Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. desember - 1. janúar 1984 skammtur Af meiri jólahugleiðingu Það var í lokin á jólaföstunni að ég lenti í útistöðum við konuna mína. Já, það var áreiðanlega þá, það get ég séð á því að ég skrifaði „Vikuskammt" um málið í hinni vikunni. Mér finnst eiginlega sáluhjálparatriði að geta létt af mér þungbæru hugarvíli útaf sambúðarvandanum við einhvern. Þetta er svona einsog þegar ormaveikur hundur er hreinsaður út, eða harðlífismaður látinn laxéra. Mér skilst að margar tegundir séu til af svona sálar- laxéringu. Fyrir sunnan Alpa, já og raunar víðar, fara menn í skriftastól og létta af sér óþverranum við þartil- gerðan guðsmann, sem hefur umboð guðs almáttugs til að fyrirgefa ég held næstum hvað sem er. Og það eru raunar til margar fleiri aðferðir til að hreinsa sálina. Sumir láta kaffæra sig, þar til þeir sjá hvítar dúfur, aðrir vitna um vammir sínar og skammir á bænasamkom- um, eða í einhverjum mýstiskum leynifélagsskap. Við sem erum hættir að drekka og orðnir „þorsta- heftir", eins og það er kallað, hittumst stundum og segjum hver öðrum, hvað við höfum verið rosalegar fyllibyttur á meðan við drukkum og raunar hvað við séum rosalegar fyllibyttur enn, þó við drekkum ekki lengurog séum edrú dag eftirdag, viku eftirviku, jáog sumir ár eftir ár eða jafnvel æfilangt. Og allt er þetta gert til að létta þungbæru hugarvíli af sálartötrinu. Mín sálhreinsunaraðferð er semsagt sú að setjast niður og trúa Þjóðviljanum fyrir sálarskítnum og hreinsa mig þannig. Já það var semsagt á aflíðandi jólaföstunni að kon- an mín rauk á dyr, eftir að hafa tilkynnt mér að eitthvað væri að „fara úr böndunum" hjá okkur, en ég náði því ekki að fá það uppgefið hvað væri að fara úr böndun- um. Þegar ég var svo búinn að vera einsog hugur manns í næstum tvo daga á heimilinu og hún var að verða einsog eltiskinn af eftirlætinu, áræddi ég loksins að spyrja, á Þorláksmessumorgun, hvað það væri sem væri að fara úr böndunum. „Þessi jólagjafadella", svaraði hún. Og svo hélt hún áfram: „Við ákváðum semsagt í haust, mamma og ég og fólkið þitt, að hætta þessu“. Þetta fannst mér það viturlegasta, sem ég hafði lengi heyrt, og sagði með hlýrri blíðu og ástúðlega: „Jæja“. Þá tók hún fram blað og ekki fór á milli mála, að nú átti ég að fá að sjá árangurinn af þessari tímamótaák- vörðun um að fella niður jólagjafirnar. Ég tók við blað- inu og leit á það. Þetta var langur listi, raunar sextíu og fjögur nöfn, snyrtilega vélrituð og búið að setja kross fyrir framan næstum öll með kúlupenna. Sem sagt, búið að kaupa gjafirnar. „Þat var ok“, sagði ég, en það segi ég stundum, þegar ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Svo rétti ég henni blaðið aftur. Og þarna stóð hún með jólagjafalistann í hendinni, á svipinn einsog Albert með fjárlögin, og sagði: „Þetta er bara það sem við verðum að gefa“. Og ég hugsaði sem svo: „Djöfullinn sjálfur. Ég verð að hlaupa niðrí bæ og kaupa eitthvað handa henni“. Svo sagði ég: „Ég þarf að fara á fund“, og vatt mér út. Nú segir ekki af ferðum mínum fyrr en ég er kominn inn í fína ilmvatnsbúð í miðbænum. Fnykir og fínar lyktir láu í loftinu. Enginn var þarna inni að versla annar en ég, hvernig sem á því stóð. Nú kom til mín roskin snyrtidama, svona á aldur við mig og ávarpaði mig svofelldum orðum: „Get ég aðstoðað?" Ég verð alltaf óskaplega asnalegur, þegar ég er ávarpaður svona í búðum, finnst svona einsog ég sé bæklaður maður, sem hefur dottið á rassinn á skaut- um. Ég gat þó stamað: „Já, ég var að hugsa um ilmvatn". Ég get svarið, mér fannst ég einsog kúkur á priki, þarna inní þessari kristalsvellyktandibúð fyrir framan gullskrýdda og ilm- andi snyrtikonuna. „Er það fyrir herrann?" spurði hún, en ég hugsaði með mér: „Henni finnst víst ég þurfa á því að halda". Hún var ekkert að tvínóna við afgreiðsluna, en byrj- aði að raða upp ilmvatnsglösum með tilheyrandi at- hugasemdum: „Herralínan í parfjúmum í dag er nú frekar létt, mikið í sítrónublæ, en minna af þyngri parfjúmum". Og ég sem aldrei hafði notað annað en ódekólon og þá helst til að hella á milli tánna á mér, til að mig hætti að klæja, stóð þarna fyrir framan diskinn eins og þorskur á þurru landi. „Annars eru herrar afar mikið komnir útí toílettlín- una. Þá er þetta nú ekki lengur þetta týpiska aftersjeif, heldur farið að nálgast dömulínuna talsvert. Þetta hérna...“ og svo sagði hún eitthvað áfrönsku... „þetta hérna er alveg dýrðlegt. Vill herrann prufa? Sumir úða fyrst í lófann og dúppa svo létt á kjálkana, aðrir - en þeir eru miklu færri - spreyja beint framaní sig. Þetta fer allt svo afskaplega mikið eftir smekk hvers og eins. Sko, sona“. Og hún sprautaði úðanum í lófann á sér, klappaði svo saman lófunum og bar síðan hendurnar uppað andlitinu, eins og hún ætlaði að dúppa kjálk- ana, en hætti við til að rugla ekki „dömutoílettið" fram- aní sjálfri sér. Svo sagði hún: „Annars á maður að smakka á þessu, það gefur bestu hugmyndina11. „Verður maður ekki blindur af því?“, sagði ég og hún hló einsog idjót að mislukkuðum brandara. Raun- ar átti þetta ekkert að vera brandari. Sumir góðir vinir mínir drúkku rakspíra þangað til þeir urðu blindir. Nú var ég svona einsog að verða lamaður, þarna inní þessari vellyktandibúð, og ég stalst til að hugsa: „Ætli hún hafi nokkurn tímann unnið í fiski þessi?" Svo benti ég á eitt dýrasta glasið og sagði: „Ég ætla að fá þetta“, og gekk svo útí tæra Þor- láksmessuna. Og yfir allar hátíðarnar hefur svo verið af mér „létt sítrónulykt", sem er víst betri jólagjöf handa konunni sinni en margar aðrar. Seiðskratti Þjóðviljans: Spá fyrir árið 1984 Þjóðviljanum tókst að særa fram seiðskrattann enn á nýjan leik þar sem hann hýrist uppi á háalofti í gömlu timburhúsi í gömlu þorpi á Snæfellsnesi. Hann fékkst til að segja ýmis- legt fyrir um árið 1984. Hann var að venju fyrst spurður um veður og náttúrufar. Seiðskratti: Árið 1984 verður tvímælalaust betra en í fyrra og mun hlýrra um land allt. Nokkur hörð áhlaup verða á útmánuðum en sumarið í betra meðallagi, eink- um á Suðurlandi, og haldast hlýindi fram að jólum. Stórkostlegt eldgos verður á árinu og get ég ekki alveg gert mér grein fyrir hvar það verður en líklega upp til jökla, gott ef ekki í Kötlu. Blm.: Hvað um atvinnuástand og launamál? Seiðskratti: Atvinnuástand verður betra en búist var við, éink- um vegna þorskgöngu frá Græn- landi. Verkalýðssamtökin munu er líða tekur á árið fara út í harða kjarabaráttu og beita öllum sínum þunga til mikilla hagsbóta fyrir allt launafólk. Þetta verður til þess að ríkisstjórninni verður breytt og munu a.m.k. tveir ráðherrar hverfa úr stólum sínum. Blm.: Hverjir? Seiðskratti: Annar þeirra er Al- bert Guðmundsson fjármálaráð- herra. Annað kemur reyndar til með hann því að hann ákveður að fara út í forsetaframboð en þar bíð- ur hann mikiö afhroð og Vigdís Finnbogadóttir verður endurkjör- in með yfirburðum. Hinn ráðherr- ann mun segja af sér vegna þessa og heilsubrests. Blm.: En ríkisstjórnin situr út árið? Seiðskratti: Já, en miklir þver- brestir munu skapast í henni og Hverju í fyrra spáði seiðskratti Þjóðvilj- ans annað árið í röð en hann hefur reynst sannspár. Við skulum nú líta á spána fyrir ári og sjá hvernig hef- ur til tekist. 1. Spáð var skriðuföllum, að vísu í Loðmundarfirði og skjöplaðist seiðskratta þar um nokkrar gráður á landakortinu því að þau urðu í Patreksfirði. Hér um bil rétt. 2. Spáð var nýjum öflum í stjórnmálunum og uppstokkun á þegar líður tekur á árið mun hvað eftir annað Iiggja við að hún fari frá. Hún lafir þó fram á árið 1985. Blm.: Hvers konar uppstokkun verður innan stjórnarinnar? Seiðskratti: Þorsteinn Pálsson var spáð fiokkakerfinu. Má það til sanns vegar færa. 3. Sagt var að Vilmundur Gylfa- son byði fram i öllum kjördæmum og fengi 4 menn kjörna. Hárrétt. 4. Konum var spáð tveimur mönnum inn á þing. Næstum hár- rétt. 5. Spáð var því að íhaldið ætlaði sér mikinn hlut en yrði fyrir von- brigðum. Það rættist. Þá var kröt- um spáð miklum óförum og var það orð að sönnu. Einnig var því spáð að Framsóknarllokkur og Al- mun taka við ráðherraembætti og líklega Friðrik Sóphusson líka. Blm.: Hvað um verðbólgu? Seiðskratti: Ekki mun langt liðið á árið þegar gengisfelling verður til að rétta við hag útgerðarinnar og ífyrra? þýðubandaiag töpuðu nokkru fylgi og var það rétt. 6. Sagt var að Gunnar færi ekki í framboð. Rétt. 7. Seiðskratti spáði að atvinna drægist saman og kaupmáttur minnkaði. Rétt. 8. Spáð var að ný stjórn semdi af sér í álmálinu. Hárrétt. 9. Ennfremur var spáð að nýir aðilar tæki við rekstri stóriðjufyr- irtækja á íslandi og sá seiðskratti þar fyrir viðræður við Japana og fleiri aðila. fer þá verðbólguhjólið að snúast hraðar. Verðbólgan yfir allt árið verður 40-50 prósent. Blm.: Launamálin? Seiðskratti: Verkalýðshreyfing- in mun knýja fram mikla lagfær- ingu á launum og gerir samninga til hálfs árs. Hún mun þó þurfa að gefa eftir dálítið í félagslegum efn- um í staðinn, einkum í sambandi við orlof. Blm.: Munu konur láta mikið að sér kveða? Seiðskratti: Já, Samtök kvenna á vinnumarkaði munu verða sterkt afl á árinu og ná töluverðum á- rangri en hinsvegar hverfur kvennalistinn dálítið í skuggann. Blm.: Einhverjar breytingar í lista- og menningarlífi? Seiðskratti: Þetta verður mjög blómlegt ár í þeim efnum og einn íslendingur eða fleiri mun vekja al- þjóðaathygli á sviði lista. Blm.: Þú ert vanur að spá ein- hverju um erlent frægðarfólk eins og allir seiðskrattar og völvur. Seiðskratti: Já, já. Æðstu menn Sovétríkjanna og Bandaríkjanna munu báöir fara frá völdum vegna heilsubrests. Romanoff tekur við í Sovét en í Bandaríkjunum kemur fram tiltölulega ungur maður og verður kosinn forseti. í Austur- löndum verða gífurleg átök en í Afghanistan kemst á friður. Eitt af síðustu verkum Reagans í embætti verður hernaðarævintýri í M- Ameríku sem ekki verður honum til framdráttar. Sovétríkin senda herlið inn í eitt A-Evrópuríkið og eykur'það mjög ólgu þar um slóðir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.