Þjóðviljinn - 20.01.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.01.1979, Blaðsíða 1
Iðnaðarráðuneytið. UÚBVIUINN Uppbygging Landsmiöjunn Laugardagur 20. janúar 1979. —16. tbl. —44. árg. Samningar BSRB Deilt um samnings- réttinn Skiptar skoðanir komu fram, en engin ákvörðun var tekin á fundi samninganefndar BSEB sl. fimmtudagskvöld. Fundinum var frestað fram yfir helgi. Eindregins stuðnings nýtur sú meginkrafa, að einstök félög ann- ist sérsamninga og hafi verkfalls- rétt varðandi þá. Þessi krafa á hinsvegar ekki hljómgrunn hjá rikisstjórninni, að sögn Haraldar Steinþórssonar hjá BSRB, og voru á fundinum uppi ýms viðhorf um hvaða leið skuli þá farin. Hugmyndin um að aðalsamn- inganefnd BSRB annist sérkröf- ur, jafnframt því aö Kjaranefnd sé lögö niður, átti fylgi að fagna á fyrri fundi samninganefndar BSRB, sagði Ágúst Geirsson for- maður Félags islenskra simamanna i samtali við Þjóð- viljann i gær. Hinsvegar hölluðust menn fremur aö óbreyttu ástandi á fimmtudagsfundinum. Ágúst sagði að slmamenn vildu óbreytt ástand, þar sem Kjara- nefnd fellir endanlegan úrskurð, fremur en að afsala sér samningsréttinum til aöal- samninganefndar BSRB. „Það færir líf i félögin að annast sjálf sérsamninganna” sagði Agúst Gélrsson. jás Af hverju er útvarps- dagskrá ekki rofin vegna storm- aðvarana? Sjá bls. 6 ar undirbúin Skipaiðnaðarstöð á höfuðborgarsvæðinu er nauðsyn- leg. — Sjá viðtal við Guðjón Jónsaon, formann Félags járniðnaðarmanna, i opnu blaðsins. Vinnuhópur á vegum iðnaðar- ráðuneytisins undir stjórn Gunn- ars Guttormssonar deildarstjóra er nú að ganga frá frumtillögum um hvernig leysa megi úr hús- næðisvandræðum Landsmiðjunn- ar og bæta aðbúnað hennar. Blaðamenn hittu Gunnar að máli I heimsókn I ráðuneytiö I gær og sagöi hann það vera merkilegt að Landsmiðjan héldi lifi. þvi aö ýmist hefði verið stefnt að því aö leggja hana niður eöa halda henni gangandi, eftir þvi hvaða rikis- stjórnir hafa verið við völd. Þetta heföi að ýmsu leyti eyðilagt álit hennar út á við. Gunnar sagði að málmiðnaður væri frekar vanþróaður I Reykjavík og sæti Landsmiðjan þar við sama borö og aðrar smiðjur höfuðborgarinn- ar. Þorsteinn ólafsson, aðstoðar- maður iðnaðarráðherra, sagði það vera stefnu ráðuneytisins að halda áfram rekstri rikisfyrir- tækja sem væru komin á legg og skiluðu hagnaði og nefndi sér- staklega i þvl sambandi Land- smiðjuna og Slippstöðina á Akureyri. Þá upplýsti Hjörleifur Gutt- ormsson ráðherra að annaöhvort yrði keypt gott húsnæði undir Landsmiðjuna eða reist ný smiðja en hún þyrfti að vera sem næst þurrkvl, sem kæmi I Reykjavik, en henni hefur ekki enn veriö ákveðinn staöur. A- kvörðun um staösetningu nýrrar Landsmiöju væri ekki hægt að taka fyrr en vitað væri hvar þur - kviin kæmi. Þess skal aö lokum getið til gamans að Gunnar Guttormsson deildarstjóri I iðnaðarráðuneyt- inu er járnsmiður að mennt og lærði I Landsmiðjunni. —GFr Lánasjódur námsmanna: Brevttar reglur Tillit tekid til fj ölskylduadstæöna Stjórn Lánasjóðs Islenskra námsmanna samþykkti I gær breyttar úthlutunarreglur fyrir sjóðinn og er meginatriði breyt- inganna, að tekið verður tillit til fjölskyldustærðar við mat á framfærslukostnaði og reiknað með framfærslu námsmannafjöl- skyldunnar allt árið. Ráðherra á eftir að staöfesta þessar breytingar og verður þá væntanlega sagt frá þeim ná- kvæmar, en þetta kom fram er Þjóöviljinn sneri sér til formanns sjóðsstjórnarinnar, Þorsteins Vil- hjálmssonar, I gær til aö spyrja hvað liði endurskoöuninni. 1976, I tið fyrri ríkisstjórnar, voru sett lög um sjóðinn og nýjar reglur um úthlutun, sem mættu mikilli andstöðu námsmanna og hafa stðar veriö dæmdar ólögleg- ar I bæjarþingi. Þegar ný rlkis- stjórn tók við sl. haust sögðu full- trúar þeirrar fyrri sig úr stjórn sjóösins og nýir voru skipaðir og varð fyrsta verk sjóösstjórnar að vinna að breytingum á úthlut- unarreglunum l þá veru aö meira tillit yrði tekið til fjölskylduað- stæðna. — Námsmenn töldu þurfa 200 miljónir króna til að laga þetta, sagði Þorsteinn, en þeir peningar fengust ekki á alþingi við fjár- lagaafgreiðslu fyrir jólin, þannig að fara varð þá leiö aö nýta betur það fjármagn sem sjóðurinn hefur til umráða, til aö tryggja jafnrétti til náms, þannig að eng- framhaid á bls. 18 Lúðvik Jósepsson form. Alþýðubandalagsins um efnahagstíllögur flokksins j Auka má verðmætasköpun um mfljarðatugi króna og knýja fram stórfelldan sparnað í opinberum rekstri og einkarekstri „Já, það er rétt að Alþýðubandalagið hefur gert sínar f lokkslegu samþykktir varðandi tillögugerð um stefnumótun í efnahagsmálum. Fulltrúi flokksins í ráðherranefndinni lagði þær fyrir í dag", sagði Lúð- vík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, í við- tali við blaðið í gær. „Þetta eru ýtarlegar tillögur um samræmdar að- gerðir þar sem gripið er niður í efnahagskerfið á mörgum sviðum. Þær miða við að verið sé að takast á við efnahagsvandann til lengri tíma, eins eða tveggja ára framkvæmdatímabil og ef til vill lengra. Við leggjum höfuöáherslu á aö auka framleiðsluverðmæti • þjóðarbúsins með framkvæmd nýrrar atvinnustefnu, aukinni framleiðni og bættum vinnu- brögðum. Við leggjum einnig á- herslu á að spara þar sem illa er fariö með fjármuni t.d. þar sem fjármunum er sóaö i óþarfa milli- liöastarfsemi, margfalt dreifingarkerfi og alltof stórt banka- og vátryggingakerfi. Við viljum og nýta þau verömæti sem við höfum aflað betur en nú er gert. Með framleiðniaukningu I at- vinnuvegunum og stórfelldum sparnaði I opinberum rekstri og einkarekstri teljum viö að sú verðmætaaukning sem til ráð- stöfunar kemur i kjölfar slikra aðgerða geti numið 40 til 60 mil- jörðum króna á ári. Með aðgerð- um af þessu tagi má bæta lífs- kjaragrundvöll landsmanna og veita varanlegt viðnám gegn veröbólgu.” A slðu 81 blaöinu I dag er viötal við Lúðvik Jósepsson.og á slðu 9 eru birt höfuöatriðin úr efnahags- tillögum Alþýöubandalagsins. —ekh. j Sjá vlðtal á síðu 8. Höfuðatriðin i efnahagstillögum Alþýðubandalagsins Sjá síðu 9 j Þinglýsingar: Svifasein afgreiðsla Talsvert hefur borið á óánægju hjá mönnum sem skipt hafa við fógetaembættin i Reykjavik og Kópavogi vegna þinglýsinga á skjölum. Um áramótin tóku gildi ný lög sem taka til þinglýsinga, og hafa þau valdið miklum töfum og umstangi hjá fógetaembætt- um. Sigurður Sveinsson hjá borgar- fógetaembættinu I Reykjavik veitti Þjóöviljanum nánari upp- lýsingar um áorönar breytingar á þinglýsingu. Fram til áramóta máttu menn biöa á staönum, meöan þinglýsing á skjölum var afgreidd. Þetta fyrirkomulag hefur verið afnumiö. Nú þarf að leggja skjöl til þinglýsingar inn hjá fógetaembættum og fer þá jafnframt fram frumathugun á viðkomandi skjali. Afallandi gjöld þurfa menn að greiöa fyrir- fram viö afhendingu, en sú greiðsla telst þó ekki endanlegt gjald, heldur innborgun. Fógetaembættið framkvæmir siðan nánari athugun á skjölun- um, sem oftast nær eru afsöl og verðbréf, og fer afgreiðslutíminn eftir aðstæðum hverju sinni. Nýju lögin kveða á um vit- undarvotta, og skulu þeir amk. geta nafnnúmers á skjalinu. Þegar um afsöl, veöbréf ofl. slik skjöl ræöir, votta menn einnig að kaupancfi sé íjárráða. Ekki mun ijós ábyrgð vottanna i þessu við- viki. Siguröur sagði að hjá borgarfó- geta i Reykjavlk væri þinglýst uþb. 100 skjölum á dag. Af- greiðslutimar eru óbreyttir frá þvi sem verið hefur. Hinsvegar hafa afgreiðslutimar hjá bæjar- fógetanum I Kópavogi veriö stytt- ir, og fer afgreiðsla nú fram milli kl. 10 og 13. jás

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.