Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 Stuttar fréttir Laxlækkaríverði IJtflutningsverö á t'erskum norskum laxl hefur lækkað veru- lega að undanfórnu en þó hefur verö á frosnum flökum hækkað. Doleíbíó Bob Dole, leiðtogi repú- blikana I öld- ungadeild Bandaríkja- þings, ætlar að þekkjast boð kvikmynda- framleiðenda um að sjá mynd þeirra Þrjár ósk- ir en Clinton forseti heftir ekki enn svarað hvort hann mætir. Jörðinskatf Jörðin skalf í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær en ekki varö tjón á fólki né byggingum. Stöðfimm Gefið hefur verið út sjónvarps- leyfi fil fimmtu jarðstöðvarinnar á Bretlandi og mun hún heita Stöð 5. Nunnumar græða Nunnur í klaustri einu i Corn- wall gera það gott með fram- leiðslu á oblátu og baka þær allt að 63 þúsund stykki á dag. BeðiðeftirBetu Elísabet Englandsdrottning og ættmenni hennar hafa ekki enn svarað hvort þau mæti í brúð- kaup Jóakims Danaprins og Alexöndni Manley. Auknarkröfur Norskir bændur ætla að auka launakröfur sínar en eru ekki reiðubúnir að segja til um hversu mikils þeir krefjast á næsta ári. Bresk stjómvöld neita aö þau séu meö eigin frambjóðanda í stól NATO-stjóra en segjast halda öll- um möguleikum opnum. Robinsonkát Mary Robin- son, forsofi Tr- lands, hrósaði bandarískum stjórnvölduro fyrir afskiptin af friðarumieit- unum á Norö- ur-írlandi og fagnaði væntanlegri heimsókn Clintons forseta i næsta mánuöi sem enn einu merki um áhuga véstanhafs. Skotið í herstöð Hermaður skaut einn mann til i bana og særði fjórtán í Fort Bragg herstöðinni í Norður-Karólínu. , NTB, Reutei Erlendar kauphaUir: Lækkun í Wall Street Hlutabréfaverð í kauphöllinni við Wall Street í New York lækkaði á fimmtudag, annan daginn í röð. Ástæðan er einkum talin fall mexí- kóska pesósins og fyrirhuguð vand- ræði með lánagreiðslur bandarískra neytenda. Dow Jones hiutabréfavísi- tala fór niður í 4703 stig eftir að hafa verið rúmlega 4800 stig í síðustu viku. Hlutabréfaverð í öðrum helstu kauphöllum heims hefur sömuleiðis lækkað í vikunni, enda fylgja þær oftast þróuninni í Wall Street. Tölur um sykur- og kaffiverð höíðu ekki borist í gær en af eldsneytis- markaðmnn er það að segja aö 98 okt. bensín og hráolía hafa hækkað en92okt.bensínlækkað. -Reuter Vísindamenn reikna út skiptingu norsku vorgotssíldarinnar: íslendingar eiga ekkert í síldinni Norska vorgotssíldin er 87,3 pró- sent norsk en aðeins 0,1 prósent ís- lensk. Um þetta eru ellefu vísinda- menn frá íslandi, Færeyjum, Noregi og Rússlandi, sem hafa verið að reikna út hvar síldin heldur sig, sam- mála. Vinnuhópurinn var skipaður af ríkisstjórnum landanna fjögurra sem veiða síldina þegar hún leggst í flakk milli lögsagna þeirra. Síid þessi fæðist hins vegar undan Mæri í Nor- egi og vex upp í Barentshafi. Skýrsla vísindamannanna veröur vinnuplagg í samningaviðræðunum milli landanna um nýtingu síldar- stofnsins, segir Ingolf Röttingen frá hafrannsóknastofnuninni í Bergen, sem fer fyrir vinnuhópnum. Vísindamennirnir urðu sammála um að síldarstofninn tilheyri Rúss- landi að 6,2 prósentum, Síldarsmug- inni að 3,1 prósenti, Færeyjum að 1,3 prósentum, Jan Mayen að 1 pró- senti, Svalbarða að 0,9 prósentum, Smugunni að 0,1 prósenti, auk þess sem áður er getið um ísland og Nor- eg. Evrópusambandið á hins vegar ekkert tilkall til síldarinnar. Þessar prósentutölur sýna hversu stór hluti síldarstofnsins heldur til í lögsögum landanna. Vísindamenn- imir reikna með að núverandi flökkumunstur síldarinnar muni halda áfram á næstu árum. íslendingar áttu mun meira í þess- ari síid hér áður fyrr, samkvæmt útreikningum vinnuhópsins. Á ár- unum 1945 til 1962 var síldin 27,5 prósent íslensk en bara 22 prósent norsk og 22,3 prósent rússnesk. Á uppbyggingartíma stofnsins á árun- um 1972 til 1985, eftir hrun hans á sjöunda áratugnum, hélt síldin sig alfarið innan norskrar lögsögu og var því 100 prósent norsk. í samningaviðræðunum um nýt- ingu norsku vorgotssíldarinnar munu Norðmenn miða við ofan- greindar tölur þegar skipta á kvótan- um. NTB Ahugasamir bátasmiðir vinna nú hörðum höndum að smiði eftirlíkingar af „Shtandart", einu fyrsta skipinu sem Pétur mikli Rússakeisari smíðaði árið 1703. Ætlunin er að Ijúka smiðinni á næsta ári tii aö halda upp á 300 ára afmæli rússneska flotans. Skipið er smíðað í miðborg Pétursborgar. Símamynd Reuter Borís Jeltsín undir eftirliti lækna til nóvemberloka Læknar úrskurðuðu í gær að Borís Jeltsín Rússlandsforseti yrði að vera undir ströngu eftirhti lækna til nóv- emberloka. Það mun setja stórt strik í reikninginn viö undirbúning hans fyrir kosningamar í landinu í des- ember. Þá er hætt við aö vonir forset- ans um áhrif á gang friðarviðræöna um Bosníu verði að engu. Jeltsín fékk vægt hjartakast á fimmtudag og var fluttur á sjúkrahús. Það var í annað sinn á tæpum fjórum mánuð- um aö hann fékk fyrir hjartað. Blaðafulltrúi Jeltsíns, Sergej Medvedev, sagði Interfax fréttastof- unni í gær að líðan forsetans heíði ekki breyst en á Vesturlöndum var orðróm- ur um að heilsu Jeltsíns hefði hrakað. Medvedev sagði að læknar heíðu komist að því að Jeltsín þjáðist af óstöðugu blóðflæði til hjartans. „Það hafa ekki verið neinar vís- bendingar um hjartabilun fram til þessa. Ég legg áherslu á fram tii þessa,“ sagði Medvedev á fundi með fréttamönnum. Reuter Kauphallir og vðruverð eriendis msmm. DAX40 !:1ÍÍ:«IÍÍI ,4850 * 4550J J hh 9774.46 307,00 njósnarar hurfu iSovétinu Jörgen Kosmo, varnar- málaráðherra Noregs, vísaði i gær á bug fúll- yrðingum þess efnis aö tveir Norðmenn hefðu horfiö í njósnaleiðangri í Sovétríkjunum á sjötla áratugnuim Því er haldið fram í nýrri bók um njósnir Norömamia á tímum kalda stríðsins. „Það er útiiokað að þetta hafi gerst án þess að það komi fram í skjölum le>miþjónustunnar," sagöi Kosmo á fundi með frétta- mönnum. Kosmo minnti á að fjöldi landa stundaði njósnir í Finnmörku og Finnlandi á þessum tíma og vel sé hugsanlegt að njósnarar ann- aiTa landa hafi týnst í Sovétríkj- unum. Sögusagnir gætu síðan hafa gert þá að Norðmönnum. Jólasveinaleikar HáðiráGræn- landi um helgina Sautján jólasveinar frá tólf þjóðlöndum taka þátt í fyrstu heimsleikum jólasveina í bænum Ilulissat á Grænlandi um helgina. Eftir miklu er að sækjast því sig- urvegarinn fær fallegan gullpen- ing að lammm. Jólasveinarair reyna með sér í jólatrésskreytingum, umhirðu búnings og skeggs, sleðaakstri, í að veifa og jólasveinakallinu fræga. Þá verða veitt vegleg verðlaun fyrir jólasvein ársins, en það er sá sveinki sem hefur gert mest fyrir hörn og velferð þeirra. Sig- urvegarinn fær sem svarar 6,5 milljónum króna. Þeir sem vilja fylgjast með leik- unum á Internetinu geta gert það á http://www.gi*eenland- guide.dk./santa-claus. Aðskilnaðar- sinnaríQuébec ennmeðforskot Stuðningsmenn aðskilnaöar Québec-fylkis frá Kanada hafa sex prósenta forskot á andstæð- inga sína, samkvæmt skoðana- könnun sem birtist í gær. Mikill fjöldi kjósenda er þó á báðum átt- um um hvað kjósa skal í þjóðarat- kvæðinu á mánudag. Samkvæmt könnuninni eru 46 prósent fylgjandi aðskihtaði, 40 prósent andvíg en 14 prósent eim þá óákveðin. Rittreyndiekki aðstöðvadag- Ritt gaard, hverfisma stjóri ESB, að vitameoatta klukkustun * fyrirvara dagblaðiö tíken ætlao birta umdeilda dagbók hennar sem hún hætti við að gefa út. Engin íilraun varð gerð til aö stööva blaöið í aö birta bókina. Talsmaður Bjerregaard segir að tOraun hafi verið gerð til að fá fógeta til að stöðva birtingu bók- arinnar. Ekki er þó vitað hvað í þeirri tilraun fólst. Ritt og forlagið sem ætlaði að gefa bókina út hafa krafist um 55 milijóna islenskra króna í bætur frá Politiken fyrii* brot á höfund- arrétti. NTB, Reuter, Uitzau I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.