Þjóðviljinn - 11.08.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.08.1988, Blaðsíða 9
MENNING Bjarni H. Þórarinsson: Ég er farinn að velta rósinni fvrir mér. Mynd - Ari Nýlistasafnið Bjarni H. Þórarinsson: Ég erfarinn að sjá alla hluti ínýju Ijósi Sjónþing Bjarna H. Þórarins- sonar stendur nú yfir á neðri hæð Nýlistasafnsins, en þar kynnir Bjarni ný fræði sem hann kallar „sjónháttafræði". Um fræðin segir hann í yfirlýsingu: - 21. júlí skeytti ég saman hugtakið „sjón- háttur“. Þetta hugtak er þunga- miðja í nýrri stefnu og fræðigrein í myndlist, „sjónháttafræðinni". - Ég byrjaði að hugsa um þetta fyrir um 2-3 mánuðum, segir Bjarni, - þá var ég að sýna mynd- verk í Galleríi Birgis Andrés- sonar. Svo varð allt í einu einhver hvellur í höfðinu á mér þann 21. júlí, og ég orti: Oss í té lék í b gyðju sé síðar fé - Þegar ég fór að skoða þetta betur datt mér í hug hugtakið sjónljóð, eða byggingarljóð, sem má líka kalla visual constructiv poetry. Daginn eftir ræddi ég við Hannes Lárusson myndlistar- mann, og hann þýddi þetta hug- tak yfir í myndhátt, sem ég síðan breytti í sjónhátt. Þannig að þátt- ur Hannesar í þessum nýju vís- indum er nokkuð mikilvægur. - Sjónháttafræðin varð til þess að ég fór að vinna á allt annan hátt. Ég er farinn að sjá hlutina allt öðruvísi en áður, og þessi myndverk sem ég sýni hérna eru niðurstaðan. Þessi verk eru sjón- hættir. En þegar ég var að gera þau vann ég út frá forriti sem var ennþá ómeðvitað, og það var ekki fyrr en eftir á að ég las þau úr myndverkunum, svo nú er forrit- iö meðvitað, og ég gef það upp í sýningarskránni. - Eins og þú sérð eru þessi verk í einbendu, tvíbendu og þrí- bendu, og í þeim eru svo stuðlar, stef í stuðlum, innrím, útrím, rafrím, rofrím og svo framvegis. Ég er búinn að finna tvær bendur í viðbót, krossbendu og hring- bendu, en þeim hef ég ennþá ekki náð að vinna út frá. Annars er þetta bara byrjunin, það er hægt að lesa forrit út úr öllum hlutum, til dæmis er náttúran öll morandi í forritum. Við getum tekið Þing- velli sem dæmi. Samkvæmt sjón- háttafræðinni eru gjárnar þrjár náttúrlega þríbenda. - Svo má líta á manninn sem einbendu, maður og kona eru tví- benda, og þegar getnaður verður verður til þríbenda. Sjónhátta- fræðin á við um alla hluti, og sem stendur er ég að glíma við geimmyndina; við getum tekið sólkerfi sem dæmi, það dregst að öðru sólkerfi og út úr þeim sam- runa verður það þriðja til. Sem sagt einhvers konar getnaður. Ég held ég vilji leyfa mér að segja að þetta sé einn allsherjar getnaður, einhvers konar getnaður á milli einhvers konar póla. - Ég held að með þessum vís- indum hafi mér tekist að skeyta saman það huglæga og það hlut- læga, sem eru atriði sem ég geri sterkan greinarmun á. Sjónhátta- fræðin er óður til vísindanna í myndrænu formi, og ég hef nú þegar fundið tólf punkta sem ég skipti hlutunum niður í. Til dæm- is er númer eitt punktur, númer tvö fjarlægðin á milli tveggja punkta, númer þrjú þegar form verður til, númer fjögur tómið, og númer fimm þrívíðu formin. - Nú er ég að velta rósinni fyrir mér; formi hennar, hvað hún er, og reyna að skilja hana út frá þessum nýju vísindum. Ég er far- inn að sjá alla myndlist og reyndar alla hluti í nýju ljósi. I gegnum sjónháttafræðina er mitt mottó orðið: Ég skil, þess vegna er ég til. LG Birgir Andrésson: Ekki svo mikið að segja um þessi verk. Mynd - Ari Ýms minni frá myndrænu sjónarmiði Birgir Andrésson: Þessi verk eruþaðsemþau líta útfyrirað í efri sal Nýlistasafnsins sýnir Birgir Andrésson tvo skúlptúra og mismunandi form úr álplöt- um. - Ég hef ekki svo mikið að segja um þessi verk, segir Birgir. - Þau eru það sem þau líta út fyrir að vera, og engin sérstök heimspeki að baki þeim. - Þessir tveir skúlptúrar, hurð- vera in og rúmið, eru bara element, eða hlutir, sem maður skellir saman út frá einhverri hugmynd sem maður vill sjá hvort geti gengið upp. Þessi verk sem ég kalla form eru svo kannski eitthvað tengd þeim sem ég hef gert áður, ég er hérna með mynd- ir af þeim í möppu sem fólk getur skoðað. - Þessi sýning er svona ýms minni, element úr hinni og þess- ari áttinni, sett saman út frá myndrænu sjónarmiði. Sýningar þeirra Birgis og Bjarna standa til 21. ágúst. Ný- listasafnið er opið virka daga kl. 16:00-20:00, og kl. 14:00-20:00 um helgar. I G J Flmmtudagur 11. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.