Þjóðviljinn - 12.10.1971, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.10.1971, Blaðsíða 12
Síldarflotinn á heimleið úr Norðursjó? Urn helgina var síld söltuð á að minnsta kosti tveimur stóðumhér. í Reykjavík. Annars vegar 35 tonn wr Þorsteim RE hjá BcejarútgerS Reykjavíkut og hins vegar 15 tn. ár Helgu RE hjá Ingimundi h.f. við Súðarvog. Síldin úr Þorsteini RE var fal- legri og feitari og fékk báturinn þessa síld á Eldeyjarbanka. Helga RE fékk sína síld vestur af Surts- ey og var hún greinilega minni. Stórar og fallegar síldar voru þó innanum þá síld og fituprósentan var talin 18 til 20. Á Þorsteini RE heitir stýrimað- uriftn Hörður Bergþórsson og tók- um við hann tali við spilið er síldin var hífuð á bílana er fluttu hana inn í fiskiðjuver BUR. Við fengum þennan afla í þrem köstum og voru torfurnar heldur litlar og stóðu á 45 faðma dýpi. Síldin var líka stygg af því að mik- ið tunglskin var um nóttina og bjart eins og um dag þarna úti á miðunum. Annars fannst mér síldin heldur erfið viðureignar og er hún dreifð ennþá. Á bryggjunni náðum við tali af Guðbirni Þorsteinssyni skipstjóra, og kvað hann bátinn hafa verið á leiðinni á miðin í Norðursjó. Ég geri ráð fyrir að fara á síld hér við Suðurland. Við fengum dágóðan afla miðað við aðstæður. íslenzku síldarbátarnir á Norð- ursjó hafa þegar frétt af síldveið- inni hér við Suðurland. Og þrátt fyrir norðanrok á miðunum hér við land í fyrrinótt er vitað um w Ofært nyíra Samkvæmt upplýsingum . lögreglunnar á Akureyri kl. ' 18 í gær þá var fremur | slæmt veður þar. Gekk á I með éljum og frostið 5,4 stig, i állhvasst af norðri. Engin óhöpp svo teljaindi I voru áttu sér stað og ekki I þurfti að grípa til rafimaigns- i .skömmitunar, enda hafði fólk verið hvatt til að fara spar- I lega með rafmagnið. F.jallveg- | ir voru orðnir ófærir, þó [ ekiki hefði kynngt niður mikl- 1 um snjó, en vindurinn hlóð I snjókomunini óðar í skafla i Lögreglan sagði að norður- . undan væri mikil ófærð, svo sern í Ólafsfjarðarmúla, Lág- I heiði og Strákum. Vaðlaheiði i væri orðin ófær og sama , vaeri að segja um öxnadals- 1 heiðiina. marga báta á lieimleið af Norður- sjávarmiðum. Þannig eru á leið- inni heim Hrafn Sveinbjarnarson, Grindvíkingur, Eldey, Gísli Árni, Ásberg, Helga Guðmundsdóttir og Sóley. Síldveiðin hér við Suður- land þykir þó ekki það mikil að magni að heppilegt sé, að síldar- bátarnir á Norðursjávarmiðunum komi almennt heim á síldveiðam- ar hér við Suðurland. Stýrimaðurinn á Þorsteini RE lét í ijós andúð á því að landa síldinni í salt á sama tíma og vit- að er um beituskort í landinu. Vitað er að saltendur greiða sama verð fyrir stóra og fallega síld eins og beitusíld. Munar þar nær 3 kr. á kg. Þannig fá sjómenn 5 þúsund krónur fyrir tunnuna af stórri síld en 4 þúsund krónur fyrir minni og óásjálegri síld miðað við tunnu. Annars em frystihúsaeigendur heldur tregir til að taka á móti beitusíld til geymslu í frystihúsun- um og bera við plássieysi. Um þúsund tonn erú nú til af beitu- síld í geymslu í frystihúsunum, en að áliti beitunefndar er þörfin tal- in um 4500 tonn miðað við kom- andi vetrarvertíð. Margir telja þetta ofreiknað hjá beitunefnd og benda á að Vest- firðingar hafa dregið úr línuveið- um. Þá er og ákaflega erfitt að fá beitningamenn á bátana á Akra- nesi og í verstöðvunum suðurmeð sjó. Við lögðum leið okkar í fisk- iðjuver BÚR um helgina og var saltað þar af kappi síldinni úr Þorsteini RE. Við tókum tali liús- móður eina úr Sogamýrinni sem aldrei hafði verið í síld áður og þurfti að kynna sér verklagið við söltunina í fyrsta skipti. — Ég hef verið húsmóðir mínu heimili löngum og á nú hægara um vik við heimilisstörfin, sagði Sigríðúr Ólafsdóttir. Mér finnst þetta mikil upplyfting að bregða sér í síld og þéna svolítið til heimilisins og munu margar húsmæður taka undir þetta sjón- armið. Það er ótrúlegt hvað næg at- vinna í frystihúsunum hér í borg- inni hefur áhrif á margar þjón- ustugreinar. Alltaf segist hár- greiðsiukona ein í Austurbænum fylgjast með vinnu húsmæðra í frystihúsum og kemur það ávallt fram í fjörugri viðskiptum við hana, þegar næg vinna ér fyrir verkakonur í frystihúsunum. Við náðum taii af fleiri síidar stúlkum þarna og vissi engin þeirra hvað þær fengju fyrir að salta í tunnuna. Ein hélt þetta vera um 140 krónur fyrir tunnuna og var það ekki víst. Það var einnig söltuð síld hjá Ingimundi hf. við Súðavog. Síld- inni var ekið á vörubílum frá Þorlákshöfn. Þar landaði Helga RE um 150 tonnum á laugardaginn Vörubílarnir eru um kluþkutfma hvora leið og borgar þetta sig, ef viðkomandi fiskvinnslustöð á bílana, sagði Ármann Friðriksson framkvædastjóri. Ármann kvaðst greiða sínum stúlkum 141 kr. fyrir tunnuna og er bá búið að flokka síldina. Sumar stúlknanna eru hörkuduglegar við söltun. Hér eni t.d. þrjár stúlkur. sem árnt einu sinni heima á Rauf- arhöfn og hafa ekki týnt niður fiýtinum ennþá. Þtörf fvrir saltsíld hér innan- Innds til niðurlagningar er talin um 20 þúsund tunnur. Er Sigiósíld búin að panta 12 búsund tunnur, Kristián Tónsson hf. á Akureyri 5 búsund tunnur og Ora bf. í Kópaýogi um 300 tiinnur. Þá Tiggia fvrir sem birsrðir 4500 runnur í landinu síðan í fvrra, að- allega á ókurevri oe í Neskaupsrað. — g.rra. Fí lækkar um 50% í hópferðum Frá næstu áramótum býöur Flugffélag Islands 50% afslátt á hópferðum milli Reykjavík- tir og allmargra borga í Evrópu, fram og aftur. Hóp- arnir miðast við minnst 10 manns, og má búast við að ferðaskrifstofur hagnýti sér þeassa Iækkun og auglýsi ferðir tengdar þessum nýju skilmálum. Sennilega yrði fargjaldið héðan til I.ondon og heim aftur um 13-14 þúsund krón- úr í slíkri hópferð. Enda þótt fargjandaráð - stefnunni sé ckki enn lok- ið, hefur Fl náð samningum um þessa lækkun við flug- félög viðkomandi landa, en á eftir aðfá formlegt sam- þykki viðkomandi stjóm- valda. Þessar upplýsingar komu fram á fundi með frétta- mönnum ; gær, en á þeim fundi var fjallað um versn- andi sambúð Flugfélags fs- lands og Loftleiða. Nánar verður sagt frá því í blaðinu Þriðjudagur 12. októfoer 1971 — 36. árgangur — 231. tölublað. Tékkneskur ráðherra / opin- berri heimsókn hér á landi Ufcanríkisiviðskiptaráðh Tékkó- slóvakíu, Andrej Barcak. kom í opinbera heimsókn fcil íslands í gær og mun hann dvelja hér í tvo d aga. í för með ráðherr- anum eru m.a. dr. A. Killian, ráðuneytisstjóri utanríkisviðsk,- ráés.meytisins, og Ludvik Cemý, í»:<rseti verzlunarráðs Tékkósló- vakíu. * Utanríkisviðskiptaráðherrann mun skrifa undir nýjan 5 ára viðskiptasamning milli íslands og Tékkóslávakíu, en samkomu- iag um hann náðist í viðræðum, sem fram fóru í Keykjiavik. dag- ana 30. ágúst til 3. september sl. Af íslands hálfu mun Einar Ág- ústsson, utanrikisráSherra, und- irrita samninginn. Jafnframt mun utanríkisviðskiptaráðherr- ann ræða við Lúðvík Jósepsson, viðskiptaráðherra, um ýms mál- efni, sem varða viðskipti land- anna. Kalt stríð við Tjörnina Nemendur menntaskólans við Tjörniinia tovarta yfir bví í frétta- tilkyuninigu undir fyirirsögninni Ádeila og viðvörun, að nemend- ur MR hafi saurgað Tjörnina með því að varpa busum sínum í hana eftir toilleri'ingar. Busar í menntaskólanum við Tjönnina em nefnilega vígðir úr Tjam- arvatniinu og er eðlilegt að beir vilji hafa vatnið, ómengað! Ef MR-ingar halda sig ekiki, í, hæfiiegri fjarlægð frá Tjörn- inni látum við hart mæta hörðu“, er sagt í tilkynningunni. — SJ Fjárlagafrum- varp lagt fram á alþingi í dag í dag, á öðrum degi alþingis þess er nú situr, verður lagt fram frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár, árið 1972. Kreisky fær hreinan meirihluta atkvæða VINARBORG 11/10 — Jafnað- armannaiflokkur Auisturríkis undir forystu dr. Bruno Kreisk- ys forsætisráðherra vann mesta kosningasigur sem nokkur flokkur hefur unnið í sögu Aust- urríkis í þingkosningunum um helgina. Flokkurinn fékk 50,22 af hundraði atkvæða og er þetta í fyrsta skipti sem nokkur flokkur fær hreinan meirihluta. Þrátt fyrir þetta verður Kreisky að bíða ‘ \ tvo daga enn áður en hann veit hvort hann fær hreinan meirihluta þing- manna. Það lítur út fyrir að flokkur hans hafi 93 þingmenn en enn er eftir að telja utan- kjörstaðaatkvæði og þau gætu þreytt úrslitunum þannig að jafnaðarmenn missi þingsæti þótt það sé ekki líklegt. Þá gætu Þjóðarflokkurinn (sem hefur nú 80 þingsæti) og Frelsisflokkur- inn (sem hefur nú tíu þingisæti) komið í veg fyrir hreina stjóm jafnaðarmanna. Þjóðarílokkurinn missti fylgi i kosningunum og fékk rúmlega 42 af foundraði (44 áður). Hann var stjórnarflokkur frá stríðs- lO'kum til marz í fyrra. þegar I jafnaðarmenn myndnðu stjóm með stuðningi Frelsisflokksins. Kreisky vildi ekikert um þaS segja í gærkvöld hivort flokkur- inn hygðist mynda samsteypu- stjóm, og sagði að það yrði rætt á stjómarfundi flokksins á morgun, þriðiudiag. Erlendar fréttir Njósnamál LONDON 11/10 — Nýtt njósnamál kom fyrir enskan dómstól í dag og hafa þá fimm menn verið ákærðir fyr- ir að hafa brotið ensk tög um rikisleyndarmál. Þessar á- kærur koma í kjölfar brott- vísunar 105 sovézkra starfs- manna fyrir njósnir. Fimmti Englendingurinn, sem ákærður hefur verið, er starfsmaður í uta'nrík isráðu - neytinu og er hann ákærður fyrir að hafa afhent ríkis- ieyndiarmá'l, meðan hann dvaldizt í Khartoum í Súdan. Kínverskur ráð- herra í París # PARÍS 11/10 — Kínverski ufcainríkisverzlunai'rnálaráð- herranin, Pai Hsiang-kuo, sem hefur dvalizt í Frakk- landi í tólf daiga, fór frá París í dag. Þetta er fyrsta opinbena heimsókn kiínversks ráðherra til höfuðborgar vest- ræns rakis síðan Mao Tse- tung komst til valda 1949, og ræddi Pai við franska ráðameon um auikina sam- vinnu milli landanna. Á öll- um fundunuim lögdu bæði Fraivkar og Kínverjar áhei’zlu á að löndim hefðu sömu sjón- armið í utamríkismálum. Afnemur bann KARACHI 10/10 — Yahya Kham, forseti Pakistan afmam um heigina bann 'það við allri stjórnmálaistarfsemi, sem hann setti fyrir sex mánuð- um, en setti um leið stramg- ar regiur, sem setja mjög þrömgar skorður við allt starf stjómmálamamna og flokka. Þctta bann var sett í miarz, þegar borgarstyrjöldin miili Vestur-Pakistan og Bengala hófst. Þrátt fyrir ráðstöfun forsetans um helgina hefur það ekilci- emm verið aflnumið nema að litlu leyti, þaö er t. d. enn bannað að koma fram með skoðanir, sem koma í bága við opinberar kenning- ar lamdsins eða einingu bess. Sadat í Moskvu MOSKVU 11/10 — Anwar Sadat forseti Egyptalandskom í gær til Moskvu í opinbera heimsókn. Leiðtogar Sovét- ríkjamma, Podgorni, Kosigin og Brézjnóf, tóku allir á móti honum á flugvellimum og var greinilegt að þeir vildu breiða yfir það kuldalega andrúmsloft sem einkennt hefur samskipti Sovétríkjanna og Egyptalamds umdanfarma mánuði. Sadat mun ræða við leiðtoga Sovétrikjanna um deilurnar fyrir botni Mið- jarðarhafs, og er talið að við- ræðumar kunmi að verða mjö'g þýðingairmiikiar. ÁfO'rm- að er að Sadat verði þrjá daiga í Moskvu, em frétfcamemn telja að dvöl hans verði e.t.v. framliengd. Stjórnmálatengsl BERN 11/10 — SvissÍénding- ar og Norður-Vietnamar liafa ákveðið að taka upp stjórn- málatengsl málli landanna og skiptast á sendihei-rum, sagöi í frétt frá svissmeska utan- ríkisráðuneytinu í dag. Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður milli fulltrúa Norður-Vietnams og Sviss í Pairís. Svisslendingar hafa einnig ákveðið að útnefna sendiiherra í Saigon. Útnefning semdiherra bæði í Saigon og Hanoi ar í sam- rærni við þá stefmu Sviss lendinga að halda sem fast- ast við hlutleysistefnu sína. Stúdentar gáfu 75 Jtúsund krónur í Pakistansöfnun í hlöðunum hefwr verið minnst á nokkrar höfðinglegar gjafir ein- staklinga til Pakistansöfnunar Rauða krossins, en vert er að geta þess einnig, að fjöldi fólks héfur komið og gefið af litlum efnum, þannig að nú hafa alls safnazt 1,9 rniljónir króna. Fyrirtæki og félög hafa látiðtil sín heyra að undanförnu, þannig hefur Mjólkursamsalan gefið 2 smálestir af þurrmjólk, en verð- mæti þess í peningum er talið um 100 þús. kr. Sælgætisgerðin Opal gaf 25 þúsund kr. og á skilafundi Stúdentafélags Háskólans komu fram 75 þúsund krónur, sem af- hentar voru Rauða krossinum. Þá er rétt að minna aila á að gera skil í happdrætti , Raúða krossins, en dregið verður á há- degi nk. laugardag. — S.J. 10 teknir olvaðir l0 manns voru teknir grunað- ir um ölvun við akstur í Reykja- vík, fró föstudagskvöldi til mánudagsmorguns og er það nokkru lægri tala en helgina þar á undan. Ölvun við akstur virð- ist þó færast mjög í vöxt og eru margir uggandi vegna þeirrar þróunar. Landhelgismálið í frétt frá NTB er það haft eftir áreiðanlegum heimildarmönnum í London að fulltrúar brezku og ís- lenzku ríkisstjómarinnar muni bráðlega koma saman til fundar í London til að ræða landhelgismálið. í fréttinni segir að ekki sé vit- að hvenær fundurinn muni fara fram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.