Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.12.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. desember 1983 Matthías Eggertsson ritstjóri skrifar: Heimilisböl eða „ný um gulgrœna kjötið Um árabil hefur Þjóöviljinn get- ið sér orð fyrir vandaða umfjöllun um málefni landbúnaðarins. Magnús H. Gíslason blaðamað- ur Þjóðviljans er sá starfandi blað- amanna sem lengst hefur gert land- búnaði skil og alla tíð af þekkingu og skilningi. Á síðasta áratugi mátti greina að Alþýðubandalagið fór að sækja eftir fylgi innan landbúnaðarins meira en áður. í fararbroddi í þeirri sókn var Lúðvík Jósepsson sem fram að þeim tíma hafði einkum helgað sig málefnum sjávarútvegs. Um líkt leyti hóf Magnús H. Gísla- son störf hjá Pjóðviljanum og á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur ímynd Þjóðviljans og Alþýðu- bandalagsins tekið breytingum og þessir tvíburar hafa veitt landbún- aði meira lið en áður. Sem áhugamanni um málefni landbúnaðarins hefur þetta glatt mig, á sama tíma og mér hefur t.d. oft leiðst að horfa upp á skilnings- leysi Alþýðuflokks og Alþýðu- blaðs á málum landbúnaðar. Land- búnaði hefur heldur ekki veitt af allri þeirri liðveislu sem hann hefur fengið í þeim niðurrifsáróðri sem staðið hefur árum saman og Dag- blaðið á stærstan hlut að. Það verður því að segjast að mann rak í rogastans að sjá um- fjöllun Þjóðviljans á „gulgræna“ kjötinu um miðjan október sl. Fyr- irsögn á forsíðu blaðsins 12. októ- ber sl.: „Gulgrænt og skemmt“ og ritstjórnargrein daginn eftir sem bar heitið „Kjöthneykslið" sýndu lítinn skilning á því hvers konar mál hér var á ferðinni. I ritstjórnar- greininni er m.a. að finna eftirfar- andi setningar: „Þúsundir heimila í landinu hafa undanfarið verið að borða hættulega skemmt kinda- kjöt“ og „Almenningur hefur und- anfarið verið blekktur til að kaupa óætt (leturbr. M.E.) kjöt“. Þessi umfjöllun Þjóðviljans varð að sjálfsögðu hvalreki fyrir Dag- blaðið Vísi sem fagnandi endurtók hana. Nú tel ég mig ekki þurfa að taka fram að að sjálfsögðu gerðust hér mistök. Gallað kjöt fór í búðir og kvartanir voru eðlilegar og sá sem dreifði vörunni bætti þar strax úr og ljóst var hvað gerst hafði. Þar þurftu hvorki lögregla, lögfræðing- ar né dómstólar að koma nærri. 'Endurmat fór fram á birgðum í við- komandi geymslu og reyndust þá 68 skrokkar, sem vógu um 700 kg. ónýtir. (Athygli vekur að meðal- þyngd þeirra er rétt rúm 10 kg.) Um 1400 skrokkar voru felldir í mati úr öðrum flokki dilkakjöts í fjórða flokk dilkakjöts en um 2800 skrokkar fengu óbreytt mat, en alls voru metin þarna um 55 tonn. í umræddu frystihúsi á Seltjarnar- nesi í eigu ísbjarnarins höfðu verið geymd alls 270 tonn af kjöti. I frystihúsinu eru tveir geymsluklefar og var allt kjöt óskemmt í öðrum þeirra en í hin- um, þar sem umgangur var meiri og meira loft lék um komu skemmdirnar fram. Eitthvað af ón- othæfu kjöti fór í dreifingu. Ég hef leitað mér upplýsinga um hversu mikið það getur hafa verið. Matthías Eggcrtsson ritstjóri Bún- aðarblaðsins Freys gagnrýnir í þessari grein skrif Þjóðviljans um „gulgræna kjötið“. Eins og áður segir fundust 700 kg. af ónothæfu kjöti í þeim ca. 55 tonnum sem í geymslunni voru þegar athugun fór fram. Þá höfðu upp undir 20 tonn verið afgreidd af þeirri stæðu. Ef hlutfall af ónot- hæfu kjöti hefur verið hið sama í því og því sem athugað var er þar um 250-300 kg. að ræða. Aðrar kvartanir um gallað kjöt komu ekki á þeim ca. 2800-2900 tonnum af kjöti sem seld voru á kjötútsöl- unni. Miðað við það er sú fullyrð- ing í ritstjórnargrein Þjóðviljans hinn 13. október sl. að „almenn- J7 ingur hefur að undanförnu verið blekktur til að kaupa óætt kjöt“, um0.01% rétten um 99.99% röng. Hvers vegna útsala? Á kjötútsölunni í september og október sl. voru seld um 2600 tonn af dilkakjöti auk 2-300 tonna af kjöti af fullorðnu fé. Ástæða þess að til þessarar útsölu þurfti að grípa er sú að erlendir markaðir fyrir kjöt hafa verið að tapast. Einkum á það við um markaðinn í Noregi. Árið 1980 voru flutt út um 2500 tonn af dilkakjöti til Noregs en í ár ekkert. í öðrum löndum hafa markaðir líka dregist saman. Eftir að lagaheimildir fengust árið 1979 til að hafa stjórn á fram- leiðslu sauðfjár- og nautgripaaf- urða með kvótakerfi hefur mjólk- urframleiðsla komist í eðlilegt horf og framleiðsla kindakjöts farið minnkandi. Landbúnaður þarfeðl- is síns vegna nokkurn tíma til að aðlaga sig breyttum markaðsað- stæðum og nýjum búskaparháttum auk þess sem sauðfjárrækt er styrk- asta stoðin undir því að varðveita byggð í dreifbýli. Þess vegna er of- framleiðsla á kindakjöti. Sú kjötútsala sem fram fór sl. haust kostaði sauðfjárbændur sjálfa um 26-27 miljónir króna sem kemur fram sem bein launaskerð- ing þeirra og bætist ofan á þær efnahagsþrengingar sem lands- menn hafa orðið fyrir. Reyndar eru þessar 26-27 miljónir króna á hinn bóginn kjarabót fyrir þá sem nota sér útsölukjötið. í nauðvörn sinni að koma kjöt- framleiðslunni í verð þurfa bændur á skilningi og velvilja þjóðarínnar að halda. Að undanskildum við- brögðum Þjóðviljans og síðan DV í þessu máli þá hafa líka bændur mætt þeim skilningi. Hins vegar vaknar sú spurning, hvort umfjöll- un Þjóðviljans á þessu máli stafi af heimilisböli hjá blaðinu eða hvort hér sé „ný lína“, módel 1984, á ferðinni. Það er vonandi að hér sé einung- is um heimilisböl að ræða, því að það gæti fljótlega liðið hjá. Hins vegar eru blikur á lofti um að hér geti verið á ferð „ný lína“ hjá blaði og flokki. Á nýliðnum landsfundi Alþýðu- bandalagsins gerðist tvennt sem vekur til umhugsunar. Alþýðu- bandalagið hefur viljað telja sig flokks félagshyggju. Á þinginu báru hins vegar forseti ASÍ og fleiri fram ályktun um að barist verði gegn því að eggjaframleiðendur skipi málum sínum á félagslegum grundvelli eins og félagsmenn ASÍ hafa gert áratugum saman, en í stað þess skuli lögmál frumskógar- ins ráða í framleiðslu og dreifingu eggja. I öðru lagi gerði landsfundurinn þá skipulagsbreytingu á flokknum að heimila að sérhópar starfi innan hans. Það gladdi mig þegar ég sá að fyrsti slíki hópurinn sem stofnaður var var áhugahópur um landbún- aðarmál. Gleði mín dvínaði þó þegar eini maðurinn sem ég hef séð nefndan með nafni í þeim hópi er Jóhannes Gunnarsson, flutnings- maður, ásamt forseta ASÍ, að til- lögu um að viðhalda lögmáli frum- skógarins í eggjasölu. Heimilisböl eða „ný lína“? Matthías Eggertsson Úr dómsforsendum í Spegilsmálinu____________ „Kristnir menn sœkja trúarlífi nœringu í heilaga kvöldmáltíðí ‘ Úlfar Þormóðssson með ,jSamvisku þjóðarinnar“ í Sakadómi Reykjavíkur var Úlfar Þormóðsson rit- stjóri Spegilsins m.a. dæmd- ur fyrir guðlast og hefur það ekki gerst svo áratugum skiptir. Hér á eftir fer ákær- uatriðið sem þetta snertir og forsendur þær sem dómend- ur, Jón A. Ólafsson, saka- dómari, séra Bjarni Sigurðs- son, dósent og cand. juris. og Eysteinn Sigurðsson Ph.d., ritstjóri báru fram til dómsfellingar. Dómnum hef- ur verið áfrýjað til Hæstarétt- ar. Ákœruatriði ,Ákœrða ergefið að sök að hafa tneð fyrirsögninni: Afleiðingar alt- arisgöngunnar: „Ofbeldi, rán, glœpir og morð“, lesmáli þeirrar greinar í heild og tveimur myndum á bls. 24-25 í fyrrgreindu tölublaði „Spegilsins" opinberlega dregið dár að og smánað trúarkenningar og guðsdýrkun hinnar svangelísku lút- ersku þjóðkirkju. Telst þetta atferli ákœrða varða við 125. gr. almennra hegningar- laga, sbr. 10. og 15. gr. laga um prentrétt. “ Um I. kafla ákœrunnar Meginmál greinarinnar sem ákært er út af er á þessa leið: „Þetta er hvort tveggja lögbrot og regin hneyksli. Að hugsa sér að það skuli hafa verið látið átölulaust hingað til að þjónar Guðs freisti barna með áfengi, sem leiðir til of- drykkju, glæpa, rána, morða og alkóhólisma. Og það í kirkjum landsins. Ég gat ekki horft uppá þetta lengur. Þess vegna kærði ég“ sagði Erna Guðmundsdóttir, sanntrúuð kona og bindindissöm, er Spegill- inn hitti hana að heimili hennar í Njarðvíkunum á dögunum. „Hér hef ég myndir af Óla bróður mínum, sem segja meira en mörg orð um nauðsyn þess að stöðva þegar brennivínsgjafir prestanna," sagði Erna að lokum og krafðist þess að við birtum myndirnar. Til vinstri Ólafur á fermingar- daginn. Til hægri Ólafur 12 árum eftir altarisgönguna. Myndina tók Erna er hún loks hafði upp á bróður sínum en hann „býr” í Harlemhverfinu sem svo er nefnt. Hún færði honum ýmsan prentaðan fróðleik um áfengisböl- ið og reyndi með fortölum að fá hann til að snúa úr því spori, sem altarisgangan hafði beint lífi hans í Til vinstri við textann er mynd af fermingardreng í kyrtli og heldur hann á sálmabók, en til hægri er mynd af öldruðum mæðulegum blökkumanni, sem hallar sér fram með hendur undur kinnum. Við hlið hans er blaðabúnki og slitnar tuskur breiddar yfir hann. Fyrir ofan meginmálið er fyrirsögn með stóru letri í þrem línum: „Ofbeldi, rán, glæpir og morð“. Þar fyrir ofan er önnur undirstrikuð fyrir- sögn með stækkuðu letri, en þó minni en í aðalfyrirsögn á þessa leið: Afleiðingar altarisgöngunnar. Við úrlausn þessa sakarefnis ber að hafa í huga, að altarissakra- mentið, öðru nafni heilög kvöld- máltíð, er helgasta athöfn kristinn- ar guðsdýrkunar og annað tveggja sakramenta evangeliskrar lúterskr- ar kirkju. Kristur efndi sjálfur til þessarar helgiathafnar kvöldið áður en hann var krossfestur, á skírdagskvöld, og fylgjendur hans hafa óslitið haft það um hönd allar götur síðan. Áltarissakramentið hefur fjölþætta merkingu. Það er víða nefnt í Nýja testamentinu, og er ljóst, að fyrstu kristnu söfnuð- irnir hafa safnast saman og samein- ast um þessa táknrænu athöfn og hafa leitað í henni samfélags við Krist með sérstökum hætti. Þeir hafa í sakramentinu minnst fórnar hans með þakkargjörð, leitað fyrir- gefningar og tengst í kærleika inn- byrðis. Kristnir menn sækja því umfram allt trúarlífi sínu næringu í heilaga kvöldmáltíð. Viðhorf krist- inna manna til altarissakramentis- ins er enn óbreytt frá því í árdaga. Táknin eru enn hin sömu, brotning brauðs og neysla brauðs og víns. Mönnum er einnig við altarisgöngu í sjálfs vald sett, hvort þeir neyta vínsins eða ekki. Verndarandlag 125. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940, er trúartilfinning fólks og réttur þess til að hafa hana í friði sé um að ræða trúarkenningar eða guðs- dýrkun löglegs trúarbragðafélags samkvæmt 63. gr. stjórnarskrár- innar nr. 93/1944. Þar sem alkunna er, að altarissakramentið og þátt- taka í því er kjarnaatriði evangelisk-lúterskrar trúarkenn- ingar og trúariðkunar telur dómur- inn að birting ofangreinds les- og myndefnis sem heild varði við laga- greinina, enda verður birting þessa efnis hvorki talin framlag til má- lefnalegrar umræðu um trúmál né hún talin hafa listrænt gildi. Ekki verður talið að lagagreinin sé fallin úr gildi fyrir notkunarleysi, þegar haft er í huga, að almennt sneiða menn hjá brotum af þessu tagi vegna virðingar fyrir trúar- skoðunum annarra og þeim, sem kann að sýnast nærri trúars- annfæringu sinni hoggið, finnst e.t.v. ekki rétt að hefjast handa og sitja á sér að láta sverfa til stáls. Ekki verður heldur fallist á, að 233. gr. a hegnirigarlaganna hafi rýmt út 125. gr. laganna, þar sem verndar- andlag hennar er annað og víðtæk- ara, hún verndar önnur huglæg gildi með afdráttarlausum hætti, m.a. er það gert refsivert að hæða og smána aðrar tilfinningalegar eigindir en trúarbrögð. Með vísan til ábyrgðarreglna 10. og 15. gr. laga um prentrétt telst ákærði því hafa brotið gegn 125. gr. almennra hegningarlaga og því unnið til refsingar samkvæmt henni, enda hefur ákærði játað að hann beri einn ábyrgð á birtingu efnisins."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.