Þjóðviljinn - 12.11.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.11.1974, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 ÞINGAÐ UM INNIHALD MATVÆLA Ekkert eftirlit með fisk- meti á innanlandsmarkaði Nú stendur yfir ráð- stefna um matvælaeftir- lit á fslandi. Ráðstefnan hófst í gærmorgun og henni lýkur síðdegis í dag. Fjöldi manna heldur erindi á ráðstefnunni, og ráðstefnugestir eru lík- lega hátt í 100 talsins. Fyrirlestrar fjalla m.a. um fræöslu á sviði matvæla- og næringarfræði i islenskum skól- um, matvælarannsóknir sem efnafræðistofa Raunvisinda- stofnunar stendur fyrir, og fjall- aði Jón Ottar Ragnarsson, lektor um það efni i gær. t erindi Jóns Ottars kom m.a. fram, að enginn framleiðandi kjötiðnaöarvara á tslandi, nema SIS, gefur upplýsingar um innihald kjötvara frá sér. Dr. Björn Dagbjartsson, for- stjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins hélt i gær erindi um efnarannsóknir á fiski og fiskafurðum, og kom fram hjá honum, að ekkert gæðaeftirlit fer fram á þeim fiski sem seldur er til neyslu innanlands. Fiskur sem seldur er úr landi er undir eftirliti, enda er þess krafist af þeim erlendu aðilum sem kaupa hér fisk og fiskafurðir. Hinsveg- ar er ekki fylgst með þvi hvern- ig sá fiskur er, sem innanlands er seldur. „Það hefur ekki þótt ástæða til aö rannsaka soðning- una.” sagði Björn Dagbjarts- son, en hann benti jafnframt á, að saltfiskur og freðfiskur, sem seldur er á innlendum markaði, er tekinn af þvi magni, sem skoðað er með ti^liti til útflutn- ings. Eftirlit með niðursuðuvörum 1 dag eru á dagskrá ráðstefn- unnar m.a. erindi Olav Chr. Sundsvold frá Stavanger, og ræðir hann um rannsóknir og eftirlit með niðursuðuvörum. Pétur Sigurjónsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar iðnaðar- ins fjallar um efnarannsóknir á matvælum, Almar Grimsson um lyfjaeftirlit hér á landi, Þór- hallur Halldórsson um eftirlit með matvælum og hreinlæti i matvælaverksmiðjum i Reykja- vik og Baldur Johnsen, for- stöðumaður Heilbrigðiseftirlits rikisins ræðir um skipulagningu matvælaeftirlits á Islandi. —GG Annir hjá Landhelgisgœslunni Nokkur umsvif voru við land- heigisgæslu við ströndina nú um helgina. Var einn Islenskur fiski- bátur tekinn að ólöglegum veið- um innan landhelginnar: klippt aftan úr einum v-þýskum land- helgisbrjót og nokkrir reknir út fyrir 50 milnamörkin. Klukkan 12:30 á laugardaginn stóð flugvél landhelgisgæslunnar togbátinn Blátind SK-88 að ólög- Banaslys á Reykjanes- braut Um ellefuleytið á laugar- dagskvöldið varð banaslys á Reykjanesbraut rétt við af- leggjarann til Innri-Njarövík- ur. Lét þar lifið Haraldur Sæ- mundsson, 45 ára að aldri, frá Kletti, Gufudalssveit i Barða- strandasýslu. Slysið varð með þeim hætti að Haraldur ók bil sinum suð- ur Reykjanesbrautina. Mikil hálka var á veginum og er hann mætti jeppabifreiö skipti engum togum að bilarnir rák- ust saman. Bill Haralds hent- ist út af veginum þar sem kviknaði ihonum. Hurð bilsins festist og komst hann þvi ekki út. Farþegi i jeppabifreiðinni skarst nokkuð i andliti og ökumaður hennar brenndist litillega er hann reyndi að bjarga Haraldi út úr bilnum. Bilarnir eru báðir taldir gjör- ónýtir. Að sögn Keflavikurlögregl- unnar var mikil hálka á Reykjanesbrautinni á laugar- dag og fram á sunnudag en hana hafði tekið upp að mestu Igær. —Þi: legum dragnótarveiðum suöur af Drangey, um tvær sjómilur innan leyfilegra marka. Málið var strax tekið fyrir á Sauðárkróki, og ját- aði skipstjórinn brot sitt. Á laugardaginn kvartaði mb. Pétur Jónsson KO-50 undan þvi að þýski togarinn BX-737, Mellum, hefði togað yfir og skemmt fyrir sér netatrossur skammt frá Eld- eyjarboða. Veiöarfæri bátsins voru ekki merkt meö ljósum. Aðrir v-þýskir togarar voru einn- ig i grennd við Pétur Jónsson. Rétt eftir miönætti laugardags- ins kom varðskipið að togaranum BX-680, Dusseldorf um 20 sjómil- ur fyrir innan fiskveiðimörkin hjá Eldeyjarboða og skar vörpuna aftan úr honum, og rak annan v- þýskan landhelgisbrjót, sem þar var að veiðum skammt frá, út fyrir mörkin. A mánudagsmorguninn rak varöskip fjóra v-þýska veiðiþjófa út fyrir 50 mllurnar, og tvo að- faranótt mánudagsins. Þessi skip voru á Eldeyjarsvæðinu og út af Selvognum. Um miðjan dag I gær var einn togari fyrir innan mörk- in á þessu svæöi, og hélt varðskip i átt til hans. 9-10 togarar voru þá að veiðum utan markanna á þess- um sömu slóðum. —úþ Ungir Breiðhyltingar tefla skák i nýju félagsmiðstöð sinni — Fellahelli. FELLAHELLIR Félagsmiðstöð formlega opnuð í Breiðholti III A laugardaginn var Fellahellir, félagsmiðstöð i kjallara Fella- skóla i Breiðholti III, opnaður formlega af borgarstjóra aö við- stöddum allmörgum gestum. Fellahellir hefur þó verið i notkun að hluta til um nokkurt skeið. Fellahellir er 1060fermetrar að gólfflatarmáli. Hellirinn er hann- aður af Arkitektastofunni sf. Vegna gluggaleysis, sem er al- gjört I hellinum, er mikil áhersla lögð á loftræstikerfi hans. Fellahellir skiptist i þrjár ein- ingar, og skiptast þær I starfs- svæði. Þar skal nefna leikjasal, sem ætlaður er til Iþrótta og leikja ýmis konar. Samkomurými er miðsvæðis i hellinum, svo og kaffiteria. I samkomusalnum verður aðstaða til skemmtana- halds, fundahalda og til kvik- myndasýninga. t þriðju einingu hellisins er gert ráð fyrir föndur- rými og aðstöðu til handiöa. Þar verður einnig aðstaða fyrir fundahöld smáhópa, svo sem stjórna félaga. Salir Fellahellis eru skreyttir, og sáu unglingar i hverfinu um skreytinguna undir leiðsögn Ingi- bergs Magnússonar. Þegar ákveðið var nafn á fé- lagsmiðstöö þessa, var farin sú leið að efna til samkeppni um nafnið með nemendum Fella- skóla. Flestar uppástungur komu um Fellahelli, og varð það fyrir valinu. Til þess að finna vinnings- hafa aö nafngiftinni var dregið úr þeim uppástungum ,sem bárust um nafnið, og fékk viðurkenningu þar fyrir einn nemandi Fella- skóla. Finnur Kristjánsson. Var honum afhent viðurkenningin á laugardag, bókargjöf. Forstöðumaður Fellahellis er ValurSteinar Þórarinsson. Fella- hellir verður opinn virka daga frá klukkan 13:30 til kl. 23:00, laugar- daga frá klukkan 13:00—19:00. Við opnunina töluðu, auk borgarstjóra, Davið Oddsson, borgarfulltrúi, Hinrik Bjarnason, framkvæmdastjóri og Bergþóra Sæmundsdóttir, formaöur Fram- farafélags Breiðholts III. —úþ Fannst látinn eftir ryskingar Tvitugur piltur, Benedikt Jóns- son frá Stóru-Avik I Árneshreppi á Ströndum, lést aðfaranótt föstu- dagsins eftir átök sem urðu utan viö skemmtistaðinn Þórskaffi hér i borg. Ekki er vitað hvað olli dauða hans en litlir sem engir á- verkar fundust á likinu. Benedikt hafði verið að skemmta sér á Röðli sem er á næstu götu og eftir aö balli lauk þar gekk hann ásamt félaga sin- um niður aö Þórskaffi. Þar lentu þeir i slagsmálum en litið er vitað um tildrög og gang þeirra. Þegar ryskingunum lauk fannst Benedikt meðvitundarlaus vestan við tröppur hússins. Var strax Benedikt Jónsson. náð i sjúkrabil en pilturinn var látinn er á slysavarðstofuna var komið. Lögreglan handtók þrjá pilta sem þátt höföu tekiö i slagsmál- unum. Tveimur þeirra var sleppt strax á laugardagsmorguninn en sá þriðji var úrskuröaöur I 20 daga gæsluvarðhald. Mun hann hafa játað að hafa slegist við Benedikt. Lögreglan hefur yfir- heyrt fjölda manns vegna þessa máls en linur höfðu ekki skýrst neitt að ráði er við ræddum við Eggert Bjarnason lögreglumann i gær en hann hefur rannsókn málsins meö höndum. Þá var hann aö hefja yfirheyrslur yfir kunningja Benedikts, þeim sem var i för með honum. Réttarkrufning hefur enn ekki farið fram og er þvi ekki vitað hver dánarorsökin var. —ÞH Togbátur tekinn og skorið aftanúr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.