Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. desember 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9 Ragnar Arnalds um þinghaldið fram að jólum. Afkastalítið þing „Þetta hefur verið afkastalítið þing og fátt afgreitt utan þessi venjulegu afgreiðslumál eins og fjármál og brýnustu lagfæringar á skattamálum svo hægt sé að gefa út leiðbeiningar með skattframtölum, en að öðru leyti á alveg eftir að ganga frá skattalögum“, sagði Ragnar Arnalds formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins aðspurður um einkenni þess þings sem hélt sinn síðasta þingfund á árinu í gær. - Stjórnarandstaðan veitti að- legu atriðum varðandi skattalögin í stoð við að koma þessum nauðsyn- gegn en varðandi allar stefnumót- Meirihluti fjárveitinganefndar Vill leggja Iðnfræðslu- ráð niður andi aðgerðir þá eru mál algerlega óútkljáð. Varðandi afgreiðslu fjár- laga þá vekur gífurlegur greiðslu- halli mesta athygli. Hér er opinber- lega staðfest það sem við stjórnar- andstöðuþingmenn sögðum strax í haust þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram. Það hefur lítið borið á afgreiðslu framfaramála hér á þinginu? - Það er rétt. Framfaramál og félagsréttindi launafólks hafa ekki verið hér til afgreiðslu og fá önnur stefnumál en þau sem birtast í lækkuðum álögum á verslunar- og skrifstofuhúsnæði og skattfríðindi fyrir eignarmenn. Fjáraustur í flug- stöð á Keflavíkurflugvelli er at- hyglisverður á þessum síðustu og verstu tímum, því sú upphæð sem þangað er útdeilt myndi duga til allra flugvalla og flugöryggismála hérlendis næstu 12 árin eða til að leggja 700 km. af bundnu slitlagi. Annars er það þessi gífurlega kjaraskerðing sem launafólk hefur orðið fyrir sem skyggir á allt annað á þessu hausti. Það er alvarlegasta áhyggjuefnið sem við stöndum frammi fyrir og þar er enga ljós- glætu að sjá, fremur en hitt að halli undan fæti, nema launafólk rísi upp og snúist til varnar. Hefur stjórnarandstaðan náð einhverju á þessu þingi? - Hún hefur að sjálfsögðu borið Ragnar Arnalds: Kjaraskerðing launafólks skyggir á allt annað. fram fjölmörg mál og með ýmsum hætti haft áhrif á gang mála. Það hefði ekki verið fallið frá samnings- banni verkalýðshreyfingarinnar nema fyrir tilstilii baráttu stjórnar- andstöðunnar hér á þingi og eins hefðu umræður um kosningalög ekki komist hér til umræðu fyrir jólahlé nema fyrir okkar baráttu. Það er athyglisvert í því sambandi hversu Framsóknarflokkurinn hef- ur reynt allt til að koma í veg fyrir að það frumvarp komi hér til um- ræðu, en hér er um að ræða sam- komulagsmál flokkanna frá síðasta þingi. Afstaða Framsóknarflokks- ins vekur ýmsar grunsemdir um ólgu innan flokksins og sennilega er einhver klofningur sem þar býr að baki, en það er mikið hagsmunamál að fá þetta frumvarp í gegnum þetta þing og við munum leggja mikla áherslu á að svo verði, sagði Ragnar Arnalds. -«g- 9 manna nefnd kjörin á Alþingi lEndurskoðun á þíngsköpum Alþingi kaus í gær 9 manna nefnd þingmanna til að endurskoða gildandi lög um þingsköp Alþingis. Er búist við að nefndin hraði störf- um sínum eftir föngum og skili áliti fljótlega á næsta ári. í nefnd þessari eiga sæti allir forsetar þingsins auk eins fulltrúa 1 frá hverjum þingflokkanna. Eftir- taldir voru kjörnír í nefndina.í gær. Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sameinaðs þings, Ingvar Gíslason forseti neðri deildar, Sa- lome Þorkelsdóttir forseti efri deildar, Helgi Seljan, Eiður Guðnason, Stefán Benediktsson, Ólafur Jóhannesson, Kristín Hall- dórsdóttir og Friðjón Þórðarson. -lg- Starfsmenn höfðu ekki hugmynd um þennan jólaglaðning stjórnvalda Lárus Jónsson formaður fjár- veitinganefndar boðaði til 2. um- ræðu fjárlaga að leggja bæri Iðn- fræðsluráð niður frá miðju næsta ári. Gerði fjárveitinganefnd í sam- ræmi við það tiilögu um að lækka launaútgjöld frá því sem stóð í Qárlagafrumvarpi úr 4.2 miljónum kr. í 2.8 miljónir og önnur rekstrar- gjöld Iðnfræðsluráðs enn meir. Fram kom í ræðu Lárusar Jóns- sonar að breyttar aðstæður gerðu Iðnfræðsluráð að mestu óþarft og ráðstafa mætti annað þeim verk- efnum sem enn þyrfti að sinna. fest hjá Magna Laugáv.15 Engar fjárveitingar voru þó ætiað- ar til annarra aðila vegna verkefna í þágu iðnfræðslunnar. Þessar hugmyndir meirihluta fjárveitinganefndar komu heldur flatt upp á starfsmenn Iðnfræðslu- , ráðs 8 talsins. Þeir höfðu ekki heyrt j orð um að áformað væri að breyta til á næsta ári, hvað þá að setja ætti þá á götuna. Þeir heyrðu því þessar fréttir á skotspónum sama dag og tillögur um þetta komu á borð þingmanna. Hjörleifur Guttormsson gagn- rýndi þessi vinnubrögð í ræðu um fjárlögin sl. þriðjudag og bað menntamálaráðherra um skýring- ar. Jafnframt tók Hjörleifur fram að ekkert væri á móti því að endur- skoða verksvið Iðnfræðsluráðs, en svona verklag væri hin mesta óhæfa, ekki síst gagnvart starfs- mönnum og iðnnemum sem Iðn- fræðsluráð á að þjóna. Menntamálaráðherra svaraði engu fyrirspurnum Hjörleifs, en við atkvæðagreiðslu daginn eftir um fjárlagafrumvarpið óskaði Lár- us Jónsson, formaður fjárveitinga- nefndar eftir því að frestað yrði til lokaumræðu um fjárlögin að gera upp fjárveitingar til Iðnfræðslu- ráðs. Það er því ljóst að hér hafa verið maðkar í mysunni og kippt hefur verið í spottann eftir fram- komna gagnrýni á þessi vinnu- brögð. Lesendur athugið! Ertu að kaupa eða selja íbúð? Opið mánud. - föstud. 9-6 laugard. - sunnud. 1-5 Eignaskipti eru öryggi Vantar allar stærðir eigna á skrá Magnús Þórðarson hdl. Árni Þorsteinsson sölustj. Fasteignasalan Bolholti 6, 5. h. sími 39424 og 38877. llækur frá Leiftri 1983 Um heima og geíma eftir dr. Þór Jakobsson. 40 þættir um starf og árangur visindamauua og tilraunir Þeirra til þess að leysa lífsgát- uua. Á aðgengilegan kátt er greint frá inn- lendum og erlendum fréttum frá rannsókn- um i margvíslegum fræðigreinum. Heill- audi uppgötvauir eru gerðar á hverju ári. - Bókin er skreytt 75 aiyndum eftir Bjarna Jónsson, listmálara. 212 bls. Verð: 469,00. Augliti til auglits Bókin fjallar fyrst og fremst um það þegar konur hittast. £rum við Vesturlandabúar að spilla tiltrú þróuuar- landanna. Hve djúpt ristir sú samúð, sem við hrósum okkur af? Höfundur litur vanda- málin frá nýjum sjón- arhóli og af næmleika konusálar. Höf.: Elin Bruusgaard. Sigriður Thorlacius þýddi. 231 bls. Verð: kr. 469,00. CAROLYN KEENE NANCY Orð og dæmi 25 ræður og greinar eftir dr.Finnboga Guð- mundsson, landsbóka- vörð. Greinamar fjalla um fora efni, um fáein siðari tima skáld, um bækur, bókasöfn og bókamenn, um ættdr og ættfræði — og ýmsan annan fróðleik, sem fólk hefur ánægju af. 301 bls. Verð: kr. 599,00. FRANKOGJÓI VARÚLFUR UM NOTT F6ABKUNW CXXOW Nancy-bækurnar eru eins og hinar fyrri bækur um þessa ein- stöku leynilögreglu- stúlku, skemmtilegar og spennandi frá upp- hafi til enda. Þcssar bækur eru nr. 33 og 34 i sama flokki og hcita: NANCY og lcyndarmál knipplinganna. NANCY og griska leynitáknið. Verð: kr. 266,00. Frank ogJói nr. 30 og 31 i bókaflokknum um HARDY-brœður. Æsi- spennandi að vanda og við- burðarikar um spæjara- störf þessara vösku stráka. Sögurnar heita: Varúlfur um nótt Lykili galdramannsins Verð: kr. 266,00. BÆKURNAR FÁST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.