Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 1
mmu/m Ávarp friðar- hreyfínganna tíu og grein frá Árna Hjartarsyni for- manni miðncfndar samtaka her- stöðvaandstæð- inga Sjá9 desember föstudagur 295. tölublað 48. árgangur Hrikalegt ástand í atvinnumálum nœstu mánuði Þúsundir án atvinnu Vetrarvertíðin hefst ekki fyr.r en í febrúar Þegar jólin eru að ganga í garð blasir við að þúsundir launafólks verða án atvinnu næstu mánuði. í Reykjavík eru nú hátt á sjöunda hundrað skráðir atvinnulausir og koma þeir úr fjölda starfsgreina. Á Akureyri hefur verið vaxandi atvinnuleysi og eru nú um tvö hundruð atvinnuleysingja þar á skrá. Uppsagnir í Slippstöðinni eru ekki taldar með í þessari töiu þar eð þær koma ekki til fram- kvæmda fyrr en í mars. Á Húsavík eru einnig um tvö hundruð komnir á atvinnuleysisskrá og hefur þeim farið ört fjölgandi í jólamánuðinum. Horfur eru á að þessi tala hækki verulega eftir áramótin. í Keflavík eru nú þegar 170 á skrá yfir atvinnulausa og telur félagsmálafulltrúi bæjarins að milli jóla og áramóta verði talan komin á þriðja hundrað. í Njarðvík eru 70 skráðir atvinnu- lausir. í fjölda bæjarfélaga allt í kringum landið hefur atvinnu- leysið fest djúpar rætur. Þjóðviljinn birtir í dag frásagnir af atvinnuleysinu í nokkrum bæjar- félögum til að sýna þær breytingar sem orðið hafa á undanförnum vik- um. Ljóst er að á næstu mánuðum munu þúsundir launafólks ekki fá atvinnu. Óbreytt fískverð í viðtali við Þjóðviljann greinir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ frá því að vetrarvertíð muni ekki hefjast fyrr en í febrúar og allt sé í óvissu með rekstrargrundvöll útgerðarinnar. Fiskverði verði haldið óbreyttu fram til 1. febrúar. Kristján Ragnarsson kvaðst ekki hafa trú á að kvótaskiptingin yrði tilbúin fyrir áramót en sjávarút- vegsráðherra yrði engu að síður að geta tilkynnt þá um meginlínurnar í fiskveiðistefnunni. S.dór/ÁI/v/ór. Þannig er þegar umhorfs í mörgum frystihúsum í landinu. Starfsfólki hefur verið sagt upp störfum og óvíst hvenær vinna hefst að nýju, jafnvel ekki fyrr en nokkuð er liðið á næsta ár. Þessi mynd var tekin í vinnslusal Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar í gær. Qllu starfsfólki BUH 135 að tölu hefur verið sagt upp störfum og er síðasti vinnudagur í dag. Mynd: -Magnús. Matvælaskortur ríkir nú í Kampút- í gær var aðeins 3j a seu og landið er ein- tíma sóiargangur í angraðfráVestur- Grimseyogkvað löndumscm viður- H oddvitinníeynni kenna ckki ríkis- H H Tfla þaðengináhrifhafa stjórn Hengs H H H áskapferlieyja- Samrin skeggja! Morðárás í Amsterdam: rwr'i • x 1 i • Annar Tveir Islendmgar 7 O alvarlega stungnir með hníf sjúkrahúsi Tveir íslendingar sem ætiuðu að dvelja í Amsterdam í HoIIandi yfir jóiin urðu fyrir árás hnífamanna fyrir tveimur dögum og tóku þeir á móti svo að úr varð bardagi harð- ur. Þar sem íslendingarnir voru óvopnaðir var leikurinn að sjálf- sögðu ójafn og eru þeir báðir sárir eftir og annar mun meira. Liggur sá á sjúkrahúsi i Amstcrdam hættu- lega særður af kviðstungu. Hinn slapp betur en er þó talsvert særð- ur. Utanríkisráðunéytið hefur haft milligöngu um aðstoð við þann sem leggja varð inná sjúkrahús. Astæðan fyrir árásinni mun hafa verið sú að árásarmennirnir ætluðu sér að ræna þá og ógnuðu þeim með hníf, en sem fyrr segir tóku íslendingarnir á móti þótt óvopn- aðir væru. - S.dór. Tíu friðarhreyfingar efna til aðgerða í dag Blysfór gegn kjamorkuvá Tíu íslenskar friðarhreyflngar efna til blysfarar í dag til að vekja athygli á baráttunni gegn ógnar- jafnvægi gjöreyðingarvopna. Verður safnast sam- an á Hlemmtorgi kl. 17.00 þar sem blvs verða tendr- uð og kl. 17.30 hefst ganga niður Laugaveg að Lækjartorgi. í ávarpi friðarhreyfinganna segir m.a. að þær trúi á afvopnun sem hafni ógnarjafnvægi ger- eyðingarvopnanna. Þær biðji leiðtoga þjóðanna að leggja niður vopn. Árni Hjartarson formaður miðnefndar samtaka her- stöðvaandstæðinga, en þau standa að blysförinni meðal annarra, segir í grein í Þjóðviljanum í dag að á „meðan ísland stendur ekki á alþjóðavettvangi gegn kjarnorku- vígbúnaði er því ekki að treysta að hér á landi verði ekki komið fyrir kjarnorkuvopnum". Samtökin krefjist því nýrrar utanríkisstefnu. Þessi samtök standa að aðgerðunum frá Hlemrni í dag: Friðarhópur einstæðra foreldra, friðarhópur fóstra, friðarhópur þjóðkirkjunnar, friðarhreyfing íslenskra kvenna, Samtök lækna gegn kjarnorkuvá, friðarsamtök listamanna, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Samtök herstöðvaandstæðinga og samtök eðlis- fræðinga gegn kjárnorkuvá. - v. Friðarblysför á Húsavík og Egilstöðum Sjá 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.