Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.04.1984, Blaðsíða 1
MOmiUINN „Spjótiö virt- ist aldrei ætla að lenda.“ Einar Vilhjálmsson lýsir besta kasti heimsins á árinu 1984. Sjá9 apríl þriðjudagur 83. tbl. 49. árgangur Ólgandi verðstríð í Reykjavík —s----------------------------- A að knésetja Miklagarð? SS-búðirnar lœkka álgningu á nýlenduvörum um 18% Því var spáð þegar Mikligarður opnaði í vet- ur, að I kjölfar þess hæfist mikið verðstríð milli verslana. Þetta er nú komið á daginn og hafa fjölmargar verslanir lækkað álagningu sína á nýlenduvörum og nú ætla allar SS-búðirnar að lækka álagningu úr 38% í 20% á nýlenduvörum. Þjóðviljinn hefur heimildir fyrir því að kaup- menn hafl bundist samtökum um að knésetja Miklagarð og séu tilbúnir að leggja stórfé í her- kostnað. Hér er bæði um að ræða miðlungs stór- ar verslanir og vörumarkaði. „Auðvitað er hér um verðstríð verslana að ræða og þessi lækkun hjá okkur á álagningu er okkar fyrsta svar við nýrri og aukinni samkepp- ni“ segir Jóhannes Jónsson yfirverslunarstjóri hjá SS í samtali við Þjóðviljann á bls. 3 í dag. „A hverjum degi eru hérna inni kaupmenn eða aðilar frá öðrum stórmörkuðum að skoða verðin hjá okkur. Það liggur við að það sé farið að taka þá fyrir fasta starfsmenn hér“, segir Jón Sigurðsson verslunarstjóri Miklagarðs í samtali við Þjóðviljann í dag. Hann segir ennfremur að allar verslanir í Reykjavík beri sig saman við Miklagarð, sem aftur hafi ekki farið út í það að kanna verð hjá öðrum. Hér er því hafið mikið verðstríð sem neytend- ur njóta góðs af meðan á því stendur þótt ýmsir óttist að þeir þurfi að greiða stríðsskaðabætur síðar. -S.dór/Ig Óbreytt raforkuverð til Járnblendisins: Ekki til trafala í samningum við Alusuisse, segir Sverrir Hermannsson Gelr Hallsteinsson þjálfari FH fær flugferð hjá lærisveinum sínum eftir slgur Hafnarfjarðarliðsins á Islandsmótinu var í höfn á sunnu dagskvöldið. Mynd:-eik. „Langþráður draumur“ Á fréttamannafundi þeim, þegar kynnt voru samningsdrög íslenska ríkisins og Elkem A/S við japanska fyrirtækið Sumitomo um kaup þess fyrirtækis á 15% hlutabréfa í Járnblendiverk- smiðjunni kom fram að raforkuverð til Járn- blendiverksmiðjunnar verður óbreytt frá því sem nú er. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra var spurður að því á fundinum hvor ekki væri hætta á að óbreytt raforkuverð til Járnblendiverk- smiðjunnar gæti orðið til trafala í samningavið- ræðunum við Alusuisse um hækkun á orkuverði til Álverksmiðjunnar í Straumsvík. Sverrir sagði: „Þarna gegnir allt öðru máli, við eigum meiri- hluta í þessu fyrirtæki og samningar hafa náðst með þessum hætti, þegar það fer að skila arði er gert ráð fyrir viðræðum við Landsvirkjun. Þeir þurfa ekki að verða okkur til trafala í samning- um við Alusuisse“. -S.dór „Langþráður draumur hefur ræst, þetta er titill númer eitt í íslenskum hanknattleik. Ég bjóst við að úrslita- keppnin yrði erfiðari en raunin varð, en Tímamótaræða Brandts á Norður- Suður ráðstefnunni í Lissabon - Um- sköpun alþjóða peningakerfisins! Sjá bls. 5 við tókum hvern lcik fyrir sig og héldum haus; þetta gekk upp,“ sagði Kristján Arason, landsliðsmaður úr FH, en Hafnfirðingarnir urðu íslandsmeistarar í handknattleik karla 1984 í fyrrakvöld og þó er ein úrslitaumferðanna eftir. FH varð síðast íslandsmeistari fyrir átta árum. „Við erum með langbesta liðið; sterk- ustu heildina og bestu einstaklingana. Þjálfunin hefur verið meiri og markviss- ari en hjá öðrum, að því er virðist, og ég átti alveg von á að við myndum tryggja okkur meistaratitilinn í þessari um- ferð,“ sagði Geir Hallsteinsson þjálfari FH. „Ég er í sjöunda himni. Ég vissi þegar ég gekk til liðs við FH í haust að þessir strákar væru orðnir hungraðir í titila og að ég hefði valið rétt. Við höfum tryggt okkur sigurinn þótt þrír leikir séu eftir og það sýnir að við erum með langbesta liðið,“ sagði stórskyttan úr FH og ís- lenska landsliðinu, Atli Hilmarsson. -Frosti/VS Sjá 10-11 Bensínverðiðj; Lækkar ekki Fjármálaráðuneytið hefur enn einu sinni kontið í veg fyrir lækkun bensínverðs hér á landi í samræmi við lækkun á heimsmarkaðsverði með því að ákveða 10 aura hækkun vegagjalds á hvern lítra af bensíni. Verðið hefði getað lækkað nú í þessum mánuði en þess í stað er vegasjóðsgjaldið hækkaðþannig að útsöluverð bensíns helst óbreytt um sinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.