Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 Misstu ekki af spennandi aukablödum l> í maí Aukablöð DV eru löngu orðin landsþekkt. Blöðin eru bæði fræðandi og skemmtileg og fjalla mn margyísleg og gagnleg sérsvið. 15. maí GÆLUDÝR Eru Islendingar dýravinir? Fjallað verður á skenuntilegan hátt um gildi gæludýra, aðstöðu borgarbúa til hundalialds, páfagaukarækt og birtur verður vinsældalisti gæludýrabúðanna. KNATTSPYRNU- BLAÐID ítarleg kynning á I. deildar liðunum í knattspyrnu fyrir komandi keppnistúnabil. , BRÚÐKAUP 22. maí Skemmtileg mnfjöllun um brúðkaup og allt sem viðkemur undirbúningi þess. HVERAGERÐI 23. maí 50 ára blómstrandi afinæbsbær. Hveragerði er 50 ára á þessu ári og af því tilefni ætla Hvergerðingar að efna til .*’•<£'hátíðahalda dagana 24. til 27. maí. I þessu blaði verður ljallað mn Hveragerði og hátíðardagskrána þessa daga. DV - fjölbreytt útgáfa á hyerjum degi Utlönd Áralangar persónunjósnir að hætti Stasi afhjúpaðar í Noregi: Almenningur er skelfingu lostinn Almenningur í Noregi er skelf- ingu lostinn eftir að skýrsla sem afhjúpar áralangar ríkisstyrktar njósnir um norska þegna að hætti Stasi, hinnar alræmdu leyniþjón- ustu Austur-Þjóðverja, var opin- beruð. Meginniþurstaða skýrsl- unnar er á þann veg að Verka- mannaflokkurinn, sem yerið hefur viö völd í Noregi lengst af eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar, not- aði leyniþjónustuna til að safna upplýsingum um hátt í 50 þúsund manns, aðallega vinstrimenn, sem grunaðir voru um „óásættanlega þólitíska starfsemi". Norska þingið sk'ipaði nefnd til að fara í saumana á málinu 1984. Skilaði hún 1.185 blaðsíðna skýrslu þar sem tengslum Verka- mannaflokksins við leyniþjónust- una eftir 1945 er nákvæmlega lýst. Norskir stjórnmálaleiðtogar kröfðust þess strax að Verka- mannaflokkurinn bæði norsku þjóðina afsökunar en of snemmt þykir að spá um hvaða afleiðingar skýrslan muni hafa fyrir minni- hlutastjórn Gro Harlem Brundtland. Gro Harlem Brundtland segist fagna njósnaskýrslunni. Þorbjörn Jagland, formaður Verkamannaflokksins, firrti nú- verandi minnihlutastjóm allri ábyrgð af njósnum og sagði Verka- mannaflokkinn ekki eiga í neinum tengslum við leyniþjónustuna i dag. Þau tengsl hefðu verið úr sög- unni eftir 1970. Norska þingið fjallaöi um skýrsluna á lokuðum fundi í gær- morgun en ákvað að hún skyldi gerð opinber enda mælti nefndin sem stóð aö skýrslunni með því, jafhvel þó atriði í henni gætu skað- að tengsl Noregs við önnur ríki. Gro Harlem Brundtland forsæt- isráðherra fagnaði útgáfu skýrsl- unnar en íjallaði ekki frekar um hana þar sem hún átti eftir að kynna sér efni hennar betur. í njósnaskýrslunni kemur fram að leyniþjónustan herti á eftirliti sínu með kommúnistum á níunda áratugnum, þegar ágreiningur stóð um eyðingu meðaldrægra kjarnorkuflauga í Vestur-Evvrópu og deilt var um hernaðarumsvif Sovétmanna í Afganistan. Leiðtogar Miðflokksins og Kristilega þjóðarflokksins sögðust skelfingu lostnir yfir innihaldi skýrslunnar, eins og allur almenn- ingur í Noregi, hún hefði verið mun verri en þeir áttu von á. í skýrslunni kemur enn fremur fram að norska leyniþjónustan átti í nánu samstarfi við Mossad, leyniþjónustu ísraela, í mörg ár. En leyniþjónusta norska hersins, sem einnig lenti í rannsókn nefnd- arinnar, átti ekki þátt í ólöglegri skráningu persónuupplýsinga. Málarinn Anthony Wllliams stendur hér við portrett-mynd sína af Elísabetu drottningu sjötugri. Williams hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir raunsæi sitt og þá djörfung að mála drottninguna með vörtur, hrukkur og önnur öldrunarein- kenni. Myndin sýnir raunamædda, föla og þreytta konu sem er mjög hrukkótt og með lifrarbletti á höndum, fullkomin andstæða þeirrar drottningar sem Bretar sjá á Ijósmyndum eða frímerkjum. Símamynd Reuter Þýskir kjarnorkuandstæöingar herskáir: Tugir slösuðust í átökum við lögguna Til snarpra átaka kom mifli þús- unda lögregluþjóna og púandi mót- mælenda þegar 40 tonn af kjarn- orkuúrgangi frá Frakklandi voru flutt frá lestarstöðinni í Dannenberg í Þýskalandi til geymslu í Gorleben. Um fimmtíu mótmælendur slös- uðust þegar þrjú þúsund manns reyndu að stöðva risastóran flutn- ingabíl með kjarnorkuúrganginum. Kjarnorkuandstæðingum mistókst hins vegar ætlunarverk sitt. Lögreglan tók 29 mótmælendur í sína vörslu. Báðir aðilar saka hinn um að hafa sýnt mikla grimmd. „Það væri ekki fjarri lagi að nota oröiö „stríð“ yfir ástandið," sagði talsmaður lögreglunnar þegar hvað mest gekk á. Flogið var með eina konu á sjúkrahús í Hannover eftir að hún fékk vatnsgusu úr öflugri vatns- byssu í höfuðið. Lögreglan sagði að sex laganna verðir hefði hlotið smá- vægileg meiðsl en í fyrstu var talað um að átján lögregluþjónar hefðu meiðst. Gerhard Glagowski, innanríkis- ráðherra Neðra-Saxlands, þakkaði lögreglunni fyrir að taka fagmann- lega á málinu og bar lof á þá fyrir að þurfa að mæta „mjög ofbeldisfullri andstöðu". Farmurinn sem var fluttur á áfangastað í gær var sá fyrsti af um 110 sendingum af kjarnorkuúrgangi og kjarnorkueldsneyti í þýsk kjarn- orkuver á næstu átta árum. Reuter Stuttar fréttir Kosið í Úganda Fastlega er búist við að frá- farandi forseti Úganda sigri í forsetakosningunum í dag, hin- um fyrstu í landinu í sextán ár: Treystir Assad Símon Peres, for- sætisráð- herra ísra- els, sagðist I gær telja að hægt væri að treysta því að Hafez al- Assad Sýr- landsforseti mundi virða þá samninga sem hann gerði og vísaði m.a. til bráðabirgðasam- komulags sem gert var nokkrum árum eftir að ísraels- menn náðu Golanhæðunum á sitt vald eftir stríðið 1967. íhaldsmenn kætast Breskir íhaldsmenn geta kæst þar sem þeir hafa aðeins saxað á forskot Verkamanna- flokksins í skoðanakönnunum. Búa sig undir átök íbúar Líberíu búa sig undir frekari átök eftir að tilraunir Afríkuríkja til að koma á friði í landinu enduðu með ósköp- um. Nýnasisti fyrir rétt Bandaríski nýnasistinn Gary Lauck kemur fyrir rétt í Þýskalandi í dag, ákærður fyr- ir að æsa til kynþáttahaturs með áróðri sínum. Jeitsín frestar kannski Svo kann að fara að Borís Jeltsín Rússlands- forseti neyð- ist til að fresta heim- sókn sinni til Tsjetsje- níu af örygg- isástæðum en forsetinn hafði gert sér vonir um að fara þangað um miðjan mánuðinn. Engir hundafundir Yfirvöld í frönskum bæ hafa bannað hundum að hittast þar á almannafæri. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.