Þjóðviljinn - 15.03.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.03.1977, Blaðsíða 1
UÚÐVIUINN Þriðjudagur 15. mars 1977 ^—42. árg. —61. tbl. Reykjavíkurbréfj • La .gardagur 12. marz « Við þekkjum afleiðingar gerða okkar Hverjir verða fyrir barðinu á verðbólgunni? éméhÉMÉé Morgunblaðið hótar: 4 síður um íþrótta- og skákviðburðina Viötal við Evrópu- meistarann í kúluvarpi SJÁ SÍÐUR 12-15 Kauphækkun skal þýða KJARASKERÐINGU! Morgunblaðið reynir nú dag eftir dag að hræða verkafólk frá stuðningi við kröfuna um 100 þúsund króna lágmarkslaun á mánuði. Siðasta dæmið um þetta er Reykja- víkurbréf Morgunblaðsins á sunnudaginn var. Morgunblaðið viðurkennir að engin f jöl- skylda geti lifað mannsæmandi lifi á 100 þús. króna mánaðartekjum. Samt hótar Morgunblaðið þvi, að verði lágmarkskaupið hækkað i 100 þús. kr. á mánuði, þá skuii sú kjarabót öll tekin til baka með skipulagðri óðaverðbólgu. Óþekkt hegðun, segir Axel Björnsson um Kröflu: Þetta er að taka nýja stefnu „Mér sýnist að þetta sé allt að taka nýja stefnu, sem við þekkj- um ekki frá fyrra landrisi og sigi”, sagði Axel Björnsson jarðeðlisfræðingur er við náðum tali af honum við Kröflu i gær. „Þegar landris náði hámarki i september, oktöber og i janúar sl. voru atburðirnir nær alltaf eins Skjálftarnir náðu hundraðinu á sóiarhring,og þeg- ar landrisið náði ákveðinni hæð, varð snögglega jarðsig. Nú er þetta töluvert breytt. Skjálftarnir hafa verið um 120 á sólarhring i heiia viku og land- risið er orðið meira en nokkru sinni fyrr siðan fyrir Leir- hnjúksgosið”, sagði Axel. Hann sagði að ómögulegt væri að segja til'um hvað þetta boðaði, þar sem ástand eins og þetta hefði ekki komið upp áður á Kröflusvæðinu siðan gosvakt var sett þar á. Axel sagði að i gær hefði Axel Björnsson skjálftavirknin verið minni en undanfarná daga, fjöldi skjálfta hefði verið um 100 yfir sólar- hringinn og eins hefði landrisið hægt á sér. Norðurendi stöðvar- hússins hefur risið um 8,3 mm. miðað við suðurendann, sem er meiri hæð en nokkru sinni hefur áður mælst á gosvaktinni. „Það er I rauninni ekkert hægt að segja um ástandið eins og það er núna, við getum ekk- ert gert annað en biða og sjá til hvað setur,” sagði Axel Björns- son. —S.dór TAPA MEST Verkalýðshreyfingin krefst 100 þús. króna lágmarkslauna og þess að bilið milli lægstu launa og hæstu minnki mjög verulega. Morgunblaðiðsegir, aö hinir lægst launuðu skuli tapa mest,verðl laun þeirra hækkuð úr 70-80 þúsund á mánuðii litil 100 þúsund. Veröbólgan skal sjá fyrir þvi,segir Morgunblaðiö og býöur fólkinu sem hefur 75.000 krónur i mánaðarkaup aö hækka I krónur 78.000,- eða um 4%!! Verkalýðshreyfingin er ekki að heimta fleiri verðlausar krónur, hún heimtar kjarabætur I raun. Verkalýðshreyfingin krefst ekki aðeins þess, að lágmarkskaupið hækki I rúmlega 100 þús. krónur á mánuði. Hún krefst einnig fullrar verötryggingar á lágmarkslaunin. Hótun Morgunblaðsins er sú, að rifta sllkum samningum með laga- boði verði þeir gerðir. Morgunblaðið talar eins og það sé náttúrulög- mál, að óðaverðbólgan skuii eyðieggjaárangurkjarásamninga.Svo er að sjálfsögðu ekki, en það eru pólitiskar hótanir, sem búa að baki þess- um skrifum Morgunblaðsins. 4% KENNINGIN Samkvæmt kenningu Morgunblaðsins þýöir kauphækkun kjara- skerðingu. Samkvæmt þeirri kenningu er þá leiðin til bættra llfskjara væntanlega sú að lækka kaupið enn meir. Morgunblaðið talar um að pólitlk sé komin í spilið i sambandi við kjarasamningana I vor. Engin sönnun er betri fyrir þvl,að svo sé, en einmitt skrif Morgunblaðsins sjálfs sem hótar þvl að pólitlskum að- geröum skuli beitt til að gera árangur kjarasamninga að engu, verði samningarnir ekki I samræmi við 4% kenningu Morgunblaðsins. En fólkið i landinu getur ráðiö þvi hvort það gefur núverandi stjórnarflokkum tækifæri til slikrar pólitlskrar valdbeitingar. Við væntum þess að láglaunafólk á Islandi láti ekki MorgunblaðiC telja sér trú um að kjörin séu og verði þeim mun betri eftir þvl sem kaupið sé lægra. - k. FUNDUR RÍKISSTIÓRNAR OG ASÍ í GÆRs 5 starfshópar um pólitísku t gær gekk 36 manna samninga- nefnd ASÍ á fund rikisstjórnar- innar og lagði formlega fram pólitiskar kröfur sinar til rikis- valdsins. Fundurinn fór fram I ráðherrabústaðnum og stóð i um tvær klukkustundir. Að sögn Guðjóns Jónssonar, for manns Málm- og skipasmiöa- sambandsins, sem á sæti i samninganefndinni, tók rlkis- stjórnin vel i að hefja nú fljótlega viðræður um þessi mál þó að sér- kröfur einstakra félaga séu ekki fram komnar. Björn Jónsson forseti ASÍ, af henti forsætisráðherra greinar- gerð Alþýðusambands tslands frá 16. febrúar sl. um hvernig megi auka svigrúm til kjarabóta og tryggja fulla atvinnu án þess aö kröfurnar það leiði til verðbólgu (Sjá Þjv. 26. febr.). Svaraði Geir Hall- grimsson siðan með nokkrum orðum og tók vel I að hefja samningaumræður eins og áður sagði. Guðjón Jónsson sagöi I samtal- inu við Þjóðviljann að samninga- ' nefndin hefði lagt áherslu á aö viðræðurnar gætu hafist mjög fljótlega og áöur en samninga- viðræöur við atvinnurekendur héldu áfram, en ekki er búist við sérkröfum frá einstökum sam- böndum og félögum fyrr en eftir 20. mars. Bjóst Guöjón við að fljótlega yrði myndaðir starfshópar rikis- stjórnar og ASt um eftirtalin mál: 1. llfeyrissjóðsmál, 2. skattamál, 3. húsnæðismál, 4. vinnuverndarmál og 5. dag- vistunarmál. Torfi Hjartarson sáttasemjari rlkisins sat fundinn I gær— GFr Rikisstjórnin bauð upp á kaffiog kökur I gær,en pólitlskum kröfum ASt er ósvarað enn. Lengst til vinstri er Torfi Hjartarson sáttasemjari.en slðan koma fjármálaráðherra, forsætisráðherra og dómsmálaráð- herra. Andspænis þeim má ma. sjá Björn Jónsson forseta ASt og Snorra Jónsson varaforseta ASt (Ljósm.: GEL)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.