Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 8
Jón Baldvin: Næst samstaða innan launþega- hreyfingarinnar um að fella kröfur um sjálfkrafa hækkanir handa öllum? Alþýðuflokkur Stefnir í rétta átt Jón Baldvin Hannibalsson: Skiptir miklu hvertframhaldið verður Þessir kjarasamningar stefna í rétta átt. Megináherslan er lögð á hækkun lægstu launa og skref stigin í átt til aö lækka vægi bónusins en mest er þó um vert að í fram- haldinu verði hrófatildri sk launakerfis gjör- breytt, sagði Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðufiokksins. „Samningarnir nú eru rökrétt niðurstaða af febrúarsamningunum. Af þeim varð verulegur árangur þegar tókst að koma verðbólgu úr 40% í 10%. Galli þeirra var sá að hlutur láglaunafólks- ins lá eftir en nú er hann bættur verulega. Hins vegar skiptir miklu um framkvæmdina og það sem á eftir kemur. Það reynir á hvort launþega- hreyfingin nær samstöðu um að skriða launa- hækkana yfir alla línuna fylgi ekki á eftir. Það reynir á hvort ríkisstjórnin stendur við sinn hlut, en af því er ekki allt of góð reynsla eftir síðustu samninga. Og það reynir á hvort Alþingi ber gæfa til að rista upp það fjárlagafrumvarp sem nú liggur fyrir, en það er ávísun á meiri verð- bólgu. Því frumvarpi verður að breyta í grund- vallaratriðum ef þessir samningar eiga að halda. Ég hef því miður enga trú á að það verði gert með núverandi ríkisstjórn við stjórnvölinn. Því verður að skipta um ríkisstjórn og launafólki gefst tækifæri til þess í kosningunum í vor“. Sigríður Dúna: í góðæri er hætta á aukinni verðbólgu og þá bresta forsendur samninganna. Kvennalisti Lágmarks- launin of lág Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Kjarasamningum í landinu er engan veginn lokið. Það ánægjulega við þessa samninga er að sú stefna varð ofan á að hækka sérstaklega lægstu launin. Það teljum við Kvennalista- konur tvímælalaust rétt enda höfum við flutt frumvarp til laga á þingi um lágmarkslaun, sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir hjá Kvennalista. „Það er líka ánægjulegt að dregið er úr áhrif- um bónusfyrirkomulagsins í þessum samning- um. Hins vegar eru lágmarkslaun upp á 26.500 kr allt of lág þar sem sýnt er að vísitölufjölskylda þarf um 90.000 kr í framfærslueyri á mánuði. Fólki er því áfram boðið upp á laun sem það getur ekki framfleytt sér af.“ „Við skulum ekki gleyma því að kjarasamn- ingum er engan veginn lokið. Mörg félög innan ASÍ eiga eftir að semja og opinberir starfsmenn einnig. Það er því engan veginn ljóst hver loka- niðurstaða þessara samninga verður. Þá hef ég1 vissar efasemdir um að loforð ríkisstjórnarinnar1 haldi. Það er slæm reynsla af febrúarsamningun- um og einnig hitt að í góðæri munu atvinnurek-| endur geta greitt hærra kaup en samningar kveða á um og það leiðir af sér þenslu og auknai verðbólgu. Ef það gerist munu forsendur þess-' ara samninga bresta“. Svavar Gestsson: Ríkisstjórn sem á aðeins örfáa mánuði ettir getur ekki gefið fyrirheit. A Iþýðubandalagið Lotan rétt að hefjast Svavar Gestsson: Verðbólgutilefnin eru því miður mörg í hagkerfinu. Það er auðvitað ánægjulegt að lægstu laun í landinu skuli hafa verið hækkuð með jafn myndarlegum hætti og nú hefur verið gert. Lægstu kauptaxtar eru í raun afnumdir og það er enginn vafi á því að þessi hækkun kemur víða að góðu gagni,“ sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. „Einnig er afskaplega ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins skuli nú ætla að ráðast í það verkefni að endurnýja taxtakerfi verkalýðsfé- laganna, en sá frumskógur hefur verið næsta torfær svo ekki sé meira sagt. Jafnframt er auðvitað ljóst að málinu er engan veginn lokið. Það á eftir að gera samninga fyrir Dagsbrún, byggingamenn og opinbera starfsmenn og það á eftir að ganga frá samningum fyrir iðnnema. Lotunni er því ekki lokið. En upphafsskrefin hafa verið stigin með því að tosa upp lægstu flokkana innan launastigans, enda þótt ljóst sé að enginn lifir á því kaupi sem nú var samið um. En hækkunin stefnir í rétta átt“. „Það er erfitt um það að segja hvort þáttur ríkisstjórnarinnar í þessum samningum muni halda. Ríkisstjórnin er komin að fótum fram, svo að segja dauð. Hennar fyrirheit geta því í besta lagi gilt fyrir örfáa mánuði. Hins vegar hefur verðbólga verið að aukast á síðustu mán- uðum enda verðbólgtutilefni mörg í hagkerfinu svo ég er því miður ekki allt of bjartsýnn á > framhaldið." Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að ríkis- stjórnin hefur lofað að halda verðbólgunni í 7-8%. BSRB Hlutur lægstlaunaðra fagnaðarefni „Það er fagnaðarefni að þetta skref hefur verið stigið til að hækka laun þeirra lægst- launuðu," sagði Kristján Thoriacius, for- maður BSRB. Kristján sagði það einnig mjög gott að með samningunum hefði ríkisstjórnin gefið það lof- orð að halda gengi stöðugu og að verðbólga yrði á bilinu 7-8%, en það væri mikið hagsmunamál fyrir stóran hóp launafólks, einkum ungt fólk sem er að hefja búskap. í þriðja lagi vildi Kristján vekja athygli á því að launanefnd ætti að starfa á samningstímabil- inu en reynslan af henni á síðasta ári hefði verið góð og reynst ákveðin trygging. Kristján sagðist ekkert geta sagt um það á þessu stigi hvort þessir samningar yrðu fyrir- mynd að samningum opinberra starfsmanna. Sagðist hann búast við því að ný samningsréttar- lög um opinbera starfsmenn yrðu afgreidd frá alþingi fyrir jól, en samkvæmt þeim er samnings- og verkfallsréttur færður til félaganna innan BSRB. Það á því eftir að koma í ljós hvort félögin kjósi að fara fram í samfloti eða hvort einstaka félag reynir að semja sjálfstætt. 15. desember verður haldinn formannafundur ,hjá BSRB og verða þá rædd viðhorfin í kjara- málum og hvernig staðið skuli að málum. -Sáf JÓLAFÖSTUSAMNINGARNIR Kjarasmningur milli Alþýðu- sambands íslands vegna Iðnnem- asambands íslands og eftirtalinna landssambanda þess og einstakra aðildarfélaga þeirra; Verka- mannasambands íslands, Málm- og skipasmiðasambands íslands, Rafiðnaðarsambands íslands, Landssambands iðnverkafólks, Landdssambands íslenskra versl- unarmanna, landssambands vörubifreiðastjóra svo og félaga með beina aðild að sambandinu annars vegar og Vinnuveitenda- sambands íslands vegna aðildar- félaga þess og einstakra meðlima og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna hins vegar. 1. grein Allir kjarasamningar ofan- greindra aðila framlengjast til 31. desember 1987, með þeim breytingum, sem í samningi þess- um felast. 2. grein Ákvæði um hækkun lægstu launa Frá 1. desember 1986 leysa eft- irgreind ákvæði um Iágmark launa áður gildandi kauptaxta af hólmi og er þeim einungis ætlað að hafa áhrif á lægstu laun í við- komandi starfsgrein, sem dregist hafa aftur úr í launaþróun síðustu ára. Laun fullgildra starfsmanna verða að lágmarki sem hér segir að meðaltalinni almennri launa- hækkun um4,59% frá 1. desemb- er 1986: 1. Ófaglærðir starfsinenn: Kr. 26.500 á mánuði. Þeir starfs- menn, sem lokið hafa samnings- bundnum námskeiðum og starfs- þjálfun í fiskiðnaði, fataiðnaði, verslun og veitinga- og gistihús- um skulu fá námskeiðsálag, kr. 1.300, þannig að Iágmarkslaun þeirra sem þeim hafa lokið verði í desember kr. 27.800 á mánuði. 2. Iðnaðannenn að afloknu a.m.k. 4 ára iðnnámi kr. 35.000 á mánuði. 3. Upphafslaun byrjenda skulu vera 92% af lágmarki launa og greiðast fyrstu 3 mánuði í við- komandi starfsgrein. 4. Laun 15 ára unglinga skulu vera % af lágmarki launa ófag- lærðra starfsmanna og laun 14 ár'a unglinga 60%, en yngri en 14 ára 50% af sama stofni. 5. Um laun iðnnema fer skv. sér- stöku samkomulagi, sem er fylgi- skjal með samningi þessum. Framangreind launaákvæði koma í stað áðurgildandi launa- samninga og miðast við allar tekj- ur fyrir 40 stunda dagvinnu, þ.e. samningsbundin laun að viðbætt- um hvers kyns aukagreiðslum, yfirborgunum og álögum, sem fylgja föstum launum. Ef laun starfsmanns, þannig metin eru hærri en viðeigandi lágmark, hækka þau ekki. Hins vegar teljast samnings- bundnar greiðslur vegna vinnu- fata, verkfæra, ferða vegna vinnu, fæðiskostnaðar og vakta- vinnuálags ekki með, þegar metið er hvort laun séu ofan eða neðan lágmarks. Laun þeirra, sem hafa þannig skýrgreint jafnhá eða hærri heildarlaun fyrir dagvinnu taka engum breytingum á launum um- fram það, sem rakið er í 3. gr. Þar sem laun eru samsett af föstum launum og breytilegum, t.d. bónus, premíu, þá skal breytilegi hluti launanna lækka_ tilsvarandi við hækkun fastra launa. Ofangreind ákvæði gefa ekki tilefni til breytinga á launum sem eru hærri en tilgreind lágmarks- laun og hafa ekki áhrif á einstaka kjaraliði, sem hingað til hafa tekið mið af kauptöxtum kjara- samninga. Hækka þeir liðir því einungis í samræmi við ákvæði 3. gr- 3. grein Á samningstímabilinu hækka öll laun og kjaratengdir liöir, sem fylgt hafa kauptöxtum kjara- samninga, þ.m.t. grunntölur af- kastahvetjandi launakerfa og kostnaðarliðir, sem hér segir: Eftir rúmlega tveggja sólarhringa lokalotu settust oddvitar Alþýðusam bandsins og vinnuveitenda niður og undirrituðu nýja kjarasamninga um hádegisbil á laugardag. Mynd - Sig. 1. Frá 1. desember 1986 um 4,59% skv. úrskurði launa- nefndar ASÍ og VSÍ/VMS. 2. Frá 1. mars 1987 um 2,0%. 3. Frá 1. júní 1987 um 1,5%. 4. Frá 1. okt. 1987 um 1,5%, enda hafi viðkomandi samn- ingi þá ekki verið sagt upp skv. 4. grein. Lágmarkslaun verða sem hér segir: Ófaglærðir Faglærðir 1. mars 1987 27.000 35.700 1. júní 1987 27.500 36.200 1. okt. 1987 28.000 36.800 4. grein Á samningstímabilinu skulu samningsaðilar gera nýja fastlaunasamninga með þeim hætti og í þeim starfsgreinum sem að neðan greinir: Fastlaunasamningar þessir skulu taka gildi eftir því sem um semst á tímabilinu frá 1. mars 1987 til 1. september 1987. Hafi fastlaunasamningur ekki verið gerður fyrir 1. sept. 1987 í sam- ræmi við samningsákvæði þarurn, er aðilum heimilt að segja samn- ingi upp með tveggja vikna fyrir- vara, þannig að hann verði laus 15. sept. að því er tekur til starfs- manna í þeirri starfsgrein, sem gera skyldi fastlaunasamning um. Við gerð unuæddra fastlauna- samninga skal miðað við eftir- greindar forsendur. 1. Að fastlaunakerfi nýs sarnn- ings verði í sem bestu samræmi við launakerfi fyrirtækja í hlutað- eigandi starfsgrein og að gerð fastlaunasamninga þessara mið- ist við skráningu kauptaxta, sem best samræmist greiddu kaupi í starfsgreininni, en leiði ekki sjálf- krafa til hækkunar á greiddu kaupi. 2. Að leitast verði við að auka hagræðingu og framleiðni þannig að vinnan nýtist sem best og skili sem mestum verðmætum til hags- bóta fyrir alla samningsaðila. 3. Að launamunur m.t.t. starfsreynslu, menntunar og hæfni taki mið af raunverulegum aðstæðum í hverju tilviki. 4. Að samningsbundin launa- kerfi miðist sem mest við að laun séu greidd fyrir raunverulega unninn tíma án þess að gengið sé á hefðbundinn hvfldartíma, forð- ast verði að greiða laun fyrir skráðan tíma en óunninn. Á grundvelli ofangreindra for- sendna og annarra sem um kann að semjast skulu gerðir eftirtaldir fastlaunasamningar við þá samn- ingsaðila sem tilgreindir era vegna félagsmanna aðildarfélaga þeirra í tilgreindum starfsgrein- um: 1. Vcrkamannasamband ís- lands. Sérþálfaðir bygginga- verkamenn. Bifreiðastjórar og stjórnendur þungavinnuvéla. Matráðskonur og starfsfólk í mötuneytum. 2. Málm- og skipasmiöasam- band íslands. VSÍ, SMS og MSÍ munu á samningstímabilinu greiða götu þess, að fyrirtækjasamningar geti tekist í einstökum fyrirtækjum í skipasmíðagreininni. MSÍ og SMS munu í sameiningu stuðla að bættum kjararannsóknum í málmiðnaði og í því skyni skipa einn mann hvort til samstarfs við Kjararannsóknarnefnd um bætt skil á launaupplýsingum til nefndarinnar. Þessir trúnaðar- menn samtakanna eru bundnir þagnarheiti gagnvart upplýsing- um um einstaklinga og fyrirtæki, sem þeir fara höndum um í starfi sínu í þágu nefndarinnar. Nefnd- armennirnir skulu ennfremur fylgjast með stærð úrtaksins og vinna að því með Kjararannsókn- arnefnd, að úrtakið gefi sem gleggstar upplýsingar um laun og launadreifingu í mismunandi störfum og starfsgreinum. 3. Landssamband íslcnskra verslunarmanna. Sérstakt samkomulag um.út- færslu á 4. grein aðalkjarasamn- inga. Aðilar eru sammála um að út- færa fastlaunasamninga sem sér- samninga og að eftirtalin svið hafi forgang: 1. Afgreiðslustörf 2. Störf í lyfjavöruverslunum 3. Almenn skrifstofustörf 4. Störf í ferðaþjónustu Aðilar eru sammála um að setja á laggirnar nefnd skipaða xx fulltrúum hvors aðila sem vinni sameiginlega úr launaupplýsing- um Kjararannsóknarnefndar. Nefndin skal hefja störf þegar í ársbyrjun 1987. Aðilar skulu síðan með hlið- sjón af niðurstöðum nefndarinn- ar semja um lágmarkslaun fyrir hvern ofangreindra starfshópa, og þau skulu taka umsömdum launabreytingum samkvæmt að- alkjarasamningi á hverju samn- ingstímabili. Lágmarkslaunin merkja ekki í þessu sambandi lægstu laun í hverjum hópi heldur . þau sem um er samið. Lágmarkslaun ofangreindra hópa skal síðan endurskoða við lok hvers samningstímabils eða oftar ef um semst og skal sú end- urskoðun taka mið af raunveru- legri launþróun. 4. Landssamband iðnverka- fólks. 1. Matvæla- og hreinlætisvöru- iðnaður 2. Umbúðaiðnaður 3. Kemískur iðnaður 4. Vefjariðnaður 5. grein Auk þeirra breytinga á samn- ingsákvæðum, sem fram koma í öðrum ákvæðum samnings þessa breytast kjarasamningar eftir- greindra aðila sem hér segir: 1. Verkamannasamband ís- lands. 1.1 Kaupaukagreiðslur. í samræmi við markmið 5. greinar síðast gildandi samninga eykst fastur hluti launa starfs- manna í fiskiðnaði og bónus-, premíu- og aðrar álagsgreiðslur lækka að sama skapi. Þetta verði framkvæmt á eftir- • farandi hátt: 1.2. Bónuskeril. Heimilt er að reikna bónus vikulega í fiskvinnsluhúsi eða einstökum deildum þess, enda liggi fyrir samþykki meirihluta starfsfólks, verkalýðsfélags og fyrirtækis. Þegar unnið er eftir launakerfum þar sem bónus- greiðslur hefjast nú við 66,7% af- köst hefjast bónusgreiðslur eftir gildistöku þessa samnings við 100%, greiddur er 10% bónus við 100% afköst og launalína er síðan með hallanum 1.1/1.0, . verði breytt þannig að 10% upphafs- bónus fellur niður, halli helst óbreyttur og bónusgreiðsla hefj- ist við 113,64% afköst. 1.3 Premíukerfi. Allar afkastatengdar premíu- launatölur margfaldast með stuðlinum 0.6. Launatölur hreinna ákvæðis- vinnukerfa (akkorða). s.s. við sfldarsöltun, togaralöndun o.s.frv. breytast ekki vegna þeirra sérstöku láglaunahækkana sem felast í samningi þessuin. 1.5 Aðrar aukagreiðslur. Heildarupphæð dagvinnu- launa, sem samsett er af föstum launum og álagsgreiðslum þ.m.t. föstum premíu- og bónus- greiðslum) breytist ekki vegna þeirrar sérstöku hækkunar lægstu launa, sem í samningi þessum fel- ast, nema hún sé lægri en almenn lágmarkslaun þessa samnings. Dæmi um greiðslur af þessu tagi er þegar greidd er ákveðin krónu- tala eða prósenta til viðbótar taxtakaupi. Þegar núverandi dagvinnutaxti að viðbættri álagsgreiðslu sam- kvæmt framansögðu er hærri en almenn lágmarkslaun, sem þessi samningur ákveður, skulu þau haldast óbreytt. Ef dagvinnutaxt- inn að viðbættri álagsgreiðslu er aftur á móti lægri en almenn lág- markslaun, gilda þau. Álagsgreiðslur á yfirvinnu breytast á sama hátt. 1.6 Reiknitala tímamældrar á- kvæðisvinnu í ræstingu er kr. 214,00 frá 1. desember og breytast aðrar reiknitölur ræst- ingar tilsvarandi. 6. Landssamband vörubif- reiðastjóra. 6.1 Kjarasamningur Landssam- bands vörubifreiðastjóra og Vinnuveitendasambands íslands taki eftirgreindum breytingum: Við 5. grein bætist: Þá er verktakafyrirtækjum innan Verktakasambands íslands og Félags vinnuvélaeigenda frjálst að nota eigin bifreiðar og flutningstæki, til alls nauðsynlegs flutnings í tengslum við verk- framkvæmdir, sem þau hafa tekið að sér, með samningum við verkkaupa eða aðalverktaka. í samningum við aðalverktaka má akstursþáttur verksins þó ekki nema meiru en 75%. Við 6. grein bætist: Landssambandið skuldbindur aðildarfélög og félagsmenn sína til þess að stunda ekki atvinnu- rekstur, hvorki verktakastarf- semi skv. reikningi, né að taka þátt í útboðum um verkfram- kvæmdir. 6. grein Foreldri skal, eftir fyrsta starfs- mánuð, heimilt að verja samtals 7 vinnudögum á hverju 12 mánaða tíinabili, til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki komið við og halda þá dagvinnu- launum sínum, svo og vaktaálagi þar sem það á við. 7. grein Ákvæði kjarasamninga um áunnin réttindi orðist hér segir: Áunnin réttindi launþega skulu haldast við endurráðningu innan eins árs. Á sama hátt skulu áunnin réttindi taka gildi á ný eftir eins mánaðar starf ef endur- ráðning verður eftir meira en eitt ár, en innan þriggja ára. 8. grein Samningsaðilar eru sammála um að nefnd sú er skipuð var skv. 6. gr. samnings frá 26. febrúar 1986 skuli starfa áfram og vinna að tillögum í samræmi við megin- markmið þeirrar greinar um: 1. Aukna tryggingavernd launþega, í langvinnum forföll- um frá vinnu vegna slysa í og utan vinnutíma eða vegna veikinda. f þessu tilliti skal höfð hliðsjón af greiðsluréttindum opinberra starfsmanna og kannað hvort og með hvaða hætti launþegar geti flutt veikindaréttindi milli vinnu- veitenda. 2. Slysatryggingar og skal at- huga sérstaklega fjárhæðir trygg- inga með tilliti til tjóns slasaðra og heildartryggingaverndar. 3. Skyldutryggingu atvinnu- rekenda, svo að tryggt verði að launþegi fái jafnan notið um- samins launaréttar -í slysa- og sjúkdómsforföllum. 9. grein Samningur þessi er gerður á grundvelli neðangreindra' for- sendna: 1. Yfirlýsingar ríkisstjórnar- innar um skattamál, efnahags- legar forsendur samningsins og ■ aðild í verðlagsmálum. 2. Fyrirliggjandi áætlana um horfur í efnahagsmálum. . 3. Að framfærsluvísitalan verði innaneftirtalinnamarkam.v. 100 1. febrúar 1984: 1. febrúar 1987: , 187.7 1. maí 1987: 193.0 1. septeinber 1987: 196.5 Á samningstímabilinu skal sér- stök launanefnd, skipuð tveimur fulltrúum frá VSÍ/VMS fylgjast með breytingum verðlags. og kaupmáttar svo og þróun efna- hagsmála. Launanefndin skal sérstaklega fylgjast með þróun framfærslu- vísitölu og meta ástæður til launa- hækkana, fari verðlagshækkanir fram úr viðmiðunarmörkum skv. forsendum samningsins. í störfum sínum skal nefndin líta til þróunar kaupmáttar á því tímabili sem liðið er af samningi þessum og jafnframt meta áhrif breytinga á efnahagslegum for- sendum s.s. viðskiptakjörum og þj óðarframleiðslu. Telji launanefnd tilefni til sér- stakrar launahækkunar, skal ákvörðun hennar liggja fyrir 25. dag útreikningsmánaðar og koma til framkvæmda frá og með 1. næsta mánaðar. Einstaklingsbundnar launa- hækkanir svo og launahækkanir sem ákveðnar kunna að verða í fastlaunasamningum umfram það sem kyeður á í þessum samn- ingi, skal mótreikna þeim sér- stöku hækkunum sem laurianend úrskurðar, sé ekki öðruvísi sam- ið. Launanefnd skal leita sám- komulags um ákvarðanir sínar, en verði ágreiningur um úrskurð skulu fulltrúar annars aðila deila með sér oddaatkvæði til skiptis. í fyrsta sinn er til ágreinings kemur um ákvörðun deila fulltrúar ASÍ oddaatkvæði sem gengur til full- trúa VSÍ/VMS verði ágreiningur um síðari ákvörðun. 10. grein . Samningur þessi öðlast gildi við staðfestingu einstakra að- ildarfélaga Alþýðusambands fs- lands og Vinnuveitendasam- bands íslands og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna og gildir þá frá og með 1. desember 1986, enda hafi Vmnuveitendas- ambandi íslands eða Vinnumála- sambandi samvinnufélaganna borist tilkynning um samþykki viðkomandi verkalýðsfélags fyrir kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 19. desember 1986. Berist tilkynning um samþykki ekki innan ofan- greinds frests öðlast samningur- inn fyrst gildi frá og með þeim tíma, er tilkynninr berst. mtmrrmzsi. ÞJÖÐVILJiNN Þriójuaagur 9. desember 1986 a, ssssrfsss?*!? "'t- ’ZMmFsmmmgzræ®: xv-r : mrm. Þriðjudagur 9. desember 1986 ÞJÓyVILJINN SfÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.