Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 5
Fimmhídagur 8. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Þórður Skúlason í umrœðum á Alþingi Minnkaþarf misræmi miiii sveitarfélaga „Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvernig hagað verður athugun á að flytja verkefni og tekjustofna í áföngum frá ríki til sveitarfélaga, en það verður gert strax eftir áramótin í samráði við Samband ísl. sveitarfélaga“, sagði Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra í svari við fyrirspurn frá Þórði Skúlasyni á Alþingi í vikunni. Þórður Skúlason bar fram fyrir- spum í mörgum liðum um þessi mál en svörin hjá félagsmálaráð- herra voru rýr, enda málin í salti frá því að nefnd, sem Svavar Gestsson félagsmálaráðherra skipaði 1982 til þess að endurskoða verka- og tekjuskiptinguna, var leyst upp. Þórður minnti á einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis árið 1975 sem tekin var án samráðs við sveitarfélögin. Þá voru kostnaðar- söm verkefni flutt yfir á sveitarfé- lögin án þess að þau fengju tekjur á móti, t.d. rekstrarkostnaður og viðhald skólamannvirkja. Fjár- hagsvandi sveitarfélaganna kæmi núm.a. fram í þvfað þau gætu ekki lengur fjármagnað ógreidd ríkis- framlög til skólaakstur, þannig að farið væri að loka skólum á Norð- urlandi. Þórður Skúlason gagnrýndi það að ekki skyldi unnið samfellt að Ronald Reagan: Vinstri menn stjórna dauðasveitunum í E1 Salvador Ronald Reagan beitti í síðustu viku neitunarvaldi sínu gegn lögum sem áttu að gera það að skilyrði fyrir áframhaldandi hernaðarað- stoð Bandaríkjanna til El Salvador að framfarir yrðu í landinu í átt til aukins lýðræðis. Afstaða Reagans til þessa máls hefur vakið mikla gagnrýni í Bandan'kjunum, en hann skýrði af- stöðu sína með þeim hætti að slík lög myndu einungis „verka hvetj- andi á dauðasveitirnar í því að halda drápsherferð sinni áfram“. Þá sagði hann einnig að bæði hægri- og vinstri-öflin í E1 Salvador gætu notfært sér slík lög sér til framdráttar. Reagan bætti því síð- an við að hann væri þeirrar skoðun- ar að það væru vinstri-öflin sem stæðu á bak við morðölduna í landinu. Reagan sagði að hann hefði aldrei látið þessar grunsemdir sínar í ljós áður, en sér virtist sem vinstri-öflin í landinu væru þarna að verki og að þau væru með þessu að reyna að knésetja ríkisstjórnina um leið og þau kenndu hægri- öflunum um allt saman. Reagan sagði að stuðningurinn við stjórnina í E1 Salvador byggðist á því að hún berðist á tvennum víg- stöðum, annars vegar við vinstri- öflin, hins vegar við hægri-öflin. Fréttaskýrendur segja að Ge- orge Shultz utanríkisráðherra hafi verið þvf andvígur að forsetinn beitti neitunarvaldi sínu í þessu máli, og s.l. föstudag hélt Kenneth Dam varautanríkisráðherra ræðu í Miami, þar sem hann fordæmdi dauðasveitirnar og sagði þær „jafn mikla óvini lýðræðisins og skæru- liðarnir og kúbanskir og sovéskir stuðningsmenn þeirra“. Eins og fram kom í fréttum hefur Mannréttindanefnd E1 Salvador skrásett 52.000 morð í E1 Salvador á síðustu 4 árum, sem dauða- sveitirnar og stjórnarherinn eru talin bera ábyrgð á. ólg./DN þessu viðamikla verkefni, en fagn- aði því að félagsmáiaráðherra skyldi ætla að taka verkefnaskipt- inguna fyrir í fullu samráði við Samband sveitarfélaga. Hann minnti á að núgildandi tekjustofna- lög mismunuðu sveitarfélögum mjög eftir gerð þeirra og atvinnu- uppbygginu, t.d. væru aðstöðu- gjöld mun lægri á fiskveiðar, land- búnað og fiskvinnslu heldur en iðn- aða og verslun, og alls engin á vinnslustöðvar landbúnaðarins. Þetta leiddi til þess að þessi tekju- stofnar nýttust mjög illa í sveitarfé- lögum þar sem frumvinnslan færi fram eins og t.d. víða í þorpum út um land. Hann ræddi einnig fleiri atriði sem mismunuðu sveitarfé- lögum og sagði aðalatriðið að breytt verka- og tekjuskipting drægi úr því mikla misræmi sem nú viðgengst í þessu landi eftir því hvar fólkið byggi: „Á næstu árum verður að vinna skipulega að því og kosta til þess nokkrum fjármunum að búa íbúum hinnafámennri staða út á landi líkari aðstæður og í stærri og grónari sveitarfélögum. Þá á ég fyrst og fremst við þjónustu ými- skonar, skóla, íþróttamannvirki, dagvistun fyrir börn, gatnagerð og umhverfismál. Þetta verður að vera megintilgangurinn með endu- rskoðun eða athugun á verka- og tekjuskiptingunni og til þessarar niðurstöðu þarf hún að leiða“. -ekh JOLA TILBOÐIN HUOMAVEL -en hvernig hljóma „græjurnar"? NAD - hljómtækin sem hin tækin eru dæmd eftir! NAD5120 Plötuspilari PERFORMANCE TABLE__ 123456789 Build quality Armquahty Feedback isolaticxi Ease of use Appearance& finish PERFORMANCE TOTAL SOUNDQUALITY VALUE FOR MONEY 94% 94% NAD7120 Magnari PERFORMANCE TABLE 23456789 Build quality Power output FM sensitivity Ease of use Appearance & 1 inish PERFORMANGh TOTAL SÖUND QUALITY- VALUEFORMÖNEY Popular Hi-Fi Magnarar ársins í Danmörku s.l. 3 ár. = h__ i-...-1-5^.^] ^ Grand Prix sigurvegarar s.l. 4 ár. ■*woo: Hvers vegna mæla allir með Boston Acoustic? „Boston Acoustic A40 eru litlir hátalarar sem veita mikiöfyrir lágt verö". Audio „Boston Acoustic A40 standast fyllilega samanburð við margfaldlega stærri hátalara í mikið hærri verðflokkum". NewYorkTimes „Boston Acoustic A40 eru tvímælalaust einhverjir allra hagkvæmustu hátalarar sem við höfum kynnst í lengri tíma“. stereo Review Sound Quality Value for £ Boston Acoustics A40 90% 93% Popular Hi-Fi Þeir sem gera kröfur til tónlistar versla við okkur. Sigurður Björnsson 19 ára: Ég vil góðar bækur, t.d.Við klettótta strönd eða Kapphlaupið. Sigríður Gísladóttir 14 ára: Það væri gaman að fá bókina um Lassa í baráttu og Poppbókina. Æskan, Laugavegi 56 Sími17336 4750 BÓKATITLAR MESTA ÚRVAL ÍSLENSKRA BÓKA í BORGINNI Bækur í öllum verðflokkum MARKAÐSHÚS BÓKHLÖÐUNNAR Laugavegi 39 Sími 16180 11= Hvað viltu helst í jólagjöf? Sæunn Guðmundsdóttir 8 ára: Viltu gefa mér bókina um Frú Pigalopp eða Við erum Samar eða Margs konar daga. Ha? Pétur Pétursson 12 ára: Poppbókina með viðtölunum við Bubba og Ragnhildi og líka bókina Til fundar við Jesú frá Nasaret. Geir Jónsson 16ára: Helst vil ég eitthvað til að lesa, t.d. Kapphlaupið og óskabók íþróttamannsins, Ólympíubókina. Gunnar Jónsson 11.ára: Mig langar í Poppbókina og áskrift að barnablaðinu Æskunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.