Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. aprfl 1983 Helgin 9.—10. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 sem Þórbergur gerði frœgt í Ofvitanum stendur enn á sínum stað Ofvitinn eftir Þórberg Þórðarson í leikgerð Kjartans Ragnarssonar var sýndur í sjónvarpi á páskadag og munu flestir landsmenn hafa setið fyrir f raman sjónvarpstækið meðan á sýningu stóð og skemmt sér. Sögusviðið var Bergshús í Reykjavík á árunum 1908-1912. Ekki mun öllum vera Ijóst að þetta hús stendur enn á sínum stað í Reykjavík-á Skólavörðustíg 10, að vísu breytt að ytra útliti en þó eru viðir og útlínur söm. Þetta „hús örlaganna" sem Þórbergur kallar svo, hýsir nú verslunina Leikfangahúsið og í Baðstofunni uppi á lofti er lager verslunarinnar. Borgaryfirvöld undir stjórn Davíðs Oddssonar hafa nú látið þau boð út ganga að þetta hús ásamt röðinni milli Bergstaðastrætis og Bankastrætis skuli hverfa af yfirborði jarðar og í staðinn reist nýmóðins háhýsi. Því ekki að gera Berghús upp í stíl við Bernhöftstorfuna, hafa þar lítið notalegt kaffihús með minjasafn um Þórberg á hinu sögufræga lofti? Og stjörnuathugunartæki undir einrúðu- glugganum sem var stjörnuturn Þórbergs í 4 vetur? Vel mætti fella nýju húsin að þessu lága, „svipþunga og karakterfasta húsi, ómandi af músík aldanna“. Elskan hétArndís í íbúaskrá Reykjavíkur árið 1909 eru eftirtaldaríbúaríBergshúsi: 1. Bergur Þorleifsson söðlasmiður, f. 7.9.1841 á Sléttahól í Hörglandshreppi, 2. Hólmfríður Árnadóttir konahans,f.5.3.1846 í Rvík, 3. Guðrún Halldóra dóttir þeirra, f. 12. mars 1887 í Rvík, 4. Þórbergur Þórðarson námspilturf. 12. mars 1888 að Breiðabólsstað í Borgarhafnarsókn, 5. Bjarni Þorgeir Magnússon námspiltur f. 10.8.1891íVestdalíSeyðisfirðiog6. Oddur Ólafsson námspiltur, f. 20.1.1891 að Lækjarbakka í Hvammssveit. Allt þetta fólk þekkjum við úr Ofvitanum. Næsta ár eru þeir Bjarni Þorgeir og Oddur horfnir úr húsinu en annað námsfólk komið í staðinn og árið 1911 er komin í húsið Arndís Jónsdóttirf. 25.6.1890í Fögrubrekku í Hrútafirði, til heimilis að Bæ. Þarna er engin önnur komin en elskan „Það var gamalt hús með rismiklu helluþaki og lágum timburveggjum, svipþungt og karakterfast, ómandi af músík aldanna“, segir Þórbergur í Ofvitanum. Nú er það breytt. Glugginn á gaflinum er á Baðstofunni. Ljósm.: eik. Hús örlaganna og orkuver andans hans Þórbergs sem ekki er nafngreind í sögunni. Arndís þessi var dóttir Jóns Sigurðsson; og Guðrúnar Guðmundsdóttur í Fögrubrekku. Hún missti móður sína þegar hún var þriggja ára og föður sinn 5 ára og mun þá hafa verið tekin til fósturs að Bæ í Hrútafirði. Hún tók síðar kennarapróf og fékkst við kennslu. Maður hennar var Tómas Kristjánsson oddviti að Höskuldsstöðum í Hrútafirði en hann missti hún eftir 11 ára sambúð og voru þau barnlaus. Sannleikurinn um líf kynslóðanna „Allir íslendingar kunna að lesa bækur. En hversu margir kunna að lesa hús? Það er meiri íþrótt að kunna að lesa hús en að geta lesið bækur. Húsiðer hugsun, sem hefur hæð, lengd og breidd. Bókin er vöntun á hugsun, sem aðeins hefur lengd. Húsið er sannleikurinn um líf kynslóðanna. Bókin er lygin um líf þeirra." Svo segir Þórbergur í Ofvitanum. Bergshús kom honum til að hugsa um alvöru lífsins. „Hvert herbergi, hvert þil, h vert húsgagn, hvert skin og h ver skuggi, sem ljós heimsins mjakaði yfir gólf og veggi, voru mér eins og gömul bókfell, er hönd tímans hafði skráð á brot úr lífi merkilegra kynslóða." „Hér hafði alltaf eitthvað sögulegt verið að gerast. Hér gat ég setið og þar gat ég legið tímum saman og gleymt peningaleysi heimsins við að stafa mig fram úr þessum bókfellum aldanna.“ Bókfell aldanna Og í Oddvitanum er heill kafli um bókfell aldanna. Þegar Þórbergur kom í Bergshús hafði það veri reist fyrir 45 árum „og maðurinn sem hugsaði það og reisti af grunni var enginn meiri né minni en sjálfur Alexíus Árnason pólití, merkasti höfðingi, sem nokkurn tíma hafði gengið um götur höfuðstaðarins í þjónustu góðs skikks og sæmilegra siða.“ Uppi á loftinu í austurherberginu hírðist í gamla daga annar snillingur. Það var Einar stopp, „mesti hlaupari, sem nokkurn tíma hafði verið uppi á íslandi. Hann hljóp fyrir alvöru lífsins, fyrir fólkið. Hann hljóp fyrir þjóðina. Hann varflugpóstur þeirra tíma. Hann sást oft á harðahlaupum um fjöll og firnindi, klyfjaður bréfum, blöðum og bögglum fyrir póststjórnina." Og í vesturherberginu í Bergshúsi, Baðstofunni, vistarveru Þórbergs, hafði áður búið sjálfur Eiríkur á Brúnum, höfundur óborganlegrar ferðasögu, mormón og fyrirmynd Steinars í Steinahlíðum í Paradísarheimt Laxness. Og innan veggja Bergshúss hafði Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir „úthellt sér yfir duglausa eiginmenn og svefnhettumók Reykvíkinga. Hér hafði sindrað frá henni glóandi orðkynngi um rangsleitni hinna ráðandi manna, skítbuxnaháttinn, læpuskapinn, heimskunaístjórn bæjarins, framfarir hins nýja tíma. f þessum vistarverum hafði hún gert bál úr hverjum lífsneista fyrir allar bæj arstj órnarkosningar, prestkosningar, alþingiskosningar. „Eg vil heldur skítugan hlandkopp inn í þingið en helvítið hann Jónassen.“ Og hér höfðu þeir átt þak yfir höfuðið á skólaárum sínum Björn Jónsson í ísafold, Þórbergur: Bergshús kallaði hann aldrei annað með sjálfum sér en örlagahúsið eða hús örlaganna „Og þegar maður stóð á pallskörinni, gat maður teygt höfuðið upp um gluggaopið og séð i þrjár áttir. Þessi gluggi var stjörnu- turninn minn í fjóra vetur“. Nú er búið að negla fyrir gluggann og Baðstofan, þurrk- loftið og austurherbergið er verslunarlager. sr. Jens Pálsson og Jóhann Gunnar Sigurðsson skáld. Minningabrotum um þetta fólk hafði Þórbergi tekist að stafa sig fram út í bókfellum aldanna í Bergshúsi en sjálfur hefur hann gert húsið ódauðlegt hvort sem það fær að standa áfram eða ekki. Hlýja og listrænt samhengi Um Baðstofuna segir Þórbergur svo: „Herbergið, sem við fengum þarna til íbúðar, var uppi á lofti í vesturenda hússins, og gestir okkar, er þangað tóku að streyma, þegar leið á haustið, kölluðu það í gamni Baðstofuna, af því að það var undir súð og allur heildarsvipur þess minnti mjög á sveitabaðstofu. Þessi vistarvera var um sex álnir á lengd, sex á breidd og liðugar þr j ár álnir að hæð upp í mæni. Vegghæðin frá gólfi upp að súð var nálægt einni alin og kvartéli. Súðin, sem ekki var skarsúð, var bólstruð grænleitu veggfóðri, en veggirnir milli gólfs og súðar voru klæddir blágrænum panelþiljum, sömuleiðis stafninn og skilveggurinn sitt hvoru megin dyra. Á gafli herbergisins var sexrúðu-gluggi, sem sneri mót norðvestri. Undir glugganum var gamalt ljósviðarborð, smellt sögulegum minningum f samskeytunum milli > borðfjalanna. Á þvístóð blússbrennari með postulínshj álmi, alltaf ný-fægður. Vinstra megin borðsins, úti við stafnþilið, stóð hvítmáluð jámgrind, sem gerð var utan um þrjámisvíða járnhringi. í efsta hringnum stóð emaleruð sápuskál og í þeim neðsta emaleruð vatnskanna. Á þilinu fyrir ofan þvottaskálina hékk handklæði á nagla, og litlu hærra, nær glugganum, hékk lítill spegill með kuðungaumgerð. Meðfram norðurvegg herbergisins voru tvö rúm, sem tóku yfir lengd þess. Yfir þau voru breidd hvít teppi. En úti við suðurvegginn stóð lítill sóffi, fóðraður rauðu damaski. Svo voru tveir til þrír stólar, klæddir damaski samlitu sóffanum. Á austurenda herbegisins voru dyr. Það voru litlar dyr með ljósri umgerð og blágrænni hurð. Oginnan á hurðinni var lítill járnsnerill en lykill í að utanverðu. Við þilið milli dyranna og eystra rúmsins var stór kolaofn sí-kyntur, sem varpaði út um herbergið þungum hvin, er minnti á djúpan vatnanið að fjallabaki. Og í glóðarholinu innan við ofnristina dönsuðu leiftrandi eldlokkar í fjölda tilbrigða, sem slógu seiðandi æfintýrabjarma á vetrarkvöld Baðstofunnar. Þessi litla vistarvera geislaði frá sér hlýju og listrænu samræmi horfinnar menningar. Fyrir framan herbergisdyrnar var dálítið þurrkloft með stögum og stórri grjótrullu, sem stóð undir norðursúðinni. En hinurn rnegin þurrkloftsins, í austurenda hússins, var herbegi á stærð við Baðstofuna. Það var ýmist haft til geymslu eða handa vinnukonum. Niður af þurrkloftinu sunnan megin gekk brattur stigi með tíu tröppum. Á þakinu yfir stiganum var einrúðu- gluggi, sent hægt var að opna og loka eftir vild. Ogþegar maður stóð á pallskörinni, gat maður teygt höfuðið upp um gluggaopið ogséð í þrjár áttir. Þessi gluggi var stjörnuturn minn í fjóra vetur.“ Orkuver andlegs lífs Fljótlega eftir að Þórbergur flutti í Bergshús tók að fjölga gestakómum í Baðstofuna og ekki leið á löngu áður en þarna hafði risið ofurlítið orkuver andlegs lífs og þungamiðj a þess var ofvitinn. í leikgerð Kjartans Ragnarssonareru aðeins nefndir þrír til sögunnar, þeir Oddur Ólafsson, Þorleifur Gunnarsson og Rögnvaldur Guðmundsson en í bókinni eru þeir mun fleiri. Allir eru þeir nefndir réttum nöfnum. Oddur Ólafsson gekk í Hjálpræðisherinn eins og kemur fram í Ofvitanum. Hann varð seinna forystumaður Hersins á ísafirði og reisti gistihús það hið mikla sem þar er. Seinna var honum falið af Alþýðuflokknum að reisa Alþýðuhúsið í Reykjavík og gerði það af mikilli atorku og veitti því síðan forstöðu. Þorleifur Gunnarsson, sérfræðingurinn í millilandafrumvarpinu, varð síðar meiri háttar bókbandsmeistari í Reykjavík. Hann er faðir Gunnars bókaútgefanda. Rögnvaldur Guðmundsson dó ungur úr berklum. Aðrir gestir í Baðstofunni voru m.a. þessir: Gunnar Espólín Benediktsson, faðir Birgis ísleifs. Hann varð síðar lögfræðingur. Emil Guðmundsson Waage, dó ungur úr berklum. Sigurður Ó. Lárusson síðar prófastur í Stykkishólmi. Eiríkur Helgason, síðar prófastur í Bjarnarnesi. Hann er faðir Oddbergs skipasmiðs í Nj arðvík og þeirra systkina. Sigurður Grímsson, síðar leiklistargagnrýnandi og lögfræðingur. Ragnar Þórarinsson, síðar smiður í Reykj avík. Eftir að Þórbergur og orkuverið hvarf úr Baðstofunni hafa vafalaust gerst þar rnerk tíðindi, og húsið er vel þess virði að halda til haga á sínum stað. Það er í rauninni ekki vansalaust að Reykvíkingar eigi ekki eitt einasta skáldahús meðan Akureyringar eigaþrjú. Þvíekki að geraBergshús að minjasafni um Þórberg og aðra þá sem þar hafa gert garðinn frægan? - GFr. Stúdentar frá Menntaskólanum árið 1914. Fjórir þeirra voru fastagestir t Baðstofunni á menntaskóla- árum sínum. Þeir eru Rögnvaldur Guðmundsson (stendur efst til vinstri), Gunnar E. Benediktsson (stendur 3. frá v.), Sigurður Ó. Lárusson (situr lengst til vinstri) og Eiríkur Helgason (situr 3. frá v.) Yfir dyrum er skorið nafn hússins í tré. Ljósnt.: eik. Elskan hans Þórbergs hét Arndís Jónsdóttir -„hávaxin stúlka, dökkhærð, hrokkinhærð, ívið kinnbeinahá, rjóð í andliti, fersk og sælleg,..“ Bergshús stendur enn á sínum stað við Skólavörðustíginn, tuttugu og tvo faðma frá höfuð- tukthúsdýrum þjóðarinnar. Hér er bakhlið þess og sést móta fyrir þakglugganum í þakinu. Þar sem áður uxu kartöfiur, rófur, heimulunjóli og gulrófnafræ með eteriskt yfirbragð eru nú öskutunnur og bílar. Ljósm.: eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.