans af or- sökum sem ekkj verða fundn- ar. Þetta er þegar örðin Ijót saga og liggur í auigum uppj að svona á ekiki og má ekki standa að miálum sem þessum. Og bændiur Mjóta að velta fyr- Framhald á 9. síðu. Benedikt Gislason með hraðþurrkað hey. Heyverkunarhúsið i Hveragerði, það sem brantx. I I l i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.