Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5 Frá 32. þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi Norðurlandaráð gagnrýnir ríkisstjórnir Norðurlanda Deigar í baráttunni gegn atvinnuleysinu segir m.a. í ályktun ráðsins um efnahagsmál Frá fréttaritara Þjóðviljans í Stokk- hólmi, Árna Þór Sigurðssyni: Miklar umræður urðu á þingi Norðurlandaráðs í fyrradag um efnahagsmál landanna og var samþykkt ályktun þar sem nor- ræna ráðherranefndin er gagnrýnd harkalega fyrir að- gerðarleysi og vanhugsaðar til- lögur í baráttunni gegn atvinnu- leysi. Er ráðherranefndinni falið að semja nýja áætlun um efna- hagsmál sem skal vera tilbúin fyrir næsta þing Norðurlanda- ráðs í Reykjavík 1985. Þar skuli höfuð markmiðið vera aukin atvinna og meiri hagvöxtur. Við umræðurnar var m.a. lagt fram álit Efnahagsmálanefndar þingsins og var það samþykkt í lok- in. Þar segir m.a. að þrátt fyrir merki um að efnahagur Norður- landanna fari batnandi aukist at- vinnuleysið jafnt og þétt auk þess sem verðbólga hafi á síðasta ári verið yfir meðaltali OECD land- anna. Atvinnuleysið hafi aukist frá árinu 1982 til 1983 úr 9.7% í 10.5% í Danmörku, úr 5.9% í 6.2% í Finnlandi, úr 0.7% í 1.0% á ís- landi, úr 2.6% í 3.3% í Noregi og í Svíþjóð hafi atvinnuleysið aukist úr 3.1% í 3.4% á sl. ári. Fulltrúar á þinginu lýstu þeirri skoðun sinni að ráðherranefndin hefði velt atvinnuleysisvandanum á undan sér. Jafnframt voru ríkis- stjórnir landanna krafðar svara um það til hvaða ráða þær hygðust grípa til að auka framleiðsluna og skapa fleirum atvinnu. Var ráð- herranefndinni falið að gera til- lögur að efnahagsáætlun er einkum tæki mið af eftirfarandi fjórum at- riðum: Að samin yrði áætlun um Norðurlönd sem heimamarkað, að norræn útflutningssamvinna yrði styrkt, að þróunarhjálp verði betur skipulögð og að orku- og umhverf- isiðnaður yrði styrktur verulega. - v. Fyrsta grænlenska sendinefndin við upphaf 32. þings Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. N or ður landaþj óðir nar í vígbúnaðinum sagði Guðrún Helgadóttir í ræðu sinni Frá fréttaritara Þjóðviljans á þingi Norðuriandaráðs, Árna Þór Sigurðs- syni: Tveir íslendingar tóku til máls á sameinuðu þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í fyrradag. Matthías Á. Mathie- sen talaði sem fulltrúi í 5- manna nefnd sem hefur það verkefni að endurskoða skipu- lag á starfsemi ráðsins með það fyrir augum að minnka skrifræði. Nefndin hefur skilað inn tillögu um að slá saman nokkrum skrifstofum ráðsins- en Matthías lýsti andstöðu við nokkrum af þeim hugmyndum þar sem hann óttaðist að það leiddi til of mikilla áhrifa emb- ættismanna á kostnað áhrifa stjórnmálamannanna. Guðrún Helgadóttir ræddi m.a. um vopnakapphlaupiö í sinni ræöu í gær og minnti á að nokkur Norðurlandanna tækju þátt í þeim leik af fullum krafti. Annaðhvort sem aðilar að NATO ellegar sem afkastamiklir vopnaframleiðend- Guðrún Helgadóttir. ur. Tími væri til að hætta einungis sífelldu tali um nauðsyn friðar í heiminum og nær væri að gera vinnu einstakra Norðurlanda varð- andi auðlindanýtingu og minnti m.a. á samning íslands og Noregs um Jan Mayen. Lýsti hún þeim vonum sínum að Færeyingar og ís- lendingar kæmust að niðurstöðu um nýtingu hafsbotnsins í efna- hagslögsögu landanna. Athygli vakti að í ræðu sinni fjall- aði Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar nær eingöngu um um- hverfisvernd og mengunarmál en minna um utanríkis- og efna- hagsmál. Minnti Palme á að Norðurlandaþjóðirnar hefðu sam- ið alþjóðlega áætlun um hvernig ætti að standa að losun úrgangs- efna í náttúruna og að mikilvægt væri að hinar norrænu þjóðir væru öðrum til fyrirmyndar í þeim efn- um sem öðrum. í gær ræddi Steingrímur Her- mannsson við fulltrúa Grænlend- inga á Norðurlandaráðsþingi og í dag er ætlunin að forsætisráðherrar allra landanna komi saman til skrafs og ráðagerða. - v. virkar Olof Palme. eitthvað raunhæft til að ná því markmiði. Guðrún fjallaði einnig um sam- Norrœn œskulýðsráðstefna í Stokkhólmi: N or ður land ar áð ræðir öryggismál Ungsósíalistar í Noregi, Danmörku og íslandi halda námsstefnu hérlendis í haust Æskulýösráöstefna Noröur- landaráös var haldin í tengslum við fund Norðurlandaráðs í Stokkhólmi um helgina. Þau mál sem tóku mestan umræðu- tíma á ráöstefnunni voru öryggismál og þróunarhjálp. í ályktun ráðstefnunnar var var- aö viö helstefnuröksemdum ógnarjafnvægis stórveldanna og lögö áhersla á að afvopnun- arviðræðurnar í Genf hæfust á ný. Æskulýðsráðstefnan skor- aði á þing Norðurlandaráðs að taka til umræðu ýmsar tillögur í öryggismálum Norðurlanda, svo sem kjarnorkuvopnalaus svæði. Þá var mikið rætt um þróunaraðstoð Norðurlanda og lagt til að ríkin stæðu sameigin- lega að málum og kæmu sér upþ samræmdri stefnu, fram- kvæmd og ráðstöfun fjár til þró- unaraðstoðar. SSUN heita samtök ungra sósíal- ista á Norðurlöndum, sem stofnuð voru í fýrra. Aðilar að þeim eru Æskulýðsfylking Alþýðubanda- lagsins, Socialistisk Ungdom í Nor- egi og Sosialistisk Folkepartis ung- dom í Danmörku. Fulltrúi SSUN á Æskulýðsráðstefnunni í Stokk- hólmi var Árni Þór Sigurðsson, sem stundar nám í Osló. Grein var gerð fyrir SSUN á ráðstefnunni. Meðan á ráðstefnunni stóð héldu ungsósíalistar samráðsfundi og tók þátt í þeim fulltrúi Unga Þjóðveldisins í Færeyjum. Ákveð- in var dagskrá námstefnu sem SSUN ætlar að halda um æskulýðs- og atvinnuleysisvandamál í Dan- mörku í vor og samþykkt að halda námstefnu á Islandi í haust. í norrænu ráðstefnunni tóku þátt fulltrúar æskulýðssamtaka stjórn- málaflokkanna á Norðurlöndum, norrænu félaganna og Æskulýðs- sambanda á Norðurlöndum. Frá íslandi tóku þátt í ráðstefnunni Runólfur Ágústsson, Æskulýðs- fylkingu Alþýðubandalagsins, Árni Sv. Matthiesen, Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, Árni Hjörleifsson, Sambandi ungra jafnaðarmanna, Sigurður Jónsson Sambandi ungra Framsóknar- manna, Erlendur Kristjánsson og Hjörleifur Hringsson, Æskulýðs- sambandi íslands. - ekh. tttuyið GÓLF eða ÞAKVANDAMÁL að stríða? Betokem SUM gólfílögn Engin samskeyti Betokem gólílögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið eða lagt teppið á gólfið eftir 24 tíma. SUM gólfílögn hefur verið í þróun í Þyskalandi, Svíþjóð og Noregi sl. 15 ár og hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og styrkleikakröfur, sem settar voru í upphafi og síðar hafa komið fram. Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á ferðinni algjör bylting í gólfílögn, salan hefur nánast þotið upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. FILLCOAT gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málm- þök. Er vatnshelld. Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. Ábyrgð - greiðslukjör. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL: EPOXY - GÓLF Við erum með f jölmargar gerðir af gólf- ílagningarefnum sem þola ótrúlegt álag. Það er sama hvort um er að ræða gólfið í sturtuklefanum, matsalnum eða á bílaverkstæðinu. Vandamálið leysum við á fljótan og öruggan hátt. HAFNARFIROI SÍMI 50538

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.