Þjóðviljinn - 27.04.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.04.1984, Blaðsíða 1
DJÚÐVIIJINN Fréttaskýring um sjónhverf- ingarnarí Seðlabankan- um og athuga- semdir endur- skoðanda bankans z Sjá 5 l'aÍrTíSÍI apríl föstudagur 94. tbl. 49. árgangur Tveggja tíma deilur á þingi í gær Springur stjórnin á Mangó- málinu ? Ekkert gamanmál og ég hvika ekkifrá ákvörðun minni um skatt á þessar vörur, sagði fjármálaráðherra Mjög hriktir í sambúð stjórnarflokk- anna um þessar mundir vegna svonefnds „mangómáls“ eins og þingheimur kallar harðvítuga deilu Framsóknarflokks og fjármálaráðherra um hvort taka á vöru- gjald og söluskatt af framleiðsluvörum Mjólkurbús Flóamanna, kakómjólk, Mangó-sopa og Jóga. Harðar deilur stóðu um þessa gjaldtöku utan dagskrár í tæpar tvær klukkustundir á þingi í gær. Sögðu þeir þingmenn Sjálfstæðismanna sem Þjóðviljinn hafði tal af að hér væri um að ræða erfiðasta deilumál sem komið hefði upp innan ríkisstjórnarinnar og gæti jafnvel riðið stjórnarsamstarfi að fullu. Fjögurra manna ráðherranefnd sem ríkis- stjórn skipaði á dögunum til að leita lausnar á þessu deilumáli hefur komið einu sinni saman og farið yfir upplýsingar frá Mjólkurbúinu um verðmyndun áðurnefndra mjólkurafurða. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki gert sig ánægða með þá útreikninga og óskað eftir því að fjögurra manna ráðgjafahópur geri sjálfstæða útreikninga á verðmyndun þessa vara. Hefur þessi hópur komið einu sinni sam- an og mun hittast aftur í dag. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra lýsti því yfir við utandagskrárumræðurnar á þingi í gær að hér væri ekki um neitt gamanmál að ræða og hann teldi það ekki koma til greina að falla frá lögbundinni skattheimtu á þessari vöru. Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarmanna sagði að kakómjólk væri mjólkurafurð og lagatúlkun fjármálaráðherra væri ekki rétt. Verið væri að koma höggi á Mjólkursamsöluna og bændastéttina með þessari skattlagningu og fjármálaráðherra hefði nægar heimildir til undanþágu frá þessum sköttum. Pað var Jón Baldvin Hannibalsson sem hóf umræðuna í gær og gagnrýndi hann harðlega þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skipa ráð- herranefnd sem ætti að koma sér saman um hvernig brjóta á gildandi lög og mismuna fyrir- tækjum í landinu varðandi skattlagningu. Fjöldi þingmanna tók til máls og gagnrýndu þeir mjög alla þá málsmeðferð og þá sérstöðu sem Mjólkursamsölunni væri sköpuð. Benti Guðrún Helgadóttir þingheimi á að á sama tíma og Samsalan kæmist undan söluskatts- greiðslum byggði hún stórhöll undir fram- leiðslu sína og legði til þeirrar byggingar 130 miljónir af hreinum gróða fyrirtækisins. Það vakti athygli við umræðuna í gær að engir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins utan fjár- málaráðherra tóku til máls, en hann sagðist hvergi hvika frá ákvörðun sinni. Framsóknar- menn munu fyrr ganga úr stjórninni en kyngja slíkri skattlagningu og á meðan 8 manna hópur sérfræðinga og ráðherra reiknar fram og til baka þora forystumenn Sjálfstæðisflokksins ekki að taka einarða afstöðu með eða á móti skattinum því ráðherrastólarnir eru í veði. -lg- Einar Karl Haraldsson eftir dvöl í Nicaragua „Bardaginn um San Juan del Norte mun hafa verið mest í heims- fréttum meðan ég dvaldi í Nicarag- ua, en hann hefur afar litla hernað- arþýðingu, og meginþunginn er í sókn skæruliðanna - contrunnar - frá Honduras, þaðan sem þeir koma þúsundum saman með að- stoð Bandaríkjahers og CIA“, sagði Einar Karl Haraldsson rit- stjóri Þjóðviljans nýkominn úr 17 daga ferð um Nicaragua. „Við vorum í Bluefields, sem er norðar á austurströndinni en San Juan del Norte, meðan orrustan þar stóð, og við urðum vör við nokkra spennu, þyrluflug og kvaðningu varaliðsins á vettvang. Þar fengum við líka að heyra lý- singar á því hvernig „contran“ herjar á samyrkjubú indíána í hin- Jaimle Armguello, aðstoðaryf irlæknir á San Pablo sjukrahúsinu í Bluefields, lýsir sárum Sandlnistahermanns- ins sem rætt er um í fréttinni. Ljósm.: ekh. Aðgerðir CIA þjappa fólkinu fastar saman um dreifðu fjalla- og frumskóga- byggðum Zelaya og nemur þá brott með sér yfir landamærin. Við ræddum einnig við hermann sem særst hafði í slíkri árás og lá á San Pablo sjúkrahúsinu í Bluefields. Sem dæmi um samgöngu- erfiðleikana, þá gekk hann hels- ærður í þrjá daga áður en hann komst í bát, sem var tvo sólar- hringa að flytja hann á sjúkrahús eftir fljótavegum. Þetta virðist að mestu vera frum- stæður hernaður með léttum vopn- um og þjóðlífið í Nicaragua ber þess engin merki að CIA hafi tekist það markmið sitt að lama efna- hagsstarfsemina og sundra fólkinu. Þvert á móti bendir margt til þess að stærsti hluti borgarastéttarinnar telji hag sínum betur borgið með samvinnu við Sandínista, sem vissulega eru forystuafl í Nicarag- ua, um þjóðlega uppbyggingu, heldur en með stuðningi við hina hötuðu þjóðvarðliða Somoza og málaliða CIA.“ í helgarblaði hefst í Þjóðviljan- um birting á greinaflokki eftir Ein- ar Karl Haraldsson um ástand mála í Nicaragua undir heildarheitinu „Sautján dagar með Sandínistum". - v. A morgun hefst í Þjóðviljanum greinaflokk- urinn „Sautján dagar með Sandínistum“ Skákmótið í New York: Johann 1 kærumáli I annarri umferð móLsins átti Jóhann Hjartarson í höggi við bandaríska stórmeistar- ann Brownc. Skákin fór í bið og er hún töpuð á Jóhann, en vegna atviks sem átti sér stað meðan á skákinni stóð hefur hann kært hana fyrir dómstóli mótsins. „Skákin var i jafnvægi allan timann, við tefldum Broddgaltar-afbrigði Enska leiksins þar sem ég hafði hvítt. Siðan skeði það að ég ætlaði að krefjast jafnteflis því léki ég einum lcik væri sama staðan komin upp þri- svar sinnum. Lögum sam- kvæmt fór ég nú á fund skák- stjóra til þess að fá hann að borðinu og sýna honum um- ræddan leik áður en ég léki honum, cn hann sagðist ekki hafa tíma!!. Ég fór þvi aftur að borðinu til að sýna Browne sjálfum fram á þctta en hann þóttist ekkcrt skilja né vita: Hey man, what do you mean? Að vonum fór ég úr jafnvægi og lék tómri dellu eftir þetta“, sagði hinn hæverski meistari í samtali yið Þjóðviljann i gær. Helgi Ólafsson, sem einnig teflir á mótinu, tók undir þetta, „Hlægilegt keis, eitthvað það fáránlegasta sem ég hef orðið vitni að“. Annars átti Helgi náöuga daga í annarri umferð, vann Brunkin með svörtu í Enska leiknum í aðeins 23 leikjum. í fyrstu umferð tefldi Helgi við sjáifan Lajos Portisch frá Ungverjalandi og tókst heldur betur að hrella hann, þó að jafntefli væri óumflýjanlegt t lokin. „Ég var með hvítt og beitti Enska leiknum, það er á hreinu að ég missti af vinning einhvers staðar, en varð að sættast á jafntefli eftir 60 leiki, var að reyna að vinna með hrók og riddara gegn hrók í 20. ieik en án árangurs", sagði Helgi og var að vonum hálf svekktur yfir þvt að missa af feitum bita. Jóhann gerði jafntefli með svörtu gegn Spragget frá Bandaríkjunum og var um að ræða sama afbrigði og gegn Browne. Það hefur verið töluvert af óvæntum úrslitum í mótinu, t.d. tapaði Larsen fyrir Soltis í fyrstu umferð og í annarri tap- aði stigahæsti maður mótsins Ljubojevic fyrir Zapata. Það stóð til að Jón L. Árnason tæki þátt í mótinu en hann; hætti við á síðustu stundu. I - L.J.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.