Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.03.1977, Blaðsíða 1
FRAKKLAND UÚÐVIUINN Ríkísstiórnin segir af sér Þriðjudagur 29. mars!977 — 42. árg. — 73. tbl. Paris 28/3 reuter — Raymond Barre forsætisráAherra Frakk- Hjúkrunar- fræðingar hœtta á föstudag Nú eru aðeins þrir dagar þar til hjúkrunarfræðingar á Borgarsp i taIanum og I.andakoti hætta störfum, en eins og kunnugt er af fréttum hefur meirihluti hjúkrunar- fræðinga á þessum stofnun- um ásamt Vifilsstaðaspitala sagt upp störfum vegna óánægju með launakjör ofl. Yfirvöld heilbrigðis- og fjármála rikisins hafa itrek- að lýst þvi yfir, að ekki komi til greina að semja við h júk ru narfræðinga, og stjórnir spitalanna undirbúa nú samdrátt og tilfærslur i starfsemi þeirra þegar upp- sagnirnar taka gildi. Þegar blaðið hafði sam- band við Hjúkrunarfélag Islands i gær fengust þau svör ein að ekkert fréttnæmt hefði gerst i þessu máli um helgina og að ekki væri von neinna tiðinda fyrr en i fyrsta lagi á morgun, mið- vikudag, en þá á að halda vibræðufund með þeim sem sagt hafa upp. —ÞH Tvær „Júmbó”-þotur rákust á af miklu afli — en orsök árekstursins er ekki ljós MESTA FLUGSLYS SÖGUNNAR 562 FÓRUST Santa Cruz de Tenerife, Kanarieyjum 28/3 reuter — Tala látinna í mesta flug- slysi sögunnar sem varð á flugvellinum í Santa Cruz á Tenerife-eyju í gær var komin upp í 562 þegar síðast var vitað. Auk þess slösuðust 57/ þar af 17 al- varlega. Slysið vairð með þeim hætti að risaþota af gerðinni Boeing 747 (Júmbó) frá flugfélaginu KLM i Hollandi var að hef ja sig til flugs þegar önnur þota af sömu gerð frá Pan American flugfélaginu bandariska ók inn á flugbrautina. Skullu vélarnar saman af miklu afli og kom þegar i stað upp eldur i þeim báðum. Allir sem i hol- Iensku vélinni voru — 235 farþeg- ar og 14 manna áhöfn — fórust og amk. 313 af 396mönnum sem voru i þeirri bandarisku. Ekki er fulljóst hvað olli þvi að bandarisku vélinni var gefið leyfi til að fara inn á flugbrautina um leið og sú hollenska var á leið i loftið, en sú fyrrnefnda mun hafa verið á leið i biðröð flugvéla sem biðu eftir að komast i loftið, en til þess að komast i biðröðina þurfi vélinað fara inn á flugbrautina á kíi f ls Skyggni var mjög slæmt á flug- vellinum og engin ratsjá er við völlinn i jarðhæð þannig að flug- umferðarsíjórar verða að fylgjast með vélunum út um glugga flugturnsins. Rannsókn slyssins er þegar hafin og snýst hún einkum um það hvort hollenska vélin hafi verið búin að fá flugtaksleyfi og hvort sú bandariska hafi átti að vera farin af flugbrautinni. Hollénska vélin var að koma til Kanarieyja með 235 ferðamenn i hópferð og sú bandariska var að koma til eyjanna með 378 farþega sem ætluðu um borð i skemmti- ferðaskip i Las Palmas en þaðan átti að leggja upp i Miðjarðar- hafssiglingu. Hvorug vélin átti að lenda i Santa Cruz en þeim var báðum beint þangab vegna sprengjutil- ræðis sem framið var á flug- vellinum i Las Palmas. Spænsk yfirvöld urðu að loka siðarnefnda flugvellinum vegna skemmda sem urðu af völdum sprengjunnar. Samtök sem berjast fyrir að- skilnaði Kanarieyja frá Spáni lýstu sig ábyrg fyrir sprengjutil- ræðinu en visuðu allri ábyrgð á Framhald á bls. 18. Mælir gegn áframhaldandi Heilbngðisráð Hafnarfjarðar: búskap að Straumi Svo sem kunnugt er hefur verið rekinn búskapur á jörðinni Straumi, i næsta nágrenni ál- versins, undanfarin ár og hefur aðallega verið um kjúkiinga- ræktun að ræða. Núverandi ábúandi jarðarinnar, Guðmundur Jónasson, sótti ný- verið um leyfi til heilbrigðisráðs Hafnarfjarðar um að ráða til sin starfsfólk til áfrainhaldandi kjúklingaframleiðslu. Heil- brigðisráð Hafnarfjarðar mælti gegn þessari umsókn og jafn- framt rnælir ráðið gegn þvi að búseta sé leyfði i nánd við ái- verið, eins og komist er aö orði i svari ráðsins. Sveinn Guðbjörnsson, heilbrigðisfulltrúi i Hafnarfiröi, sagði að ráðið gæti ekki tekið á sig þá ábyrgð að leyfa búsetu og þá um leið matvælaframleiðslu á nærliggjandi svæðum við ál- verið, þar sem mengunin er allra mest. Sagði hann m.a. að núverandi ábúandi i Straumi teldi að kjúklingadauði væri mun meiri en áður var, meðan hann vann þar aðeins sem starfsmaður, siðan hann tók jörðina á leigu. Sveinn sagði ab á Keldum væri verið að rannsaka kjúkl- inga frá Straumi. Niðurstaða -þeirrar rannsóknar lægi enn ekki fyrir. Sama er að segja með jörðina Óttarsstaði, sem þó er nokkuð fjær álverinu; heilbrigðisráð telur sig ekki geta mælt með bú- setu þar, en Sveinn tók fram, að heilbrigðisráðið gæti heldur ekki bannað búsetu á þessum jörðum; til sliks skorti það vald. „Við reynum að vera sem best á verði meðan það ófremdarástand rikir að hreinsitæki eru ekki sett upp i álverinu.og vonum að sem fyrst verði hafist handa um að bæta ástandið”, sagði Sveinn. —S.dór BARÁTTUFUNDUR á morgun tJL lands sagði i dag af sér embætti fyrir hönd ráðuneytis sins. Er búist við þvi að Valery Giscard d'Estaing forseti biöji hann um að mynda nýja stjórn. Ástæðan fyrir afsögn Barres er fyrst og fremst ósigur stjórnarflokkanna fyrir vinstri- öflunum i nýafstöðunum sveitarstjórnakosningum i landinu. Ósigurinn magnaði mjög sundurþykki stjórnar- flokkanna og telja menn liklegt að við stjórnarmyndun verði reynt að bera klæði á vopnin. Vist er að ýmsir valdamiklir ráðherrar verði látnir vikja úr stjórninni, fyrst og fremst þeir sem voru i framboði og féllu i kosningunum. Forsetinn tilkynnti að hann myndi halda sjónvarpsræðu i kvöld og skýra frá ráðstöfunum sinum vegna stjórnarslitanna. Fjárveitingar skornar niður um helming — Sjá þingfrétt á 6. síðu og örlög áskor- endaeinvígisins hér á landi eru óráöin Sovéski stórmeístarinn i skák, Boris Spasski, liggur nú á gjörgæsludeild Land - spitalans eftir botnlangaupp- skurð, sem framkvæmdur var i gær með miklu hraði. Heppn- aðist aðgerðin fullkomlega, en ljóst er aö Spasski verður ekki við taflborðið næstu vikurn- ar. örlög einvigisins gegn Hort eru þvi óráðin, og liklega kcmur til kasta dómstóls Alþjóöaskáksambandsins i þvi sambandi. Boris Spasski kenndi heiftarlegra innvortis verkja rétt áður en hann stóð upp frá taflborðinu sl. sunnudags- kvöld, að lokinni tólftu rinvigisskálinn. Tókst honum með hjálp eiginkonu sinnar að komast upp á hótelherbergi sitt og var samstundis sóttur læknir. Var Spasskí siðan um nóttina fluttur upp á Lands- spitala i rannsókn og þaöan sendur á skurðarborðið i að- gerð. Mun þarna hafa verið um að ræða bráða botnlangabólgu, og i fréttatilky nningu frá Skáksambandi islands kemur fram að aðgerðin hafi veriö framkvæmd á elleftu stundu, eða rétt áður en botnlanginn sprakk. Má telja það þrekvirki hjá Spasski að ljúka tólftu skákinni án þess að á honum sæi kvalamerki. —gsp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.