Þjóðviljinn - 03.11.1971, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.11.1971, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 3. nóvember 1971 36. árgangur — 270. tölublað Iðnaðarráðherra lýsir yfír á alþingi: Töpum f jórum miljör&um á orkusamningnum vi& ísal AAiklar umræður á alþingi í gær um orkumál Uggvænleg staðreynd: ■ Vift töpum fjiirum miljörðum um króna á raforkusölunni til álversins í Straumsvík á samn- ingstímanum, miftað vift það framleiðslukostnaðarverð sem á- ætlað er frá Sigölduvirkjun. Þetta kom fram í ræöu iðn- aftarráftherra Magnúsar Kjartans- sonar í umræðum á alþingi í gær um raforkumál og stóriðju. Ráðherrann sagði ennfremur í ræðu sinni aft til væri íslenzkur markaður fyrir alla orkuna frá Sigölduvirkjun, þar á meðal til húshitunar á Iaandsvirkjunar- svæðinu, en sú húshitun gæti tekift meira en helming allrar orku frá Sigölduvirkjun. Skýrði ráftherrann ennfremur frá því að samkvæmt bráðabirgðaáliti húshitunamefiií1 r I.andsvirkjun- ar mætti gera ráð fyrir að raforka til húshitunar yrði seld á 60—65 aura kílóvattstundin. Umræðan um stóriðjumálin stóð í um tvær Muktoustunidir og tók þátt í umrædunini, auk áður- nefndra, Gedr Hallgrímsson. Jóhann Hafstein fjallaði mjög almennt um raltorkumál í ræöu sinni og varði stefnu fráfarandi stjómiarvalda. Puliyrti hann í umræðunum að ratorkusalan og samninguirinn við álverið í Straumsvík væri okkur afar hag- stæð. f>á bar hann saiman gjaldeyristekjur af hverri fjár- festingarkrónu í sjávarútvegi og í áliðnaði og taldi hann ugglaust að með slíkum samanburði væri áliðnaðurinn miklu hagstæðari. Jóihann Hafstein taldi ennfrem- ur að það eina nýja í stefinu rík- isstjómarinnar í raforkumélum. væri það að hún vildi láta ráðast í virkjainir án b>f-“ > aö hafa mark- að fjyrir rafo-rí-:uu<j. Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra lagði áherzlu á að stefna núverandi ríkisstjómar væri mijög frábrugðin stefnu fráfarandi stjómvalda í virkjun- ar- og atvinnumálum: í fyrsta laigi heifði Sjáifstæðis- flokkurinn. því aðeins viljað ráð- ast í stórvirícjanir að samninigar mæðust vdð erlenda aðila um at- viiimurekstur. Þetta hefði gerzt við Búrfellsvirkjun en þar hefði lánsumsókn til Allþjóðabankans vegna virkjunarinnar einnig ver- ið þundán því að samningar næð- ust við úttendinga um stofnun fyrírtækja hór á landi. Mangsinn- is í kosniingabaráttunni i vor hefði Jólhann Halfstein lýst þess- ari afstöðu Sjálfstæðisflokksins. Núverandi ríkisstjóm væri hiins vegar á þverötogri skioðun, og hefði þegar tekið ákvörðun í samræmi við það um virkjun í Tungnaá við Sigöldu. Gerði Magnús í siðari ræðum sínum að umtalsefni hvensu óskytnsam- leg væri samtenginig orkusölu- samninga við erlemd fyrirtæki og virkjuniaxákvarðana. Mirmti ráð- herrann á að áihringurinn hefði — af þessum ástæðum genigið á lagið — í fyrsta lagi hefði Ihann fengið út úr samndegnum allt of lágt raforkuverð og í öðru lagi hefði álverið elcki burft að hlíta íslenzkum dömstóllum um túlkun saimninigsins. í öðriu lagi miipnti iðnaðarráð- herra á að múvenamdi rí'kisstjóirn teldi elöki að gera ætti útlend- ingum kleiift að hafa úrsiitaráð yfir fyrirtætojum hér á landi. Teldi rítoisstjómin því aðeins unnt að semja við útlendinga að íslendingar ættu meirihlutai í viðkomandi fyriríiækjum, að Is- lendingar eigniuðust viðkomamdi Pramhald á 4. síðu. Breti og Kanadamaður hlutu Nóbels- verðlaun í eðlis- og efnafræði í gær STOKKHÓLMI 2/11 — Brezkur próíessor ung- verskrar æltar, Dennis Gabor, hlaut Nóbels- verðlaun í eðlisfræði í ár og kanadískur vís- indamaður, þýzkrar sett- ar, dr. Herzberg, hlaut efnafræðiverðlaunin. Eftlisfræði Prófessor Gaibor faer eðlisfræði- verðlaun fyrir að hafai tondið upp og enduirbaett aðtorð til að festa þríviddaimyndttr á plötu Cholograifíu) Gatoor er fæddur í Ungverja- landi árið 1900. Hann lærði við tækniháskölia í Búdapest og Ber- lín, starfaði að rannsóknastörtom í Bretlamdi 1934—48 og síðan hetor hann starfað sem prófessor í hagnýtri rafeindaeðlisfræði við Imperial College of Science amd Tedhnology í Ixjndon. Holografía, sem dr. Gabor lýsti fyrst árið 1949 er þrívíddarmynd af hlut á plötu. Myndin er oft- ast gerð af lasergeisla, sem „sker út“ myndiinia þannig að hún kemur firam sem sem upp- hleypt mynd. Aðtorð þessd er mitoið notuð í rafeinda- og tölvu- tækni á síðari árum, en var lítið nýtt fyrir daga lasergeislanna. Eftir þvi sem lasertækni fleygir fram er holografía ekkd aðeins notuð í sambandi við kyrrstæða hluti heldur og hiluti í breytingu og á hreyfingu og gerir því auð- veldari rammisóknir á fyrirtoærum í tíma. Efnafræöi Dr. Herzberg fær efnatoæði- verðllaunin fyrir firamilaig, sdtt til að sfcýna byggingu sameinda, einkum svonefndina „frjálsra nadíkalla“. Radfkalir“ eru í efnafræði öneindaihópar sem ganga í samband við sameind og enu áfnam óbreyttir enda þótt efnasambandið verði fyrir ýms- um breytimgum. Verðlaunahafinn er fædidur í Haimibong árið 1904 og lærði við hásiklóla í Darmstadt, Göttíngen og Bristol. Hann hefur sitarfað í Kanada síöan 1935 og við Nati- onal Besearoh Gouncil of Ganada síðan 1949. Hann er á eftirlaun- um en starfar enn af íullu fjöri. Dr. Herzberg hetor skrifað mikið um efnaflræði og mjög mótað aðferöir til að ákveða byggingu saimeinda, ekki sízt „frjálsra radítoala“ sem lifa að- edns brot úr sekúndu. Hann hef- ur og átt mikinn httut að smíði nýnra tækja til efnafræðirann- sókna. 800 fleiri slys og árekstrar en í fyrra Dauðaslys orðin 13, en voru 10 allt árið í fyrra Það eru allt annað en uppörvandi tölur sem lögreglan graf okkur upp í gær varðandi árekstra og slys í umferðinni í Reykjavík, það sem af er árinu. Árekstrar og slys hafa orðið 3535 miðað við 1. nóvember s.L að sögn rannsóknarlögreglunnar, en voru á sama tíma í fyrra 2735. Þá eru dauða- slys í umferðinni þegar orðin 13, það sem af er árinu, voru 10 allt árið í fyrra. Þó eru eftir tveir myrkustu og hættumestu mánuðir ársins, svo á- standið er vægast sagt uggvænlegt. Við fengum þær upplýsingar Ihjá Ösfcari Ölasyni, yfirlög- regluþjóni umferðannála. að frá 1. janúar sl. til 1. október sl. hefðu árekstrar, tilkynntir lög- reglunni, orðið 2648 en verið á saroa tíma í fyrra 2228. Þama hefur sem sagt orðið aukning sem nemur 440 árekstrum. Þess- ir árekstrar skiptast þanndg eft- ir mánuðum: Janúar 287 — febrúar 323 — marz 291 — apríl 242 — maí 272 — júní 274 — júlí 314 — ágúst 292 — sept- ember 354. Hjá Kristmundi Sigurðssyni, rannsóknarlögreglumanni, feng- um við þær upplýsingar að á- rekstrar og slys, sem rannsókn- arlögreglan hefði haft afskipti af, væru orðin 3535 miðað við siðusta máina\amót, en hefðu verið á sama tima í fyrra 2735. Þarna er aulkningin 800 .Og það sem af er árinu eru dauðaslys í umferðinni orðin 13 allls, en vom ókíki nema 10 allt árið í fyrra og Kristmundur benti á að nóvember og desember, tveir myrkusta mánuðir ársins, væru vanalega mestu slysamán- uðurnir svo útlitið er allt annað en glæsillegt. Þörf róttækra aðgeröa. Báðir vom þeir Óskar og Kristmundur uggandi yfir þess- ari þróun mála og kváðu þörf róttækrQ aðgerða í utnferðamál- unum, aðgerða er ekki þyldu neina bið. Ósikar sagði að það væri greinlegt að árekstrar væm harðari nú en áður, og senni- lega heffðu aldrei jafnmargar bifreiðar verið fluttar meðkrana- bílum af slysstað og í ár. Þetta orsakaðist af mun harðaii akstri, sem fylgdi í kjölfar ffleiri hrað- brauta. Öskar sagði það greini- legt. að slysunum fjölgaði fyrst og freimst þar sem akstorskil- yrði væru bezt. 1 gamtta bæn- um þar sem götur væm bæði þrengri og á allan hótt torfær- ari, fjölgaði slysum eikki að ráði. Það er greinilegt að öku- menn ofmeta aðstæður á hrað- brautonum. Þá færi ekki á milli mála, að fjölgun bifreiða á göt- unum, og þar með fjölgun mis- góðra ökumanna ætti sinn stóra þátt í þessari þróun. Þó sagði Óskar að tíimi siysai hefðd orðið mun meiri hlutfallslega en sem svaraði til aukins bifreiðamn- flutnings. Kristmundur Sigurðsson hjé ranmsóknarlögreglunni sagði, að árekstramir væm orðnir miiklu harðari en áður var, og fólk væri mun meira og alvarlegar slasað en nokkm sinni fyrr. Þau dauðaslys sem orðið hefðu það sem af er árinu segðu ekki altta söguna, því að mjög margt fólk lægi miUi heims og helju eftir slys er urðu fyrir mörgum mán- uðum, og enginn hefði hugmynd um hverjar affleiðingamar yrðu. Kristmundur tovað aukinn hraða í umferðinni eiga stærstan þátt í þessari þróun og einnig hitt að ökumenn haga elcki aikstri sínum eftir aðstæðum. Þetta tvennt væri mjög áberandi. Sennilega á hin mikla spenna sem ríkir í umferðinni hér stór- an hlut að máli. Það er ekki svo lítið eignatjón sem orðið heto.r við másmunandi nftiar aftanákeyrslur í umferðinni og þessar aftanókeyrslur verða gjaman við umferðaljós. Menn vita að umferðaljósin em þama, og þau eru þar vegna þess að umferðin á gatnamótunum er mikil, samt sjá menn etokd á- stæðu tSl að hægja á bifreið- inni í táma og lenda aftan á nœsta bil fyrdr framan. Svona tií'litsleysi á sök á mörgum á- rekstrum og siysum í umferð- inni. Það er greinilegt á ummælum þessara reyndu manna að mikils átatos er þörf í umferðamáilum óklkar og þegar þróunin verður S slik sem hún heffur orðið á ] þesisu ári, þá þolir það eniga | bið að hefjast handa- —- S.dór. Góðir samningar við Sovét 1 gær voru undirritaftir vift- skiptasamningar milli islands og Sovétrikjanna og „gerir samningurinn ráð fyrir all- verulegri aukningu viðskipta milli landanna. Sérstaklega er um aft ræfta mikla aukningu á útflutningi íslenzlcra iftnað- arvara, svo sem niftursuðu- vörum, prjónuðum ullarvör- um og ullarteppum. í þcss- um vöruflokkum er yfirleitt um að ræða tvöföldun frá því sem verið hefur. Ennfremur hefur í fyrsta skipti fcngizt kvóti fyrir málningu. Þá hafa Sovétrikin gefið vilyrði fyrir því að kaupa á þessu ári til viftbótar því, sem áður hefur verift samið um fryst fisk- flök og niðursuftuvörur fyrir samtals tæplega 200 miljónir króna”. Þá segir ennfremur í fréttatilkynningunni frá utanríkisráðuneytinu: Hin 23. október sl. fór til Moskvu samninganefnd undir forystu Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneytisstjóra í viðslkipta- ráðuneytinu, til þess að semja um nýtt viðskiptasamikomu- lag til langs tíma milli ís- lands og Sovétríkjanna, en slíkir samningiar hafa verið gerðir síðan 1963. Viðræður hótost 25. október við sov- ézka samninganefnd undir forystu A. N. Manzhulo, að- stoðar utanríikisviðskiptaráð- herra Sovétríkjanna og hafa síðan staðið. í dag undirrituðu Lúðvílc Jósepsson, viðskiptaréðherra, og N. S. Patolichev, utanrík- isviðskiptaráðherra Sovét- ríkjanina, nýtt samkomulag um viðskipti milli Islands og Sovétríkjanna, sem gildir fyr- ir tímabilið 1. janúar 1972 til 31. desember 1974. Viðskipti landanna verða sem hingað til á jafnkeypisgrundvelli með tilheyrandi árlegum vörulist- um á báða bóga. Vörur þær, sem gert er ráð fyrir sölu á til Sovétrífcjanna árlega á samningstímaþilimu eru: Hraðfryst fistofflök 12.000—15.000 tonn Heiilfrystor fiskur 4.000—6.000 tonn Saltsíld 2.000 tonn Niðursoðinn og niðurlagður fiskur 100—150 milj. kr. Fiskimjöl 5.000 tonn Prjónaðar ullarvörur 100—150 milj. kr. Ullarteppi 60—80 milj. kr. Máilniing og lökk 1.000 tonn Ýmsar vörur 25 milj. kr. Hins vegar er gert ráð fyr- ir, að Sovétríkin selji aðal- lega til íslands eftirtaldar vörutegundir: Benzín, brennsluolíur, timb- ur, valsaðar járn- og stál- vörur, bifreiðar, vélar verk- færi, áhöld og tæki, gler og hjólbarða. 450 þús atvnnu- lausir í Frakkl. PARlS 2/11 Efnahagsleg stöðn- un í Vestur-Evrópu hefur nú leitt til þess aft atvinnuleysi í Frakk- landi hefur aukizt um 25%. Bift- raftir fyrir utan tryggingai- og ráftningaskrifstofur lengjast meft hverjum degi. 1 byrjun nóvember voru 340 þúsimd manns taádir atvinnulausir í opinberum skýrsl- um, en verkalýðsfél'ÖE segja að raunhæfara sé að tala um 450 þúsund atvinnuleysingja. Atvinnuileysid er mikið forsiðu- efni í frönskum blöðuom. Hér við bætisit að eiitt helzta stáliðjuver Frakikai, Wendel-Sidelorn hefur ákveðið að segja upp 12000 verkamönnum í Lorraine og leggja niður verksmiðjur sínar þar. Verkalýðsfélög í iðnaðarhér- uðunum í austurhluta landsins halda nú daglega uppi mótmæla- toindum og krötogöngum. Um helgina var svo tilkynnt að senm kæmi ad því að „hagraeðingar“ hefðu í för með sér Uppsagnir í vefnaðariðinaðinum í Alsace og Vosges. Kommúnistar og sósíalistar gera harða hríð að Pompidou forseta fyrir ástand þetta, en þeir hafá gert baráttu fyrir tallri at- viininu að einu helzta máli sínu í sambandi við þær lcosningar sem fram eiga að fiara í landinu á næsita árL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.