Þjóðviljinn - 25.04.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.04.1984, Blaðsíða 1
DJÚÐVIIJINN Jóhann Kúldles fiskmatsfrumvarpi p 7\ Halldórs Ásgrímssonar ' 3 ,x pistilinn í dag ti % Siá 13 Wk ± ki apríl miðvikudagur 92. tbl. 49. árgangur Ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík fyrir 1. maí fullsmíðað Næsti áfangi 1. september Guðmundur J. Guðmundsson aðalrœðumaður baráttudagsins Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar verður aðalræðumaður á 1. maí baráttufundi fulltrúar- áðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík á Lækjartorgi. Þá mun flytja ávarp á fundinum Oscar Villegas einn for- ystumanna í FSR verkalýðssambandinu í E1 Salvador. Að sögn Guðmundar Hallvarðssonar sem sæti á í undir- búningsnefnd 1. maí dagskrárinnar í Reykjavík hefur fulltrúaráð verkalýðsfélaganna að mestu gengið frá ávarpi dagsins og öðrum undirbúningsatriðum fyrir baráttudaginn. Auk Guömundar J. Guðmunds- sonar munu þau Sjöfn Ingólfsdóttir félagi í BSRB og Kristinn Einars- son formaður Iðnnemasambands- ins flytja ávörp á fundinum á Lækj- artorgi. Oscar Villegas kemur hingað til lands í boði Dagsbrúnar og annarra félagasamtaka í borg- inni. Hann er einn forystumanna í FSR sem er öflugasta verkalýðs- samband iðnaðarmanna og iðn- verkafólks í öllum stærstu borgum E1 Salvador. Sambandið hélt aðal- fund sinn í San Salvador í janúar sl. og gerði herlögreglan innrás og fundinn og handtók alla fundar- menn. Eiga margir félagsmanna yfir höfði sér herdómstól en Villeg- as kemur að öllum líkindum héðan frá Mexíkó. Helstu kröfur í 1. maí ávarpi verkalýðsfélaganna í Reykjavík eru full atvinna, trygging kaupmáttar, dagvinnutrygging verði lágmarkstaxti, húsnæðisör- yggi, launajafnrétti kynja, gegn auknum skattaálögum. Þá er í ávarpinu lýst yfir stuðningi við kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd og lýst andstöðu við hverskonar hernaðarbrölt og hernaðarbanda- leg aðild íslands að slíku banda- llagi. Vakin er athygli á að íslenskt verkafólk sé vaknað til fullrar vit- undar um hvert stefnir í kjara- og atvinnumálum og atburðir síðustu missera gefi tilefni til að verkalýðs- hreyfingin endurskoði starfshætti sína. Eining og samstaða séu ein- kunnarorðin og næsti áfanginn í baráttunni fyrir bættum lífskjörum sé 1. september nk. - lg. Vistunargjöld fyrir börn hækka 53% hækkun leikskólagjalda Leikskólagjöld hækka væntan- legaí Garðabæ um53%ánæstunni. Vistunargjöld fyrir börn á dag- heimilum og leikskóium borgarinn- ar munu hækka um 5% um næstu mánaðamót. Gjöld dagmæðra í Rcykjavík hækkuðu um síðustu mánaðamót í kjölfar kauphækkana og vísitölu. Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt verulega hækkun á leik- skólagjaldi sem tekur gildi þann 1. júní í 1800 krónur á mánuði úr 1170. Þó voru ekki allir sammála um hækkunina og verður málið tekið fyrir í bæjarstjórn. Þann 1. maí mun leikskólagjald í Reykjavík verða 1.230 krónur fyrir 4 stundir en var 1170 krónur. Dag- heimilisgjald verður 3000 krónur fyrir gifta foreldra en einstæðir greiða 2000 krónur eftir hækkun. Taxti dagmæðra fylgir hækkun- um Sóknartaxta og matvælavísi- tölu. Þann 1. apríl hækkuðu gjöld dagmæðra um 8,3% vegna 5% hækkunar Sóknar og 3,8% hækk- unar vísitölu matvæla. Þá kosta 8 tímar með fæði hjá dagmóður 5.002 til 5.168 krónur eftir því hvort hún hefur verið á námskeiði um barnagæslu. Gjald fyrir 4 tíma gæslu er nú 1.460 krónur og hres- singin kostar 429 krónur fyrir mán- uðinn. -jP- Nanna Leifsdóttir lyftir verðlaunagripum eftir þrefaldan sigur í alpagreinum kvenna á Skíðamóti Isiands sem fram fór á Akur- eyri um páskana. Mynd: - GSv. Sjá 9 12 Allrar athygli segir fjármálaráðherra Er hægt aö skatt- leggja Seðla- banka íslands um hundruð miljóna? „Ég hef nú ekki séð þcssa frétt ykkar, en mér sýnist að það verði að skoða þessar reikningsfærslur betur því enda þótt Seðlabankinn þurfi ekki að greiða skatta til ríkisins cins og aðrir í þessu þjóðfélagi verður þó að gera þá kröfu að reikningar bankans sýni rétta mynd af stöðu hans. Þessar upplýsingar ykkar eru því allrar athygli verðar“, sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær. Þjóðviljinn greindi frá því sl. fimmtudag að með afar sérkenni- legunt reikningsaðferðum hefði Seðlabankanum tekist að breyta 400 miijón króna hagnaði í 95 miljón króna tap. Eignir bankans eru hvergi í efnahagsreikningi hans, allar fjárfestingar á síðasta ári eru einungis færðar til gjalda vert en ekki til eigna og bankinn hefði fært verðbætur af eigin sjóðum upp á 434 miljónir króna fyrir árin 1980,1981 og 1983 til gjalda, sem hefði haft í för með sér óvenju mikil gjöld á síðasta ári. - v. Sjá 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.