Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Þjóðviljinn - 22.11.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.11.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 ÓTTAR PROPPÉ: KONUR ERU MENN Ekki má einangra málefni kvenna frá öörum þáttum mannlegs samfélags Skammt er um liöið siðan flcstar knnur á islandi tóku sór fri frá vinnu einn dag til að minna á, að það munar um kvenfólk og þess vegna beri þvi sami réttur og sömu laun og karlar hafa. Gifurlegur fjöldi kvenna, jafnt af háum stigum sem lágum, kom sam- an á funduin þar sem rætt var um stöðu kvcnna. í framhaldi af þeim umræðum kem ég hér ineð á framfæri eftirfarandi hugleiðingum minum um þá þætti samfclagsins er mcstu ráða um félagslcga stöðu manna, bæðikarla og kvenna. fcg vil taka það fram að þessir púnktar cru ekki festir á blað vegna þess að þeir séu svo frumlegir — alll, sem hér ernefnt, hcfur verið margsagt áður — heldur vegna þess að konur hafa óskað eftir um- ræðu og ég hcld að nauð- synlegt sé að scm flestir skoði málin frá þeim sjónarhóli sem hér er lýst. Konur gegn körlum I umræðum manna á meðal hef ig þóst verða var við þá skoðun, ið islendingar og reyndar allt mannkynið skiptist i tvær önd- verðar fylkingar. Annars vegar standi allir karlmenn sameinaðir við að kúga kvenfólk, en hins veg- ar séu allir kvenmenn, jafnt pökkunarstúlkur i frystihúsum sem reykviskar heildsalafrúr, ió- rofa fylkingu sem ákveðin er i að varpa af sér oki kúgaranna. Ég tel þessa skoðun bæði ranga og hættulega. Sérstaklega er hún hættuleg allri réttindabaráttu kvenna. Og það er vissulega illa farið, ef vopn kvenréttindafólks slævast, þvi að þá dregst sigurinn •á langinn. Litlar tekjur kvenna Á undanförnum árum hefur svo oft verið bent á dæmi um kúgun kvenna, að ekki ætti að vera þörf á að gera það hér. Ég geng út frá þvi sem gefnu að allir hugsandi menn viðurkenni að féiagsleg staða konunnar sé önnur og lakari en staða karla. Samfélagið mark- ar heimavinnandi konum mjög þröngan bás og þær konur, sem selja vinnusina á frjálsum mark- aði, eru sjaldnast taldar jafngild- ar körlum. Það er tiltölulega stutt siðan sérstakur kauptaxti fyrir kven- menn var lagður fyrir róða og samþykkt var að konur og karlar skyldu hafa sama kaup fyrir sömu vinnu. En þvi fer þó viðs fjarri að meðaltekjur karla og kvenna séu þær sömu. Lang- stærstur hluti kvenna vinnur lág- launastörf og þeim gengur mun verr en körlum að „vinna sig upp”. Bent hefur verið á konur i frystihúsum sem vinna sömu störf og karlar, en fá samt lægri laun en þeir. Þekktasta dæmið um slika mis- munun er þó liklega launakjör skrifstofufólks. Miðað við kven- fólk gengur karlmönnum ótrú- lega vel að hækka i tign, verða fulltrúar eða skrifstofustjórar og lenda i tiltölulega háum launa- flokki. Það flökrar tæpast að þeim að ráða sig i lægstlaunuðu stöðurnar og þvi eru þær nær ein- göngu skipaðar kvenfólki. ,,Nauðsyn” en ekki fúlmennska Margir virðast álita að þessi mismunun stafi af einberum skepnuskap karlmanna og tala jafnvel um fúlmennsku þeirra at- vinnurekenda sem auglýsa eftir mönnum eða jafnvel karlmönn- um.Hér er um grundvallarmis- skilning að ræða, og ef hann er ekki leiðréttur, er hætta á að bar- áttan fyrir jafnrétti kynjanna lendi á villigötum. Þessi misskilningur stafar af þvi, að menn halda að fyrirtæki séu fyrst og fremst rekin til að veita fólki atvinnu. Ef svo væri, mætti vissulega telja það illa gert af eigendum þeirra að vilja siður veita konum vinnu en körlum. En islensk fyrirtæki eru ekki frekar en fyrirtæki i öðrum hlutum hins kapitaliska heims rekin til þess að veita fólki vinnu, heldur til þess að skila arði. Atvinnurek- endur kaupa vinnuafl til þess að græða. Ef atvinnurekandi þy kist græða meira á þvi að kaupa vinnuafl af karlmanni heldur en af kven- manni, hefur hann fyllsta rétt til að neita konum um vinnu sam- kvæmt þeim siðalögmálum sem almennt gilda i viðskiptalifinu. Þess er ekki krafist, að atvinnu- rekendur deili gróðanum með al- menningi — þeim er þvert á móti oft sleppt við allar skattgreiðslur. Það þjóðfélag, sem telur að fyrir- tæki séu þvi aðeins vel rekin að þau skili arði, getur ekki heimtað að forráðamenn þeirra ráði konur i þau störf sem þeir telja að skili meiri gróða séu þau skipuð karl- mönnum. Annaðhvort er há- marksgróðinn leiðarljósið eða ekki. Aftur á móti mætti reyna að sýna fram á að fyrirtæki græði jafnmikið á vinnuafli kvenna og karla. En ég held að aldrei verði unnt að sannfæra atvinnurekend- ur um það, einfaldlega vegna þess að það er rangt, að minnsta kosti hvað við kemur svokölluð- um „ábyrgðarstöðum”. Liffræðilegt hlutverk kvenna Margir atvinnurekendur segja sem svo: „Kvenmenn eru ekki siðurduglegir, iðnir ogsamvisku- samir en karlmenn. i mörgum til- fellum eru konur betra vinnuafl en karlar. En þvi miður er aldrei á þær að treysta. Við ráðum ef til vill stúlku sem er fyrirmyndar- starfskraftur. Hún hækkar i tign og fyrirtækið leggur ef til vill fram umtalsverða fjármuni til að mennta hana svo að hún geti orðið yfirmaður. En hvað gerist svo? HUn hittir einhvern strák, verður ólétt, giftir sig og hættir að vinna. Nei, þá viljum við heldur karl- mann sem við getum reiknað með að hafa i' mörg ár.” Það er ekki unnt að neita þvi að atvinnurekendur hafa nokkuð til sins máls. Að visu er það ekki ó- umbreytanlegt lögmál, að kona sem eignast barn verði að segja upp starfi sinu. Börnum er oft komið i gæslu og þess eru dæmi að feður gæti bús og barna á meðan mæðurnar afla heimilinu tekna. En þó að nóg væri af barnaheimilum og þó að flestum feðrum þætti sjálfsagt að taka að sér húsmóðurhlutverkið til jafns við konur, er viðbúið að margir atvinnurekendur tækju samt karla fram yfir konur. Þeir geta með rétti bent á að konur krefjast þriggja mánaða fæðing- arorlofs og að margir kvenmenn eru veikir i hvert sinn sem þeir hafa á klæðum. 1 Þjóðviljanum 24. október sl. mátti lesa viðtal við verkstjóra i Hampiðjunni. Verkstjóri þessi virðist hafa yfir mörgum konum að segja og er ómyrkur i máli um þær. Hann segir meðal annars við blaðamann: „Annars geturðu tal- að við mér eldri verkstjóra hérna i Hampiðjunni og spurt þá um álit þeirra á kvenþjóðinni sem vinnu- krafti. Þeir eru nú ekkert yfir sig hrifnir held ég. Kvarta undan slæmum mætingum, „mánaðar- frium” og öðru þess háttar.” Hver sá sem hefur einhvern minnsta snefil af réttlætiskennd sér að það er svivirða, að láta konur gjalda þess, að náttúran hefur treyst þeim fyrir mun veigameira hlutverki en körlum. Niu mánaða meðgöngutimi er vissulega þyngri raun en það stutta andartak getnaðarins, þeg- ar karlmaðurinn er viðhaldi mannkynsins ómissandi. Og lik- lega eru allir atvinnurekendur þvi sammála að mæður séu mannkyninu lifsnauðsynlegar. En fyrirtæki eru ekki rekin til þess að viðhalda mannkyninu. Og lifsnauðsynjar mannkynsins skipta ráðamenn þeirra ekki máli, nema að unnt sé að græða á þeim. Ilæturnar liggja djúpt Ef til vill ályktaf nú einhver sem svo, að i rauninni sé ekkert unnt að gera til að auka rétt kvenna, þvi að um ófyrirsjáan- lega framtið hljóti það að verða konurnar sem ganga með og fæða börnin. Þvi fer þó fjarri að hér sé lagt til að baráttan fyrir jafnrétti kynjanna sé lögð á hilluna. Aftur á móti er á það bent, að tilgangs- laust er að rexa i atvinnurekend- um og skamma þá fyrir skepnu- skapigarðkvenna.Enhvað er þá unnt að gera? t raun og veru liggur svarið við þessari spurningu i augum uppi. Rikjandi hagkerfi krefst þess að atvinnutækin skili arði. Eigendur þeirra stefna að hámarksgróða, ekki vegna þess að þeir sóu ill- menni, heldur af þvi að þeir eru neyddir til þess. Ef gróðasjónar- miðið á ekki að vera eina leiðar- ljósið, verður auðsjáanlega að gerbreyta hagkerfinu. t framhaldi af þessari niður- stöðu er rétt að rifja upp nokkrar grund vallarhugmy ndir um mannlegt samfélag: Undirstaða samfélagsins er vinnan. Þess vegna er framleiðsla og viðskipti grundvöllur sérhvers þjóðfélags- kerfis. Skipting framleiðslunnar og sú félagslega stéttaskipting, sem af henni leiðir, er undir þvi komin hvað framleitt er og hvernig framleiðslunni og við- skiptum með framleiðsluvörurn- ar er háttað. „Samkvæmt þessari skoðun er frumorsaka allra þjóðfélagslegra breytinga og byltinga á stjórnmálasviðinu að leita i breytingum á framleiðslu-og við- skiptaháttum, en ekki i huga mannsins né i auknum skilningi hans á ævarandi sanninduni og réttlæti. Orsakanna er ekki að leita innan heimspekinnar, held- ur i efnahagsaðstæðum hvers timabils. Skilningur sá, sem vaknað hefur á þvi að rikjandi þjóðskipulag sé óréttlátt og ó- skynsamiegt, að þar hafi skyn- semin breyst i vitleysu og vel- gerðir i plágu, er einungis eitt merki þess, að i kyrrþey hafi átt sér stað breytingar á viðskipta- og framleiðsluháttum, og þessar breytingar séu þess eðlis, að þjóð- skipulagið, sem miðað var við efnahagsaðstæður fyrri tima, sé ekki lengur við hæfi. En i þessu felst jafnframt, að möguleikar til að binda endi á það ófremdar- ástand, sem lýðum er ljóst, eru einungis tengdir þeim breyting- um, sem orðið hafa á framleiðslu- afstæðunum, og þeir möguleikar hljóta að vera til staðar að meira eða minna leyti. Þetta eru ekki möguleikar, sem maður finnur upp af eigin hyggju viti, heldur uppgötvar maður þá við að ihuga þær efnislegu staðreyndir, sem tiltækar eru um framleiðsl- una.'M) Að sjá skóginn fyrir trjánum Nú gætu menn haldið að hér sé boðuð sú kenning að ekki þýði að reka áróður fyrir breytingum, að þeir sem misrétti eru beiltir verði að biða þjóðfélagsbyltingarinnar þægirog rólegir. En þvi fer fjarri. Skoðanaskipti og umræður geta vissulega orðið hvati til breyt- inga. Umræðurnar sjálfar eru að visu ekki beinar orsakir félags- legra breytinga, en þær eru nauð- synlegar til að leysa úr læðingi þá krafta sem mestu ráða um þróun samfélagsins. Frumorsakir breytinga á þjóð- skipulagi eru þær breytingar sem orðið hafa og verða stöðugt á framleiðsluafstæðunum og skapa spennu i grunni samfélagsins. Sú spenna þarf ekki endilega að hafa i för með sér nýtt þjóðskipulag sem er heppilegra en hið gamla. Hún getur allt eins orsakaö sprengingu sem leiðir til algers hruns. Þvi ernauðsynlegt að til sé eitthvert félagslegt afl sem leitt getur breytinguna að farsælli niðurstöðu. En umræður og at- huganir á samfélaginu eru for- sendur þess að slikt afl verði til. En umræður geta ekki haft i för með sér annað en máttlaust káf, ef þeir sem umræðunum stýra, þeir sem reka áróður fyrir nýrri samfélagsskipan, gera sér ekki rétta mynd af rikjandi ástandi og sjá hlutina i sögulegu samhengi. Þeir verða að skilja að tilveran er öll á hreyfingu, að i henni rikir spenna sem knýr fram sifelldar breytingar. Ekki er unnt að lýsa henni með þvi að fjalla aðeins um nokkra þætti hennar án samheng- is við heildina eða að láta h já liða að athuga hverjar orsakir og af- leiðingar þeirra eru. Það ætti þvi að vera ljóst. að ekki fæst rétt mynd af samfélagi manna með þvi að einblina á það. að skipta má öllu mannkyni i tvo hópa eftir gerð kynfæra. Að visu er þetta ómótmælanleg stað- reynd, en það er ekki visl að hún óttar Proppé skipti rniklu fyri’ beildarþróun- ina. Athugun á fortið og nútið sýnir að atvinnuskipanin, félags- leg afstaða manna til framleiðsl- unnar og framleiðslutækjanna, veldur mestri spennu i samfélag- inu. Aðrir þjóðfélagsþættir eru að meira eða minna leyti háðir henni. Þess vegna þarf að athuga afstöðu fólks almennt, en ekki eingöngu karla eða eingöngu kvenna, til framleiðslutækjanra. Kona, sem selur vinnuafl sitt af þvi að hún á sjálf engin fram- leiðslutæki, hlýtur að eiga sam- stöðu með þeim karlmönnum sem draga fram lifið á sama hátt. Satt að segja getur bandalag hennar og iðnrekandafrúarinnar litlu góðu komið til leiðar. Varalið iðnaðarins Sumir virðast halda að konur og karlar eigi litla samleið i dag- legri kjarabaráttu. t þessu sam- bandi er stundum bent á, að kon- ur i fiskiðnaði eru eins konar varalið sem kallað er út. þegar nóg er að gera og bjarga þarf verðmætum frystihúseigenda frá skemmdum, en er svo rekið heim þess á milli. Vist er það stað- reynd. að eigendur frystihúsa segja yfirleitt upp hlutfallslega fleiri konum en körlum. þegar þá vantarhráefni.Enkonur eru ekki i „varaliðinu” vegna kvenlegra eiginleika sinna. Karlar hafa oft fengið að gegna þar þjónustu. Á siðustu öld var þaö býsna al- gengt. að enskar mæður og börn þeirra ynnu i verksmiðjum. en feðurnir væru atvinnulausir. Hér kom ekki til nein sérviska at- vinnurekenda, heldur einfaldlega sú staðreynd, að vinnuafl kvenna ogbarna varselt á lægra verði en vinnuafl karlmanna, og atvinnu- rekendur kaupa vinnuafl alltaf lægsta verði. Hvers vegna lægri laun? En hvers vegna hafa atvinnu- rekendur komist upp með að greiða minna fyrir vinnuafl kvenna en vinnuafl karla? Ef til vill vegna þessað konur hafa ekki verið nógu skeleggar i launabar- áttunni og ekki hefur tekist að tengja allt verkafólk, bæði konur og karla, nógu sterkum böndum. Stór hluti kvenna hefur litið á launaða vinnu sem einhvers- konar aukagetu og heimilisstörfin hafa aftrað þeim frá virkri þátt- töku i stéttabaráttunni. Það er að visu furðulegt að is- lenskar alþýðukonur skuli lita á störf utan heimilisins sem auka- getu. Formæður þeirra hafa mann fram af manni þurft að selja vinnu sina. ýmist sem vinnukonurá sveitaheimilum eða verkakonur við fiskvinnu. og enn er ekki unnt að framfleyta heimili með tekium eins einstaklings og þvi þurfa bæði feður og mæður i alþýðustétt að vinna fullan vinnudag utan heimilisins. En þessi skoðun islenskra alþýðumanna og kve.nna á eflaust að nokkru rætur i þeirri einföldu staðreynd, að rikjandi stétt þjóðfélagsins þröngvar skoðunum sinurn a sið- ferði. heimilisvenjum, stöðu kvenna o.s.frv. upp á allt þjóðfé- lagið. 1 borgarlegu þjóðfélagi er mönnum innrætt sú skoðun. að fyrirmyndarkonan sé hin borg- aralega frú sem býr manni sinum gott heimili, meðan hann atast i bissnesnum. sem hún. hamingj- unni sé lof, hefur ekki hundsvit á. , Framhald á bls. 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 266. tölublað (22.11.1975)
https://timarit.is/issue/221491

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

266. tölublað (22.11.1975)

Aðgerðir: