Þjóðviljinn - 12.04.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.04.1984, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Fiskur á föstunni uppskriftir og annað bitastætt Bls. 7-14 apríl fimmtudagur 85. tbl. 49. árgangur s Launin á Islandi hrapa niður úr öllu valdi ísland er á botninum! Meðal- tímakaup á íslandi 124 krónur en 252 krónur í Kanada Á meðan launamaður í iðnaðifœr að meðaltali 124 krónur á klukkustund fyrir vinnu sína, fœr stéttar- bróðir hans í Bandaríkjun- um og Kanada 252 krónur, samkvæmt upplýsingum frá Kjararannsóknar- nefnd. í Þjóðviljanum í gœr, var greint frá því að hér á landi fœri mun minna afþjóðartekjum í samneyslu en í nálœgum löndum auk þess sem kaupið er marg- falt lœgra. Engu að síður eru þjóðartekjur á mann á íslandi með því hœsta sem þekkist. Ríkisstjórn Is- lands hefur látið gera sér- stakan auglýsingabœkling til að lokka erlenda stóriðju til íslands og gortað þar af lágum launum í landinu. Ummæli Sverris Hermanns- sonar við finnska blaðamenn sem hér voru á ferð á dögunum, hafa vakið mikla athygli erlendis, en ráðherrann kvað Island orðið eitt mesta láglaunasvæði í Evrópu. í fréttatíma sjónvarpsins í fyrra- kvöid var viðtai við hagfræðing hjá Kjararannsóknarnefnd, þarsem það var staðfest að ísland væri komið á skör með láglaunalöndun- um í Suður-Evrópu. í athugun hagfræðingsins er gerður samanburður á meðaltíma- kaupi í iðnaði á sl. ári og eru 15 iðnríki valin til viðmiðunar. Rétt er að taka fram að hér er ekki einung- is verið að mæla taxtakaup, heldur meðaltal heildartekna að meðtöld- um bónus, yfirvinnu, greiddum kaffi- og matartímum o.s.frv. Hæstu launin í iðnaði eru greidd í Kanada og Bandaríkjunum. Þar eru launin 252.52 krónur. í 3ja sæti er Danmörk með 212.23 kr, þá Noregurmeð 205.52 kr, Japan með 169.34 kr, V-Þýskaland með 167 kr, Holland með 162.62 kr, Sví- þjóð með 158.90 kr, Belgía með 151.06 kr, Bretland með 138,75 kr, Finnland með 136.14 kr. að með- altali fyrir unna klukkustund. ís- land lenti í 12. sæti með 124.21 kr. á tímann. Aöeins löndin Frakkland, Austurríki og Ítalía voru lægri en ísland en munurinn er lítill sem enginn. - óg/v. Meðaltímakaup í iðnaði árið 1983 í ýmsum löndum. ísland = 100 Gengisfellingarboðun Steingríms BULLANDI ÁGREININ GUR Steingrímur ýjar að gengisfellingu, Þorsteinn ' daðrar við erlend lán en Þórarinn Sigurjónsson lœtur gatið eiga sig! - Bersýnilega er ríkisstjórnin komin með það á dagskrá sína að fella gengið umfram það sem gert var ráð fyrir þegar gengið var frá kjarasamningum 21. febrúar, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins á alþingi í gær í tilefni af ummælum Stein- gríms Hermannssonar forsætis- ráðherra sem Tíminn hefur eftir honum í gær um hugsanlega gengisfellingu. Steingrímur Hermannsson sagði fyrirsögnina ekki vera frá honum komna, en í viðtali við blaðamann Þjóðviljans í gær ít- rekaði forsætisráðherra að ef rík- issjóður verður til viðbótar við þenslu í peningamálum rekinn með halla, þá muni það leiða til þrýstings á gengið sem leitt gæti til meiri gengisbreytinga en ríkis- stjórnin hafi hugsað sér. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði hins vegar í umræðunum utan dag- skrár á alþingi í gær, að það væri óhjákvæmileg forsenda efnahagsstefnu ríkisstjórnarinn- ar að halda gengi krónunnar til- tölulega stöðugu. Bætti hann við að erlendar lántökur kæmu vel til greina. Ólafur G. Einarsson þing- flokksformaður Sjálfstæðisv flokksins sagði í viðtali við Þjóð- viljann í gær að hann liti á „geng-^ isfellingartal sem fásinnu og upp-' gjöf“- v Þórarinn Sigurjónsson Fram- sóknarþingmaður segir í viðtali við blaðið Þjóðólf á Suðurlandi: „Ég læt fjárlagagatið eiga sig, það er málið hans Alberts". - óg/S.dór. Þessi dómur er áfallfyrir réttarstöðu borgarans; hann erhlœgilegur, segir Skafti Jónsson um niður- stöðu Sakadóms. Sjá baksíðu Sjá frá umrœðum utan dagskrár á alþingi í gœr, viðtöl og frásagnir á bls. 3 og leiðara á bls. 4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.