Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 24. ágúst 1988 188. tölublað 53. árgangur Efnahagsaðgerðir Niourfærsla á launum Kaup á að lœkka um 9% með lögum. Líklega farinn bónarvegurað kaupmönnum og víxlurum. Jón Baldvin reiðubúinn í niðurskurð: Staðgreiðslan góð til að fylgjast með lögbrotum Ríkisstjórnin hefur nú fengið allar tillögur forstjóranefndar- innar í hendur. Ráðherrar tala á þann veg að ætla má að þeir séu reiðubúnir að reyna svokallaða niðurfærslu. Pá verður byrjað á launum og fyrirskipað með lögum að lækka laun um 9%. Samningsbundin hækkun um 2,5% um næstu mánaðamót yrði þurrkuð út. Ekki er talið líklegt að óljósar hugmyndir um niðurfærsíu á verðlagi verði bundnar í lög eins og kauplækkanirnar. Frekar er búist við að þar verði um að ræða kurteisleg tilmæli við aðila við- skiptalífsins. Hætta er á að um- ræða innan ríkisstjórnarinnar um vaxtalækkun byggist einnig á hugmyndum um tilmæli og at- huganir. Það vekur athygli að krataráð- herrar eru ódeigir við að ráðast á launin. Þeir virðast sumir telja sig komna í spor Emils heitins Jóns- sonar 1959. Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra hefur þó ekki enn tjáð sig opinberlega um þær fyrirætlanir að hækka vexti af húsnæðisstjórnarlánum. í sjónvarpsviðtali í gær setti Jón Baldvin Hannibalsson fram þá athyglisverðu skoðun að einn stærsti kostur við staðgreiðsluk- erfi skatta væri að nú gætu yfir- völd fylgst með því að kaup lækk- aði. Sjá bls. 3 Sykurmolarnir Aleiðupp 171. sœti íBandaríkjunum. Komin íhóp 50 söluhœstu breiðskífa. Ný útgáfa afBirthday vœntanleg Sykurmolunum, sem nú eru á hljómleikaferðalagi um Banda- ríkin, hefur vegnað þar ótrúlega vel. Plata þeirra Life‘s Too Good er nú komin í 71. sæti bandaríska breiðskífulistans eftir að hafa verið á listanum í 10 vikur. Platan er einnig komin á lista tímaritsins Rolling Stone yfir 50 söluhæstu breiðskífur þar í landi og er í fyrsta sæti á lista yfir vinsælustu plötur á útvarpsstöðvum háskól- anna. Platan hefur nú selst í ná- lægt 200 þúsund eintökum í Bandaríkjunum og yfir 90 þús- und eintökum á Bretlandi. Tónleikaferðalag hljómsveit- arinnar sem hófst í lok júlí stend- ur nú sem hæst. Þau spila næstu 4 kvöld í Los Angeles og halda síð- an suður á bóginn. Ferðalaginu lýkur í lok september. Á mánudaginn kemur út ný út- gáfa af lagi Sykurmolanna Birth- day í Bretlandi þar sem hljóm- sveitin Jesus and the Mary Chain leikur með þeim. -iþ. Sá sem hefur 50 þús. kr. á mánuði má nú búast við að 4.500 verði klippt- ar af mánaðarkaupinu. Samnings- bundin hækkun um 1.250 kr. á mán- uði, sem átti að taka gildi í næstu viku, fer einnig fyrir lítið. Trúir því einhver að útgjöldin hjá þessum launamanni lækki um 5.750 kr. á mánuði? Myndlist Tungumáiið og fonnm - Ég hef mjög gaman af því að prófa að vinna með mismunandi efni og sjá hvert þau leiða mig, í stað þess að mála kannski sama þemað aftur og aftur með sömu tækni. Hvert efni hefur sitt eigið „tungumál", segir Kristín María Ingimarsdóttir, en hún og Jó- hannes Eyfjörð opna sýningu Undir pilsfaldinum á laugardag- inn. Kristín sýnir málverk og Jó- hannes skúlptúr, en hann segist hafa valið skúlptúrinn vegna þess að hann gefi honum möguleika að tjá sig í mismunandi formum og allskyns efnum. - Flest mín verk eru líka þannig byggð að þau bjóða upp á ákveðna snertingu, að fólk skoði þau líka með hönd- unum. Sjá síður 8 og 9 Grandi hf. 500 miljónir boðnar Fyrirtœkin Hvalur, Venus, Hampiðjan og Sjóváfalast eftir hlut borgarinnar íGranda hf. Tilboðþarað lútandi kynnt á fundi borgarráðs ígœr Fyrirtækin Hvalur, Venus, Hampiðjan og Sjóvá bjóðast til að kaupa hlutabréf borginnar í Granda hf. fyrir 500 miljónir króna, sem er rúmlega tvöfalt nafnverð bréfanna. Eigið fé fyrir- tækisins er hins vegar um 500 miljónir. Borgin á um 2/3 hluta- bréfa í Granda hf. Tilboð fyrirtækjanna var lagt fram á fundi borgarráðs í gær til kynningar en engin afstaða var tekin á fundinum til tilboðsins. Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins segist vera í grundvallaratriðum á móti sölu á hlut borgarinnar í fyrirtækinu og þar að auki sé tilboðið allt of lágt. Sjá síðu 2 Þjónusta Engin niðurfærsla Skriða hœkkana farin afstað. 67% hœkkun á gjaldskrágœsluvalla borgarinnarog20% hœkkun á dagvistargjöldum hjá Akureyrarbœ Sjálfstæðismeirihlutinn í borg- arráði samþykkti í gær gegn at- kvæði fulltrúa Alþýðubandalags- ins að hækka gjaldskrá gæsluvalla borgarinnar um 67%, úr 30 krón- um í 50. Jafnframt hækka að- gangskort að gæsluvöllunum úr 600 krónum í 1000. Hækkunin tekur gildi frá og með næstu mán- aðamótum. Frá sama tíma hækka svo dagvistargjöld hjá Akur- eyrarbæ um 20%. Sigurjón Pétursson borgar- fulltrúi mótmælir þessum gjald- skrárhækkunum á gæsluvöllum borgarinnar harðlega og átelur borgaryfirvöld fyrir stóraukna skattheimtu sem bitnar einna mest á barnafjölskyldum. Sjá síðu 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.