Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.11.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 11. nóvember 1987 252. tölublað 52. árgangur Ríkisstjórnin Dýnamít í freðfísknum Sprengihœtta ístjórnarráðinu vegna útflutningsleyfa Jóns. Guðmundur H. Garðarsson: Ætla kratar að rífa íslenskt þjóðfélag upp með rótum? Jón Sigurðsson: Engin ástæða til ríkisforsjár og einokunar á svo stórummarkaði. Eittnýju fyrirtœkjanna erlent Kratar færast mikið í fang og munu þurfa að axla mikla ábyrgð ef þeir halda svona áfram. Er það kannski stefna þeirra að rífa allt íslenskt þjóðfélag upp með rótum? spurði Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins þegar hann var inntur álits á þeirri ákvörðun Jóns Sigurðssonar, að veita sex aðilum útflutningsleyfí á freðfíski til Bandaríkjanna. Samstarfsflokkar Alþýðu- flokksins í ríkisstjórn hafa tekið þessu mjög óstinnt upp. Þor- steinn Pálsson hefur sagt þetta móðgun við utanríkisráðherra, en fyrir Alþingi liggur frumvarp um að færa slíkar leyfisveitingar Hafnarfjörður Erlend skip fái að landa Hafnarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að beina þeirri áskorun til þingmanna Reykja- neskjördæmis að þeir bciti sér fyrir því, að numið verði úr gildi það ákvæði í lögum, sem bannar erlendum fískiskipum að landa fískafla á Islandi. Bendir hafnarstjórnin á í safn- þykkt sinni, að ekki sé óeðlilegt að gefa t.d. Grænlendingum og fleirum, sem veiða fisk utan ís- lenskrar landhelgi kost á að landa fiski á fiskmarkaðnum. Einnig þykir hafnarstjórninni óeðlilegt að löndun á frosinni vöru, t.d. hraðfrystri rækju úr frystiskipum sé þeim takmörkun- um háð, sem nú er samkvæmt. ----------------------Ig- Happaþrenna Mútulöggur Uppalendur ósáttir við happaþrennu- auglýsingar - A fundinum var fólk sem er með börn á forskólaaldri, og dag- lega í því að kenna þeim hver á hvað. Þarna stóð tipp kona og lýsti óánægju sinni með þessar happaþrennuauglýsingar Há- skólans. Fundurinn samþykkti síðan að skora á Útvarpsráð og Happdrætti Háskólans að hætta birtingu auglýsinganna, sagði Guðrún Kr. ðladótíir. Þessi samþykkt var gerð á fundi starfsfólks á dagvistarstofn- unum sem haldinn var fyrir viku. Fundurinn lýsir vanþóknun sinni á auglýsingunum, þar sem ýmsir mætir menn svo sem lögreglu- þjónn og bankastjóri eru berir að mútum. Fundurinn segir auglýsingarn- ar hafi slæm áhrif á börnin, auk þess sem hún brjóti í bága við alla siðgæðisvitund. Fyrir því samþykkti fundurinn þá áskorun að birtingu auglýsing- arinnar yrði hætt. HS frá viðskiptaráðherra til utan- ríkisráðherra. Þá eru menn hjá SH og Sjávarafurðadeild Sam- bandsins afar óhressir með þessi leyfi. Guðmundur sagði að þessi ákvörðun viðskiptaráðherra hefði komið sér mjög á óvart og hann skildi ekki hvaða tilgangi hún þjónaði. Þarna hefði verið tekin ákvörðun í geysimiklu hagsmunamáli útgerðar og fisk- vinnslu og með því að opna þetta svona er verið að stefna í voða allri þeirri vinnu sem hefur verið lögð í þennan markað.. „Það gefur auga leið að ef ein- staka ráðherrar virða ekki sam- starfið innan ríkisstjórnarinnar í Stefán Jóhann Stcfánsson for- sætisráðherra 1947 til ‘49 og formaður Alþýðuflokksins til 1952 átti mjög nána samvinnu við bandarísku leyniþjónustuna CIA á stjórnartíma sínum, og virðist hafa verið á þeirri skoðun að hingað væri þörf bandarísks her- liðs til að kveða niður hugsanlega uppreisn ,,kommúnista“. Þetta kemur fram í skjölum sem norski sagnfræðingurinn Dag Tangen hefur aflað sér úr skjalasafni Harry Trumans Bandaríkj aforseta. Ríkisútvarp- ið skýrði frá þessu í fréttum í gær og fyrrakvöld. f þessum skjölum kemur fram að meðan Stefán var forsætisráð- herra átti hann reglulega fundi með sendiherra Bandaríkjanna og yfirmanni leyniþjónustu- svo veigamiklu máli getur það haft mikil áhrif á stjórnarsam- starfið." Jón Sigurðsson sagði við Þjóð- viljann í gær að þessar umsóknir hefðu legið fyrir í langan tíma í ráðuneytinu og að hann hefði ekki talið sér stætt á að draga menn á svörum lengur. Hann sagði að sér kæmu spánskt fyrir sjónir þau viðbrögð sem þessi ákvörðun hefði valdið. Hann sagði þetta í samræmi við þá meg- instefnu stjórnarsáttmálans að auka frjálsræðið í útflutnings- verslun. „Það er ekki rétt hjá ráðherra. Ákvæðið sem hann vitnar til hljóðar svona: Skipan útflutn- deildar sendiráðsins, og má af skýrslunum ráða að þeir hafi skipst á upplýsingum sem ströng leynd hvíldi yfir. Ríkisstjórn Stef- áns, „Stefanía“, var samstjórn Alþýðu-, Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks og sat við völd í upphafi kalda stríðsins. 1 skýrslunum er skýrt frá um- ræðum í Þjóðaröryggisráðinu í Washington um íslensk efni. Þar kernur fram að ekki er talin hætta á sovéskri hernaðarógn, en hins- vegar rætt um hugsanlega bylt- ingu sem „kommúnistar" gætu gert hér. Mælt er með því að sendar verði hersveitir til lands- ins til að koma í veg fyrir þessa byltingu. í frétt útvarpsins sagði að af samhengi í skýrslunum megi ráða að Stefán Jóhann hafi verið á sama máli. ingsverslunar verður einfölduð og færð í átt til meira frjálsræðis þar sem aðstæður leyfa. Ég tel mig meiri sérfræðing í þessum málum en Jón Sigurðsson og það er mitt mat að þessi ákvörðun stefni lífshagsmunum íslendinga í hættu," sagði Guðmundur H. Jón Sigurðsson sagðist ekkert skilja í þeirri yfirlýsingu forsætis- ráðherra að hann hefði móðgað utanríkisráðherra. „Ráðherrun- um var kunnugt um mína afstöðu og þeir vissu að þetta stóð til. Þeir voru ekki sammála mér en við ræddum málið.“ Þá sagði Jón að Sambandið og SH ættu ekki að njóta ríkisforsjár og einokunar á þetta stórum Herinn kom 1951 og var her- setan þá rökstudd með yfirvof- andi sovéskri hernaðarógn. Vitað er að Stefán var í nánu sambandi við norræna krata tengda CIA, og munu þeir hafa litið á Hannibal Valdimarsson semstórhættuleganmann. Hann- ibal var helsti andstæðingur Stef- áns í Alþýðuflokknum, náði undirtökum 1952, en var rekinn úr flokknum árið 1956, sem með- al annars leiddi til myndunar Al- þýðubandalagsins sem kosninga- bandalags. f vikunni kemur út ný bók eftir Þorleif Friðriksson sagnfræðing um Alþýðusambandið, Alþýð- uflokkinn og tengsl við norræna krata og vekja rannsóknir Þor- leifs ásamt hinum nýju leyndarskjölum grunsemdir um markaði og að ekki væri hægt að standa lengur gegn því að fleiri fái að spreyta sig á markaðinum. „Það er ekki einleikið að á íslandi fást ákaflega margir við innflutn- ing en fáir við útflutning.“ Fyrirtækin sem hér um ræðir eru Marbakki í Kópavogi, Stefn- ir, íslenska útflutningsmiðstöðin, G. Ingason og Vogar, öll í Reykjavík og íslenskur gæðafisk- ur í Njarðvíkum. Þjóðviljinn hefur óstaðfestar heimildir fyrir því að eitt þessa fyrirtækja sé að meirihluta í eigu belgískra aðila. að bandaríska leyniþjónustan hafi átt þátt í þessum innan- flokksátökum í Alþýðuflokkn- um. - Okkur fannst stundum að Stefán væri með kommúnista á heilanum, sagði Hannibal í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Einar Olgeirsson, helsti leiðtogi sósíal- ista á þessum árum, sagði að upp- reisnartal hefði verið fyrirsláttur Bandaríkjamanna. -Ég þori ekki að segja um hvort þeir (Stefán og aðrir andstæðingar sósíalista) trúðu þessu, en þeir létu voða- lega mikið blekkja sig, sagði Ein- ar. - Þetta kemur ekki á óvart, sagði Þorleifur Friðriksson sagn- fræðingur í gær um fréttirnar frá Noregi. Sjá viðtöl á síðu 3 ~m -Sáf Stefán Jóhann Stefánsson. Nýjar upplýsingar benda til að hann hafi starfað í Einari, Brynjólfi, Hannibal og öðrum vondum kommúnistum. Stóra myndin nánu samráði við CIA og talið að herinn yrði að koma til að vernda sig gegn sýnir heræfingar á Reykjanesi skömmu eftir að herinn kom 1951. Ný leyndarskjöl Stefán vann með CIA Norskur sagnfrœðingur með ný leyndarskjöl að vestan. Náin sam vinna Stefáns Jóhanns Stefánssonarforsœtisráðherra 1947-9 og CIA. Herinn hingað vegna byltingarhrœðslu?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.