Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 15
Föstudagur 22. júní 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15 Áður en landsleikur íslands og Noregs hófst í fyrrakvöld, fékk Ásgeir Sigurvinsson sérstaka viðurkenningu frá Knattspyrnusambandi Islands fyrir unnin afrek á sl. vetri. Eins og menn muna, varð Ásgeir vestur-þyskur meistari með Stuttgart og var valinn besti knattspyrnumaður í V.Þýska- landi. Ásgeir var heiðursgest- ur á landsleiknum en hann kom beint úr erfiðri æfingaferð um Bandaríkin. Mynd: —eil 1. deilcl kvenna: Tvær fernur! Senn hálfnað í 1. deildinni Keppni í 1. deild karla í knatt- spyrnu verður senn hálfnuð, um helgina verður leikin áttunda um- ferð af 18. í kvöld kl. 20 leika KA og Breiðablik á Akureyri. KA er í fimmta sæti með níu stig en Breiðablik er þriðja neðst með 6 stig. Bilið gæti brúast með Blika- sigri. Víkingur og Þór leika á Laugardalsvelli kl. 14 á morgun. Víkingur er í fjórða sæti með 10 stig en Þór er í sj öunda með 7 stig. Tvö lið sem geta leikið mjög skemmtilega knattspyrnu og allt getur gerst. IA og Þróttur leika á Akranesi kl. 14.30 á morgun. ÍA er efst með 16 stig en Þróttarar þriðju með 10 stig þannig að þetta er leikur umferðarinnar. Þróttur myndi lauma sér í toppbaráttuna með sigri. KR og ÍBK leika á Laugardals- velli kl. 14 á sunnudag. KR-ingar eru neðstir með 6 stig en ÍBK er númer tvö með 15 stig. Mikið í húfi hjá báðum og baráttuleikur í aðsigi. Valur-Fram á Valsvelli kl. 20 á mánudagskvöld. Valur er næstneðstur með 6 stig og Fram er í sjötta sæti, aðeins stigi ofar. Tapliðið í þessum leik verður með slæma stöðu að 8. umferð lokinni. -VS í Tékkó í keppnisferð íslenska lands- liðsins í handknattleik til Tékk- óslóvakíu sem hefst á sunnudag og sagt hefur verið frá, verður ekki leikið þrívegis gegn Tékkum þó fyrstu upplýsingarnar hefðu hljóðað þannig. Landsliðið tekur þátt í „turneringu“ og mætir Norðmönnum, B-liði Tékka og loks A-liði Tékka. Leikið verður á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag og væntanlega haldið heim á ný á föstudag. Héraðsmót UMSK Héraðsmót UMSK í frjálsum íþróttum fer fram á Kópavog- svelli á laugardag og sunnudag. Keppt verður í 14 greinum karla og 11 greinum kvenna og hefst mótið kl. 14 báða dagana. Viðbú- ið er að Qöldi keppcnda mæti og á mótið koma gestir víðs vegar að af landinu. Olympíuleikar fadaðra: Góður árangur íslendinganna „Þetta var góður árangur hjá okkur í dag“, sagði Arnór Péturs- son um frammistöðu íslensku keppendanna á Ólympíuleikum fatlaðra sem hófust á Long Island í New York í gær. Sigrún og Oddný kræktu sér í bronsverð- laun og Jónas varð 5. í 100 metra bringusundi“. Sigrún Pétursdóttir vann bronsverðlaun f 25 metra baks- und; og var tími hennar 0.33.99. Oddný Óttarsdóttir varð 5. af 17 keppendum í 100 metra baks- undi, og vann bronsverðlaun í 100 metra bringusundi en þar mættu ekki nema þrír keppend- ur, þar sem þreyta var í stúlkun- um eftir baksundið. Jónas Óskarsson vann það ágæta afrek að verða 5. af 18 keppendum í 100 metra bringu- sundi á 1.37.32. Snæbjöm Þórð- arson var 11. af 18 keppendum í 100 metra skriðsundi á 1.11.20, en komst ekki í úrslit úr sínum riðli, en það gerði hinsvegar Jón- as, sem síðan varð 13. af 23 í úrs- litum 100 metra skriðsundsins á 1.13.74. Þá var landsliðskeppni í borð- tennis og mætu þrjú iið til leiks. Hafdís Ásgeirsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir kepptu fyrir fs- lands hönd og töpuðu þær naum- lega fyrir Englendingum með 2- 3, og náðu því aðeins bronsinu. Um 2000 keppendur frá 54 þjóðum eru á Ölympíuleikum fatlaðra í New York. -ekh Laufey og Ragnhildur með 4 hvor Í9-1 sigri ÍA á Víkingi fór í stöng, boltinn rúllaði eftir línunni í hina stöngina og út. í síðari hálfleik byrjaði KR betur og tókst Kristrúnu Heimis- dóttur að skora með skoti af löngu færi. Eftir markið sóttu Valsstúlkur án afláts, áttu nokk- ur færi en tókst ekki að skora í þessum annars jafna og spenn- andi leik. Á Akranesi unnu heimastúlk- ur yfirburðasigur á Víkingi, 9-1. í A tók strax völdin og var komið í 4-0 fyrir hlé. Landsliðskonurnar Laufey Sigurðardóttir og Ragn- hildur Jónasdóttir skoruðu sín 4 mörkin hvor og Pálína Þórðar- dóttir gerði eitt en Jóna skoraði mark Víkings. í A hefur þar með tekið foryst- una, hefur 7 stig, Valur 6, KR 6, Breiðablik 4, Víkingur og ÍBÍ ekkert. ÍBÍ og Breiðablik leika síðasta leik þriðju umferðar á ísa- firði í kvöld. -BV Leikið við Norðmenn Kr sigraði Val 1-0 á KR- vellinum í gærkvöld er félögin mættust þar í A-riðli 1. deildar kvenna. Fyrri hálfleikur var jafn en Valsstúlkur áttu þó fleiri færi. Það besta átti Ragnhildur Sigurð- ardóttir er hún átti gott skot sem Mark Gylfa fallegast Knattspyrnudómarar hafa komist að þeirri niðurstöðu að sigurmark Gylfa Rútssonar fyrir Víking gegn Fram sl. laugardag hafi verið það fegursta í 7. um- ferð 1. deildarinnar. Gylfi fær viðurkenningu fyrir það áður en leikur Víkings og Þórs hefst á Laugardalsvellinum kl. 14 á morgun. IR vann 19 af 27 Frjálsíþróttafólkið úr ÍR hirti sigurlaunin í 19 greinum af 27 á Reykjavíkurmótinu sem fram fór sl. fimmtudag og föstudag. Ár- menningar unnu fimm greinar og KR þrjár. Stefán Þ. Stefánsson, ÍR, sigr- aði í þremur greinum, hástökki, 100 m hlaupi og 110 m grinda- hlaupi karla. Gunnar Páll Jóa- kimsson, ÍR, vann tvær, 400 og 800 m hlaup karla. Helga Hall- dórsdóttir, KR, var sigursælust kvenna. Hún sigraði í 100 m grindahlaupi og 200 m hlaupi og var eina konan til að vinna tvær greinar. Helgar- sportið Knattspyrna 1. deild karla- sjá annars stað- ar. Tveir leikir eru í B-riðli 1. deildar kvenna kl. 14 á sunnudag, Þór-KA á Þórsvelli á Akureyri og Höttur-Súlan á Egilsstöðum. 2. deild karla - fimm leikir kl. 14 á morgun: Völsungur-DS, ÍBÍ— Einherji, FH-Víðir, Njarðvík- Skallagrímur og Tindastóll-IBV. 3. deildí kvöld kl. 20: Grindavík- Stjarnan. 3. deild á morgun kl. 14: Fylkir-Víkingur Ó., Selfoss-HV, Snæfell-Reynir S., HSÞ.b- Magni, Þróttur N.-Leiftur og Huginn-Valur Rf. Tennis Opið tennismót verður haldið á völlum TBR við hús félagsins við Gnoðarvog í Reykjavík. Keppni hefst I dag kl. 17 og síðan verður leikið allan morguninn frá 9-22. Úrslit hefjast kl. 10 á sunnudag. Frjálsar íþróttir Álafosshlaupið, hið árlega, fer fram á sunnudaginn, 24. júní. Það hefst kl. 10 við Kaupfélagið í Mos- fellssveit. Hlaupið ertil Reykjavík- ur, Höfðabakka, Bíldshöfða, Árt- únsbrekku, Elliðavog, Holtaveg, Engjaveg og endað á Laugardal- svelli. Vegalengdin er um 13,5 km. Golf Opna Johnny Walker golfmótið verður haldið á Nesvelli á morg- un, 23. júní. Þetta er þriðja stiga- mótið í ár á vegum GSÍ og er því aðeins fyrir meistaraflokka karla og kvenna. Keppni hefst kl. 8 um morguninn, leiknar verða 36 hol- ur. Vangur hf. gefur öll verðlaun. Jónsmessumót verða haldin hjá öllum golfklúbbum annað kvöld og hefjast yfirleitt kl. 20. Sund Sumarmót ÍBV verður haldið í sundlaug Vestmannaeyja um helgina. 4. deild F: Leiknir og Súlan í banaformi! Leiknir Fáskrúðsfirði náði tveggja stiga forystu í F-riðli 4. dcildarinnar í knattspyrnu í fyrr- akvöld með glæsisigri á Borgar- firði, 5-0. Oskar Tómasson 2, Svanur Kárason, Jón Ingi Tóm- asson og Jón Jónasson skoruðu mörkin. Heimamenn hefðu þó getað komist á blað, Þorbjörn Björnsson skaut í stöng úr víta- spyrnu er staðan var orðin 3-0. Súlan brá sér í Breiðdalinn og vann stórsigur á Hrafnkeli, 4-0. Doktor Óttar Ármannsson, Ein- ar Björnsson, Jónas Ólafsson og Helgi Jensson gerðu mörkin. Sindri og Höttur gerðu 2-2 jafntefli á Hornafirði. Omar Ingi Bragason kom Sindra yfir, Björg- vin Guðmundsson (víti) og Hall- dór Halldórsson færðu Hetti for- ystuna en Guðmundur Óskars- son náði að jafna fyrir Sindra. Neisti frá Djúpavogi vann Egil rauða 3-1 í Neskaupstað. Ragnar Bogason, Snæbjörn Vilhjálms- son/Ágúst Bogason (í samein- ingu!) og Þorvaldur Hreinsson skoruðu fyrir Neista en Þórarinn Traustason fyrir Egil, jafnaði þá 1-1. Staðan í F-riðli: Leiknir F......5 4 1 0 13- 1 13 Sindri.........6 3 2 1 12- 9 11 Höttur.........5 3 1 1 11- 6 10 Súlan..........6 3 1 2 12-10 10 Neisti.........6 3 0 3 14-13 9 Borgarfjörður..6 2 0 4 9-15 6 Hrafnkell......6 2 0 4 8-14 6 Egill rauði....6 0 1 5 6-17 1 -vs Sigur og tap gegn Kentucky Islenska unglingalandsliðið í körfuknattleik lék við úrvalslið leikmanna úr „Highschool" í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum hér á landi um síðustu helgi. Bandarísku piltarnir unnu fyrri leikinn, sem háður var í Selja- skóla í Reykjavík 17. júní, 92-89. Guðni Guðnason skoraði þá 23 stig fyrir íslenska liðið og Jóhann- es Kristbjörnsson 18. Liðin mætt- ust í Keflavík kvöldið eftir og þá unnu íslensku strákarnir 114-110 eftir framlengingu. Axel Nikulás- son lék með sem gestur og skoraði 30 stig en Guðni gerði 27 stig. Völsungur vann KS í hörkuleik Völsungur frá Húsavík vann góðan sigur á KS, 2-1, er félögin mættust í bikarkeppni KSI á Siglufirði í gærkvöldi. Völsungar eru þar með komnir í 16-liða úr- slit keppninnar. Þetta var grimmdarleikur eins og svo oft hjá þessum liðum. Ekk- ert var skorað í fyrri hálfleik en Völsungar náðu forystunni er þeir skoruðu uppúr hornspyrnu á 55. mfnútu. Korteri fyrir leikslok jafnaði Björn Ingimarsson fyrir KS er hann fylgdi stangarskoti Amars Óiafssonar. Sfðan var framlengt og strax í upphafi við- aukans skoraði miðherji Völsungs geysilaglegt mark sem dugði Húsvíkingum til sigurs. -RB/Siglufirði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.