Þjóðviljinn - 11.01.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.01.1979, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 11. ianúar 1979. —8. tbl.—44. árg. Samið um veiðíheimild Færeyinga: 17.500 tonn af loðnunni í stað 35 þús. tonna áður t gær var undirritaö nýtt sam- komulag um veiöar Færeyinga i Islenskri landhelgi. Helstu ný- mælin eru þau aö loönuafii fierey- inga hér veröur nú 17500 tonnj leyfilegur hámarksafli þeirra af þorski er skorinn niöur um 1000 tonn úr 7000 I 6000 og gert er ráö fyrir gagnkvæmum veiöiheimild- um á kolmunna. Þá eru i sam- komulaginu ákvæöi um hert eftir- lit meö færeyskum veiöiskipum hér viö land. Aö ööru leyti gildir samkomulag milli landanna frá þvi 1976 ma. um 17000 tonna heild- arafla bolfisks, en undirrituö var yfirlýsing um aö þetta samkomu- lag skuli tekiö til endurskoöunar aö sex mánuöum liönum. Niöurstööur viöræönanna fela m.a. i sér takmörkun á loönuveiö- um Færeyinga viö Island, gagn- kvæm réttindi til kolmunnaveiöa innan fiskveiöilögsögu hvors lands um sig, frekari niöurskurö þorskveiöa Færeyinga hér viö land og mjög hert eftirlit meö veiðum og afla færeyskra skipa. Færeyingum mun samkvæmt samkomulaginu, sem gert var, verða heimilt aö veiða allt aö 17.500 smálestum af loönu til bræöslu i Færeyjum á vetrarver- tiö 1979 i staö 35.000 smálesta á siöasta ári. Skulu Færeyingar hlíta aö öllu leyti sömu reglum og tslendingar viö sömu veiöar. Fjöldi færeyskra skipa sem stunda veiðarnar má vera 15, en aldrei fleiri en 8 þeirra innan is- lensku fiskveiöimarkanna sam- timis. Gagnkvæm réttindi til kol- munnaveiöa heimila Islendingum að veiða allt aö 35.000 smálestum Framhald á bls. 14 Þeir létu ekki kuldann á sig fá strákarnir á Helgu RE sem voru aö steina niöur netin þegar Eik. Ijósmyndari skrapp niður aö höfn í gær. Þar er mikið líf og f jör þessa dagana og bátarnir sem óöast aö undirbúa eöa hef ja vetrarvertíð. Sjálfstæðismenn teffa skipan öryggismálanefndarinnar Tilnefna ekki fulltrúa sína Ólafur Jöhannesson: Skipa nefndina um leiö og tilnefning Sjálfstæöismanna liggur fyrir. Þrátt fyrir itrekuð tilmœli forsœtisráðherra ,,Ég biö bara eftir tilnefningu frá Sjálfstæöisflokknum”, sagöi Ólafur Jóhannesson forsætisráö- herra er hann v ar spuröur aö þvi i gær hvaö höi skipan nefndar um athugun á öryggismálum þjóöar- innar. „Stjórnarflokkarnir hafa allir skipaö fulltrúa f ncfndina en Sjálfstæöisflokknum varsent bréf um máliö fyrir jól en þrátt fyrir aö þaö hafi veriö itrekaö hefur engin tilnefning borist. Ég mun skipa nefndina um leiö og hún liggur fyrir”, sagði Ólafur Jó- hannesson. Aö þvi er Þjóöviljinn kemst næst hefur Alþýöubandalagiö til- nefnt þá Jónas Árnason og Ólaf Ragnar Grimsson i nefndina, Al- þýðuflokkurinn Björgvin Vil- mundarson og Sigurö E. Guö- mundsson og Framsóknarflokk- urinn Ingvar Gislason og Einar Agústsson. Þykir sennilegast aö sá siöastnefndi veröi formaöur hennar. I fjárlögum ársins 1979 er fjár- málaráðherra veitt heimild til ,,aö greiöa kostnaö viö störf nefndar er skipuö veröur til fram- kvæmda þvi ákvæöi i samstarfs- yfirlýsingu rikisstjórnarinnar , aö afla gagna og eiga viöræöur viö innlenda og erlenda aöila til undirbúnings álitsgeröar um öryggismál islenska lýöveldis- ins”. I samstarfsyfirlýsingunni er svo mælt fyrir aö nefnd þessi geri „ýtarlega úttektá öryggismálum þjóöarinnar, stööu landsins I heimsátökum, valkostum um öryggisstefnu, núverandi skipan öryggismála og áhrifum á is- lenskt þjóölif svo og framtiö her- stöövanna eftir aö herliöiö fer og, vörnum gegn hópum hryöju- verkamanna”. Nefndin á einnig aö fjalla um „hugmyndir um friölýsingu, friðargæslu og eftirlit á Noröur-Atlantshafi og láta semja yfirlit yfir skipan öryggismála smárikja iheiminum, einkum ey- rikja sem eiga svipaöra hags- muna aö gæta og Islendingar”. Gert er ráö fyrir aö nefndin ráöi sér starfskrafta og gefi út álits- geröir og greinargeröir um af- markaöa þætti i þvi skyni aö stuöla aö almennri umræöu um þessi mál. —ekh Deilu Loftleiðaflugmanna og Flugleiða að Ijúka: Kaupið óbreytt til 1. febr. 1980 1 gærkvöld geröi samninganefnd Félags Loftleiöaflugmanna stjórn félagsins tilboö i deilu þeirra sem aö öllum Hkindum leiöir til lausnar. Loftleiöaflugmenn bjóöast til þess aö fljúga hinni nýju DC-10 þotu Flugleiða á sama kaupi og þeir hafa nú fyrlr DC- 8. Aöur haföi félagiö krafist 9%, en samkvæmt áreiöanlegum iieiinildum Þjóöviljans var siöasta tiiboö stjórnar Flugleiöa 7%. „Réttlætiö hlaut aö sigra” sagöi Baldur Oddsson formaöur samninganefndarinnar I viötali viö Þjóöviljann. ,, Samninga- nefnd Flugleiöa samþykkti fyrir nokkrum dögum aö ganga aö höfuökröfu okkar þe. um aö staöiö yröi viö ákvæöi i kjarasamn- ingum sem kveöa á um stööuhækkanir. Meö þvi aö gefa Flug- leiöum eftir þessa kauphækkun i eitt ár erum viö aö taka tillit til slæmrar stööu félagsins og hins vegar aö koma I veg fyrir aö kauphækkunin skyggi á aöaiatriöiö, réttindi okkar.” „Þungu fargi af okRur létt” segir Halldór Hermannsson rœkju- skipstjóri á Isafirði en rækjuveiðibanni hefur ná verið aflétt í Djúpi, Arnatfirði #/Það er orðið þröngt í búi hjá mörgum og þungu fargi af okkur létt að geta nú hafið veiðar á ný", sagði Halldór Hermanns- son rækjuskipstjóri á isa- firði í samtali við Þjóð- viljann í gær en miðin á Isaf jarðardjúpi, Arnar- firði og öxarfirði hafa nú verið opnuð aftur fyrir rækjuveiðum eftir að hafa verið lokuð vegna seiða- gengdar það sem af er ver- tíðinni. Halldór sagöi aö rækjuskip- stjórar heföu veriö alveg óviö- búnir þessu stoppi og þaö heföi komiö sér afar illa fyrir þá. „Viö höfum ekki getaö greitt opinber gjöld okkar eöa staöiö viö aörar skuldbindingar”, sagöi hann. „Liklega veröum viö aö læra af þessu og gera einhverjar ráöstaf- anir til aö geta fariö i annaö ef svona kemur fyrir aftur”. Nær allur flotinn viö Djúp fór strax á veiöar I fyrradag þegar banninu var aflétt þrátt fyrir erfiö veöurskilyröi og fékkst þokkalegur afli hjá stærri bátun- um eöa allt upp I 2 tonn. Bestur var aflinn i köntunum en verri I dýpinu. I gær var bræla, 6-7 vind- stig og 8-9 stiga frost. Stærstu bát- arnir fóru út en uröu aö snúa viö vegna veöurs. Halldór sagöi aö rækjumenn og Öxarfirði væru talsvert áhyggjufullir út af vertiöinni, sem eftir væri, þvi aö Framhald á bls. 14 Fer ríkis- stjórnin i útgerðar- bransann? 1 rfkisstjórninni hefur ver- iö hreyft hugmyndum um aö gera út togara, sem myndi landa á þeim stööum sem at- vinnuástand er verst á hverjum tima, sagöi Svavar Gestsson viöskiptaráöherra m.a. I samtali við Þjóövilj- ann þegar rætt var um Portúgalska togarann og Bæjarútgerö Reykjavikur. Þessi hugmynd aö gera út sérstakan rlkistogara er tengd þeim vandamálum sem uppi hafa veriö á stöö- um eins og Þórshöfn, Raufarhöfn og Þorlákshöfn, sagöi ráöherrann ennfrem- ur, en mér sýnist viö nú hafa i nógu aö snúast I bili. Sjá síðu 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.