Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 22
ÍÞRÓTTIR Knattspyrna Littbarski til Parísar Racing Club Paris, nýkrýndir mcistarar 2. dcildar frönsku knatt- spyrnunnar, keyptu í fyrradag vestur-þýska landsliðsmanninn Pi- crre Littbarski frá Köln fyrir rúma eina miijón dollara. Racing Club er nýbúið að festa kaup á Luis Fern- andez frá Paris St.G., cinurn lykil- manna franska landsliðsins, og ætlar sér greinilega stóra bluti næsta vetur. —VS/Reuter Vestmannaeyjar Tommamot þriöja sinn Tommahamborgaramót Týs í 6. flokki í knattspyrnu, það þriðja í röð- inni, verður haldið í Vestmanna- eyjunt dagana 18.-23. júní. Mótið verður með svipuðu sniði og undan- farin ár en þó verður einhverju nýju bætt við ef þurfa þykir. Síðastliðið ár tóku 40 lið frá 20 fé- lögum þátt í Tommamótinu, alls 500 þátttakendur, og komust miklu færri að en vildu. í ár verður trúlega að takmarka þátttöku við sama tjölda, þ.e. 20 félög. Því er eins gott að hafa hraðann á og tilkynna þátttöku sem fyrst. Hana skal tilkynna til Lárusar Jakobssonar í síma 98-1754 sem veitir og nánari upplýsingar. —JR/Eyjum Knattspyrnuþjálfarar Námskeið á Akranesi Almennt knattspyrnuþjálfaranám- skcið verður haldið á Akranesi, á veg- um Knattspyrnufélags ÍA, helgina 26.-27. apríl. Aðalleiðheinandi verð- ur Jim Barron, þjálfari ÍA, og þá verða fyrirlestrar um íslenska knatt- spyrnu fyrr og síðar og um meiðsli og meðferð þeirra. Námskeiðið hefst kl. 12 á laugardeginum og lýkur kl. 14 á sunnudeginum. A laugardagskvöldið verður innanhússknattspyrnumót fyrir þjálfarana ef áhugi er fyrir hendi. Þátttaka tilkvnnist til Harðar Jóhannessonar og Jóns Gunnlaugs- sonar í síma 93-2243 og Harðar Helgasonar á kvöldin í síma 93-2326 fyrir 24. apríl. Borðtennis Spörtumót á sunnudag Spörtumótið í borðtennis verður haldið í fvrsta skipti sunnudaginn 20. apríl, í KR-heimilinu, og hefst það kl. 15.30. Mótið er útsláttarkeppni, það er punktamót og hið síðasta fyrir Is- landsmótið. Sportvöruverslunin Sparta gefur öll verðlaun og eru þau hin veglegustu. Fyrir fyrsta sætið farand- og eignabikar, verðlaunapen- ingar fyrir 1.-4. sætið, vöruúttektir fvrir 1.-4. sæti. í mótinu taka þátt allir sterkustu borðtennismenn lands- Knattspyrna Sjö ÍA-mörk ÍA sigraði Hauka 7-0 í Litlu bikar- keppninni á Akranesi um síðustu helgi. I Kópavogi léku Breiðablik og FH og lauk þeirri viðureign með jafn- tefli, 1-1. Áður höfðu ÍBK og Breiða- blik gert jafntefli í Keflavík, 2-2. —VS Kvennahandbolti Tvöfaldur Framsigur Vann Stjörnuna 23-18 í úrslitum bikar- keppninnar. Framstúlkurnar unnu alla leiki vetrarins, í deild og bikar. Guð- ríður skoraði 12, Erla með stórleik Fram tryggði sér í gærkvöidi bikarmcistaratitilinn í hand- knattleik kvcnna mcð því að sigra Stjörnuna 23-18 í úrslitaleik í Seljaskóla. Fram vann því tvö- falt, varð cinnig Islandsmeistari, og sigraði í öllum leikjum vetrar- ins, í dcild og bikar. „Ég átti eiginlega ekki von á aö viö ynnum tvöfalt, það kom okk- ur á óvart hve vel við náðum sam- an. Okkur var ekki spáð vel- gengni í vetur en þegar leið á tímabilið sáum við að við gátum þetta og sýndum það ogsönnuð- uðumí kvöld.Ég vil þakka árang- urinn frábærurn þjálfara, sam- heldni í liðinu og góðri breidd, margar ungar og efnilegar stúlkur hafa komið inní hópinn,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir fyrirliði bikarmeistaranna í samtali við Þjóðviljann eftir leikinn. Mikil spenna ríkti hjá báðum liðum í byrjun. Stjörnustúlkurn- ar náðu að halda í við andstæð- inga sína framanaf en síðan náði Fram forskoti og hélt því til loka fyrri hálfleiks, staðan þá 11-8. Stjarnan byrjaði seinni hálfleik ágætlega og náði að minnka mun- inn. Erla Rafnsdóttir var hreint óstöðvandi og áttu Framstúlk- urnar í vandræðum með að halda henni niðri. En Fram komst í 17- 12 og sigrinum varð ekki ógnað eftir það. Hjá Fram var Guðríður best en átti í erfiðleikum í seinni hálfleik þar sem hún fékk ekki nægilega hjálp frá samherjum. Mikið var um mistök hjá hinu unga og efni- lega liði Stjörnunnar. Erla var besti maður vallarins en einnig stóðu Margrét Theodórsdóttir og Fjóla Þórisdóttir markvörður sig vel. „Ég þakka stelpunum þennan góða árangur sem við höfum náð í vetur, öðru sæti í deild og bikar. Þær hafa verið mjög áhugasamar og lagt sig allar fram við æfing- arnar. Það hefur óneitanlega bitnað á liðinu og sjálfri mér að ég hef bæði verið þjálfari og leik- maður en þetta gekk vel og tíma- bilið er búið að vera mjög gott,“ sagði Margrét Theodórsdóttir, þjálfari og leikmaður Stjörnunn- ar. Mörk Fram: Guðríöur Guðjónsdóttir 12(4v), Arna Steinsen 4(1 v), Ingunn Bern- ótusdóttir 4, Jóhanna Halldórsdóttir 2 og Guðrún Gunnarsdóttir Mörk Stjörnunnar: Margrét Theodórs- dóttir 8(5v), Erla Rafnsdóttir 7, Hrund Grét- arsdóttir 1, Guðný Gunnsteinsdóttir 1 og Anna M. Guðjónsdóttir 1. —MHM GuöríAur Guðjónsdóttir, fyrirliði íslands- og bikarmeistara Fram, fagnar sigri. Mynd: E.ÓI. Evrópuleikirn i r Spánarkvöld! Spœnsku liðin komust öll í úrslit. Mark Lárusar dugði ekki gegn Atletico. Vítakeppni í Barcelona Gærkvöldið var svo sannarlega Spánarkvöld, a.m.k. í Evrópumótun- um í knattspyrnu. Fulltrúar Spánar, Barcelona, Atletico Madrid og Real Madrid, tryggðu sér sæti í úrslita- leikjum mótanna og það á glæsilegan hátt — öll stóðu frekar höllum fæti eftir fyrri leikina. Barcelona hafði tapað 3-0 í Gautaborg en vann með sama mun í gærkvöldi og sigraði síðan í vítaspyrnukeppni, Atletico Madrid vann 3-2 sigur á Uerdingen í Vestur- Þýskalandi og Real Madrid vann upp tveggja marka forskot Inter Milano og gott betur, sigraði 5-1 í framlengd- um leik í Madrid. Carrasco var maöur leiksins hjá Barcelona. Hann gcrði öll þrjú mörk liðsins í venjulcgum leiktíma, 3-0. í framlcngingu náðu Spánverjarnir ekki að bæta við markatöluna, Sví- amir vörðust vel, og náðu síðan und- irtökum í vítaspyrnukeppninni. Þurf- tu aðeins að skora úr sinni fimmtu spyrnu til að komast í úrslitaleikinn, en það mistókst og Barcelona tryggði sér síðan sigur. Belgísku meistararnir Anderlecht áttu aldrei möguleika í Búkarest gegn Steua. Rúmenarnir tóku leikinn strax í sínar hendur, Piturca skoraði á 4. mín, Balint á 23. mín. og Piturca innsiglaði 3-1 samanlagðan sigur á 72. mínútu. Urslitaleikur í Evrópukeppni meistaraliða: Barcclona-Steaua. Bayer Uerdingen sótti stíft gegn Atletico Madrid, staðráðið í að vinna upp 1-0 forskot Spánverjanna. En Atletico beitti skæðum skyndisókn- um og komst í 0-2 með mörkum frá Rubio og Cabrera. Mathias Herget skoraði beint úr aukaspyrnu fyrir Uerdingen, 1-2, á 55. mínútu en Þri- eto svaraði, 1-3, þremur mínútum síðar. Lárus Guðmundsson minnkaði muninn fyrir Uerdingen í 2-3 á 64. mínútu en Uerdingen hefði þurl't þrjú mörk í viðbót til að komast áfram. Dynamo Kiev var ckki í vand- ræðum með að verja 3-0 forskot sitt í Prag. Kirz kom Dukla reyndar yfir á 64. mínútu en Belanov jafnaði úr vít- aspyrnu fyrir Kiev 7 mínútum síðar, 1-1. Úrslitaleikur í Evropukeppni bik- arhafa: Atletico Madrid-Dynamo Kiev. Real Madrid lék nákvæmlega sama leik og gegn Inter Milano í undanúr- slitum UEFA-bikarsins í fyrra. Inter leiddi þá 2-0 en tapaði 0-3, leiddi nú 3-1 en tapaði 1-5. Staðan var3-l eftir venjulegan leiktíma í gærkvöldi, framlenging því nauðsynleg, en þá skoraði Carlos Santillana tvívegis og kont Real í úrslit. Hugo Sanchez 2 og Rafael Gordillo gerðu hin ntörk Real en Liam Brady skoraði fyrir Inter. Köln fór með 4-0 forskot til Belgíu og varði það létt, úrslit í Waregem 3-3 eftir að Köln komst í 2-0. Klaus Allofs gerði öll 3 mörk Kölnar en Dadi Mut- ombo 2 og Armin Goertz skoruðu fyrir Waregem. Úrslitaleikir í UEFA-bikarnum: Real Madrid-Köln. —VS/Reuter Sviss Luzem tapaöi Luzern, lið Sigurðar Grétars- sonar og Ómars Torfasonar, er sennilega úr leik í baráttunni um svissneska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 3-0 tap fyrir Yo- ung Boys í Bern í fyrrakvöld. Luzern hefur nú ekki náð að vinna leik síðan keppnin hófst á ný á þessu ári, í mars. Young Boys er hinsvegar kontið í efsta sætið í fyrsta sinn í vetur, hefur 30 stig ásamt Grasshoppers. Neuc- hatel Xamax hefur 29 stig, Sion og Zurich 26 og Luzern er í 6. sæti með 25 stig. Þá tryggðu Sion og Servette sér sæti í úrslitum bikar- keppninnar með sigrum á Chaux- de-Fonds og Basel í fyrrakvöld. —VS/Reuter 22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. apríl 1986 Urslit í Evropuleikjunum Evrópumótin í knattspyrnu, undanúrslit, seinni leikir. Samanlögð úrslit í svig- um, feitletraða liðið í úrslitaleik: Evrópukeppni meistaraliða Barcelona (Spáni)-Gautaborg (Svíþjóð)...............3-0 (3-3) (Barcelona sigraði í vítaspyrnukeppni) Steaua (Rúmeníu)-Anderlecht (Belgíu)..............3-0 (3-1) Evrópukeppni bikarhafa Bayer Uerdingen (V.Þýsk)-Atletico Madrid (Spáni)....2-3 (2-4) DuklaPrag (Tékkosl)-Dynamo Kiev (Sovét)...................1-1 (1-4) UEFA-bikarinn Real Madrid (Spáni)-lnter Milano (Ítalíu).................5-1 (6-4) Waregem (Belgíu)-Köln (V.Þýskalandi)....................3-3 (3-7)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.