Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.04.1979, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudrfgur 1. aprfl 1979 Rætt viö Þór Þorbergsson bústjóra á til- raunabúinu að Skriðuklaustri í Fljótsdal Vetrarrúnar kindur aö Skriöuklaustri Þór Þorbergsson, bústjóri aö Skriöukiaustri Könnum flest sem kemur sauðkindinni við Svona lltur simaskrá sveitarinnar út hjá Þór Þorbergssyni aö Skriöuklaustri, skrautrituö upp á hreindýrsskinn. Eins og flestir vita/ er rikisrekiö tilraunabú að Skriðuklaustri í Fljótsdal/ jörðinni/ sem skáldiö Gunnar Gunnarsson gaf ríkinu á sínum tíma. Þar — Þannig að hér er um óskap- lega óaröbærar rannsóknir aö ræöa, aö þvi er sagt er nú til dags, þegar sauöfjárbúskapurinn er aö sliga þjóöarbúiö aö sögn fróðra manna, sagöi Þór þegar viö vor- um sestir inni stofu hjá honum og hann beöinn aö segja frá þvi helsta sem á döfinni er i tilraun- um aö Skriðuklaustri ræður nú ríkjum Þór Þor- bergsson, bústjóri, og stjórnar þeim fjölmörgu tilraunum sem þarna fara fram, einkum á flestu þvi er varðar sauðkindina. Beitarrannsóknir — Merkilegust þeirra tilrauna, sem nú eru I gangi hjá okkur, eru beitartilraunir, sem hófust sl. sumar á Eyvindarfjalli. Byrjað var á aö hólfa svæðiö niöur og þaö gróöurgreint. Rannsókn- irnar þeinast aö þvl aö kanna hvaö gróöurrikið þolir og hvaö landið þolir af beit. Þessar rann- sóknir eiga aö standa yfir i 5 ár, en þær eru nokkuö erfiöar vegna þess hve svæðið er langt I burtu og erfitt aö komast þangaö. En tilraunina veröur aö telja merka meö tilliti til þess aö hún kemur væntanlega til meö aö svara þvl, sem fjöldi manna hefur deilt um árum saman, án þess aö nokkur hafi getaö svaraö til hlitar, hvaö landiö þolir af beit. 600 fjár — Viö erum hér meö 600 f jár og höfum á undanförnum árum veriö meö margskonar tilraunir varöandi sauöfjárbúskap hér. Til að mynda geröum viö tilraunir meö aö beita lömbutn á kál til aö kanna hvaöa áhrif þaö hefur á kjötiö. Hópur manna var svo fenginn i kjötát, án þess aö nokk- ur vissi hvaöa kjöt hann var aö borða. Menn tuggöu og smjöttuöu á vísindalegan hátt og niðurstaö- an varö sú aö mönnum þótti kjöt af fjalla-lömbum betra en af þeim sem alin voru á káli. En um hitt voru menn sammála aö kállömb- in kæmu undarlega vel út. Þaö er staöreynd aö bragöiö af kjötinu breytist nokkuö eftir þvl á hverju lömbin eru alin, en ég er sam- mála þvl aö þau lömb sem alin voru á káli komu mjög vel út i þessari könnun. Vetrarrúningur — Mér er sagt aö þiö rýjiö allt ykkar sauöfé aö vetrinum? — Já, þaö er rétt, vetrarrúning- ur færist i vöxt, enda ógerlegt aö smala fé aö vorinu til rúnings nú oröiö. Viö höfum veriö meö nám- skeiöshald i vetrarrúningi, send- um ma'nn meö verkkunnáttu á þessu sviöi til bænda og þeir hafa tekiö þessu vel. En svo ætluöum viö aö breyta til og halda nám- skeiöin hér aö Skriöuklaustri, en þá brá svo viö að engin aösókn varö. Niöurstaöa okkar af vetrarrún- ingi er sú, aö viö fáum vænni lömb aö vori, þar sem kindunum liður betur um meögöngutimann. En vetrarrúningur kostar auka fóöurgjöf. Eftir aö kindurnar hafa veriö rúnar þurfa þær mun meira aö éta en áöur. Og einnig hafa þeir sem unniö hafa úr ullinni sagt, aö vetrarrúin ull sé verri en sumarrúin. Nú, ef ég held áfram aö telja upp þær rannsóknir, sem viö höf- un unniö aö, má nefna áburöar- rannsóknir, grænfóöursrann- sóknir og graskynbætur. Þá höf- um viö veriö meö frærækt hér; nú og svo hafa ullartilraunir og kyn- bætur Stefáns Aöalsteinssonar aö mestu fariö fram hér á skriöu- klaustri. Þaö er sem sé nóg aö gera hér, þótt þetta teljist ekki til aröbærustu rannsókna um þessar mundir. Þegar viö stóöum viö á Skriöu- klaustri stóð einmitt yfir rúning- ur, sem fjármaöur staöarins, Eyjólfur Irigvason, framkvæmdi. Meö þeirri aögerö, sem hann not- ar, næst mikill hraöi og er hann aö jafnaöi um 7 mínútur aö rýja hverja kind meö rafmagnsklipp- um. En þetta er mikil erfiðis- vinna og sú aðferð sem Eyjólfur notar reynir mikiö á bak manna. Til er aöferð sem er léttari fyrir manninn, en hún er líka mun seinlegri. Þór Þorbergsson sagöi, aö ef bændur ætluðu aö nýta ullina af sauðfé sinu yröu þeir aö rýja yfir veturinn, smalamennskan i sam- bandi viö sumarrúningu hjá fjár- bændum væri þaö mikil vinna og dýr, aö ullin gæti aldrei greitt þann kostnað, miöaö viö þaö verð sem nú er greitt fyrir hana.Sdór. Eyjólfur Ingvason, fjármaöur aö Skriöuklaustri viö rúning.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.