Þjóðviljinn - 25.01.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.01.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Föstudagur 25. janúar 1980 mmmuL Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis t'tgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór HlöÖversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar KarlssonvGunnar Elísson CJtlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handirta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigriOur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ölafsson Skrifstofa: Guörtin GuBvaröardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir. Bára Halldórsdóttir, Bára SigurBar- dóttir. Símavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdðttir. Bflstjóri: Sigrún BárBardóttir HósmóBir: Jóna SigurBardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Hafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sifiumúla 6. Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: Blafiaprent hf. Framleiöni og nýsköpun • Tillaga Alþýðubandalagsins um 7% f ramleiðniaukn- ingu í f iskiðnaði á árinu og 10% framleiðniaukningu í al- mennum iðnaði á ári næstu þrjú ár hefur farið mjög fyrir brjóstið á forvígismönnum Alþýðuf lokks og Fram- sóknarf lokks. Það er talað um „óskalista"/ að verið sé „að eyða fyrirfram óvissum árangri" og fleira í þeim dúr. Þrátt fyrir að framleiðniaukning í fiskiðnaði hafi verið 40% á síðustu tíu árum, eða um 4% á ári, telur Steingrímur Hermannsson ekki hægt að vænta nema 2% framleiðniaukningar í ár, sem er um það bil það sem koma mun af sjálfu sér miðað við óbreyttan afla. Al- þýðuf lokkurinn sér nú sem fyrr enqin önnur ráð en öfga- fulla aðhaldsstefnu í ríkisf jármálum og peningamálum, ásamt afnámi verðbótakerf is á laun og almenna launa- lækkun ? landinu. • Það er ekkert nýtt að Alþýðubandalagið haldi fram nauðsyn framleiðniaukandi aðgerða til þess að auka af- rakstur þjóðarbúsins þannig að meira komi til skipta. Stundum hefur þessi áhersla verið nefnd „lúðvíska" og er það veþþví nú er að koma á daginn að lúðvískan hefur verið á undan tímanum/en kratastef nan styðst við kenn- ingar sem um þessar mundir er verið að afskrifa sem gildar í verðbólgubaráttu í okkar heimshlufa. • Sérfræðingar OECD hafa komist að þeirri niðurstöðu aðsú aðhaldsstefna í ríkisf jármálum og peningamálum sem fylgt hefur verið í flestum Evrópuríkjum Efna- hags- og framfarastofnunarinnar hafi leitt til hægari framleiðniaukningar en æskilegt sé og magnað atvinnu- leysi. Um sex miljónir manna eru nú atvinnulausir í Vestur-Evrópuríkjum. Jafnframt hafi aðhaldsstefn- an fremur stuðlað að því að festa verðbólguna í sessi heldur en kveða hana niður. Þarna séákveðið samband á milli og mikilvægur lykill að því að rjúfa vítahring verð- bólgu, stöðnunar og atvinnuleysis sé framleiðniaukning og nýsköpun í atvinnuvegunum. • Ef þetta er rétt ráðlegging um stef nubreytingu í hin- um háþróuðu iðnríkjum Evrópu,hversu miklu fremur á hún ekki erindi til okkar íslendinga. Almennt er viður- kennt að íslensk atvinnustarfsemi er á mörgum sviðum á lágu tæknistigi. Framleiðni í iðnaði er hér ekki nema 50-60% af framleiðni í nágrannalöndum okkar. Talið er að meðalnýting hráefnis í frystihúsum okkar sé 36% en ætti að vera 48%. Allir sem til þess þekkja viðurkenna að hægt væri að ná miklu betri árangri en nú er gert í f isk- iðnaði okkar, bæði með minni tilkostnaði og verðmætari framleiðslu, svo ekki sé talað um nýsköpun í fram- leiðsluháttum og vélabúnaði. • Svo Milton Friedman sem ekki er i miklu áliti hjá Þjóðviljamönnum sé kallaður til vitniS/þá benti hann á þá staðreynd í sjónvarpinu á dögunum að ýmis þróunar- lönd hafa náð undraverðum árangri í framleiðsluaukn- ingu á mann á síðustu áratugum. Það er fyrst og f remst vegna þess að þau byrja á lægra stigi en þróuðu löndin og geta hagnýtt sér reynslu og þekkingu annarra. Hið sama gildir raunar um íslenskan atvinnurekstur sem á mörg- um sviðum er á vanþróunarstigi. • Fyrir tilstilli Alþýðubandalagsins var í síðustu vinstri stjórn ákveðið að verja fé til hagræðingar og f ramleiðniaukandi aðgerða í atvinnuvegunum, en með brotthlaupi Alþýðuf lokksins og stjórnarkreppunni hefur það starf stöðvast með öllu. Hið sama er að segja um það undirbúningsstarf sem fram fór til almenns iðnaðar- átaks í ráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar. Svo skammt nær skilningur Alþýðuflokksmanna i þessum málum að starfsstjórn þeirra hvarf frá þeirri ákvörðun að verja tekjum af aðlögunargjaldi til framleiðniauk- andi aðgerða. Skilningur atvinnurekenda er meiri en kratanna og þess vegna hafa til að mynda aðilar að Sam- bandi ísl. skipasmiðja fallist á að taka umrætt fé ekki beint inn í reksturinn, heldur verja því í þá rannsóknar- áætlun sem áformuð var. • Sem skammtímaaðgerð er framleiðniaukningunni ætlað að vega upp á móti stöðugu gengissigí sem annars er fyrirsjáanlegt og koma í veg fyrir 10-12% gengisfell- ingu. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar forsvars- manna í atvinnurekstri hljóta þeir að hafa áhuga á að slá ’ á verðbólgu með þessum hætti. Til lengri tíma litið er framleiðniaukning og nýsköpun í atvinnuvegunum for-' senda þess að við komumst út úr vítahring verðbólgunn- ar án þess að skerða lífskjör. úrelt aðhaldsstefna sem aðrir f lokkar en Alþýðubandalagið virðast sameinast um færir okkur ekki nær því marki. —ekh klrippt ■ Skipbrot ■ vaxtastefnu IAlþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn höfnuðu þvi i ■ viðræðum við Alþýðubanda- I lagið að nota vaxtalækkun til " þess að hamla gegn verðbólgu ■ og skapa svigrúm til aukinna * launagreiðsla i atvinnurekstri. j Ýmist er það hagur sparifjár- I eigenda eða verðbólguspillingin ■ sem er höfð sem mótbára. Jón | Baldvin Hannibalsson sem er ■ duglegur við að halda fram ■ úreltum hagfræðilummum I Al- 2 þýðublaðinu hefur útskýrt ■ skipbrot núverandi vaxta- * stefnu með þvi að aðrir þættir i I þvi módeli sem kratar setja | upp hafi klikkað, það er að ■ segja aðhaldið i rikisfjár- I málum og peningamálum og ■ launalækkunin. En málið er ekki svona \ einfalt því hávaxtamenni á b íslandi hafa verið staðnir að I þversögnum sem eru þeim til ■ mikillar háðungar. Alþýðu- | bandalagið féllst á núverandi ■ verðtryggingarstefnu — það er ■ lága vexti og verötryggingu 2 höfuðstóls, eins og áróðurs- ■ menn þessa fyrirkomulags I nefna það, vegna þess að eöli- í legt verður að teljast að stefnt I sé að þvi að lágmarksverð- ■ trygging sé I sparifjáreign I manna og lánabrask sé ekki ■ arðvænleg atvinnugrein. En ■ flokkurinn hefur alltaf haldiö J þvi fram (að forsenda verð- ■ tryggingar fjárskuldbindinga I gagnvar.t hinum almenna manni ■ sé verðtrygging launa. Annars ■ gengur dæmið ekki upp og \ greiðsluþrot verður hjá ■ almennum lántakendum. i Hlægileg I kenning ■ Helstu formælendur verð- ■ tryggingarstefnunnar, “ forystumenn Framsóknar- ■ flokks og Alþýðuflokks, hafa 1 hinsvegar gert sig hlægilega j með þvi að prédika verðtrygg- I ingu fjárskuldbindinga um leið ■ og þeir vilja afnema eða stór- I skerða verðtryggingu launa. ■ Allstaðar þar sem slik verð- ■ tryggingarstefna hefur veriö u reynd hefur hún reynst illa og i ■ Finniandi og tsrael gáfust ■ menn upp á henni vegna “ almenns greiðsluþrots ibúða- I lána hjá lántakendum. ■ Nú er ver ðtryggingarstefna | hvergi nærri komin i gegn á ■ lánamarkaði hér og verður | liklega aldrei útfærö. Þvi er J réttara að tala um hávaxta- ■ stefnu sem nú er i gildi eða við- ■ leitni til þess að koma á raun- J vöxtum á la Vilmundur. | Hávaxtastefna siðustu ára ■ veröur viö okkar aðstæður I hvorki rökstudd né réttlætt sem , vopn gegn veröbólgu. Hún hefur ■ þvert á móti ýtt undir verðlags- ■ og kaupgjaldsskrúfu. Þetta j kemur best fram I þvi að enda I þótt meöalvextir séu nú komnir ■ I 37% hafa raunvextir aldrei | verið eins neikvæðir eins og á ■ siðasta ári, og þvi aldrei eins I illa séð fyrir hag sparifjáreig- J enda. ! Vatahœkkun \ haldlitil Grunnvextir hafa hækkaö ■ um 100% frá 1977 en samt sem I áöur hefur verðbólguhjólið , aldrei snúist hraðar en nú. ■ Vaxtakostnaður er oröinn I þyngsti útgjaldaliöur fjölda J fyrirtækja fyrir utan laun, I enda hefur vaxtakostnaður beirra á sama tima aukist um 50 til 250%. A þvi sést hversu mikil firra það er af forstjóra Þjóðhagsstofnunar og Jóni Baldvin Hannibalssyni að halda þvi fram að vaxtalækkun muni litil sem engin áhrif hafa á afkomu fyrirtækja né verð- bólguhraða. Jón Baldvinj Duglegur við úreltar hagfræöilummur. Vilmundur; Heims viðundur i vaxtamálum. Steingrimur; Verðtrygging lána en afnám verötryggingar Iauna gengur ekki upp hjá honum. Astæðan fyrir þvi að vaxta- kenningar Alþýðuflokksins hafa reynst haldlitlar i fram- kvæmd er einkum sú að hug- myndin um aö vextir ráði sparnaði er meira en litið vafa- söm og að hækkun þeirra hafi áhrif á verðbólgu til lækkunar miðar við frjálsan lána- og peningamarkað. A íslandi rikir hinsvegar lánaskömmtun innan ramma lánsfjárætlunar og með útlánaþaki. Auk þess dregur það úr samdráttar- áhrifum vaxtahækkunar að vextir hafa verið frádráttar- bæir frá skatti og rikissjóður þvi borgað niður að hluta lána- kostnað lántakanda. Sem hag- stjórnartæki koma vaxtabreyt- ingar að litlu gagni i okkar kerfi, nema hvað vaxta- hækkunum er velt út i verðlagið «3 ----------------------, af herðum fyrirtækja og stofn- ■ ana og skrúfa þannig upp verð I bólgu, og eru þvi til bölvunar. ■ Raunvöxtum hvergifylgt j Fyrir utan þetta er ljóst að ■ sparnaður manna ræðst fyrst g og fremst af stighækkandi 2 tekjum, og þeim áformum sem ■ menn hafa upp* um einkafjár- • festingu, en ekki af vaxta- jj prósentu. Vaxtaprósenta I ræður fyrst og fremst sparn- ■ aðarforminu og á hvaða reikn- § ingum menn kjósa að geyma ■ sparifé sitt. Hækkun vaxta | hefur á hinn bóginn engin áhrif 2 haft á lánseftirspurn og er nú ■ svo komið i kerfinu að lántak- I endur reyna i auknum mæli að J kria út lán til þess eins að | bjarga sér frá greiðsluþroti. ■ Hvergi i héiminum er stefna 1 i peningamálum látin i blindni ■ fylgia hugtakinu raunvöxtum | eins og Vilmundur vill að gert sé ■ ■ gert sé á íslandi. Viðast eru j sveigjanleg vaxtakjör i gildi og I mismunandi vaxtaprósenta 2 eftir tegundum útlána og | innlána, og ræður þá þjóðhags- ■ legt mat á nauðsyn f járfes tinga I lánakjör um. Fjölskyldum iþyngt \ Skrúfuhækkun útlánsvaxta I minnkar ekki eftirspurn eftir ■ lánum né dregur úr verð- | bólgu. Sambærileg skrúfu- ■ hækkun innlánsvaxta eykur I ekki heildarsparnað, enda þótt 2 meira fé renni í gegnum banka- _ kerfið af þeim sökum. I Hávaxtastefna undangenginna ■ ára hefur valdið stórfelldum I hækkunum i framleiðslu- ■ kostnaði og lamað að sama | skapi getu fyrirtækja til þess 2 að bæta kjör launafólks. Beint ■ og óbeint hefur vaxtastefnan I einnig þrýst upp verði hús- 2 næðis og þyngt til muna fram- | færslukostnað fjölskyldna. ■ Stefnubreyting? - Allstaðar i hinum vestræna • heimi er i gildi sveigjanlegt Jj peningakerfi þar sem munur I er gerður á kjörum milli ■ skammtima rekstrarlána, | persónulegra lána, fjárfest- ■ ingarlána og Ibúðarlána. I Allstaðar þar sem reynt hefur 2 verið að verðtryggja Ibúðarlán ■ hafa menn runnið á rassinn ■ ;með það, sérstaklega þar sem 2 á sama tima er reynt að rýra 1 verðtryggingu launanna og ■ stefna almennum lántakendum I i greiðsluþrot. Af framansögöu má ráða að ■ vaxtastefnan hérlendis er ■ kolröng og hefur leitt til f ófarnaðar. Þessvegna er I fullkomlega réttlætanlegt að 2 leggja til vaxtalækkun sem | meðal gegn verðbólgu eins og ■ Alþýöubandalagið hefur gert. I Að hafa meðalvexti 27% I ca. u 30% verðbólgu að tillögu ■ Alþýðubandalagsins,I stað þess I aö hafa þá 37% i 60% verðbólgu ! eins og nú er, tryggir augljós- | lega hag sparifjáreigenda ■ betur en nú. Það skapar einnig | svigrúm fyrir fyrirtæki að ■ taka á sig launahækkanir án | þess að velta þeim út I verð- \ lagiö. Talsmenn öfgafullrar ■ raunvaxtastefnu og verðtrygg- I ingarstefnu ættu að taka sig á 2 og viðurkenna þau mistök sem 1 þeir hafa gert og leitt hafa til I andstæðu þess sem þeir 2 ætluðust til I upphafi, sumir | eflaust af góðum hug og með ■ hugsjónir i brjósti. -ekh. a skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.