Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 36
44 itfyiglingaspjall LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 V Hugleiðingar um tímann Það er svo undarlegt hversu tíminn líður hratt þegar mikið er að gera. Þeytingur út um allan bæ, redda þessu og redda hinu, hitta mann og annan. Tíminn bara líð- ur án afláts og aldrei virðist vera nóg af honum. Tuttugu og fjórir tímar í sólarhring nægja sýni- lega ekki hinum upptekna manni. Það er jafn undarlegt hversu tíminn líður hratt og hversu hægt hann getur stundum liðið. Ef lítið er að gera hjá manni, enginn skóli, engin vinna, eng- ar reddingar og engin stefnumót virðist tíminn beinlínis standa í stað. Það getur því oft farið eftir því hvort manni leiðist eða ekki. Skyldi ævi þeirra lífsglöðu þá líða hraðar en þeirra lífsdöpru? Heimskuleg spurning en tími er jú sagður afstæður. Áður fyrr fór tíminn mest eftir árstíðum og kirkjuár- inu. Hann var hringlaga og stundum stórar eyður í hringnum. En það er langt síðan. Núna er hann meira eins og lína „og er næstum hver einasti punktur á línunni" ákveðinn fyrirfram, jafnvel fríin. Er það gott? Hvers vegna látum við tímann ráðskast svona með okkur? Allt okkar líf virðist undir tímanum komið. Förum við ekki á mis við margt af hinu góða með því að láta tímann stjórna okkur? Eða er skipulagsáráttan og græðgin að keyra okkur um koll? Ættum við kannski að fara að hugsa tímann aftur í hring? Er ekki bara nauðsynlegt að vera stundum til — skipulags- laust? Kristján Kristján Hjálmarsson Hjálmarsson spáir mikiö í tímann. nemandi í DV-mynd Flensborg hin hliðin Dennis Rodman körfuboltasnillingur: Sannkallað hirðfífl Körfuboltahirðfíflið Dennis Rodman, sem seldur var á dögunum til Chigaco Bulls, fer ekki croðnar slóðir. Og aðdáendur Chigaco Bulls liðs- .ns eru víst ekki mjög hrifnir af þeirri ákvörðun að á hann í liðið. Jennis Rodman þykir mjög góður körfuboltamaður n hann er duglegur að rífa munn og hneyksla fólk. 'lennis mætir stundum með bleikt hár á leik og næsta dag er það orðið grænt. Dennis hefur verið orðaður við söngkonuna Madonnu en hann segir að þau séu einungis góðir vinir. Hann vill alls ekki meina að hann hafi fengið lánaða hárliti hjá söngkonunni. „Ég var byrjaður að lita á mér hárið löngu áður en ég kynntist henni,“ segir Dennis. „Margir töldu að við værum par og marg- ir halda að svo sé enn. Það er bara ekki rétt því hún er með einhverjum öðrum en við erum góðir vinir.“ Dennis hefur einnig verið sakaður um að vera hommi og að hann sjáist oft heimsækja hommabari. „Það er besta tónlistin þar,“ segir hann.' „Ég er ekki hommi en ég hef heldur enga fordóma gagnvart þeim eða nokkr- um öðrum. Mér er sama hvort fólk er svart eða hvítt, Mexíkó- menn, hommar eða hvaðeina. Einhvern tíma á lifsleiðinni kynnist maður fólki sem er ekki eins og maður sjálfur og ber virðingu fyrir því vegna persónuleika þess. Ég á fullt af vinum sem eru hommar og stundum fer ég með þeim út að skemmta mér á hommabari. Sjálfur er ég gagnkynhneigð- ur en ég get engu að síður skemmt mér hvar sem er,“ segir Dennis. Hann er með tuttugu tattóveringar á líkamanum, þar af eina af andliti dóttur sinnar og segist ætla næst að setja tattveringu aftan á höfuðið á sér. Sannarlega öðruvísi náungi. En það eru ekki allir hrifnir af þessum skrýtna náunga en hann segir að sér sé alveg sama þótt einhverjum sé illa við hann. „Ég þarf ekki að vera eins og hinir. Ég ætla bara að gera það sem ég vil og læt enga hafa áhrif á það,“ segir körfuboltasnillingurinn Dennis Rodman. Skemmtilegast að hitta kærustuna - segir Patrekur Jóhannesson handknattleiksmaður I Gylfi Kristjánsson, OV, Akureyri: Patrekur Jóhannesson, handknatt- leiksmaður hjá KA á Akureyri, sýnir lesendum DV hina hliðina í dag. Patti, eins og hann er gjarnan nefndur af kunningjum sínum og vinum, er orðinn einn allra öflug- asti leikmaðurinn í hópi „strák- anna okkar“, eins og íslenska landsliðið er kallað þegar vel geng- ur, og að sjálfsögðu lykilmaður í liði sínu, KA. Patrekur er Garðbæ- ingur sem ílutti sig norður til Ak- ureyrar vegna handboltans fyrir tveimur árum og gerir það gott þar. En hér kemur hin hliðin á Patta. Fullt nafn: Patrekur Jóhannes- son. Fæðingardagur og ár: 7. júlí 9172. Maki: Álfhildur Gunnarsdóttir. Börn: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Afgreiðslumaður í Bókvali. Laun: Ágæt. Áhugamál: Hestamennska og handknattleikur. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Ég vann einhvem tíma 5 þúsund krónur í happdrætti. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fara suður og hitta kærustuna. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að laga til heima hjá mér. Uppáhaldsmatur: Pasta á Pizza ’67. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Valdimar Gríms- son. Uppáhaldstímarit: KFUM skóg- artíðindi. Hver er fellegasta kona sem þú hefur séð? Álfhildur Gunnarsdótt- ir er langflottust. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Fidel Castró. Uppáhaldsleikari: Silvester Stall- one. Uppáhaldsleikkona: Edda Heiðrún Backman. Uppáhaldssögnvari: Eros Rama- szotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Einar K. Guðfinnsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Björn „slanga". Uppáhaldssjónvarpsefni: 1919. Uppáhaldsveitingahús: Pizza ’67 á Akur- eyri. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Villta svani. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Lúð- vík Örn Steinarsson á Aðalstöð- inni. Hvort horíir þú meira á Sjón- varpið eða Stöð 2? Ríkissjónvarp- ið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Uppáhaldsskemmti- staður: KA- heimil- ið. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KA og Stjarnan. Stefnir þú að ein- hverju sérstöku í framtíðinni? Að klára stúdentspróf. Hvað gerðir þú í sumarfrí- inii? Fór á tölvunámskeið. Drew Barrymore siglir upp stjörnuhimininn i Hollywood sem aldrei fyrr. Eins og margir vita átti Drew erfið unglingsár þar sem hún var forfallin fíkniefnaneytandi og alkóhólisti. Drew sem var fræg barnastjarna er tvítug í dag og hefur gjörbreytt um lífsstíl. Hún lék í myndunum Mad Love og Batman Forever. Drew er á föstu með Eric Erlandson gítarleikara í hljómsveit Courtney Loves. Árið 1993 lék Drew táninginn Amy Fisher í sjónvarpsframhálds- myndum. Málið fjallaði um frægt sakamál í Bandaríkjunum. Amy var sextán ára skólastúlka frá Long Island sem skaut eiginkonu elsk- huga síns. Dýrasti kötturinn Þeir sem eru komnir um og yfir miðjan aldur muna vel eftir kettin- um Felix sem skemmti sjónvarpsá- horfendum um margra ára skeið. Teiknimyndahetjan Felix er eldri en Mikki mús og allir þeir félagar. Ný- lega hafa verið gerðir nýir þættir fyrir sjónvarp með kettinum Felix og munu það vera einhverjir dýr- ustu teiknimyndaþættir sem gerðir hafa verið. Drew Barrymore:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.