Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.02.1976, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 1. febrúar 107«. RAGNAR ARNALDS: Þess vegna er áfram haldið framkvæmdum við Kröflu Mannvirkjagerö vift Kröflu hef- ur mætt talsverftri gagnrýni úr ýmsum áttum nú seinustu mán- ufti. Margar þessara athuga- semda um Kröfluvirkjun hafa verið skynsamlegar og á rökum reistar, og má sem dæmi nefna grein Páls Theodórssonar, eftlis- fræftings, i Þjóftviljanum 21. janúar s.l. og opinberar yfir- lýsingar ýmissa visindamanna seinustu vikurnar. En það verftur aft segjast eins og er, aft vænn partur af þessum miklu Kröflu- skrifum cr af öörum og vcrri toga sprottinn. Jarðgufuvirkjunin við Kröflu var ákveðin 1974 i tið vinstri stjórnarinnar. Þar sem fyrirhug- uð Norðurlandsvirkjun var þá ekki orðin til (og hefur reyndar enn ekki séð dagsins ljós), en brýna nauðsyn bar til að hraða orkuframkvæmdum á Norður- landi, skipaði Magnús Kjartans- son fimm menn i svonefnda Kröflunefnd sumarið 1974 til að undirbúa og annast framkvæmd- ir, meðan virkjunaraðilinn væri i fæðingu. Virkjunin var frá upp- hafi áætluð i stærra lagi miðað við orkumarkað Norðuriands, 55 mw, skv. tillögum Orkustofnunar og ráðgert var, að hún tæki til starfa á árinu 1978. Á sama tima var ákvörðun tekin um lagningu byggðalinunnar milli Norður- og Suðurlands og átti hún að vera fullbúin á þeim vetrí, sem nu er að liða. Byggðalinan var þvi að- eins hugsuð sem bráðabirgða- lausn á orkuvandamálum norð- lendinga, enda fráleitt öryggisins vegna, að heilir landshlutar þurfi að treysta á orkuflutninga langan veg að eftir einni linu nema til bráðabirgða um nokkurra ára skeið. Hlutverk byggðalinunnar er annað, eins og siðar verður vikið að. Orkuskorturinn á Norðurlandi hefur orðið dýrkeyptur.enverð- hækkun oliunnar og stóraukin þörf á rafhitun húsa ýtti enn frek- ar á það, að framkvæmdum væri hraðað. Auk þess hefir Kröfluvirkjun haft það sér til gildis að vera fyrsta stórvirkjun jarðgufu hér á landi, en margt bendir til þess, aö jarðgufuvirkjanir verði sérlega heppilegar og hagkvæmar virkjanir i framtiðinni og nauö- synlegt fyrir islendinga aö öölast nokkra reynslu á þessu sviði sem fyrst. Frá öndveröu var ljóst, að verð orkueiningar frá Kröfiu yrði mjög lágt i samanburði við aðra virkjunarvalkosti, og enn er útlit fyrir að svo verði: Orkuverð á kwst. verður svipaö og frá Sig- öldu eða milli 1,70-1,80 kr. á nú- verandi verðlagi. Siðan undirbúningur að virkjunarframkvæmdum hófst, hafa aðstæður verulega breyst. Hönnun og bygging virkjunarinn- ar hefur gengið ótrúlega vel og miklu betur en nokkurn óraði fyr- ir. Hugsanlegt er, að virkjunin íramleiði orku þegar næsta vet- ur. Bygging byggðalinunnar dróst hins vegar á langinn vegna hiks rikisstjórnarinnar og verður hún fullbúin einu ári siöar en ætl- að var. óvist er um byggingu málmblehdiverksm iðjunnar i Hvalfirði en hún átti að fá árlega minnst 397 gwst, en það er rétt um 50% af orkuvinnslugetu Sigöldu- virkjunar. Til viðbótar kemur svo eldgosið og jarðskjálftahrinan, sem enn sér ekki fyrir endann á. Gagnrýnin á fram- kvæmdir viö Kröflu er aöallega þessi: 1) Að framkvæmdum hafi verift hraftaft um of meft þeim af- leiftingum, aft virkjunin verfti dýrari. Er þá einkum átt vift, aft byggingarframkvæmdir og smífti véla hafi ekki verift hoftin út meft venjulegum hætti. 2) Aft virkjunin sé óþörf i bili, þvi aft hvggftalinan geti flutt næga orku frá Sigöldu, eftir aft bygg- ingu málmhlcndivcrksmiftjunnar var frestaft. 3) Aft virkjunin verfti of dýr i rekstri vegna lélegrar nýtingar orkunnar, sbr. fróölega grein Jónasar Eliassonar i Paghlaftinu nú nýlcga. I) Aft framkvæmdir séu ekki tafarlaust stöftvaftar meft öllu eft- ir opinherar áskoranir ýmissa færustu visindamanua þjóöarinn- ar, enda flest sem bendir til þess, aft nýtt eldgos sé i aftsigi. 5) Aft framkvæmdir scu svo langt á undan gufuöflun, aö ekki verfti einu sinni gufa til á eina vél næsta vctur samkvæmt yfir- lýsingu orkustofnunarmanna. l.gagnrýni: Framkvæmdum hraðað Það er gersamlega ósönnuð fullyrðing, að kostnaður við virkjunina hafi orðið meiri, vegna þess að framkvæmdum var flýtt. Þvert á móti bendir margt til þess, að virkjunin verði talsvert ódýrari en ella. Leitaö var tilboða hjá átta vélaframleiðendum og hagstæðasta tilboðið valiö sam- kvæmt samhljóða tillögum ráð- gjafarverkfræðinga. Þessi fram- ieiftandi, japanska stórfyrirtækift Mitsúbishi, bauð betur en aðrir, vegna þess að vélarnar hófðu ver- ið hannaðar fyrir annan kaup- anda. sem gekk frá kaupunum" Val á verktaka -byggð- ist á þvi, hvaða lyrirtæki islensk 1) t bréfi ráðgjafarverkfraiðing- anna til Kröflunefndar, dagsett 6. febrúar 1975, kom fram, að vélar frá Mitsúbishi væru bæði ódýrari og talsvert aflmeiri miðað við stöðugt hámarksafl en vélar frá þvi fyrirtæki, Toshiba. sem talið hefðu getu, reynslu og nauðsyn- legan tækjabúnað til að vinna verkið á tilsettum tima. Það fyrirtæki annað, sem helst kom til greina, var Norðurverk h.f., en það var samdóma álit nefndar- manna, að Miðfell h.f. væri betur undir það búið, að takast þetta verk á hendur. Persónulega álit ég, að viðskipti Norðurverks við Laxárvirkjun hafi ekki verið til fyrirmyndar á sinum tima. Ráð- gjafaverkfræðingarnir mæltu einnig með Miðfelli h.f. Samið var um fast verð á grundvelli kostnaðarútreikninga, sem ráð- gjafaverkfræðingar höfðu gert. Það þarf býsna mikið magn af pólitisku ofstæki til aö halda þvi fram. eins og gert hefur verið, að við nefndarmenn höfum samift viö Miðfell h.f., vegna þess að einn af framámönnum fyrir- tækisins sé i skyldleikatengslum við Jón Sólnes! Eða hefðum við átt að hafna hæfasta verktakan- um af svo litilmótlegri ástæðu? Staðreyndin er auftvitaft sú, að hröðun byggingarframkvæmda lækkar vexti á byggingartima og sparar mikið fé, ef jafnframt er var bjóða næstbest. Virkjunin varð aflmeiri (70-75 mw) en ráð- gert var (55 mw) vegna þessara sérstaklega hagkva>mu véla- kaupa. Auk þess voru ýmis rök færð fyrir tæknilegum yfirburð- um vélanna frá Mitsubishi. reynt að gera hagstæða samn- inga. 2. gagnrýni: Orkumarkaðurinn ekki nógu stór Sérstök ástæða var til að hraðá byggingarframkvæmdum við Kröflu, eftir að ákvörðun var tek- in um sölu á hálfri orku Sigöldu- virkjunar' til málmblendiverk- smiðjunnar. Þar sem jafnframt var gert ráð fyrir eins hraðri nýt- ingu rafhitunarmarkaðarins og hugsast gat samfara byggingu stofnlina til Vestfjarða, og Aust- fjarfta var augljóst, að ekki veitti af aðkoma Kröfluvirkjun i gagniö hið allra fyrsta. Samkvæmt orkru- spá sem lögð var fram á Alþingi á siftastliðnum vetri var Sigöldu- virkjun ekki fær um að anna orkueftirspurn án Kröfluvirkjun- ar nema á árinu 1977,og þegar ár- ið 1978 og 1979 hefði skapast mikill orkuskortur án Kröfluvirkjunar (160 gwst 1978 og 401 gwst 1979), og er þá aðeins reiknaft með 260 gwst i málmblendiverksmiðjuna en tryggð árleg orka samkvæmt samningi er 397 gwst (mismuninn átti aö taka af svoneíndri af- gangsorku Landsvirkjunar- kerfisins, sem getur brugðist í vondum árum). Þegar svo bygg- Þessi mynd sýnir vel aftstæftur vift Kröflu. A myndinni sér til norfturs. Stöftvarhúsift stendur i Hliftardal.'*Vegurinn liggur upp aft borholusvæft- inu, sem er vestan vift rætur Kröflu en fjallift sjálft sést ekki. Vestan vift Hliðardalinn (vinstra megin á myndinni) er Hllftarfjall, þar fyrir vest- an Þrihyrningadalur og enn vestar Þrihyrningar (nær) og Leirhnjúkur (fjær), þar sem gosift sést. I Mývatnseldum rann hraunift eingöngu til vesturs. Ef hraunstraumur kynni aft stefna til austurs, sem er þó ólik- legra miftaft vift aftstæftur, eru vissir möguleikar á aft beina hraun- rennsli frá botni Hliftardals og I Þrihyrningadalinn. Mjög er talift ólik- legt, aft gos verfti rétt vift stöftvarhúsift, en sprengigos gæti helst orftift norftur af borholusvæftinu. Ef svo færi, þarf stöftvarhúsift fyrst og fremst aft þola mikift öskufall. Orkuverðið á kwst verður svipað og frá Sigöldu eða milli 1,70 - 1,80 kr. Hröðun bygginga- framkvæmda hefur sennilega gert virkjunina ódýrari Fram að þessu hafa 5gosorðið við Kröflu á seinustu 3000 árum og aðeins eitt á sögulegum tíma Markmiðið á að vera: sama raf- orkuverð um land allt. En til þess þarf nýtt skipulag raforkumála.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.