Þjóðviljinn - 26.01.1980, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 26.01.1980, Blaðsíða 19
Laugardagur 26. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Nýr íslenskur þáttur a niorgun: Þj óðlíf 1 þættinum Þjóðlif sem hef- ur göngu sina i sjónvarpinu á morgun verða forsetahjón- in sótt heim að Bessastöðum. Sjónvarp kl. 20.45 Nýr þáttur hefur göngu sina i sjónvarpinuá morgun. Mun þátturinn bera nafnið Þjóðiif en eins og nafnið gefur til kynna mun einkum verða fjailað um ýmsa þætti I Is- lensku þjóðllfi, og að sögn aö- standenda er þaö frómur ásetningur þeirra að I þáttun- um fari saman fræðsla og nokkur skemmtan. Umsjónarmaöur þáttarins er fréttamaðurinn Sigrún Stefánsdóttir.en ákveðið er að þátturinn verði á dagskrá slðasta sunnudag hvers mán- aðar. 1 þessum fyrsta þætti sem hefst kl. 20.45 verða forseta- hjónin heimsótt að Bessa- stöðum, auk þess sem litið verður inn hjá morgunleik- fimismönnum i útvarpinu. Mun Valdimar örnólfsson leikfimiskennari einnig leið- beina áhorfendum um undir- stöðuatriði skiöaiþróttarinn- ar. Sigriður Ella Magnúsdóttir söngkona verður kynnt, og i restina verður haldið Þorra- blót. Stjórnmál og glæpir Stúlkan sem drukknaði A morgun sunnudag kl. 14.55 verður fluttur i útvarpi 4. þátturinn úr flokknum „Stjórnmál og glæpir” og nefnist hann „Stúlkan sem drukknaði, frásögn úr hinu ljúfa lifi á ttaliu”. Höfundur er Hans Magnus Enzens- berger, en Viggo Clausen hef- ur búið þáttinn til útvarps- flutnings. Þýöandi er Mar- grét Jónsdóttir. Flytjendur eru: Arni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Gisli Alfreðsson, Gunnar Eyjólfsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Helga Jóns- dóttir, Helgi Skúlason, Jónas Jónasson, Klemenz Jónsson, Lilja Þorvaldsdóttir, Rúrik Haraldsson, Þórhallur Sig- urösson og Benedikt Árna- son, sem jafnframt stjórnar flutningi. Þátturinn er 59 min- útna langur. Fyrir rúmum aldarfjórð- ungi lá við borgarastyr jöld á Italiu, þegar lik ungrar stúlku fannst á baðströnd um 25kilómetra sunnan viö Róm. Útvarp kl. 14.55 Stúlkan, Wilma Montesi, var i tengslum við suma æðstu valdamenn landsins og ,svo virtist sem þeir hefðu ekki allir hreint mjöl I pokahorn- inu. Aðalvitninu er hótað, en þráttfyrir þaö kemur margt fram sem átt hafði aö liggja i þagnargildi. í Myndin sýnir Pétursborg I Róm, en atburöir leikþáttarins sem að þessu sinni veröur fluttur áttu sér staö á Itallu fyrir nærri 25 árum. Breskur þriller Ipcress- skjölin i kvöld verður sýnd I sjón- varpinu breska njósnamynd- in „The Ipcress File” eða I Is- lenskri þýðingu Ipcress skjölin. Myndin sem er frá árinu 1965 er gerð eftir samnefndri sögu Len Deightons. Leikstjóri er Harry Saltz- mann en meö aðalhlutverkin fara þeir Michael Caine og Nigel Green. Söguþráðurinn er I stuttu máli á þá leið að breskum visindamanni er rænt. Þegar hann finnst aftur hefur hann gleymt allri sinni visku i vis indunum. Gagnnjósnaranum Harry Palmer er að sjálfsögöu faliö rannsókn málsins og þá kem- ur margt dularfullt i ljós eins og von er og visa. Michael Caine sem þarna er staddur ásamt sinni heitt- elskuðu Camillu leikur hetj- una i bresku njósnamyndinni Ipcress-skjölin. Sjónvarp kl. 21.35 Myndin fær i gömlum kokkabókum þá dóma að hún sé „raffinered spionthriller”, svo engan ættiaðsaka þó hann settist niður fyrir framan imb- ann kl. 21.35 i kvöld. — ig. Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík lesendum „ Ómerkilegt skemmtiefni” Til Stínu! Stina min. Ert þú orðin eitt- hvað ga ga? Strákurinn sem þú varst með i Skiphól hét ekkert Lúlli. Ég er ekki sjálfur alveg klár á þvi hvaö hann heitir en ég tók þessa mynd af honum þar sem hann var að biða eftir strætó niður á Hlemmi. Kveöja, Gummi frændi. Svar við fyrirspurn: Framlengt vegna beiðni rithöfunda Rikisútgáfa námsbóka hefur sent ritstjórn Þjóðviljans svo- hljóðandi svar vegna fyrir- spurnar á lesendasiöu: I blaði yðar, 19. þ.m., er spurt hvers vegna skilafrestur hand- rita væri framlengdur i verð- launasamkeppni útgáfunnar um barnabækur, i tilefni barnaárs Sameinuðu þjóðanna. 26. nóv. s.l. barst útgáfunni beiðni frá Félagi ísl. rithöfunda um að framlengja skilafrestinn um þrjá mánuöi. Þegar beiðnin var til athugunar hjá stjórn út- gáfunnar höfðu mjög fá handrit borist. Var þvi fallist á tilmæli rithöfundanna og skilafrestur- inn framlengdur til 1. mars 1980. öllum sem komu meö handrit og til náöist var sagt fráþessu. Varöandi þá athugasemd fyr- irspyrjanda að þessi frestur mismunaði höfundum, þá var það mál rætt og væntum viö að þeir höfundar sem þetta bitnar á, eða umboðsmenn þeirra, hafi samband viö skrifstofu Rikisút- gáfunnar. Þjóðsagan Kerling undir Jökli sagði: „Það var ööruvisi i minu ung- dæmi en nú,” sagði hún, „Þegar þeir réru á daginn, þá rumdi i árunum: umrum, glumrum, en nú ti'stir i þeim: urrum, smurr- um. Þegar þeir komu i land á kveldin og fóru úr skinnklæðun- um sögðu þeir viö okkur: erð- um, seröum, en nú veina þeir og segja: kútinn, kútinn. Þá var allur Breiðafjörður i ljá. Þá lá andslotinn i vöggu, löngu fyrir guðs minni.” Þvi er þaö máltak aö þaö hafi verið löngu fyrir guðs minni eða þegar skollinn lá i vöggu sem aldrei hefur veriö og ekki er nema karlaraup eöur kerlingabók. Sveinfriður Sveins- dóttir hringdi og vildi taka undir með sjón- varpsáhorfanda sem lét skoðanir sinar i ljós hér á siðunni sl. fimmtudag. Þaö sem kallað væri skemmtiefni i Islenska sjón- varpinu væri slikt rusl, aö ekki væri bjóöandi fólki uppá þaö. Einkennandi væri að þegar Tage Ammendrup væri skrif- aður fyrir einhverju þvi efni sem kallað er Islenskir skemmtiþættir, brygðist það ekki aö áhorfendum væri boðiö uppá lágkúruskemmtan. Hins vegar flýtur alltaf eitt- hvað af ágætu skemmtiefni og menningarlegu þegar Andrés Indriðason fær að ráða ferð- inni. í ofanálag við allt þetta væri fólki siðan boðið upp á am- eriskar kvikmyndir af siöustu sort. Hvernig væri nú lika aö veita Halla og Ladda og öllu þessu liði hvild frá sjónvarpinu. Fólk er löngu orðiö þreytt á þessum sifelldu kjánalátum þeirra. Á irlandi er enn algengt að hús séu kynt með mó, enda olíudropinn dýr þar sem annarsstaðar. En það vakti athygli ferðamanns, að mógrafir eru þar sam- eign og hafa borgaryfirvöld í Dublin afmarkað stórt svæði lands utan borgarinnar þangað sem almenning- ur getur farið og sótt sér mó einsog hver vill hafa. Á sunnudögum siðsumars er það þvi aðalfjölskyldu- sportið að fara saman ungir og gamlir, ná í mó og tína gjarna ber í leiðinni. Þarna sjást börnin hlaupa með tóma pokana til mótekjunnar og á neðri myndinni er búið að koma vænum hrauk á veginn. —Ljósm. vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.