Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 1
ummuiNN Miðvikudagur 16. mars 1977 —42. árg. — 62. tbl. Verður Friðrik forseti FIDE? Dr. Max Euwe býður Friðriki starfið og lofar honum nægilegum stuðningi í gær heimsótti Dr. Max Euwe, forseti FIDE, alþjóðaskáksambandsins, Friðrik Ólafsson í Bad Lauterberg, þar sem Frið- rik teflir um þessar mund- ir. Fór Euwe þess á leit við Friðrik að hann gæf i kost á sér sem eftirmaður sinn í forsetastarf inu. Lofaði Euwe honum nægilegum stuðningi á næsta sambandsþingi, og hefur Euwe þá væntanlega yfir að ráða öllum atkvæðum Evrópuþjóðanna. Friðrik Olafsson sagði i samtali við Þjóðviljann i gærkvöldi að hann þyrfti að hugsa sig lengi um svona tilboð, sem væntanlega hefði þáð i för með sér að hann legði atvinnuskákmennsku á hill- una. — Þetta myndi gjörbreyta öllu minu llfi og framtiðaráætlun- um, sagði Friðrik. — Maður hugsar sig vandlega um næsta leik i þessari stöðu. —gsp SJÁ SÍÐU 12 Þjóöhagsstofnun: „Kísilj árnmarkad- urinn veikur um þessar mundir” Þjóðviljinn birtir á opnu blaðsins í dag grein- argerð Þjóðhagsstof n- unar um Grundartanga- verksmiðjuna og horfur á afkomu hennar. Greinar- gerð þessi var tekin sam- an að beiðni formanns iðnaðarnef ndar neðri deildar alþingis, Ingólfs Jónssonar. í greinargerð þessari kemur fram að verðið á sl. ári er svo lágt að halli yrði á verksmiðjunni upp á 800 milj. kr. ef það er notað sem viðmiðun. Það verð er þó mun hærra en meðaltalsverð á kísiljárni á síðustu árum. Segir Þjóðhagsstofnun \ grein- argerð sinni að mark- aðurinn á kísiljárni sé ,,veikur" um þessar mundir. Samt er i áætlun- um stofnunarinnar gert ráð fyrir miklu hærra verði en því sem nú er á þessari vöru og er þar að sumu leyti byggt á spá Elkem. Gerir stofnunin ráð fyrir 3.294 norskum krónum pr. tonn af kísíl- járni í framtíðaráætlun verksmiðjunnar, enda þótt verðið í nóvember sj. hafi verið aðeins 2.388 n. kr. tonnið, þe. skilaverð til norskra kísiljárnfram- leiðenda. Sjá greinargerð og töflur í opnu blaðsins Þingmenn framsóknar ósammála um stóriðju Steingrímur andvígur tillögu Páls og Ingvars Á fundi Sameinaðs alþingis i gær urðu enn miklar umræður um orkumál og orkusölu til stóriðju. Umræðurnar, sem stóðu i 4 klukkutima. spunnust um þings- ályktunartilögu tveggja þing- manna Framsóknarflokksins, þeirra Páls Péturssonar og Ingv- ars Gislasonar um að Alþingi á- kveði að banna sölu á raforku til orkufreks iðnaðar, nema tryggt sé að fyrir orkuna fáist „meðál- framleiðslukostnaöarverð fyrir heildarframleiðslu raforku i landinu”, þannig að tryggt sé að ekki þurfi að borga með orku, sem seld er til sliks iðnaðar. Þjóðviljinn mun á morgun greina nokkuð frá þessum umræðum, en meðal þess sem athyglisvert kom fram, var að þingmenn Framsóknarfokksins greindi mjög á um tillöguna. Steingrimur Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins mælti hart gegn tillögu flokksbræðra sinna tveggja, og þá sérstaklega gegn þvi meginatriði tillögunnar, að aldrei skuli selja orku til orku- freks iðnaðar undir „meðal- framleiðslukostnaðarverði”. PállPétursson, sem mælti fyrir tillögunni, fór hörðum orðum um orkusöluna til álversins og and- mælti fyrirhuguðum samningum um orkusölu til járnblendiverk- smiðju við Grundartanga. Páll benti á, að i Noregi er lág- marksverð á orku til orkufreks iðnaðar nú 6 aurar norskir við stöðvarvegg á kwst, hvort sem um er að ræða nýja samninga eða endurnýjun eldri samninga. Þetta eru um kr. 2,20 islenskar. Hér á hins vegar að selja orkuna til járnblendiverksmiðju á 3,5 aura norska, og það ekki við stöðvarvegg, heldur komna til verksmiðjunnar. Páll sagði, að þótt reynt væri að skýra þennan gifurlega verðmun með þvi, að rúmur helmingur af orkunni til Grundartanga væri afgangsorka, þá dygði sú skýring engan veginn, þvi að afhendingarskilmálar væru þannig, að orkumálastjóri teldi, að i Noregi væri slik orka verðlögð á 75% af verði forgangs- orku. Páll benti einnig á, að álverið i Straumsvik greiddi nú aðeins 76 Framhald á bls. 18. Við afgreiöslu fjárhagsá- ætlunar Keykja vikurborgar i jan. var samþykkt tillaga fulltrúa Alþýðubandalagsins um breytta stefnu i leik- vallamálum. Þetta og margt fleira kem- ur fram I viötali við Gisla B. Björnsson, fulltrúa Alþýðu- bandal. á bls. 8 i dag. SJÁ SÍÐU 8 Reykjavík skiptist í hverfi eftir starfi, menntun og tekjum 1 nýjasta hefti Fjármálatlð- inda er birt merkileg ritgerð eftir Bjarna Keynarsson MA sem kallast Hið félagslega landslag i Reykjavik. Þar kem- ur vel fram hvernig borgin er stéttskipt eftir starfi, menntun og tekjum. Skv. þessari könnun er Reykjavik skipt i 32 hverfi. Þá kemur td. i ljós að meðaltekjur eru hæstar i Laugarásnum (1900 þúsund) en næst koma fjögur hverfi með 1600-1700 þúsundir. Það eru Vesturberg — Hólar, i Breiðholti, Stekkir — Bakkar (raðhús) I Breiðholti, Hliðar austanverðar og Skjólin. Lægstu meðaltekjur voru hins vegar við Laugaveg og i Skuggahverfi (650 þúsund) við Túnin (800 þúsund) og Skóla- vörðu — Landspitala (995 þús- und). íbúar i eldri hverfum borgar- innar eru yfirleitt með lægri tekjur en íbúar nýrri hverfanna. Þá kom I ljós að konur i Verkakvennafélaginu Fram- sókn voru fjölmennastar i þeim hverfum sem háskólamenntaðir menn voru fámennastir i og meðaltekjurnar voru lægstar. Einnig kemur fram að meðal- aldur ibúa i hverfum i Reykja- vik er mjög misjafn. Þannig er aðeins 16% ibúa Tjarnarsvæðis- ins yngri en 16 ára en 49,5% i Fellahverfi I Breiðholti. 1 niðurstöðum sinum kemst Bjarni að þessari niðurstöðu: Einangrun ákveðinna aldurs-, menntunar- og tekjuhópa i ómerkar og úreltar. borginni fellur ekki vel við hug- Nánar verður sagt frá þessari myndir um stétttlaust samfé- ritgerð siðar i Þjóðviljanum. lag, sem verða þvi að dæmast —-GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.