Þjóðviljinn - 02.03.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.03.1985, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING Ratsjárstöðvar Geir hugleiðir afsögn Fundurinn á Þórshöfn. Geir Hallgrímsson kveðst taka þátttöku sína íríkisstjórninni til endurskoðunar, efAlþingi samþykkir þingsályktunartillögu Steingríms Sigfússonar gegn ratsjárstöðvum. Geir Hallgrímsson utanríkis- ráðherra lýsti því yfir á fjöl- mennum fundi á Þórshöfn á Langanesi síðastiiðið fimmtu- dagskvöld að hann myndi taka þatttöku sína í ríkisstjórninni til endurskoðunar ef Alþingi tæki afstöðu gegn uppsetningu ratsjár- stöðva á Langanesi og Vestfjörð- um. Það er Steingrímur Sigfússon sem ásamt fleirum hefur lagt slíka tillögu fyrir Alþingi, og verður hún væntanlega tekin til umræðu í þessum mánuði. Fundinn á Þórshöfn sóttu um 180 manns sem er gífurleg þátt- taka í jafn litlu byggðarlagi. Geir Hallgrímsson gerði grein fyrir röksemdum sínum um nauðsyn ratsjárstöðvanna, og síðan voru leyfðar fyrirspurnir. Um 10 heimamenn komust að áður en mælendaskrá var lokað og lýstu 7 þeirra sig andvíga hernaðarfram- kvæmdum á Langanesi. Þá bár- ust fundinum einnig yfirlýsingar um andstöðu við hernaðarfram- kvæmdir á Langanesi eða annars staðar á norðausturlandi frá her- stöðvaandstæðingum á Egils- stöðum, Borgarfirði eystra, Reyðarfirði og Vopnafirði. Geir Hallgrímsson lýsti því yfir að viðkomandi sveitarfélög gætu ekki staðið í vegi fyrir þessum framkvæmdum. Taldi hann sig hafa fullan stjórnarfarslegan rétt til að ákveða þetta sjálfur, en hins NT-skoðanakönnun Stjómin faiiin Stjórnarflokkarnir fá í fyrsta skipti I skoðanakönnun minni- hlutafylgi kjósenda, samkvæmt könnun sem NT birti í gær. Sam- kvæmt henni er þingstyrkur ríkisstjórnarinnar kominn niður í 29 þingmenn. f könnuninni fær A-listi 23.6% fylgi, D-listi 33.2%, Framsókn- arflokkurinn 15%, Alþýðu- bandalagið 14.7%, Kvennalisti 6.6% og Bandalag jafnaðar- manna 5.4%. -óg. vegar sagði hann að það yrði ekki gert án samráðs við ríkisstjórn- ina. Geir Hallgrímsson sagðist ekki mundu hafa frumkvæði að því að leggja málið fyrir Alþingi. Viðstaddir á fundinum sögðu að fundurinn með Geir hafi verið hugsaður sem áróðursfundur fyrir ratsjárstöðvunum, en fund- urinn hefði snúist upp í hið gagns- tæða vegna fjölmargra fyrir- spurna heimamanna. -ólg. Nemendur leggja skólatösku, „tákn hins nemandi rnanns", að myndastyttu Jóns Sigurðssonar eins frumkvöðla almennrar menntunar á (slandi á Austurvelli í gaer. Framhaldsskólarnir Skólastarf lamað Mikilþátttaka í uppsögnum kennara. Tryggvi Gíslason skólameistari: Deilunni ekkiskotið áfrest. Kjör kennara verðurað bæta. Því verður ekki skotið á frest að leysa deiluna. Kjör kennara verður að bæta, sagði Tryggvi Gíslason skólameistari á Ak- ureyri í gær, en þá höfðu 20 af 34 fast- ráðnum kennurum menntaskólans hætt störfum. Sömu sögu var að segja af flestum framhaldsskólum landsins, þótt þátttaka kennara í aðgerðunum sé eitthvað misjöfn eftir skólum. Þannig hafa aðeins 3 af 11 fastráðnum kennurum á ísafirði hætt störfum á meðan 17 kennarar höfðu lagt niður vinnu í Fjöl- brautarskólanum á Selfossi. Á Laugarvatni höfðu 7 af 9 kennurum í HÍK við mennta- skólann þar lagt niður vinnu og í Fjöl- brautarskólanum í Vestmannaeyjum höfðu 3 af 4 kennurum í HÍK lagt niður vinnu. Sömu söguna er að segja af Akranesi, þar sem 24 af 28 kennurum HÍK í fjölbrautar- skólanum lögðu niður vinnu. í Reykjavík lamaðist kennsla í fram- haldsskólunum einnig og hafa rnargir skólar gripið til þess ráðs að gefa nemend- um kost á að stunda sjálfsnám með ráðgjöf þeirra kennara sem eftir eru, þar sem ekki er hægt að viðhalda venjulegri stundarskrá. „Á þessu máli er engin lausn önnur en að laga kennaralaunin, sem eru alltof lág,“ sagði Björn Teitsson skólameistari á Isa- firði í samtali við Þjóðviljann. Sagði hann að á nýlegum fundi skólameistara um málið í Reykjavík hefði komið fram að samúð þeirra væri með kennurum. -ólg. Sjómenn Þjöppum okkur saman Óskar Vigfússon: Efekki gengur saman þá er illt í efni fyrir útgerðarmenn. Ekki óeðlilegt að menn skoði málin heima dragist samningar á langinn. „Ef ekki gengur saman nú á næstunni, þá er iilt í cfni. Ekki aðeins fyrir okkur heldur miklu meira fyrir útgerðarmenn“, sagði Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambandsins í samtali við Þjóðviljann síðdegis í gær skömmu áður en hann hélt á ný til samningaviðræðna við útvegs- menn í húsakynnum sáttasemj- ara. Sáttafundurinn hófst kl. 17 og stóð enn þegar Þjóðviljinn fór í prentun í nótt. „Atburðir gærdagsins segja okkur sjómönnum að þjappa okkur saman. Taka á móti bár- unni með því hugarfari sem sjó- menn eru vanir til sjós“, sagði Óskar aðspurður hvort samning- ar yfirmanna við útgerðarmenn hefður ekki veikt stöðu sjómann- asambandsins. „Okkur finnst það kannski ekki óeðlilegt þegar lengra líður frá að menn hafi hug á því hvort ekki bjóðist eitthvað betra heima. Það er afskaplega skiljanlegt. Ekkert slíkt er farið af stað, menn standa vel saman í þessari baráttu", sagði Óskar. Töluvert greinir enn á í deilunni við útgerðarmenn. Sjó- menn vilja fá hærri kauptrygg- ingu en samið var um við yfir- . menn og að hækkunin gildi lengur aftur fyrir sig. Einnig eru ýmis sérmál sjómanna ennþá óuppgerð, t.d. varðandi breytta vinnutilhögun á línubátum, sagði Óskar Vigfússon. -Ig. Rektor Páll eða Sigmundur Páll Skúlason og Sigmundur Guðbjarnason fengu langflest at- kvæði í prófkjöri um rektorsefni í Háskóla íslands í gær. Páll fékk 30,6% atkvæða (49 at- kvæði starfsmanna, 345 atkvæði stúdenta), Sigmundur 30,5% (80-118). Þeim næstir: Jónatan Þórmundsson 11,6% (17-141), Júlíus Sólnes 10,5% (25-60), Ragnar Ingimarsson 5,8% (17- 11), Sigurjón Björnsson 3,5% (10-9), Björn Björnsson 2,1% (2- 8). Állir 77 prófessorar Há- skólans voru formlega í kjöri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.