Þjóðviljinn - 15.03.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.03.1984, Blaðsíða 1
DJQÐVIUINN Kosningar eru í Háskóla íslands í dag. Kjörfundur slendur yfir frákl. 9-18og er kosið til Stúdentaráðs ogHáskólaráðs. Sjá bls. 5 mars fimmtudagur 63. tbl. 49. árgangur Afleiðingar kvóta- kerfisins: „Það hvarflar ekki að mönnum að fylla kvóta sinn með 2. og 3. flokks fiski“, sagðisjó- maður í Ólafsvík Margirgallar hafa komið í Ijós að undanförnu á afla- kvóta kerfinu en sá versti er að koma í Ijós nú, þegar Öllum 2ja og 3ja nátta físki hent vel aflast. Sjómaður á bát í Ólafsvík sagði í samtali við Þjóðviljann að allir hentu nú fyrir borð 2ja og 3ja nátta fiski, þvíað mönnum dytti ekki í hug að fylla aflakvóta skip- anna með 2. og 3. flokks fiski, sem lítið verð fæst fyrir. Þetta hefur að sjálfsögðu það í för með sér að tugþúsundum tonna af fiski er hent í sjóinn til viðbótar öllum þeim smáfiski sem togararn- ir mega ekki koma með að landi og henda því í sjóinn. Ef vel viðrar og ekki er mikil aflahrota, er lítil sem engin hætta á að fiskur verði 2ja eða 3ja nátta. En um leið og veður versnar og ekki er hægt að vitja um netin, eða þá að mikla aflahrotu gerir svo ekki er hægt að draga þau öll, þá gerist þetta. „Menn vita að það verður með þetta eins og smáfiskinn. Allir vita þetta. En ekkert er hægt að sanna. Því þykjast menn enga áhættu taka með því að henda öðrum en 1. fl. fiski í sjóinn.“ -S.dór SÓKN - Nýja fólkið tekur við: „Náum fram breytingum“ „Viö munum fara fram á viðræður við okkar viðsemj- endur sem fyrst“ sagði Óttar Magni Jóhannsson sem á sæti í nýrri samninganefnd Sóknar þegar hann var spurður um framhaldið á samningamálum síns félags. „I Ijósi þess sem gerst hefur hjá öðrum verkalýðsfé- lögum tel ég að það sé hægt að ná fram breytingum á nokkrum atriðum í þessum samningum. Mín trú er sú að við getum náð fram raunhæfum kjarabótum. Það kom fram á fundinum á þriðjudagskvöldið að fólk verð- ur að fá meiri launahækkanir til að geta lifað á sínum launum“. Hin nýja samninganefnd Sóknar er skipuð þeim Guðlaugu Péturs- dóttur, Súsönnu Torfadóttur, Ólafi Magnússyni og Hörpu Sigfús- dóttur auk óttars Magna. Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir formaður félagsins lagði til að fyrrgreindir Sóknarfélagar skipuðu hina nýju samninganefnd félagsins og taldi rétt að þeir sem harðast börðust gegn samþykkt ASÍ-VSÍ samkomulagsins tækju að sér samningagerðina. 11 ræðumenn tóku til máls á fundinum og voru samningar verkalýðshreyfingarinnar gagn- rýndir harðlega af þeim flestum. Aðalheiður og Ásmundur Stefáns- son kynntu hins vegar samningana og lögðu eindregið til að fundurinn samþykkti þá. Að loknum umræð- um var gengið til leynilegrar at- kvæðagreiðslu og ASÍ-VSI samn- ingarnir felldir með miklum meiri- hluta atkvæða eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í gær. „Ég tel miður að formaður Sóknar skuli ekki eiga sæti í hinni nýju samninganefnd okkar. Aðal- heiður hefur staðið í fremstu víg- línu í kjarabaráttu undanfarinna ára og náð fram góðum samning- um. Hún átti því fullt erindi í nefndina aftur“, sagði Óttar Magni að lokum. -RAÞ Sjá bls. 6 og 7 Þetta er hin nýja samninganefnd Sóknar. Ljósm.: AtlL Vilhjálmur Hjálmarsson um ásakanir Alberts og Ranghildar í garð starfsfólks menntamálaráðuneytisins:, „Alveg fráleitt“ „Ég kannast bara alls ekki við að deildarstjórar og annað fólk þarna í ráðuneytinu hafi sýnt á nokkurn hátt einhverja pólitíska stjórnun. Það er bara alveg frá- leitt. Það hefur þá mikið breyst síðan ég var þarna“, sagði Vil- hjálmur Hjálmarsson fyrrv. menntamálaráðherra í samtali við Þjóðviljann ígær. Á Alþingi í fyrradag, lýsti Albert Guðmundsson því yfir að Ragn- hildur Helgadóttir menntamála- ráðherra væri að gera þarft verk í menntamálaráðuneytinu með margvíslegum skipulagsbreyting- um þar. Það væri kominn tími til að hreinsa út úr hreiðri Alþýðubanda- lagsins í ráðuneytinu. „Svona ummæli eru algjörlega út í loftið. Alveg út í bláinn. Ég vitna til bókar minnar um ráðuneytið. Þar geta menn séð staðfestingu á þessum ummælum mínum. Störfin þarna eru ákaflegfa „loyal“ eins og sagt er og að öllu leyti ágætt starfs- fólk.“ Nú hyggst ráðherra fjölga skrif- stofustjórum úr einum í þrjá. Er ekki í reglugerð mælt fyrir að að- eins einn skrifstofustjóri eiga að vera í ráðuneytinu?. „Jú ég held að Stjórnarráðið sé þannig uppbyggt að ráðuneytin hvert um sig hafi sinn ráðuneytis- stjóra og sínn skrifstofustjóra. Þyrfti þá ekki lagabreytingu til ' að breyta þessu? Það er mjög trúlegt. Það er á- reiðanlegt að þetta er svona upp- byggt,“ sagði Vilhjálmur Hjálm- arsson fyrrv. menntamálaráð- herra. ->g. Eru breytingar Ragnhildar á mennta mála- ráðuneytinu flokksmál, fjölskyldumál eða þjóðmál? Sjá bls. 3 Snorra lagt? Skuttogarinn Snorri Sturluson hcfur legið bundinn í Reykjavíkur- höfn í hátt í tvær vikur. Þjóðviljinn hefur heyrt að til standi að leggja Bjarna Bencdiktssyni líka. „Nei ég vil nú ekki segja að það sé búið að leggja Snorra, en það er staðreynd að mikið tap er á togaraútgerðinni. Við verðuin að hugsa okkar gang“, sagði Brynjólfur Bjarnason hinn nýi forstjóri BÚR. Bæjarútgerðin er búinn að missa einn frægasta aflaskipstjóra lands- ins en hann var einmitt með Snorra Sturluson. Ástæðan til þess að hann yfirgaf Bæjarútgerðina var einfaldlega að BUR var ekki tilbú- ið að greiða honum sömu kjör og útgerðarfyrirtækið sem hann fór -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.