Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 SÍÐUSTU ÍÞRÓTTAFRÉTTIR: Skagamenn áttu aldrei í erfið- leikum með ÍBK og sigruðu með þremur mörkum gegn einu i 8-liða úrslitum bikarkeppninnar Akurnesingar áttu aldrei I erfiMeikum meö keflvikinga i gærkvöldi er liöin mættust uppi á Akranesi I bikarkeppninni. Þeir sigruöu meö þremur mörkum gegn einu i þokkalega góöum leik þrátt fyrir þungan völl heimamanna eftir undangengnar rigningar og hefndu þar meö rækilega ófaranna i fyrra er þeir töpuöu úrslitaleik bikarkeppn- innar meö engu marki gegn einu en þaö voru einmitt keflvikingar sem lögöu skagamenn þá aö velli. Akurnesingar höföu frum- kvæöiö allan tímann og sýndu á köflum prýöilega tilburöi sem og liö IBK. Fyrsta markiö kom á 25. min,er Pétur Pétursson skoraöi fyrir 1A meö skoti úr mikilli þvögu. Steinar Jóhannesson jafnaöi fyrir keflvikinga á 40. min. er hann skaut föstu skoti aö marki sem Höröur Helgason mark- vöröur var of seinn aökasta sér á. Boltinn sigldi undir Hörö út viö markstöngina fjær og staöan i leikhléi var þvi eitt mark gegn einu. I siöari hálfleik geröist fátt markvert til aö byrja með. Kefl- vikingar tóku góöan sprett i byrjunog sóttu fast án þess þó aö skapa sér tækifæri en brátt jafn aöist leikurinn og siöan kom mark á 30. min. Arni Sveinsson skaut frá vita- teig aö marki og greinilega sat Þorsteinn Ólafsson markvöröur fastur i drullunni þvi hann var seinn I boltann og missti hann framhjá sér. A 40. min. siöari hálfleiks inn- siglaöi svo Sigþór Ómarsson sigur IA meö störglæsilegu marki. Karl Þóröarson tók horn- spyrnu frá hægri, Sigþór stökk hærra en tveir keHviskir varnar- menn og negldi boltann I markiö meö hörkufastri kollspyrnu. Bestu menn skagamanna voru þeir Jón Gunnlaugsson, Karl Þóröarson, Arni Sveinsson, Pétur Pétursson og Jón Alfreösson en Teitur Þóröarson var I keppnis- banni. Hjá IBK bar mest á Guöna Kjartanssyni, Ólafi Júliussyni og Gisla Torfasyni. S.dór/—gsp Sjálfsmark Hauks á síðustu mínútu kom Blikum til bjargar Breiðablik og KR skildu jöfn 1:1 i gœrkvöldi eftir mikinn baráttuleik en Magnús Pétursson dómari dæmdi mjög umdeilda rangstæöu á Hinrik. KR-ingarnir náöu aöeins að bita frá sér, en færi þeirra voru ekki neitt sérlega hættuleg, fyrir utan eitt hjá Guö- mundi Jóhannessyni sem renndi boltanum rétt utan viö stöngina eftir skemmtilega sóknarlotu. Stuttu siöar áttu Blikarnir gulliö tækifæri til aö skora. Magnúsi Guömundssyni i mark- inu hjá KR mistókst i útsparki, vegna þess hversu vel hann var „pressaöur” og Hinrik fékk bolt- ann i fangiö, hikaöi of mikiö, en gaf hann slðan á Ólaf Friöriksson sem skaut föstu skoti I stöngina utanveröa. KR-ingarnir komu mjög ákveönir til leiks I siöari hálfleik og strax á 4. min. átti Haukur Ottesen mjög gott skot aö marki, en Bjarni Bjarnason bjargaöi á linu og uppúr þvi kom hráöa upphlaup sem nærri gaf Blik- unum mark. Framhaldiö var ein- stefna aö marki Blikanna og oft skall hurð nærri hælum það hættulegasta var þegar Ottó Guðmundss. stóð óvaldaöur á markteig og brenndi af. Eftir venjulegan leiktima var staðan jöfn, hvorugt liðið hafði skorað mark og þvi var framlengt. Lengi vel var allt I járnum og þaö var ekki fyrr en á 13. min. fyrri hálf- leiks að KR-ingar gerðu mark. Guðmundur Ingvarsson gaf fal- legan bolta á Hálfdán örlygsson sem renndi knettinum fyrir markið og þar tók Jóhann Torfa- son viö honum og sendi hann i netið, 1-0. 1 seinni hálfleiknum ætlubu KR- ingarnir sér að halda markinu hreinu og þjöppuðu sér i vörnina, en ekki tókst betur til en aö þeir skoruðu sjálfsmark. Haraldur Erlendsson tók innkast og Haukur Ottesen ætlaöi aö skalla frá marki en skallaði þes^ i stað afturfyrir sig og yfir Magnús markmann og i markiö, 1-1. ódýrt mark þetta fyrir Blikana. Sjálfsmark KR-inganna stappaði stálinu i andstæðingana og siö- ustu minúturnar var nær stans- laus sókn að KR-markinu en allt kom lyrir ekki fleiri uröu mörkin ekki og verða liöin þvi aö leika aftur viö fyrsta tækifæri. Magnús Pétursson dæmdi leikinn og stóö sig ekki vel. Halldór Björnsson fyrirliði KR fékk aö sjá gula spjaldiö og fer nú I aö styttast i leikbanniö hjá honum, þvi áöur hefur hann séð spjald hjá dómara. G.JÓk KR-ingar og Blikarnir geröu jafntefli eftir framiengdan leik i 8 liöa úrslitum I bikarkeppninni i knattspyrnu 1-1. KR-ingár skoruðu bæöi mörkin i leiknum, þvi mark Blikanna var sjálfs- mark KR-inga. Þetta voru ekki ósanngjörn úrslit, þvi bæöi liðin áttu ótal tækifæri sem fóru for- göröum. Blikarnir fóru betur af stað i þessum leik en KR-ingarnir og snemma i fyrri hálfleik var Hin- rik Þórhallss. kominn i gætt færi, Ólafur Hákonarson átti hörkuskot i markstöng KR I gærkvöldi. Hér sækir hann aö Magnúsi markveröi. Mynd: -gsp NORÐFIRÐINGAR SPRIKL- UÐU LENGI VEL í FH, EN MÁTTU ÞOLA 2:0 TAP FH-ingar sigruöu Þrótt frá Neskaupstaö i gærkvöldi meö tveimur mörkum gegn engu I bikarkeppninni, en i leikhléi var staöan 0-0. Noröfiröingar höföu þá barist af mikilli grimmd, þeir léku fastan fótbolta og gáfu ekkert eftir. Fram aö lcikhléi sóttu þeir til jafns á viö andstæö- inga sina en uröu aö gefa eftir er á leiö og sjá þá tvivegis af bolt- anum i eigiö mark. Það var Helgi Ragnarsson sem skoraöi bæöi mörk FH. Hiö fyrra kom eftir fyrirgjöf frá Magnúsi Brynjólfssyni frá vinstra kanti og skallaöi Helgi i markiö eftir aö bottinn haföi siglt yfir markvörö- inn. Seinna markiö skoraöi Helgi svo eftir aukaspyrnu Viöars Halldórssonar er hann fylgdi föstu skoti hans vel eftir og potaði boitanum inn fyrir marklinu. Dómari var óli Ólsen. Hanndæmdi þennan töluvert grófa leik nokkuð vel en um miöjan siðari hálfleik sá hann sér ekki annað fært en aö vis*einum noröfiröingi af leikvelli. ólafur Danivalsson og Asgeir Arin- bjarnarson, báöir úr FH, fengu gula spjaldiö i þessum leik. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.