Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. nóvember 1972 Nýlega kom Bernhöfts- máliðtil umræðu á alþingi . Þá lýsti forsætisráðherra því yfir að sannarlega væri engin prýði að Bernhöfts- torfunni — þessum húsum, einsog hann komst að orði. Þessi yfirlýsing forsætis- ráðherra hefurvakið mikla athygli — og miklar deilur manna á meðal. Þess vegna telur Þjóðviljinn rétt að birta hér í heild grein eftir Karsten Rönnow um Bern höf tstorf una, en greinin birtist fyrst í nýjasta hefti Samvinn- unnar. Hefur ritstjóri þess biaðs veitt Þjóðviljanum góðfúslega heimild til að endurprenta greinina. Á undan greininni sjálfri er birtur inngangur ritstjóra Samvinnunnar. Karsten Ilönnow er danskur arkitekt, sem starfaft hefur á veg- um Þjóöminjasafns islands, m.a. isambandi vift endurbyggingu og viftgerö Sívertsenshúss i Hafnar- firði. Ilann er sérfræöingur i endur- byggingu gamalla húsa og varft- vei/lu byggingarsögulegra minja og hefur unnift mikift aft þeim uiálum, m.a. i (irænlandi og á Kæreyjum utan Danmerkur, og nýtur mikils álits sökum reynslu sinnar og þckkingar. Siðastliðift sumar var hann hér á l'crð með konu sinni til að fylgjast með framkvæmdum á Sivertsenshúsi og gafst þá tæki- færi til að skoða húsin á Bernhöftstorfunni svoncfndu i Keykjavik. Hann varð mjög hrifinn af þeim og fékk mikinn á- liuga á varðvei/.lu þeirra og þeim umræðum, sem fram fara um þessi hús: einnig kynnti hann sér tilliigur þær. sem fram komu i al- mennri samkeppni á vegum Arki- tektafélags tslands fyrir u.þ.b. ári. Þegar heini kom samdi hann álitsgerð þá, sem hér fer á eftir i þýðingu, þar sem m.a. er fjailað hlutlaust og hófsamlega um hvert hús fyrir sig, gcrð þcss og ásig- komulag. Ahugafólki um varð- veizlu Torfunnar þykir nokkur fengur að þcssari álitsgerð, þó lausleg sé, þvi nokkur óvissa virðist liafa verið manna á meðal um, hvort til væri heil spýta i húsunum eða ekki. Með þeirri hröðu bæjarþróun , sem orðið hefur i Heykjavik, hefur gerzt geysileg breyting á miðbæjarsvæðinu. Það svæði sem var öll Reykjavik um aldamót er nú aðeins litill hluti af nútima stórborg. Hér hefur gerzt hið sama og annars staðar: Lágu upprunalegu húsin vikja fyrir nýjum og stærri húsum með atvinnuhúsnæði, opinberum skrifstofum, einkaskrifstofum og stofnunum, i stað ibúðarhúsnæðis. A seinni árum hafa menn viða gert sér ljóst, að bæirnir eru að glata sérkennum sinum, sem eru svo nátengd fyrri byggingarhátt- um, að nú eigi sér stað töluverðar umræður um húsin við Lækjar- götu. Þau eru eina samstæða húsahverfið sem enn er til frá fyrri hluta 19. aldar, og ég er sannfærður um að þessi hús ætti að friðlýsa. Friðlýsingin ætti ekki aðeins að ná til gamla fanga- hússins (Stjórnarráðshússins) og Menntaskólans, heldur einnig Bankastræti 2 og Bakaríið. Myndin frá því um aidamótin húsanna á milli þeirra, að undan- tekinni ferðaskrifstofunni (Gimli). Húsin milli Banka- strætis og Atmannsstigs gera nefnilega samhengi i alla húsa- röðina, og hin tiltölulega litlu hús eru i æskilegu hlutfalli við bæði Mennlaskólann og Stjórnarráðs- húsið. Hverfisheildin færi alveg forgörðum, ef húsin milli Banka- strætis og Amtmannsstigs hyrfu. ()g kæmi stór bygging á Bernhöftstorfuna, mundi Menntaskólinn, sem nú sómir sér sem glæsileg bygging, alveg missa reisn sina. Á grundvelli þeirrar reynslu, sem ég hef af daglegu starfi minu við friðun og varöveizlu menningarsögulegra húsahverfa, fullyrði ég, að öll húsaröðin frá Stjórnarráðshúsinu til tþöku myndar geðþekka heild, sem er óumdeilanlega mikilsverð frá byggingarlegu og byggingar- sögulegu sjónarmiði. Þá vaknar sú spurning, hvort svo mikið sé bitastætt i þessum húsum að hægt sé að gera við þau og varðveita þau. Niðurstaðan af þeirri athugun, sem ég gerði, varð sú, að húsin, séu i furðu góðu ásigkomulagi. j Þau eru vanræksluleg á að sjá I með borðum negldum fyrir-j glugga og miklu drasli þeim’l megin sem út i portið snýr. Við fyrstu sýn kann manni að finnast húsin niðurnidd, en þessi tii- finning hverfur þegar inn er komið og maður skoðar innviðina og byggingargerðina. Þetta á við öll húsin sem fram snúa, en bakhúsin við Skólastræti eru yfirieitt i lélegra ásigkomu- lagi. Stóra þverbyggingin við Bakariið er i megindráttum i góðu standi, og þar er aðeins skemmd i þvi horninu, sem veit að Skólastræti, af þvi að þar hefur ekki verið variö fyrir ieka. Ég skal nú vikja að hverju húsi fyrir sig: Bankastræti 2 Húsið er byggt sem timburklætt , Ændingsverkshús. Það ris á lág- I um sökkli Lækjargötumegin, en •sa8"’aftan er enginn sökkull sýni- !légur. Sennilega er þetta af þvi að hækkað hefur kringum húsið með timanum. Vegna hækkunarinnar hafa komið fram nokkrar skemmdir i fótstykkjum port- megin. Við báða gafla hafa seinna verið reistar viðbyggingar, og reykháfarnir við gaflana eru eirtnig siðari viðbót. Að innan er húsið framúrskarandi vel varðveitt. Mjög fáar breytingar hafa verið gerðar. Gamli reykháfurinn með opna eldstæðinu hefur verið rifinn, en augljóst er, hvar hann hefur verið. Dyr hafa verið Ji Amtmannsstigur I fremst á myndinni. Báðar myndirnar tók Sigfús Eymundsson. gerðar i gaflinn i sambandi við áðurnefndar viðbyggingar. - Upprunalegu hurðirnar og allar loftþiljur eru varðveittar. Stiginn upp á loftið og skáparnir á mið- ganginum eru eins og i upphafi. Sömuleiðis innréttingin á loftinu i stórum dráttum. Innrétting hússins er sérstak- lega áhugaverð, enda samsvarar hún nákvæmlega innréttingu hússins i Hafnarfirði, Sivertsens- húss. Það er sennilegt að bæði húsið i Hafnarfirði og Bankastræti 2 séu búin til á timburverkstæði i Kaupmannahöfn en þá hlýtur að vera um að ræða sérstaka islenzka gerð að þvi er grunn- mynd varðar, sem hvorki þekkist i Danmörku né á Grænlandi. Litla húsið úr Pósthússtræti, sem nú er i Árbæ, er i meginatrið- um eins innréttað, og það hús vil ég álita að sé smiðað heima á Islandi. Þegar gert yrði við húsið, ætti áð fjarlægja viðbyggingarnar við gaflana, svo og reykháfana, svo að húsið fái aftur sina uppruna- legu mynd. Hvorki að utan né innan eru nein vandamál i sam- bandi við viðgerð, þar sem við þekkjum mætavel allt, sem lýtur að byggingarmáta og innréttingu húsa eins og þessa. Bakariið Þetta hús er tveggja hæða timburklætt bindingsverkshús. Þó er sá þriðjungur hússins sem' snýr að ferðaskrifstofunni senni- lega aiveg uppmúraður. 1 þessum hluta hússins hefur verið eitt opið herbergi upp gegn- um tvær hæðir. Þar hefur bakaraofninn sennilega verið uppbyggður, en hann hefur ekki varðveitzt. Langhliðin að Lækjargötu er i góðu lagi. Portmegin kunna að vera nokkrar skemmdir i fót- stykkjum, af þvi að jarðvegur hefur hækkað nokkuð bak við þetta hús. Hugsanlegar skemmdir geta þó varla verið stórkostlegar, úr þvi að þær láta ekki meira á sér bera. Fimmtudagur 23. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 9 Danskur sérfræðingur í endurbyggingu gamalla húsa segir álit sitt Það er mjög auðvelt að gera við þetta hús vegna þess hve einfalt það er að allri gerð og innréttingu. Smávegis vandamál geta þó hugsazt i þeim hluta hússins sem múraður er, þvi þar hefur verið brotið gegnum múrinn á nokkrum stöðum. Amtmannsstigur 1 Hús þetta er eins og hin timbur- klætt bindingsverkshús. Lárétt borð mynda nú ytra byrði hússins, en á norðurgafli má sjá lóðrétta listaklæðingu, og hlýtur hún að vera eldri. Ýmislegt getur bent til þess, að kvistarnir á miðju húsinu séu viðbót seinni tima, og eru til heimildir fyrir þvi, skilst mér. Af heimildum á einnig að sjást, að tvö nyrztu fögin séu seinni viðbygging, en ég leyfi mér að efast um þetta atriði. Nánari rannsókn getur skorið úr um það. Húsið hefur tekið ýmsum breytingum hið innra, og grunn- mynd þess er i ýmsu frábrugðin Bankastræti 2. Hvort hús þessi hafi frá upphafi verið með sama snið.i, gat ég ekki gert mér ljóst i svipinn. Loft- og veggþiljur eru frá seinni hluta nitjándu aldar. Þverbyggingin til austurs port- megin, geri ég ráð fyrir að sé seinni tima verk. Frá tæknilegu sjónarmiði og hvað snertir burðargrind er húsið i góðu lagi: en hér hefur jarð- vegurinn einnig hækkað port- megin, og er þvi hætt við skemmdum á fótstykkjum þar. t stórum dráttum ætti viðgerð ekki að vera vandkvæðum bundin. Sama erað segja um hina sérkennilegu turnbyggingu við suðurgafl hússins, en ég er þó ekki viss um, að varðveita bæri turninn við hugsanlega endur- nýjun hússins : ég hef þó enn ekki tekið endanlega afstöðu til þess. Litlu húsin, sem Iiggja að Skólastræti, væri skemmtilegast að geta varðveitt öll. Hins vegar eru þau öll fremur illa farin, og ég álit varla raunhæft að reyna varðveizlu þeirra. En það er mikilvægt, að það sem byggt verður i staðinn, verði byggt með sama móti: mjór, fremur lágreistur húsastokkur, sem ekki sker sig úr heildarsvip framhúsanna á torfunni. I nokkrum af samkeppnis-. tillögunum var gert ráð fyrir fremur stórri byggingu i stað bakhúsanna (t.d.hóteli), en það álit ég mjög óheppilegt. Við það mundi húsaröðin meðfram Lækjargötu missa samhengið við byggðina aftan við, en þar eru enn nokkur hús, sem frá fyrsta fari hafa verið mjög snotur og gætu orðið það aftur, ef rétt væri á haldið við endurnýjun, t.d. húsið Skólastræti 5. Þvi hefur oft verið haldið fram i umræðum um gömul hús, og einkum þar sem rætt er um varð- veizlu eða niðurrif, að húsin séu svo illa leikin, að ekki sé til neins að varðveita þau, og þau rök hafa sjált'sagt einnig verið sett fram i umræðum um Bernhöftstorfuna. Það hlýtur þvi að vera mjög mikilvægt að geta fengið fyrir þvi vissu, að enda þótt húsin liti reyndar illa út, séu þau engu að siður tiltölulega heil og sterk, og sérstaklega hafi Bankastræti 2 varðveitzt mjög vel, og ennfrem- ur að húsin að lokinni endurnýjun geti fengið sama fallega svipinn og Menntaskólinn og Stjórnarráð- ið. Það er reynsla min, að margir, sem hafa verið andsnúnir varð- veizlu gamalla húsa, gleðjast engu að siður yfir árangrinum, þegar endurnýjun hefur farið fram — en flestum veitist erfitt að gera sér i hugarlund endanlegt útlit, meðan aðeins eru fyrir augum gömul og vanhirt hús, og kannski engin dæmi nærtæk um velheppnaða endurnýjun, sem hægt væri að benda á. ALÞJÓÐAJUDOKEPPM í Iþróttahöllinni Laugardal í kvöld Judomenn úr landsliði og Olympiuliði Tékkóslóvakiu, og brezki keppandinn á Olympiuleikunum 1972, Eddy Mullen frá Skotlandi, keppa ásamt flestum reyndustu judomönnum íslands. Keppnin hefst kl. 8.30. JUDOFÉLAG REYKJAVÍKUR Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast á hinar ýmsu deildir Borgarspitalans. Upplýsingar gefur forstöðukonan i sima 81200. Reykjavik, 21. 11. 1972. BORGARSPÍTALINN FASTEIGNASKIPTI Vil skipta á stórri 3-4ra herbergja sérhæð i Hafnarfirði og einbýlishúsi i Reykjavik eða nágrenni. Svar sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 28. nóv. Merkt: Fasteigna- skipti 17503. Nú um nokkurt skeið hefur Knútur Skeggjason hjá Rikisútvarpinu unnið að þvi að koma plötu- og segulbandasafni hljóðvarpsins, sem hefur að geyma raddir kunnra manna, i viðunandi horf. Mikið hefur vantað á að þessi mál væru i lagi hjá hljóðvarpinu að þvi er Knútur sagði okkur i gær og hafa raddir, til að mynda upplestur á sögum eða er- indum, margra manna glatazt vegna þess að ekki var hirt um að koma upp raddasafni hjá hljóðvarp- inu. Knútur Skeggjason i segulbandasafni útvarpsins. — Mynd AK Ekkert raddasafn er til hjá hljóðvarpin u k En raddir margra kunnra manna hafa geymzt ef erindin sem þeir fluttu þóttu góð — Það fer ekki á milli mála, að það hefur verið mjög mikil óregla á þessum málum hér hjá hljóð- varpinu i gegnum árin, sagði Knútur þegar við ræddum við hann. Það hefur ekkert verið hug- að að þvi að haida böndum og plötum saman og ég hef verið að vinna að þvi að koma þessu saman og skrásetja það, sagði Knútur. Hann sagði ennfremur að þótt hann skrásetti það sem til væri, þá væri mjög mikil vinna að yfirfara allt safnið og koma þvi i viðunandi horf. Knútur taldi að eitthvað væri til af plötum eða segulböndum með röddum þeirra manna sem hægt væri i gegnum árin að kalla kunna hljóðvarpsmenn. En hins vegar væri það mismikið. En mjög mörg erindi, eða upplestur á sögum, væru ekki til og mætti nefna i þvi sambandi lestur Einar ól. Sveinssonar á Njálu. Þá hefði ekki mikið áf sögulestri Helga Hjörvars verið tekið upp, þvi hann las oftast beint i hljóðvarpið, og sama væri aðsegja um lestur Stefans Jónssonar á Sögunni hans Hjalta litla, sá lestur væri ekki til; og svona mætti lengi telja. En raddir þessara manna eru þó til. Þá sagði Knútur að þegar gerð- ar hafi verið hátiðardagskrar hefðu verið grafnar upp upptökur með röddum ýmsra frægra manna og mætti þar nefna rödd Árna Pálssonar prófessors, Kjar- vals og Einars Kvarans. Þessar upptökur eru til á plötum, sem voru fyrsta upptökutækni út- varpsins. Það mun hafa verið 1936 til 1937, sem byrjað var að taka uppá plötur hjá útvarpinu, og er nokkuð af upptökum frá þeim tima. Siðan kemur svo stálþráð- urinn eftir 1940 og ekkert frá tima hans er til. Þó eru til nokkrir þræðir, en stálþráðurinn var alltaf ólán.Upptökur voru slæmar og tækin með þeim ósköpum gerð, að ekki var hægt að nota þráð úr einu tæki i annað og hljóðvarpið á engin tæki til að spila þá þræði sem til eru. Það er svo ekki fyrr en sumarið 1950 að farið er að taka uppá segulband og má segja.að það sé alger eyða milli 1945 og 1950. Frá þeim lima er ekkert til af þvi sem flutt var I hljóðvarpið. Eins var aldrei hugsað um að koma upp raddasafni eftir að segulbandið kom, þannig að ekkert slikt er til hjá hljóðvarpinu. Hins vegar voru sum erindi geymd ef þau þóttu góð og það er það eina sem til er frá árunum 1950 til 1960. Eftir það var aðeins farið að huga að þessu, en þó hvergi nærri nógu vel til að hægt væri að kalla það raddasafn. Eins var það, að fyrstu árin sem segulbandið var notað, var bandið notað aftur og aftur, þannig að tekið var ofani það sem fyrir var á bandinu. Þetta hefur minnkað mikið seinni tið. En þótt meira sé nú geyml af segulböndum en áður, þá er alls ekki hægt að tala um raddasafn og enn er fyrst og fremst litið á hvort efnið er gott eða ekki þegar ákvörðun er tekin um að geyma bönd. Þó er reynt ef það er kunnur maður sem les upp að geyma segulbandið og eins ef rithöfundar eða skáld lesa verk sin i hljóðvarpið. Að lokum má einnig geta um þann leiða misskilning sem rikti hjá hljóðvarpinu. Ef maður I talaði oft i hljóðvarpið var gjarnan sagt ,,Þetta er allt i lagi hann er alltaf hér hvort sem er, það þarf ekkert að geyma rödd hans.” Svo féll maðurinn kannski frá og ekkert var til. Þessa eru j dæmi. En nú er sem sagt verið að I vinna að þvi að koma þessu i lag og ef til vill verður það til þess að upp verður komið raddasafni hjá j hljóðvarpinu. S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.