Þjóðviljinn - 07.10.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.10.1986, Blaðsíða 3
„Bandalag“ „jafnaðarmanna“ Kristín til íhaldsins Kristín S. Kvaran, þingmaður BJ í Reykjavík, er gengin í Sjálfstæðisflokinn og mun á næsta þingi vinna í samstarfi við þann þingflokk. Hún heldur þó formlegri stöðu sem þingmaður utan þingflokka vegna þeirra starfsreglna hjá Sjálfstæðis- mönnum að í þingflokki þeirra sitji aðeins þeir sem kjörnir eru á þing af listum flokksins. Eftir þessar yfirlýsingar Kristlnar á Lionsfundi á föstudagskvöldið situr enginn á þingi fyrir Banda- lag jafnaðarmanna. Kristín sagði við Þjóðviljann í gær að hún hefði tekið þessa ákvörðun fyrir löngu og verið búin að ræða við forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Hún hefði ekki ætlað að gera stuðning sinn við Sjálfstæðisflokkinn opinber- an fyrren eftir að kjörtímabilið rynni út, en í ljósi nýlegra at- burða í þingflokki BJ talið rétt að tilkynna þetta nú. „Ég varð vör við að ýmsir Bandalagsmenn töldu sjálfgefið að ég væri nú eini þingmaður BJ, - en það Banda- lag jafnaðarmanna sem ég gekk til liðs við er löngu farið veg allrar veraldar." Kristín sagði meginástæðu á- kvörðunar sinnar þá að Sjálf- stæðisflokkurinn væri sá flokkur sem hefði styrk til að rétta við íslenskt efnahagslíf, sem væri grundvöllur fyrir bættum lífskjör- um. Aðspurð um hvort hún væri hérmeð orðinn einn af stuðnings- mönnum nkisstjórnarinnar á al- þingi sagði Kristín: „Ég reikna með því, þarsem ég kem til með að vinna í fullu samstarfi við þing- flokk Sjálfstæðismanna.“ Telurðu þessa ákvörðun þína í samræmi við grundvöll BJ einsog það var þegar þú gekkst þar til liðs? „Innan Sjálfstæðisflokksins er margt fólk, og skoðanir þar á breiðum grundvelli. Ég tel ekki ólíklegt að þar megi finna sam- svörun við málefni Bandalags jafnaðarmanna. En ég vek at- hygli á að með þessu er ég ekki a halda því fram að BJ sé Sjálfstæð- isflokkurinn eða öfugt, svipað og þeir gera sem nú er gengnir í Al- þýðuflokkinn. Hér ræður fyrst og fremst mín sannfæring og sam- viska.“ Kristín hyggur ekki á framboð í næstu kosningum. - m FRETTIR Fiskmarkaður Skýrsla til ráðherra í dag Stjórnskipuð nefnd sem hefur undanfarna mánuði kannað möguleika á því að koma á fót fískmarkaði hérlendis mun í dag skila skýrslu sinni til sjávarút- vegsráðherra. Nefndin, sem í eiga sæti aðilar frá öllum hagsmuna- aðilum sjávarútvegs, mælir með því að komið verði upp tilraun- amarkaði á Faxaflóasvæðinu og beina nefndarmenn augum sínum fyrst og fremst að Hafnarfirði og Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- viljans hyggjast nefndarmenn boða síðar í mánuðinum til stofn- fundar félags áhugamanna um rekstur fiskmarkaðar og er gert ráð fyrir að bæði fyrirtæki, opin- berir aðilar og einstaklingar geti gerst aðilar að slíku félagi. Slíkt félag myndi síðan ákveða stað- setningu fyrsta fiskmarkaðarins. Talið er víst að takist vel til um rekstur og framkvæmd þessa til- raunamarkaðar muni fleiri slíkir fiskmarkaðir rísa bæði á Faxafló- asvæðinu og víðar um land á næstu átum. Hafnarstjórnir Hafnarfjarðar og Reykjavíkur hafa sýnt því mikinn áhuga að fá fiskmarkað til sín. Reykvíkingar hafa boðið Bakkaskemmurnar við Granda undir slíkan markað og Hafnfirðingar eru með í undir- búningi byggingu sérstaks húss við suðurhöfnina undir slíkan markað. Þá hafa hafnaryfirvöld í Sandgerði sýnt því áhuga að þar verði komið upp fiskmarkaði. -lg- Niels W. Vogensen: Ætlum að kynna grænlenska list og þjóð í og utan Grænlands og norræna list á Grænlandi. Mynd: Sig. Grœnland Bæjarstjorinn kann íslensku NielsW. Vogensen: Ferðumstmeð sýningar ogfyrirlestra ámilli byggða Mikill áhugi er á Islandi meðal Suður-Grænlendinga. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Norræna húsinu í gær. Þar var staddur Niels W. Vogensen for- stjóri norrænu stofnunarinnar, „Nordens Institut i Grönland“. Hún vinnur í nánu samstarfí við Norðurlandaráðið, og var stofn- uð í ár. Aðalstarf hennar er fólgið í því að kynna grænlenska list og þjóðlíf í og utau Grænlands, og að kynna norræna list á Grænlandi. T Ákveðið hefur verið að byggja ekki norrænt hús á Grænlandi, heldur að ferðast með sýningar og fyrirlestra á milli byggða. Er það fyrst og fremst vegna þess að Grænland er svo stórt og erfitt að ferðast á milli. f Nuuk höfuðstað Grænlands, býr ekki nema fimmti hluti grænlensku þjóðar- innar, og af þeim er bara helm- ingur Grænlendingar. í flest öllum stærri byggðum landsins eru samkomuhús, þar sem má halda málverkasýningar og ýmis- skonar kynningar á list, svo auðvelt ætti að verða að ná til alls fólksins. í Qaqortoq á Suður-Grænlandi er hús þar sem listamenn geta unnið og haldið sýningar á verk- um sínum. Geta þeir þá sótt um styrk til þess. Einnig blaðamenn sem hefðu áhuga á að kynnast Grænlandi og skrifa um það. Geta þeir þá haft samband við Nordens Institut i Grönland, Box 770, DK 390 Nuuk. Tlf. 009 299 2 47 33. Geta má þess til skemmtunar að í bæ þessum Qaqortoq talar bæjarstjórinn ís- lensku, og einnig vinna þar nokkrir íslendingar. í Nuuk er vísir að háskóla og er þar hægt að taka tvö ár í svokall- aði Eskimologi, en ljúka þarf því námi í Danmörku. í Grænlandi er farið að hanna föt úr selskinni og eru þar starfræktar tvær verks- miðjur, og í þeim vinna nokkrir íslenskir sútunarfræðingar. - PAV. Alþýðuflokkur Jón efast um A-samstarf Jón Baldvin Þessa þings verður væntanlega minnst í sögunni fyrst og fremst fyrir það að það staðfesti samrunann við Bandalag jafnað- armanna, sagði Jón Baldvin Hannibalsson Alþýðuflokksfor- maður í samtali við Þjóðviljann að afstöðnu afmælisþinginu í Hveragerði. - Þeir létu talsvert að sér kveða á þinginu og settu sinn svip á ályktanirnar. - Þetta er einnig fjölmennasta þing sem við höfum haldið, og það hefur aldrei verið jafn fjöl- mennt lið kvenna á nokkru þingi. Af þingmálum sagði Jón Bald- vin gnæfa uppúr tillögur um nýtt skattakerfi og einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, og nefndi einnig tillögur um húsnæðismál og um fylkjaskipun með þriðja stjórnsýslustiginu. Þá hefðu verið : Ágreiningur við Alþýðubandalagið ílandsmálum. Tillögur um skatta og merkust mála á þinginu í Hveragerði samþykktar ítarlegar tillögur um af stærstu málunum eru tillögur kjaramál og um utanríkismál. okkar um skattakerfi, og það hef- Möguleikar Alþýðuflokksins ur valdið okkur vonbrigðum að lífeyrissjóð eru miklir að loknu þessu þingi, sagði Jón Baldvin. Innganga BJ- manna markar þáttaskil sem ekki er rétt að vanmeta. Ég tel að flokkurinn hafi raunhæfa mögu- leika á að bæta verulega við sig fylgi frá sveitarstjórnarkosning- unum. Ásmundur Stefánsson lýsti því yfir í ávarpi sínu á þinginu að Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag ættu að starfa saman að því að ná sameiginlegum meirihluta á þingi. Þitt álit? - Samstarf við aðra flokka var ekki meðal viðfangsefna á þing- inu. Við höfum hinsvegar lagt mikla vinnu í að marka Alþýðu- flokknum umbótastefnu, og í ljósi þeirrar stefnu verður að at- huga samstarfsmöguleikana. Eitt Alþýðubandalagsmenn hafa lítt tekið undir við okkur um kjarn- ann í þeim tillögum. - Alþýðubandalagsmenn hafa heldur ekki samþykkt tillögur okkar um húsnæðismál, nema Alþýðubandalagsmenn í forystu verkalýðshreyfingarinnar. Þriðja stóra málið er einn lífeyrissjóður. Margir af forystumönnum verka- lýðshreyfingarinnar, sem eru í forsvari fyrir þessa tæplega hundrað sjóði sem nú eru til, hafa andæft, þar á meðal menn úr okkar eigin röðum. Það er spurn- ing hvort samstaða næðist um það mál, á það leggjum við gífur- lega áherslu. - Fjórða málið er valdatil- færsla til landsbyggðarinnar. Hjörleifur Guttormsson hefur flutt tillögur á þingi sem ganga í okkar átt, en tók þá fram að það væri ekki flokksstefna Alþýðu- bandalagsins. f landbúnaðarmál- um viljum við stokka upp en þar hefur mér virst Alþýðubanda- lagsmenn verja kerfið, að minnsta kosti landsbyggðarþing- mennirnir, - en forystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa tekið undir okkar sjónarmið, til dæmis Ásmundur. Nefna má sjávarút- vegsmál, þar sem við teljum nú- verandi kerfi á fiskverði ónýtt og viljum fiskmarkaði, undir þá stefnu hafa Alþýðubandalags- menn ekki tekið, og ekki heldur að brjóta niður einokunina á út- flutningi. í almennum efna- hagsmálum erum við andvígir of mikilli beinni íhlutun ríkisins, en Alþýðubandalagið hefur fyrir einhvern sögulegan misskilning kennt þá stefnu við frjálshyggju, sem er að mínu viti alrangt. Og um utanríkismál eru verulega skiptar skoðanir milli flokkanna. - Mínar niðurstöður eru þær, sagði Jón Baldvin, - að málefna- samstaða okkar við Alþýðu- bandalagsmenh í verkalýðshreyf- ingunni sé meiri en við Alþýðu- bandalagið í heild. Við höfum sýnt augljósan vilja til að vinna með Alþýðubandalagsmönnum innan verkalýðshreyfingarinnar, og höfum átt auðvelt með sam- starf við Alþýðubandalagið í sveitarstjórnum, en í landspólit- íkinni eru stærri ágreiningsmál uppi. Við viljum umræðu og höf- um enga hleypidóma fyrirfram um samstarf við Alþýðubanda- lagið. En ég tel ekki líklegt að sú staða komi upp að þessir tveir flokkar nái samstöðu einir iim landsstjórn. - m Þrl&judagur 7. október 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.