Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 8
MENNING Pan, Dionysos og Gúumar Ólafur Lárusson á Kjarvalsstöðum í austursal Kjarvalsstaöa, svonefndum Kjarvalssal, sýnir Ólafur Lárusson 213 verk, teikningar af öllum toga. Þetta er óvenjumikill fjöldi verka á venjulegri einkasýn- ingu, en hafa verður í huga aö ekki eru öll verk Ólafs jafn stór. Reyndar teflir Ólafur mjög á ólíkar stærðir, millistærðir finn- ast ekki margar, heldur eru verk- in annað hvort stór eða smá. Upphengingin er eftir ákveðnum forsendum: Smámyndirnar hanga saman í þyrpingum og eru þær tengdar saman með stóru myndunum. Skapar þetta á- kveðna heildastemmningu í saln- um og undirstrikar vilja lista- mannsins til að gera sýninguna að einni listrænni heild; listaverki út af fyrir sig. Það kemur ekki á óvart að sjá Ólaf Lárusson glíma við salar- kynni á þennan hátt. Upplag hans sem gjörningamanns er sí- virkt og tilfinning fyrir innréttingum (installations) er, enn einkennandi fyrir hann. Það sem hefur breyst er tæknin: Past- elkrítin og penninn eru komin í staðinn fyrir líkama listamanns- ins og ljósmyndavélina. Má túlka þetta sem afturhvarf til hefðbundnari hátta? Eflaust má segja sem svo að gjörningar og önnur myndlist sem byggist á lifandi atferli í raunverulegu rými séu sprottnir af löngum lista- mannsins til að gera myndlistina áþreifanlega; draga hana frá tví- víðri blekkingu til snertanlegs raunveruleika. En einnig má skoða teikningar Ólafs sem fram- hald þeirrar gjörningalistar sem hann fékkst við áður og er slíkt framhald að mörgu leyti jafn rök- rétt. Það er því næsta ólíklegt að um afturhvarif sé að ræða enda er Ólafur ekki á þeim .buxunum að hopa eða hverifa til baka. Engar mynda hans bera slíkt með sér. Þær eru ferskar og settar fram af áræði og öryggi. Viss ögrun er fólgin í þeim, þótt listamaðurinn telji þær lausnir við ofsa og kalli þær jafnvel „ógurlega sætar“ (viðtal í Mbl. 12.5. 1985). Þetta eru sterkar myndir gerð- ar af sjálfsprottnum krafti eins og Ólafi er eiginlegur. Drættir teikninganna eru oft fínlegir og næmir í taugaspenntum tryllingi sínum, og bak við hverja teikningu býr einhver ólga sem staðfestir nærveru listamannsins í hverju verki. Ólafur er Pan eða Díonýsos, skógarpúkinn og vín- guðinn sem vinnur verk sín sem náinn part af sjálfum sér. Yfir- vegun þekkir hann ekki, a.m.k. ekki í hinum appollonska skiln- ingi, og hvergi örlar á tilraunun- um til að stýra verkinu inn á ró- legri brautir. Þvert á móti hamast Ólafur í hverri mynd við að draga fram alla þá ólgu og ákafa sem ein- kennir tilvistarlega afstöðu hans. Þessa afstöðu reynir hann að gera að sýnilegum táknum. Þetta er í senn hinn sundurtætti Díonýsos og Pan sem sífellt eltist við gyðj- urnar, eða gúurnar, án þess að ná nokkurn tíma tangarhaldi á þeim draumi sem hann sækist eftir. Það, hvernig hver einstök mynd er í sjálfu sér dýrmætur partur af listamanninum er e.t.v. það sem gerir öll verk Ólafs svo sannferðug og ekta. Hann þorir að standa við hverja einustu línu, hvernig sem hún kann að vera og það er meira en ætlast er til af listamönnum á þessum síðustu og verstu tímum. Reyndar er það nokkuð táknrænt að þessi sýning Ólafs skuli bera upp á sal sem svo oft hýsir teikningar Kjarvals. Það er nefnilega einhver skyldleiki á ferðinni milli teikninga beggja; fjarlægur skyldleiki sem e.t.v. má rekja aftur til vínguðsins eða skógarpúkans. HBR Stökur Tryggvi Emilsson skáld og rit- höfundur varö góðfúslega viö beiðni okkar um nokkrar stök- uríþáttinn, enTryggvier sonur Emils Petersen sem stökur voru eftir í næst síðasta þætti. SIGURDÓR SIGURDÓRSSON ,| l~L Fjaran Herji strandir hrímið grátt hörðum blandið kjörum, rœða vandann himinhátt, haf og land á fjörum. Dalalœða Þoka hylur hól og ál himni skilar tárum dagsins. Fjalls á kili kyndir bál kveðju ylur sólarlagsins. Áin mín Gilsá féll í falli ströng fram úr gljúfrastalla öng, Urðar slaginn allan söng, undir tók í fjalla þröng. Hekla Hátt er að stefna á Heklu tind, hann ég fyrir mér virði, ef það hreyfir engan vind axla ég mína byrði. Á Kaldadal Þó að byljir flytji fjöll, frosnir hyljir bresti, dulspár þylji dvegar og tröll, dalurinn yljar gesti. Útilíf Mér hefir búið margt í hag móðurjarðar hjartalag, til að yrkja artarbrag, út ég geng um bjartan dag. Til sjós Víkkar heiðið, fjörðurinn freyðir fjörubreiða andaströnd. Oldu skeiðið sólin seiðir saman leiðir stegg og önd. Upp þau vinda og saman synda sumaryndis bylgju fang, vœngjum binda bláa linda bjarta mynd á djúpsins vang. Rökkur Skýin strjúka hafið hljótt, himinninn sest á djúpin. Esja hverfur undir nótt, inn í rökkurhjúpinn. Dagdraumar Þar sem líf er listum tengt og Ijósálfar á sveimi, gott er að eiga innangengt utan úr köldum heimi. Mótsagnakennd mólverk Einar Hákonarson í Gallerí Borg Einar Hákonarson sýnir um þessar mundir í Gallerí Borg viö Austurvöll. 25 olíumálverk sem prýða veggina, fiest frá þessu ári og hinu síðasta. Þetta er 11. einkasýning Ein- ars en hann hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýning- um heima og erlendis og sýnt bæði málverk og grafík. Einar hefur sín ákveðnu ein- kenni sem málari; einkenni sem byggja á mörgum og oft mótsagn- akenndum forsendum. Þannig var hann í upphafi fylgjandi popp-listinni og ber þess enn merki með því að hann vinnur allkerfisbundið og hefur til- hneigingu til að staðla form- teikningu sína. í seinni tíð hafa önnur stflbrigði þrengt sér æ meir inn í málverk hans og eru það einkenni síð-kúbískra málara 5. áratugarins. Þessi einkenni sem kenna má við September-hópinn eru mun lífrænni en poppísku til- þrifin og því hefur Einar færst nær Parísar-skólánum eftir því sem tímar hafa liðið. Þessi tvískinnungur ef svo mætti kalla gerir það að verkum að málverk Einars verða oft undarlegt sambland gamals og nýs. Teikning hans er áfram stöðluð og vélræn, meðan litur- inn ásamt pensilskriftinni verður lífrænni við hverja sýningu. Það er einmitt liturinn sem sýnir hvaða framförum Einar hefur tekið á undanförnum tveimur til þremur árum. Það sem áður byggðist mest á gráum tónum og dauflegum, hefur lifn- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.