Þjóðviljinn - 16.04.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.04.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. april 1982 um hclgina Ijóðlist Kynning á ljóðum Laxness i tilcfni af 80 ára afmæli Hall- dórs Laxness fiytja nemendur 3. bekkjar Leiklistarskóla tslands. i samvinnu viö Norræna húsiö, samfellda dagskrá úr Ijóöum skáldsins i Norræna húsinu kl. 17.00 sunnudaginn 18. april. Dagskráin, sem ber heitið ,,ó, hve létt er þitt skóhljóð”,er að mestu byggö á Kvæðakveri Halldórs, sem kom fyrst út árið 1930 og olli miklu fjaðrafoki og hneykslan. Kvað þar við nýjan tón, þar sem hefðbundnum kveðskap var varpað fyrir róða, bæði hvaö varðar yrkisefni og form. Þá eru einnig flutt ljóðin úr skáldsögunum sem skáldið prentaði i siðari útgáfum Kvæðakversins. Brotum úr blaðagreinum og öðrum verk- um skáldsins er skotið milli ljóðanna og sungin eru lög eftir Jón Ásgeirsson, Jón Þórarins- son, Jón Laxdal, Askel Másson og Eyþór Arnason, en hann er úr hópi nemenda. Flytjendur auk hans eru: Edda Heiðrún Backmann, Helgi Björnsson, Kristján Franklin Magnús, Maria Sigurðardóttir, Sigurjóna Sverrisdóttir og Vilborg Halldórsdóttir. Þórhallur Sig- urðsson hefur tekið dagskrána saman og stjórnar flutningi ásamt Fjólu Olafsdóttur, sem æft hefur söngva. Undirleik annast Páil Eyjólfsson, gitar- leikari. Leiklistarnemar munu endur- taka fiutninginn i Norræna hús- inu næstkomandi mánudags- kvöld kl. 20.30 og i ráði er að heimsækja nokkra staði utan Reykjavikur. tónlist Frum- flutningur Concord- sónötunn- ar Breski píanóleikarinn John Lewis heldur tónleika aö Kjar- valsstööum laugardaginn 17. april klukkan fimm og mun þar leika „Concordsónötuna” eftir Charles Ives. Er þetta i fyrsta skipti sem þessi sónata er flutt hér á Iandi. Sónatan er samin á árunum 1908-1915 og daga kaflaheitin nöfn af þeim rithöfundum og heimspekingum sem bjuggu í Concord, Massachusetts, um miðja siðustu öld, Emmerson, H^wthorne, Alcotts og Thoreau. Á tónleikunum mun John Lewis einnig spjalla um sónötuna. John Lewis hefur i vetur veriö kennari viö Tónlistarskólann i Stykkishólmi. Tónleikar í Austurbæj arbíói Tónlistarfélagiö gengst fyrir tónleikum n.k. laugardag, 17. april, klukkan 2.30 i Austurbæj- arbiói. Þar koma fram Wiiliam Parker, baritonsöngvari, og William Huckaby, pianóleikari. A efnisskránni eru verk eftir Beethoven (Adelaide), Poulenc (Banalités), Rorem (War Scenes) og Schumann (Dichter- liebe). Úr fórum f j ölskyldunnar Höskuldur Björnsson, listmálari, (1907-1963) dvaldist lengst af I Austur-Skaftafellssýslu, þar til hann flutti búfcrlum til Hvera- geröis, þar sem ekkja hans, Hallfrföur Pálsdóttir, býr enn, en hún hefur breytt vinnustofu listamannsins þar i notalega kaffistofu. „Höskuldur átti bæöi hagar og hlýönar hendur er geröu honum hvert verk létt og hann átti óvenju skarpa sjón á töfra umhverfis sins i náttúru og mannllfi. Hvort tveggja var forsenda þeirra lista- verka er eftir hann liggja. Við sjáum nokkur af þeim hér.” — (Cr sýningarskrá — Kristján frá Djúpalæk). Laugardaginn 17. april verður opnuö sýning á verkum Höskuldar Björnssonar, þeirra er enn eru i eigu fjölskyldu hans. Sýningin vcröur aö Kjar- valsstööum og opnar klukkan tvö. AIIs veröa um 150 myndir á sýningunni. I ár veröa 75 ár liðin frá fæðingu Höskuldar og af þvi til- efni er efnt til þessarar sýningar. Höskuldur fæddist 26. júli 1907 að Dilksnesi i Horna- firði og lést 2. nóvember 1963. Hann lærði teikningu hjá Rik- harði Jónssyni, myndhöggvara veturinn 1925-26 og naut einnig tilsagnar Jóns Stefánssonar, listmálara, 1928-31. Þaö sem helst einkenndi verk Höskuldar Björnssonar voru rómantiskar fugla- og lands- lagsmyndir auk mynda af göml- um byggingum, svo nokkuö sé nefnt. Tónleikar á Akureyri og í Reykjavík Sextiu og þriggja manna hljómsveit heldur tónleika á Akureyri og i Reykjavik um næstu helgi. Er hér um aö ræöa nemendur fjögurra tónlistar- skóla, Tónlistarskólans í Reykjavik, Tónskóla Sigur- sveins, Tónmenntaskólans og Tónlistarskóla Akureyrar. Hljómsveitarstjóri er Mark Reedman og einleikari á fiölu verður Guöný Guðmundsdóttir, konsertmeistari Sinfóniuhljóm- sveitar islands. Tónleikarnir á Akureyri verða i Iþróttaskemmunni á laugardag klukkan fimm, en i Reykjavik i sal Menntaskólans við Hamrahlið á sunnudaginn klukkan fimm. Sala aðgöngumiða fer fram i bóka- búðinni Huld á Akureyri og viö innganginn á báðum stööunum. Egó 6 Lækjartorgi á morgun kl. 14.00: Rokk gegn banni Bubbi Morthens og félagar hans i Egó halda hljómleika á Lækjartorgi á morgun, laugar- dag kl. 2. e.h. Með hljóm- leikunum er Egó að mótmæla þvi uppátæki kvikmyndaeftir- litsins, að banna fólki innan 14 ára aðgang að kvikmyndinni „Rokk I Reykjavlk”. Liklegt er að sá hópur fjölmenni á Torgið á morgun, auk hinna „hólpnu”, hvort sem ’ann hangir þurr eður ei....

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.