Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 ■ iV sérstæð sakamál Fiölskyldumál David Brown Cinnamon Brown Linda Brown Patti Richard Steinhart Smith & Wesson skammbyssan Tveir skothvellir rufu morgun- kyrröina, rétt í þann veginn sem sól- in var að koma upp yfir Mojave- eyðimörkinni í Kaliforníu. Þeir táknaðu þáttaskil í atburðarás sem var hafin nokkru áður en var þó langt frá lokið. En á næsta leiti var rannsókn á furðulegum samskiptum innan fjölskyldu sem hafði látið sem það sem mestu skipti hana væri inn- byrðis undirgefni og kærleikur en svo var þó í rauninni ekki. Aflið að baki þeim atburðum sem nú voru að gerast var sjálfselska. Hún birtist í morðáætlun sem náð hafði fyrra há- marki sínu þessa morgunstund. Tölvusnillingurinn Fjölskyldufaðirinn, sem kom svo mikið við sögu morðmálsins, hét David Brown. Hann fékk ungur á sig orð fyrir að vera athafnamaður en sérsvið hans var tölvur og tölvu- tækni. Hann hafði ungur skynjað þá miklu möguleika sem það veitti til Qár og frama og eftir það héldu hon- um engin bönd. LífsstQl jöfursins var sá sem hann taldi henta sér best og hann dró ekki af sér við að reyna að koma undir sig fótunum sem best hann mátti. Og honum gekk vel því um þrítugt var hann orðinn millj- ónamæringur á bandaríska vísu. Hann hafði að vísu ekki staðið einn því seinni kona hans, Linda, hafði hjálpað honum dyggilega. Og í sam- einingu höfðu þau uppskorið. Hjón- in áttu nú stórt einbýlishús og þar bjuggu þau ásamt Cinnamon, fjórt- án ára dóttur Davids af fyrra hjóna- bandi, og litlusystur Lindu, Patti, sem var sautján ára. Hús fjölskyldunnar var í smábæn- um Garden Grove og höfðu ná- grannarnir í flestu aðeins gott eitt að segja um Browns-fjölskylduna þótt ýmsum þætti fjölskyldufaðirinn heldur strangur. Cinnamon dóttir hans fékk ekki að umgangast jafn- aldra sína eins og aðrir unglingar og enginn þeirra fékk nokkru sinni að koma í heimsókn til hennar. „Vandamálið" David Brown gaf þá skýringu á einangrunarhyggju fjölskyldunnar að hún „treysti bara á sig sjálfa". Frekari umræða um málið væri óþörf i ljósi þessarar skýringar. Um árabil hafði allt gengið nokk- uð eðlilega fyrir sig á heimili Browns-fjölskyldunnar en svo kom upp vandamál í hjónabandi þeirra Davids og Lindu. Það fór mjög leynt og vissi Cinnamon, dóttir Davids, ekki að neitt væri að fyrr hann tók dóttur sína tali dag einn og sagði henni sögu sem varð upphafið á þætti hennar í þessu óvenjulega sakamáli. Það var'nokkru fyrir fimmtán ára afmælisdag Cinnamon sem faðir hennar kom til hennar og sagði henni að stjúpmóðir hennar, Linda, væri orðin sér afhuga og hygðist ráða sig af dögum. „Þess vegna verð ég að verða fyrri til og koma henni úr þessum heimi,“ sagði David. „En drepi ég hana á ég á hættu að sitja í fangelsi til æviloka. Þess vegna vil ég að þú drepir Lindu fyrir mig. Þú ert svo ung að þú fengir aldrei nema stutt- an fangelsisdóm. Þú ert ekki komin á lögaldur sakamanna. Viltu ekki hjálpa mér, vina?“ Áætlunin David sagði nú Cinnamon hvem- ig best yrði að koma Lindu fyrir kattarnef. Hann kvaðst myndu leggja til skammbyssu og svefntöfl- ur sem Cinnamon ætti að taka eftir að hafa skotið stjúpmóður sína. Þannig myndi líta út fyrir að eftir að hafa í örvæntingu skotið vondu stjúpmóðurina hefði Cinnamon fyllst samviskubiti og reynt að fremja sjálfsvíg. Það myndi vekja vissa samúð, sem og sjálf ástæðan til morðsins, það er að Cinnamon hefði í raun verið að verja líf föður síns fyrir svikulli og sjálfselskri stjúpmóður. Cinnamon hlustaði á föður sinn en eins og vænta mátti fannst henni heldur óhugnanlegt að eiga að ráða Lindu af dögum. En með í huga orö föður sina um að fjölskyldan yrði „að treysta á sjálfa sig“ komst hún að þeirri niðurstöðu að þótt kostur- inn væri slæmur yrði að taka hann. Um aðra væri ekki að velja því sjá mætti fyrir þróunina eftir Linda hefði ráðið föður hennar af dögum og tekið við stjórn fjölskyldunnar og tölvufyrirtækisins. Hin fjórtán ára gamla stúlka féllst þvi á fyrirætlan föður síns og sagði honum að halda áfram undirbún- ingi morðsins. Það var svo í dögun bjarts dags, meðan Linda var enn i fastasvefni, að Cinnamon læddist upp í svefn- herbergi stjúpmóður sinnar með hlaðna Smith & Wesson skamm- byssu. Hún gekk hægt að rúmi Lindu, lyfti skammbyssunni og skaut á sofandi konuna. Þrír skot- hvellir kváðu við og bárust út um opinn glugga út yfir kyrrláta eyði- mörkina við Garden Grove. Strax eftir að hafa hleypt skotun- um af þreif Cinnamon töfluglasið sem faðir hennar hafði látið hana fá og tók það magn sem hann hafði ráðlagt. Svo hljóp hún út í garð og skreið inn i hundahús. Lögreglan kom á vettvang eftir að David gerði henni aðvart, eins og ráð hafði verið fyrir gert, en Cinna- mon var þá enn með ráði og rænu því töflurnar höfðu ekki verkað eins fljótt og þau feðgin höföu gert ráð fyrir. Þá stund sem Cinnamon var enn með meðvitund sagði hún þá sögu sem hún haföi síðar ætlað að segja að boði föður síns: „Linda ætl- aði að reka mig að heiman svo ég gat ekkert annað gert en skjóta hana.“ Dómurinn Fyrirætlan fóður Cinnamon kost- aði hana næstum því lífið. Hún missti meðvitund á leið tfl sjúkra- hússins og munaði sáralitlu að ekki tækist að bjarga lífl hennar. En þeg- ar hún vaknaði til lífsins beið henn- ar allt annað en hún hafði gert ráð fyrir. Hún var ákærð fyrir að hafa myrt stjúpmóður sína að yfirlögðu ráði. Hún kom fyrir rétt og eftir sögulegan málflutning fékk hún tuttugu og sjö ára fangelsisdóm. Hvern dag sem Cinnamon sat í fangelsinu beið hún eftir því að fað- ir hennar kæmi til að leysa vanda hennar. En David Brown kom aldr- ei i heimsókn. Og hann skrifaði henni hvorki né hringdi í hana. Loks urðu afi og amma Cinnamon að segja henni hvað hefði í raun búið að bakið fyrirætlun föður hennar. David Brown haföi kvænst Patti, litlu systur Lindu, þegar Cinnamon var komin á bak við lás og slá að réttarhöldunum loknum. Nú varð henni ljóst að faðir hennar hafði fórnað framtíð hennar og lífsham- ingju til þess að geta tekið sér yngri konu. Sannleikurinn sagður Cinnamon varð nú ljóst hvernig hún haföi með frásögn sinni flækt sig í þann vef sem hún gat ekki losn- að úr. í örvæntingu lét hún gera boð fyrir fulltrúa saksóknaraembættis- ins. Þegar hann kom á fund hennar sagði hún honum hvernig faðir hennar heföi talið hana á að myrða stjúpmóður sína. Starfsmenn saksóknaraembættis- ins höfðu haft vissar grunsemdir um að ekki væri allt með felldu, ekki síst af því að David Brown hafði fengið jafnvirði rúmlega fimm- tíu og fimm milljóna króna greitt frá líftryggingafélagi eftir að kona hans var myrt. En hvorki framburð- ur málsaðila né gögn gerðu saksókn- araembættinu kleift að taka öðru- vísi á málinu en gert hafði verið. Nú var hafin ný rannsókn og lauk henni með því að gefin var út ákæra á hendur David Brown og Patti, ungu konunni hans, fyrir morðsam- særi. Patti varð afar skelfd þegar henni var birt ákæran og taldi best að segja allt af létta sem fyrst ef það gæti orðið til þess að létta væntan- legan dóm hennar. Sagði hún meðal annars að henni hefði frá upphafi verið ljóst að David Brown hefði ætiað að fórna Cinnamon til þess að kom áætlun sinni í framkvæmd. Leigumorðinginn David Brown trúði því lengi vel að enginn kviðdómur myndi sak- fella hann. Málið snerist um það hvort honum eða Cinnamon yrði trúað. Og hver myndi leggja trúnað á orð hefnigjarns tánings sem væri aðeins að reyna að bjarga eigin skinni. David var að vísu ljóst að Patti hafði sagt meira en hún hefði átt að segja en vonaði að hún myndi breyta framburði sínum þegar í vitnastúkuna kæmi og bera við álagi við yfirheyrslur. Ahyggjur Davids jukust hins veg- ar verulega eftir því sem styttra varð í réttarhöldin. Hann ákvað því að leysa málið í eitt skipti fyrir öll, hafði samband við leigumorðingja og bauð honum góða greiðslu fyrir að myrða Patti, ungu eiginkonuna sína, áður en hún fengi tækifæri til að koma í vitnastúkuna. Sá sem David leitaði til, Richard Steinhart, var hins vegar ekki eins harðsvíraður og David. Honum fannst fyrirætlan hans fyrirlitleg og skýrði lögreglunni frá henni. David Brown var genginn í gildru. Hann var sakfelldur fyrir morð og morðsamsæri og fékk ævi- langan fangelsisdóm. Patti slapp með skilorðsbundinn dóm. Cinnamon var látin laus. árið 1992, eftir að hafa afplánað sjö ár af tuttugu og sjö ára fangelsisdómi. Sakamálarithöfundurinn Ann Rule hefur skrifað bók um þetta furðulega sakamál. Meðan hún vann að skrifunum ræddi hún við flesta sem því tengdust og segir Rule að sér til furðu hafi hún komist að því að Cinnamon þyki enn vænt um föður sin. Hins vegar sé væntum- þykjan önnur og minni en á árum áður og þess vegna segi hún að hún muni aldrei heimsækja hann í fang- elsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.