Þjóðviljinn - 24.09.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.09.1985, Blaðsíða 1
24- DJÓÐVIUINH 219. tölublað 50. örgangur AWNNUUF ÍÞRÓTTIR HEIMURINN MANNLÍF Ríkisstjórnin Söluskattur eða stjómarslit Gífurleg óánœgja innanþingflokka ríkisstjórnarinnar með söluskattsáformin. Kæmitilframkvœmda um áramótin. Höskuldur Jónsson: við gerum klártfyrirþingið. Félag íslenskra iðnrekenda mótmœlir söluskattinum. Framsóknarþingmenn íhuga samráð við stjórnarandstöðu um stóreignaskatt. Leiðari DVígœr: Hótun um stjórnarslit Auknar líkur eru nú taldar á því að fjárlagadæmið sé ekki endanlega afgreitt fyrir næsta ár. Ríkisstjórnin er ennþá þingbund- in og fyrirhugaðar söluskatts- hækkanir standa mjög í mörgum þingliðum ríkisstjórnarinnar. „Við miðum við að ganga frá þessum málum þannig að hægt verði að afgreiða þau á þingi fyrir áramót“, sagði Höskuldur Jóns- son ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu við Þjóðviljann í gær. „Einstaka niðurfellingar á söluskattsundanþágum geta hins vegar tekið gildi með reglugerð- arbreytingum", sagði Höskuldur enn fremur. Starfsmenn fjármálaráðherra undirbúa nú margvíslegar breytingar á tollskrá og niðurfell- ingu á undanþágum frá sölu- skatti. Hækkun tolla og vöru- gjalds á að gefa um 750 miljónir í tekjur fyrir ríkissjóð og aukinn söluskattur um 400 miljónir til viðbótar þeim 400 miljónum sem hækkun bensíngjalds skilar í rík- issjóð. Síaukins efa gætir nú í röðum ýmissa þingmanna stjórnarflokk- anna vegna þessara stórfelldu skattaálaga, en meðal þeirra hug- mynda sem fjármálaráðherra gælir við er að leggja söluskatt á ýmsa þjónustu þar á meðal lækn- isaðstoð, dagblöð og blaðaút- gáfu, tölvuútbúnað og hjólbarða svo iítið eitt sé nefnt. „Það skýtur skökku við að á sama tíma og mikið er talað um nauðsyn nýsköpunar og tækni- framfara í íslensku atvinnulífi skuli aðgerðir fyrirtækja á þessu sviði skattlagðar", segir í bréfi Félags íslenskra iðnrekenda vegna hugmynda stjórnarinnar um að afnema undanþágur frá söluskatti. Nefna iðnrekendur sérstaklega hugdettur um skatta á tölvur og hugbúnað í þessu sam- bandi. Tœkniþróun Gangandi dráttarvél Moskvu — Sovéskir vísindamenn hafa búið til farartæki sem ætlað er til notkunar í iandbúnaði og hefur sex „fætur“ sem það „gengur“ á í stað hjóla. Það hefur lengi vafist fyrir vís- indamönnum að búa til farartæki sem getur gengið eins og maður- inn og þar með komist yfir torfær- ur sem venjulegum farartækjum á beltum eða hjólum eru ófærar. Eftir miklar rannsóknir komust vísindamennirnir að því að best færi á því að farartækið hefði sex ganglimi. Nú er unnið að því að gera það nógu sterkt til þess að það þoli álag sem fylgir stöðugri notkun í landbúnaði þar sem að- stæður eru erfiðar. - ÞH/reuter. Framsóknarmenn eru alvar- lega að íhuga að leggja fram frumvörp um stóreignaskatt í samvinnu við stjórnarandstöð- una. Stefán Guðmundsson al- þingismaður kveður menn í þessu sambandi hafa óbundnar hendur. f leiðara DV í gær er ummælum Stefáns svarað með hótun um stjórnarslit: „Beri framsóknar- menn fram frumvörp um stór- eignaskatt og knýi fram í sam- stöðu við stjórnarandstöðuna má telja að ríkisstjórnarsambandið sé búið að vera“. - íg./óg. Guðrún Bachmann starfsmaður Listahátíðar kvenna: Stöðugur straumur fólks á Listahátíð kvenna. Ljósm.: E.Ol. Listahátíð kvenna Aðsókn með eindæmum góð Troðfullt á leiksýningar, tónleika, Ijóðadagskrárog sýningar allskonar Aðsókn á sýningar og dagskrár Listahátíðar kvenna hefur verið með eindæmum góð, sagði Guðrún Bachmann, starfsmaður hátíðarinnar. Dagskráin úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur var frumsýnd fyrir troðfullu húsi, fyrsta ljóða- dagskráin Við vinnu var mjög vel sótt, og sömu sögu er að segja um frumsýningu á leikgerð Helgu Bachmann á Reykjavíkursögum Ástu Sigurðardóttur. Uppselt var á aðra sýninguna og á þá þriðju sem er í kvöld. Sýningin á bókum og bóka- skreytingum í Gerðubergi var opnuð á sunnudag að viðstöddu miklu fjölmenni. A Kjarvalsstaði hefur verið stöðugur straumur fólks bæði á sýninguna Hér og nú og svo á tónleikana á sunnudag þar sem voru flutt verk eftir ís- lenskar konur. Á sýningu ís- lenskra kvenarkitekta í Ásmund- arsal hefur og fjöldi fólks lagt leið sína. Við viljum benda fólki á að allt sem er í gangi í Gerðubergi er ókeypis. Dagskráin úr verkum Jakobínu verður flutt á Kjarvals- stöðum á föstudag og sunnudag- inn 29. í Gerðubergi. Fleiri sýn- ingar á dagskránni hafa ekki ver- ið bókaðar. Þriðja ljóðadagskrá- in, Um trúna, verður í Gerðu- bergi fimmtudaginn 26. og sú fjórða, Um lífið, verður flutt 28. september. Listahátíð hefur látið gera veg- lega möppu sem í eru allar sýn- ingarskrár listahátíðar og kostar hún 500 krónur og fæst á öllum sýningarstöðum og í miðasölunni á Vesturgötu 3. Sýningarskrárnar eru fullar af myndum, upplýsing- um og heimildum sem sumar hverjar eru hvergi annars staðar til. Sem dæmi má taka skrá yfir fagurbókmenntaverk íslenskra kvenna sem út hafa komið frá 1876 til ársloka 1984. Miðasalan á Vesturgötu 3 er opin milli kl. 15 og 18 og síminn er 19560 og starfsmaður Listahátíð- ar er í síma 21500. - aró. Ný sókn Gæti skilað 25 miljörðum Sigurjón Arason á námsstefnunni um helgina: Bylting í nýtingu afurðanna gœtiskilað okkur tugmiljörðum á ári hverju. Glœsileg námsstefna Iíslenskum sjávarútvegi er 120- 180 þúsund tonnum af úrgangi fleygt árlega. Ef þetta yrði allt nýtt til fóðurgerðar fyrir laxeldi gæti þetta gefið okkur 25 milj- arða í tekjur árlega, sagði Sigur- jón Arason efnaverkfræðingur í samtali við Þjóðviljann á sunnu- daginn. Sigurjón hélt erindi undir heitinu „Vannýttir fiskistofnar - melta og önnur fóðurfram- leiðsla" á námsstefnu Alþýðu- bandalagsins um nýja sókn í at- vinnulífinu sem haldin var á sunnudaginn. í máli Sigurjóns kom einnig fram að ef fslendingar sneru sér að því í auknum mæli að nýta fiskistofna eins og gulllax og kol- munna væri hægt að auka útflutn- ingstekjurverulega. Nánarigrein verður gerð fyrir erindi Sigurjóns í Þjóðviljanum síðar. -gg- Sjá hls. 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.